24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 29
dópsalans síns Saul, enda í til-
finningalegu uppnámi. Saman
reyna þeir að forðast vondu karl-
ana, undir áhrifum kannabisefna.
Útkoman er skrautleg, eins og
dópista er von og vísa.
Kjánaleg en fyndin
Myndin byrjar sem venjuleg
einnar-línu gamanmynd, þar sem
ákvarðanir jónu-reykjandi vit-
leysingja eru uppistaða grínsins.
Slíkt verður einhæft og þreytandi,
enda húmorinn barnalegur, til-
gerðarlegur og jafnvel vandræða-
legur á köflum. Hinsvegar eru
einnar-línu brandararnir það
góðir, að þeir halda myndinni á
floti framan af. Síðan kemur að
Eftir Trausta S. Kristjánsson
traustis@24stundir
Að fara á gras-grínmynd (grín-
mynd þar sem mariujana-reyk-
ingar eru í forgrunni) án þess að
vera búinn að „fá sér í haus,“ eins
og mér skilst að þessi ólöglegi
óskapnaður sé kallaður, er eins og
að horfa á þrívíddarbíómynd án
þrívíddargleraugna; Upplifunin
skilar sér ekki. En sem betur fer
tekur Ananashraðlestin u-beygju
á miðri leið og bjargar sér fyrir
horn.
„Geeeeðveiiiikt mar!“
Þegar Dale Denton verður vitni
að morði fer hann rakleiðis til
ofannefndri u-beygju. Þá breytist
myndin í einskonar blöndu af
Bleika pardusnum og Pulp Fict-
ion, með splatter-ívafi.
Og það er góð blanda.
Þeir Seth Rogen og James
Franco standa sig prýðilega sem
kannabis-reykjandi kjánaprik og
gaman er að sjá hina suður-amer-
ísk ættuðu Rosie Perez á ný, sem
jafnan er í hlutverki málglaðrar
mellu með New York hreim, en í
þessu tilviki spilltrar löggu.
Kómískir kannabiskarlar kitla hláturtaugarnar
Vá, tré! Tíhíhíhíhíhí Kannabiskarlarnir geta hlegið að öllu mögulegu og
ómögulegu. Að því leyti hefur myndin ákveðið forvarnargildi.
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 29
HEFST Í KVÖLD KL. 21.50
Á SKJÁEINUM
HEFST Í KVÖLD
KL. 21.00
Á SKJÁEINUM
INNLIT/ÚTLIT
Stjörnurnar úr Little Britain þátt-
unum, þeir Matt Lucas og David
Williams, hyggja nú á Holly-
woodmynd. „Við munum báðir
leika 5-6 persónur, líkt og Mike
Myers og Eddie Murphy eru
þekktir fyrir,“ sagði Matt. Mynd-
in er framleidd af Dreamworks
og Red Hour, fyrirtæki Beńs Still-
er, en ekkert er vitað um nafn
myndarinnar né söguþráð.
„Nafnið er komið, en ég vil ekki
segja hvað það er!“ sagði Matt. bm
Little Britain
stjörnur í bíó
Popparinn George Michael hefur
beðist afsökunar á framferði sínu
á föstudag, er hann var gripinn
með kókaín á almenningssalerni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
George er gripinn glóðvolgur á
almenningssalerni, en í fyrra
skiptið, 1998, var hann staðinn
að ósæmilegu athæfi með öðrum
karlmanni, og neyddist í kjölfarið
til að koma út úr skápnum. „Ég
vil biðja aðdáendur mína afsök-
unar. Ég lofa að taka mig á.“ tsk
Aftur gripinn
glóðvolgur
Trommarinn Earl Palmer er lát-
inn 84 ára gamall. Palmer vann
sem stúdíótrommari lengst af og
trommaði meðal annars í lög-
unum Tutti Frutti, Yoúve lost that
loviń feeling, og River deep
mountain high og vann með
listamönnum á borð við Sinatra,
Phil Spector, Neil Young og The
Monnkees. „Hann var besti ses-
sion-trommari allra tíma,“ sagði
Little Richard um Palmer í ævi-
sögu sinni. bm
„Tutti frutti“
trommari deyr
Leikstjóri: David Gordon Green
Aðalhlutverk: Seth Rogen, James
Franco
Pineapple Express