24 stundir - 23.09.2008, Side 7

24 stundir - 23.09.2008, Side 7
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 7 Karlar sem líta svo á að konur eigi að vera heima og hugsa um heimilið eru að jafnaði tekjuhærri en karlar sem aðhyllast jafnrétti kynjanna á heimili og á vinnu- markaði. Fram kemur í bandarískri rann- sókn að árstekjur karla með slíkt viðhorf séu að meðaltali um 769.000 krónum hærri en árslaun karla sem aðhyllast jafna stöðu kynjanna. Konur, sem aðhyllast jafnrétti hafa hins vegar að með- altali 134.00 krónum hærri árstekj- ur en konur sem gera það ekki. Rannsóknin var gerð á meðal 12.686 einstaklinga á árunum 1979 til 2005. sibb Karlremba skilar hærri tekjum Rannsókn á jafnrétti á heimilum og í vinnu Forsvarsmenn Óslóarháskóla hafa fyrirskipað að brenna skuli mikið safn norrænna og erlendra dag- blaða frá 19. öld til þess að rýma til fyrir antikhús- gögnum. Frá þessu er greint í norska dagblaðinu Aft- enposten. Um er að ræða safn dagblaða sem tekur um þrjá hillukílómetra og geymt er á Follum Gård á Ringerike. Þegar er búið að bjarga dagblaðasafninu einu sinni, því árið 2002 stóð einnig til að farga því, en þá komu eld- hugar hjá Þjóðarbókasafninu norska og Óslóarháskóla því til leiðar að safninu var komið fyrir á Follum Gård. „Þarna er verið að vinna óbætanlegt skemmdarverk á menningararfinum,“ segir Edgar Ytteborg, en hann kom að björgun safnsins árið 2002 á vegum Þjóð- arbókasafnsins og hafði umsjón með dagblaðasafninu hjá Óslóarháskóla þar til hann fór á eftirlaun. Segir hann safnið ekki eiga sinn líka á Noregi. Talsmaður tæknideildar skólans, sem sér um að brenna blöðin, segir að ef einhverjir hafi áhuga á að geyma þau sé það guðvelkomið. sibb Brenna á mikið safn dagblaða frá 19. öld í Noregi „Skemmdarverk“ Yfirmaður kínverska matvæla- eftirlitsins, Li Changjiang, hefur sagt af sér í kjölfar þurrmjólkur- hneykslis. Alls hafa nærri 53 þús- und kínversk ungbörn veikst í kjöl- far þess að hafa drukkið melamínmengaða þurrmjólk. Samkvæmt kínverskum yfir- völdum hafa þau flest náð sér á strik en tæplega 13 þúsund þeirra dvelja enn á sjúkrahúsum. Fram kemur hjá hinni opinberu Xinhua-fréttaveitu að afsögn Li Changjiang sé gerð með samþykki ríkisstjórnarinnar. Fjögur börn hafa látist af völd- um eitrunarinnar svo vitað sé og 104 börn eru illa haldin. Í Hong Kong og Taívan, Bangladess, Brú- nei, Búrundí, Japan, Malasíu, Tan- saníu og fleiri löndum hafa allar kínverskar mjólkurvörur verið fjar- lægðar úr hillum verslana. Melamín, sem er venjulega notað í plastiðnaði, hefur verið sett út í mjólkurvörur til að hækka prótein- gildi. Það fer illa með nýru ung- barna. Átján manns hafa verið handtekn- ir í Kína í tengslum við málið. sibb Þurrmjólkurhneykslið í Kína Flestum batnað Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttir sibb@24stundir.is Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, sagði af sér á sunnudag og þykir allt stefna í að Jakob Zuma, formaður Afríska þjóðarráðsins, verði kjörinn næsti forseti lands- ins í upphafi næsta árs. Hann get- ur þó ekki tekið við embætti for- seta fyrr en að loknum kosningum þar sem hann situr ekki á þingi. Mbeki hefur lengi verið um- deildur og staða hans veiktist mjög er hann tapaði fyrir Zuma í formannskjöri innan Afríska þjóðarráðsins á síðasta ári. Kröfur um afsögn hans voru þó ekki sett- ar fram innan flokksins fyrr en eftir að dómsmáli gegn Zuma var vísað frá hinn 12. september. Ekki var tekin afstaða til sektar eða sakleysis í úrskurði dómarans en þar kom fram að vísbendingar væru um að málið hefði verið höfðað á pólitískum forsendum. Afneitunin dýrkeypt Helen Zille, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í landinu, lofaði Mbeki eftir að tilkynnt var um af- sögn hans og sagði hann mikinn gáfumann sem hefði verið í far- arbroddi í friðarumleitunum í Afríku. Hún sagði arfleifð Mbekis þó mislita enda hefði tregða hans til að viðurkenna umfang alnæm- isfaraldursins og glæpatíðninnar í landinu komið í veg fyrir að hægt væri að ráðast gegn vandanum af fullum krafti. Einnig gagnrýndi hún stuðning hans við Robert Mugabe, forseta Simbabve. Mbeki hefur að undanförnu farið með hlutverk sáttasemjara Afríkubandalagsins í Simbabve og vísaði hann til þess og aðildar sinnar að samningaumleitunum í Kongó, Búrúndí, á Fílabeins- ströndinni og í Súdan er hann ávarpaði þjóðina á sunnudags- kvöld. Sérstakt samband þykir vera á milli Mbekis, sem var vara- forseti Nelsons Mandela, og Afr- íkuleiðtoga af eldri kynslóðinni en Zuma tengist ekki öðrum leið- togum í álfunni með sama hætti. Spillingar- og nauðgunarmál Mbeki rak Zuma úr embætti varaforseta árið 2005 eftir að fjár- málaráðgjafi hans var fundinn sekur um að bjóða mútugreiðslur fyrir hans hönd. Dómsmáli vegna meintrar aðildar Zuma að málinu hefur nú tvisvar verið vísað frá. Þá var hann sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað HIV-smitaðri konu árið 2006. Í kjölfar þess bað hann landa sína afsökunar á því að hafa ekki notað smokk þegar hann hafði samfarir við konuna. Sagðist hann hafa farið í sturtu til að koma í veg fyrir smit. Suður- Afríka er eitt þeirra landa heims þar sem HIV-smit og alnæmi er hvað útbreiddast og voru þessi ummæli hans harðlega gangnrýnd þar sem þau þóttu senda mjög villandi skilaboð um smithættu og varnir gegn henni. Fátækt og alnæmi  Afsögn Mbekis, forseta S-Afríku, markar þáttaskil í eftirmálum aðskilnaðarstefnunnar Zuma Nær lík- lega forsetakjöri. ➤ Mbeki var kjörinn forseti Suð-ur-Afríku árið 1999 og endur- kjörinn árið 2004. ➤ Þrátt fyrir mikla uppbygg-ingu í landinu hefur reiði vegna misskiptingar auðs og andstaða verkalýðsfélaga grafið undan stöðu hans. ➤ Zuma sækir stóran hlutafylgis síns til þeirra sem finnst þeir hafa setið eftir í efna- hagsuppbyggingunni í land- inu. SUÐUR-AFRÍKA Mannræningjar í Egyptalandi hafa tekið höndum hóp er- lendra ferða- manna. Sam- kvæmt AP- fréttastof- unni eru fimm ítalskir ríkisborgarar meðal þeirra, ránið framið nærri landamær- um Súdans. Samkvæmt El País eru fimm Þjóðverjar, fjórir Egyptar og tveir Rúmenar í hópnum fyrir utan Ítalina. Árásir á ferðamenn hafa verið fátíðar í Egyptalandi síðan um miðjan síðasta áratug er forseti landsins, Hosni Mub- arak, tók harkalega á aukinni starfsemi íslamskra öfga- manna. sibb Egyptaland Ferðafólki rænt Enn eru 38 þúsund ferðamenn strandaglópar víða um heim vegna gjaldþrots ferðaskrif- stofunnar XL Leisure. Sam- kvæmt upplýsingum frá breskum flugmálayfirvöldum hafa tæplega 47 þúsund far- þegar verið fluttir heim eftir að flugvélar XL voru kyrr- settar hinn 12. september sl. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. sibb Gjaldþrot XL Leisure Enn stranda- glópar ...www.rannis.is/visindavaka H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Allir velkom nir! Hver á að passa mig? er í kvöld 23.september Fyrsta VÍSINDAKAFFIÐ Vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við - á mannamáli... Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi Listasafni Reykjavíkur kl. 20.00 – 21.30 MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ Alyson Bailes og Silja Bára Ómarsdóttir frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fjalla um öryggismál út frá nýju sjónarhorni – það er alveg öruggt!

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.