24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 17
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 17
„Það er alltaf mikilvægt að vita
fjölskyldusögu sína þegar kemur
að hjarta- og æðasjúkdómum,“
segir Bylgja Valtýsdóttir,
upplýsingafulltrúi Hjartavernd-
ar.
„Fólk þarf alltaf að hafa þetta
helsta í huga þegar kemur að því
að passa hjartað, ekki reykja,
hreyfa sig reglulega og halda kjör-
þyngd.“
Ættarsaga skiptir máli
Bylgja segir að þeir sem eiga að
skoða það að fara í áhættumat séu
fullorðnir einstaklingar sem vilja
láta kanna líkurnar á að þeir fái
hjartasjúkdóm. Einstaklingar sem
hafa ættarsögu um krans-
æðasjúkdóma og allir yfir fertugt
eru sérstaklega hvattir til að fara í
áhættumat.
„Hjarta og æðasjúkdómar eru
ekki algengir hjá yngri kynslóðum
en auðvitað eru alltaf undantekn-
ingar. Við hugsum þetta sem for-
vörn því of hátt kólesteról getur
verið einkennalaust og hár blóð-
þrýstingur getur verið það líka.“
Þjóðin að þyngjast
Bylgja segir það áhyggjuefni að
við erum að þyngjast sem þjóð.
„Eftir fertugt er mælt með því að
fólk fylgist reglulega með hjartanu.
Mikilvægt er að láta mæla helstu
áhyggjuþætti reglulega. Blóðþrýst-
ing á að láta mæla einu sinni á ári,
blóðsykur á þriggja ára fresti og
kólesterólið líka,“ segir Bylgja.
Tímarit Hjartaverndar
Til að sinna fræðsluhlutverki
sínu hefur Hjartavernd staðið að
útgáfu ritaðra fræðslubæklinga um
áhættuþætti hjarta- og æða-
sjúkdóma, og gefið út tímarit
Hjartaverndar samfellt í 38 ár.
„Það á að fara vel með hjartað því
við eigum bara eitt,“ segir Bylgja.
Nauðsynlegt að fara reglulega í skoðun
Förum vel með hjartað
24stundir/Árni Sæberg
Hjartavernd Mikilvægt er að huga vel að heilsunni.
Fyrirtækið Newton Shoes er ný-
legt, bandarískt fyrirtæki sem
hannar hlaupaskó með það efst í
huga að reyna að koma í veg fyrir
meiðsli. Fyrirtækið er að hluta í
eigu Danny Abshire sem hefur
hannað innlegg fyrir Ólympíufara
og hjólreiðamenn í Tour de
France. Gott á að vera að hlaupa
berfættur í skónum eins og orðið
er nokkuð vinsælt og eru þeir lit-
ríkir og flottir eins og hér sést.
Gott að hlaupa
berfættur
Í gegnum aldirnar hefur tíðkast að
nota ýmiskonar blóm í matargerð
ýmissa þjóða í Evrópu, Asíu og
Bandaríkjunum svo nokkrar séu
nefndar. Nýverið hefur komist aft-
ur í tísku að nota æt blóm í elda-
mennsku bæði til að elda úr og
nota sem skraut. Margt má gera
við blóm, t.d. nota þau innan í ís-
mola, setja þau út í drykki, sultur
og te og margar tegundir má nota
til að búa til vínedik.
Eldað og skreytt
með blómum
Pólarolía góð fyrir líkamann
Í nýlegri doktorsrannsókn LinnAnne
Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía,
sem var gefin í gegnum sondu beint
niður í skeifugörn, linar liðverki og dreg-
ur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð
áhrif á þarmabólgu. Fæða á Vestur-
löndum inniheldur hlutfallslega mikið
magn af omega 6 fitusýrum í samanburði
við omega 3 fitusýrur. Þetta getur
orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem að
einhverju leyti getur útskýrt af hverju
margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífs-
stílstengdum sjúkdómum eins og hjarta-
og æðasjúkdómum, sykursýki og krabba-
meini. Besta leiðin til greiða úr þessu
ójafnvægi er að auka neyslu á sjávarfangi
sem almennt er auðugt af langkeðju
omegafitusýru og samtímis að minnka
neyslu á matvörum sem eru ríkar af
omega fitusýrum.
Þarmabólga og liðverkir
Rannsókn Brunborgs á selkjöti bendir til
að það sé bæði holl og örugg fæða.
Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega
fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin
hormón sem meðal annars eru mikilvæg
fyrir bólguviðbrögð líkamans. Virkni
selolíunnar á bólguviðbrögð var prófuð í
klínískri tilraun ásjúklingum með lið-
verki og IBD. IBD-sjúklingar hafa oft
minnkandi starfsgetu og lífsgæði vegna
sjúkdómsins og möguleikar á lækningu
eru litlir. Lyf sem draga úr liðverkjum
geta gert þarmabólguna verri. Brunborg
sýndi með tilraunum að selolía sem var
gefin í gegnum sondu linar liðbólgur og
liðverki og hefur að auki jákvæð áhrif á
þarmabólgu. Að neyta nægilegs sjávar-
fangs með omega fitusýru getur haft
fyrirbyggjandi áhrif þegar um þróun
sjúkdóma eins og IBD og annarra bólgu-
sjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma er að
ræða. Selolía fæst í öllum helstu
apótekum og heilsubúðum og ber nafnið
Polarolje.
A U G LÝ S I N G
Linar verki og minnkar bólgur
Sími 699 7887 og 698 7999
Polarolje❄Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarma starfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Liðina
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Polarolían fæst í:
Apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum og Melabúð
❄
Fannorkumuná fyrsta degi...
100%
náttúrulegt
ORKA-ÚTHALD-ÁRANGUR
Rétt eins og flest okkar upplifa, var Gíslína Sigurgunnarsdóttir,
umsjónarmaður heilsuhornsins Fræsins í Fjarðarkaup,
jafnan uppgefin þegar hún kom heim eftir langan
vinnudag. Sjaldnast gerði hún mikið meira en að skella sér í
þægilegri föt og upp í sófa. Allt þetta breyttist þegar hún hóf
að taka Metasys hylkin fyrir tæplega hálfu ári. „Sem
starfsmaður í heilsuhorninu sá ég að það var mjög vel
keypt af Metasys og það var alltaf sama fólkið sem kom
aftur og aftur. Ég fór því að spyrjast fyrir um hylkin. Margir
viðskiptavina minna töluðu um aukinn ferskleika, miklu
meiri orku og ein kona sagðist halda niður sykursýki 2 með
Metasys. Ég ákvað því að slá til, prófa og kanna hvort ég
gæti losnað við þessa síþreytu. Strax á fyrsta degi fann ég
fyrir aukinni orku, ég er ekki eins þreytt þegar ég tek hylkin
og úthaldið er mun betra. Ég finn líka mikinn mun á skrokk-
num á mér. Núna hef ég auðveldlega úthald í nokkra
klukkutíma í viðbót eftir vinnu. Einn helsti kostur Metasys er
að það er 100 prósent náttúrulegt og án aukaefna en
þannig vil ég einmitt hafa það.”
Góð áhrif á húðina
Metasys hylkin höfðu góð áhrif á fleira en orkuna
„Venjulega bæti ég á mig kílóum yfir jólin, einfaldlega
vegna þess að ég borða meira á þeim árstíma en í ár
grenntist ég þótt ég borðaði alveg jafn mikið segir Gíslína
og hlær.” ,,Áður en ég byrjaði að taka Metasys var ég með
slæma húð og fékk mikið af bólum en nú er húðin mun
betri. Metasys er mjög ríkt af andoxunarefnum og því mjög
hreinsandi og er það ástæðan fyrir þessu jákvæðu áhrifum
á húðina á mér,” segir Gíslína. „Þess vegna held ég áfram að
taka hylkin og er mjög ánægð. Ég fæ ekki örari hjartslátt
eða slíkt eins og margir finna fyrir þegar teknar eru inn
aðrar brennslutöflur, ég finn bara fyrir frábærri
orkubreytingu segir Gíslína að lokum, kát í bragði.
Fleiri og fleiri Íslendingar kjósa Metasys til að
grenna sig, bæta orkuúthald og heilsu, það
hefur verið fáanlegt í rúm þrjú ár og aukast
vinsældir þess ár frá ári.
Frekari upplýsingar um Metasys er
hægt að finna á www.metasys.is
Metasys er fáanlegt í öllum apótekum,
heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup og
Vöruvali Vestmannaeyjum.
w
w
w
.sm
id
ja
n.
is
Gíslína Sigurgunnarsdóttir
Ég hef þurft að glíma við aukakíló í nokkur ár. Hef prófað ýmsa kúra
og ekkert gengið. Það er ekki fyrr en ég kynnist Ultratone að
sentímetrar og kíló fjúka af. Komin úr stærð sextán í stærð tólf í
buxum og úr átján í fjórtán í bolum. Og svo er ég komin með mitti
sem eg vissi ekki af. Er líka ánægðari með sjálfa mig. Staffið er
æðislegt og umhverfið þægilegt. Búin að vera í Ultratone í fimm
vikur og mæli með þessu.
- Rósa Sigurðardóttir
Loksins eitthvað vem virkar! Á þessum mánuði, sem ég er
búin að vera í Ultratone hef ég misst sex kíló og mittismálið
minnkað um ellefu sentímetra. Maginn, sem var togaður og
teygður eftir fimm meðgöngur er loksins stinnari (og ekki bara
skvap). Ég hlakka alltaf til að mæta, þjónustan er frábær og svo líður
mér svo vel, líkamlega og andlega eftir hvern tíma. Bara frábært í alla staði.
- Margrét Sigurpálsdóttir