24 stundir


24 stundir - 23.09.2008, Qupperneq 30

24 stundir - 23.09.2008, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir Við höfum sett saman pakka sem inniheldur grenningarnudd með cellulite - jurtaolíum, líkamsvafning og extra flabelos. Þú mætir 5 sinnum og árangurinn er engu líkur. Brennir fitu Hægir á öldrun Grennir Minnkar appelsínuhúð Mótar vöðva Eykur sveiganleika Örvar blóðrás Eykur beinþéttni Dregur úr æðahnútum Dregur úr verkjum í mjóbaki Þessi meðferð virkar Við notum eingöngu bestu grenningartæki sem til eru í heiminum í dag. 10 mín, = 1 klst. í ræktinni TILBOÐ 24.900 kr. hringið núna í síma 577 7007 „Er nú svo komið að ég er farin að kvarta undan málfari í ís- lensku sjónvarpi. Ég veit að það er voðalega miðaldra af mér en sem sé, á Skjá einum er sjón- varpsþáttur sem stjórnendur stöðvarinnar hafa ákveðið að kalla Singing bee …“ Eiríkur Bergmann Einarsson eirikur.eyjan.is „Ég sé að ég er komin í viðskipti við einhvern sjeik frá Katar. Spurning með að ég fari að rýna í katörsku matreiðslubókina mína. Ekki að ég sé nú að búast við að sjeikinn droppi inn þrátt fyrir þessi viðskiptatengsl okkar en það er alltaf best að vera við öllu búin.“ Nanna Rögnvaldardóttir nannar.blogspot.com „Húsráð. Ef þú gleymir að læsa bílnum og ert of langt frá honum til að fjarstýringin virki – prófaðu þá að beina henni að gagnauganu og smella á hnappinn. Svínvirkar. Sumir segja þetta gerast vegna þess að höfuðkúpan magni upp merki fjarstýringarinnar …“ Baldur McQueen www.baldurmcqueen.com BLOGGARINN mar, sem hefur þó ekki aðgang að kjöti af rauðu ljóni. „Nei ætli hann verði ekki með beikoni og eggi bara.“ Hélt að um grín væri að ræða „Mér fannst þetta nú fáránleg hugmynd í fyrstu hjá þeim, að nefna stað eftir mér, og það stóð lengi á já-inu. Það tók svolítinn tíma að átta mig hreinlega á þessu hjá þeim, ég hélt að þetta væri eitt- hvert grín, en þegar ég sá að þarna væri verið að gera íslenskri íþrótta- sögu hátt undir höfði, þá fannst mér þetta bara mikill heiður. Þá var KR stofnað ekki langt frá, í gamla Morgunblaðshúsinu. En það var gjarnan farið á Hressing- arskálann eftir bíó og fengið sér kaffi í básunum, sem hafa fengið að halda sér,“ segir Bjarni Felixson um aðdraganda nafngiftarinnar. „Og ekki skemmdi nú fyrir að það er gamall fótboltamaður sem rekur staðinn,“ bætir Bjarni við, en Valdimar Hilmarsson er fyrrum fyrirliði HK og með leikjahærri mönnum liðsins, en líkt og hjá Bjarna Fel fóru þau afrek fram „í gamla daga,“ en hann lék síðast með liðinu árið 2001. Sportbarinn Bjarni Fel opnaður í Austurstræti Hélt að um grín væri að ræða Nýr sportbar hefur verið opnaður í Austurstræti. Staðurinn heitir Bjarni Fel, en erfiðlega gekk að fá leyfi hjá Bjarna Fel- ixsyni, sem hélt að um grín væri að ræða. Heima er best Bjarni Fel er ánægður með nafna sinn. Stoltir af Bjarna Fel Eigendurnir Einar Sturla Monichen og Valdimar Hilmarsson. Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is Við hlið Hressingarskálans í Aust- urstræti hefur verið opnað nýtt íþrótta-öldurhús, Bjarni Fel að nafni. Það er ekki á hverjum degi sem lifandi goðsögn fær sport- knæpu nefnda í höfuðið á sér en svo er samt raunin með ástsælasta íþróttaþul landsins, Bjarna Felix- son. Gamlar hetjur heiðraðar „Það þurfti smá-tíma til að telja Bjarna á að lána okkur nafnið, hann hélt fyrst að við værum eitt- hvað að grínast í honum. En síðan þegar hann sá hvers kyns var, þá sló hann til,“ segir Valdimar Hilm- arsson, annar eigandi Bjarna Fel, sportbarsins það er. „Staðurinn er óður til gamla tímans, þar sem íslensk íþróttasaga er heiðruð með myndum af göml- um en ekki gleymdum hetjum. Við fengum um 40 myndir frá bæði Þjóðminjasafninu og Ljós- myndasafni Reykjavíkur, auk þess sem Friðþjófur Helgason lét okkur nokkrar myndir í té. Og þá verður hægt að fá sér að drekka og borða, meðal annars er boðið upp á Bjarna Fel-borgara,“ segir Valdi- HEYRST HEFUR … Tónlistarstjóri Fjallabræðra, Halldór G. Pálsson, sannaði í eitt skipti fyrir öll á Vagninum á Flateyri á dögunum, að karlmenn gætu sannarlega gert tvo hluti í einu. Er Halldór var í miðju gítarsólói remb- ingskyssti hann unga snót svokölluðum frönskum kossi (með tungu). Sló Halldór ekki feilnótu á gít- arinn meðan á kossaflensinu stóð, þótt engum sög- um fari af gæðum kossins. tsk Skipulagsbreytingar eiga sér stað innan leikhópsins Vesturports en Rakel Garðarsdóttir, systir Gísla, er að byrja í lögfræðinni í Háskólanum og hefur því ákveðið að hverfa frá framkvæmdastjórastöðu sinni þar. Tvær manneskjur þarf til að fylla skarð hennar. Það eru hótelstjóri Öldunnar á Seyðisfirði, Dýri Jónsson, og móðir Rakelar og Gísla sem ætla að skiptum verkum. bös Það var mikið tilfinningaflæði hjá Guðjóni Davíð Karlssyni, eða Góa, leikara á laugardag. Hann átti afar viðburðaríka helgi. Tveimur tímum fyrir sýn- ingu Flóar á skinni á laugardag eignaðist hann sitt fyrsta barn en það var tekið með keisaraskurði. Hann var því skiljanlega í mikilli geðshræringu þeg- ar hann mætti upp í Borgarleikhús og það skilaði sér í ýmsum útúrdúrum á leiksýningunni sjálfri. bös Ný hljómsveit Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, The Viking Giant Show, hefur lokið við fyrstu breiðskífu sína. Sveitin byrj- aði sem sólóverkefni hjá Heiðari en hefur nú þróast í fulla hljómsveit hafnfirskra hljóðfæraleikara. Tvö ár eru síðan fyrsta lag sveitarinnar, Party at the White House, var hleypt í spilun og hafa áhugasamir því þurft að bíða lengi eftir hreyf- ingu á plötunni. „Þetta er búið að taka svona langan tíma vegna þess að það hef- ur bara ekki verið neitt stress,“ seg- ir Heiðar en platan kemur út um miðjan næsta mánuð. „Þetta er verkefni sem ég hef haft í hjáverk- um og því hef ég leyft mér að taka bara góðan tíma í þetta.“ Tónlistin er frekar frábrugðin Botnleðju, en bjögunargítarinn og öskrin fá að víkja fyrir léttum lög- um þar sem daðrað er við kántrí. „Ég myndi segja að hún væri mjög fjölbreytt. Þetta er svo sem út um allt, enda setti ég mig ekki í neinar stellingar varðandi stefnu. Það eru nokkur lög sem eru svolít- ið kántrí. Mig langaði bara til þess að gera eitthvað annað en maður hefur verið að gera. Ég er búinn að bjagast mikið með Botnleðju.“ Hvað varðar orðróm um end- urrisu Botnleðju segir Heiðar þá hugmynd aðeins vera á við- ræðustiginu. „Það er eins og það sé verið að pressa okkur og við erum að ræða þessa hluti en það er ekk- ert farið í gang. Það kemur bara í ljós hvernig það verður allt saman. Það verður einhverntímann en þetta er ekkert stress.“ biggi@24stundir.is Heiðar úr Botnleðju skiptir um gír Klárar kántrískotna poppplötu Heiðar Hefur gengið með Víking- arisa í maganum, en nær loks að hleypa honum út. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 1 8 6 3 7 2 5 4 9 7 3 4 6 9 5 2 8 1 5 9 2 4 1 8 6 7 3 4 2 8 7 3 9 1 5 6 3 7 9 5 6 1 4 2 8 6 5 1 8 2 4 9 3 7 2 1 5 9 8 3 7 6 4 8 4 7 1 5 6 3 9 2 9 6 3 2 4 7 8 1 5 Þú ert betur komin heima hjá þér, en liggja hér og vorkenna sjálfum þér a Nei, þetta hefði verið bogið ef einhver Örvar hefði verið ráðinn Bogi, er ekkert bogið við þessa ráðningu? Bogi Nils Bogason er nýráðinn framkvæmdastjóri fjár- mála hjá Icelandair Group.FÓLK 24@24stundir.is fréttir

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.