24 stundir - 23.09.2008, Qupperneq 12
Sigrún Erna Geirsdóttir
sigrunerna@24stundir.is
Bjórflaska merkt Snæfellsás,
takkaskór og fiðrildasafn eru með-
al þeirra hluta sem hægt er að
bjóða í á uppboðsvefnum selt.is
sem opnaði gáttir sínar í lok ágúst.
Síðan vefurinn var opnaður hafa
um 1500 notendur skráð sig og
uppboðin eru orðin hátt í þúsund.
Vöntunin var kveikjan
,,Móttökurnar hafa farið fram
úr björtustu vonum,“ segir einn af
stofnendum vefjarins, Björgin
Guðmundsson sem er grafískur
hönnuður. Hann segir að hann og
félagarnir hafi verslað mikið á
Ebay gegnum tíðina og fundist
vöntun á sambærilegum vef hér-
lendis. Vefurinn var um eitt ár í
vinnslu en mesta vinnan fór fram í
sumar. ,,Þetta var mikil vinna,
sennilega nokkur hundruð tímar,
en þetta er búið að vera bæði
skemmtilegt og lærdómsríkt,“ seg-
ir Björgvin. Vefurinn sé líka í stöð-
ugri þróun eftir því sem meiri
reynsla komi á hann.
Árferðið hefur áhrif
Björgvin segir að árferðið hafi
án efa mikið að segja um velgengi
vefjarins. ,,Fólki vantar peninga og
þá er hægt að taka til í geymsl-
unum og finna til dót sem það er
hætt að nota. Vefurinn gerir söl-
una á því miklu þægilegri,“ segir
hann. Þá horfi fólk meira til þess
en áður að kaupa notaða hluti
frekar en nýja sé þess einhver kost-
ur. Hægt sé að spara þannig stórar
fjárhæðir.
Grundvöllurinn er til staðar
Vaxandi vinsældir Ebay á Íslandi
og gróska á íslenskum vefjum þar
sem verslun með notaðan varning
fer fram sýni að grundvöllur sé
fyrir svona vefjum. Núna sé líka
besti tíminn til að koma ókeypis
uppboðsvef. Það kosti ekki neitt að
setja inn uppboð eða kaupa. Þegar
seljandi selur hins vegar vöru þarf
að borga þóknun frá 1,9 prósenti
til 8,5 prósenta. Því dýrari sem
varan er, því lægri prósenta. ,,Við
blöndum okkur ekki í viðskipti
milli seljanda og kaupanda heldur
greiðir seljandi beint til okkar.“
Vefurinn virki því sem markaðs-
torg.
Bjartsýnir tölvugúrúar
Björgvin segir þá félaga búna að
reka sig á að fjárhagslegt utanum-
hald sé erfiðara en þeir höfðu búist
við og búið sé að fá fólk til að sjá
um þá hluti fyrir vefinn. ,,Við er-
um tölvugúrúar sjálfir og ekkert
inni í svona hlutum. Það er hins
vegar á dagskránni að fara á nám-
skeið og kynnast viðskiptahlið-
inni.“ Vefurinn hafi alla burði til
þess að vaxa og dafna og verða að
ágætis fyrirtæki. Það sé þó ekki
verið að einbeita sér að því núna
heldur því að gera vefinn sem allra
bestan.
Samvinna frekar en samkeppni
Þótt aðrir söluvefir séu á mark-
aðinum, svo sem hani.is og selja.is,
sagðist Björgvin ekki óttast sam-
keppni. Ætlunin væri frekar að
vinna með öðrum vefjum en
keppa við þá þrátt fyrir að einhver
samkeppni væri auðvitað óhjá-
kvæmileg. ,,Við sjáum þetta fyrir
okkur þannig að uppboðin okkar
væru auglýst á öðrum svona vefj-
um,“ segir hann. Þannig myndu
þeir ná til stærri hóps.
Grænland, Færeyjar
Spurður um útrás sagði Björg-
vin það ekki útilokað að vefurinn
yrði einn daginn Ebay Norður-
landanna eða að minnsta kosti
einn af þeim. Þar væru þó þegar til
stórir sambærilegir vefir og ekki
þeirra markmið að keppa beint við
þá. ,,En hver veit, við erum opnir
fyrir öllu. Kannski Færeyjar og
Grænland bætist fljótlega við hjá
okkur,“ sagði Björgvin hlæjandi að
lokum.
Auðveld kaup
og sala
Samdrátturinn hvetur til verslunar með notaðan varning
Selt.is fullnægir þörfinni fyrir íslenskan uppboðsvef
Útrás ekki útilokuð Björgvin
Guðmundsson, Sindri Berg-
mann og Óli Haukur Valtýsson,
stofnendur Selt.is
➤ Netslóðin er www.selt.is.
➤ Hægt er selja einstaka hlutien að auki er hægt að stofna
vefbúð.
➤ Hægt er að óska eftirákveðnum hlutum.
➤ Tölvur, heimilið og farartækieru stærstu flokkarnir.
➤ Dýrasta varan á vefnum núnaer Harley Davidson mótorhjól
á 900.000 krónur.
VEFURINN
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundirI .
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafskutlur
-umhverfisvænn ferðamáti
!
!
" #
$
%
&'()*
& + ,- ./-
0
12
'
'3.
.4
2
*5
/
62
7 ,
8 2 8
,/
!
"
7,
6
, 9
" & ;;<<=<>
;?=??;<=@
>A@AB;B>
C@CAA=C;A
<@ADBAA=A;
@CBADB
CAA=@???
ABCA?;B=B?;
A;=C;==A;C
;CD?CB@D>
;B@C?BA
@;>AA?CDA
C>;?AD>@
?
C;;B?>;
+
A<;@AD=
+
+
+
=@D<>???
+
+
@E<>
>EAB
ADE>>
<E?=
;DEBB
DEC<
A?EC?
<C<E??
ACE?>
B;E<?
CEA?
=E@@
B>ED?
A?@E??
;@A>E??
;<AE??
;@BE??
+
+
+
C@A?E??
+
+
@E=?
>EC>
ADE<?
<E;;
;>E??
DEDC
A?ED>
<CBE??
ACE;?
BAEC?
CEC>
=E<?
B@E;?
A?BE??
;@=?E??
;<BE??
;<?E>?
A;E<?
;EA?
+
C@>?E??
;?E>?
>E??
./
,
A
A@
AA
B=
B>
A
D
<<
@>
;B
;?
C>
=
+
B
+
;D
+
+
+
B
+
+
F
, ,
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
AABA??=
;=BA??=
AABA??=
A>=A??=
C@A??=
<CA??=
MARKAÐURINN Í GÆR
● Úrvalsvísitala Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 3,21% í við-
skiptum gærdagsins og var loka-
gildi vísitölunnar 4.186,14 stig.
● Atlantic Petroleum hækkaði
mest félaga á aðallista, eða um
11,26%, en Exista hækkaði um
7,60%. Þá hækkuðu bréf Glitnis
um 4,60% og Kaupþings um
3,22%.
● Alfesca lækkaði um 0,44% og
voru bréf félagsins þau einu sem
lækkuðu í verði í gær.
● Velta í kauphöllinni nam 61
milljarði króna og var velta með
hlutabréf þar af tæpir 40,5 millj-
arðar króna.
● Munaði þar mest um 29,3 millj-
arða króna viðskipti með bréf
Kaupþings, en greint var frá kaup-
um fjárfesta í Katar á 5% hlut í
bankanum í gær.
Lækkanir voru í öllum helstu kauphöllum Evrópu í gær þrátt fyrir að
bankar og hrávörufyrirtæki hefðu hækkað umtalsvert í viðskiptum
dagsins. Breska FTSE vísitalan lækkaði um 1,41%, þýska DAX um
1,32% og franska CAC vísitalan lækkaði um 2,79%. Samnorræna OMX
vísitalan lækkaði um 2,37%, sænska vísitalan um 1,8% og norska OBX
vísitalan lækkaði um 0,09%. bó
Lækkanir í Evrópu
Glitnir og Byr sparisjóður hafa
ákveðið að hefja samruna-
viðræður. Í því felst einnig að
stjórnir félaganna hafa skuld-
bundið sig til að ræða ekki við
aðra aðila um samstarf eða sam-
einingar á meðan. Samkvæmt til-
kynningu er stefnt að því að nið-
urstaða liggi fyrir eins fljótt og
auðið er.
Með sameiningunni er mark-
miðið að auka fjárhagslegan styrk
fyrirtækjanna. Markaðsverðmæti
Byrs er um 55 milljarðar króna
en Glitnis um 220 milljarðar
króna. bg
Vilja sameina
Byr Glitni
Danir sem stunda ólöglegt nið-
urhal gætu átt á hættu takmark-
aða bandvídd. Þetta er ein af til-
lögunum á ráðstefnu sem danska
menntamálaráðuneytið stendur
fyrir með dönskum símafyr-
irtækjum og rétthafasamtökum.
seg
Bandvíddin
takmörkuð
Berlingske Tidende opnar nýjan
vef þann 1. október, dinby.dk.
Hver einasti bær og gata í Dan-
mörku fær þar sitt eigið svæði.
Þar verður safnað saman upplýs-
ingum um verslun og þjónustu í
nágrenninu, fréttum sem tengjast
hverfinu og fleira. seg
Berlingske
opnar íbúavef
Krónubréf að nafnvirði 5 millj-
arðar króna sem þýski KfW
bankinn gaf út fyrir tveimur ár-
um síðan féllu í gjalddaga í gær
að viðbættum vöxtum. Þetta er
síðasti gjalddagi septembermán-
aðar en alls hafa krónubréf að
nafnvirði 27,5 milljarða króna
auk vaxta fallið í gjalddaga í mán-
uðinum að gærdeginum með-
töldum. Ein krónubréfaútgáfa
hefur litið dagsins ljós í sept-
ember er hollenski bankinn
Rabobank gaf út krónubréf að
nafnvirði 13 milljarða króna til
eins árs í byrjun mánaðarins
samkvæmt Morgunkorni Glitnis.
Krónan veiktist um 2,6% í við-
skiptum gærdagsins. bg
Síðasti gjald-
dagi krónubréfa
FÉ OG FRAMI
frettir24stundir.is a
Kannski Færeyjar og Grænland
séu næst á dagskrá.
SALA
JPY 0,8448 1,06%
EUR 131,17 0,30%
GVT 171,31 0,73%
SALA
USD 89,86 1,73%
GBP 165,52 1,04%
DKK 17,585 0,32%