Eintak - 03.02.1994, Side 26
Áhyggjur íslenskra karlmanna af velsæmi kvenþjóðarinnar hafa ef til vill verið
fyrirferðameiri á þessari öld en raunveruleg dæmi um vændi og skækjulifnað. Þó finnast nokkur
dæmi þess; bæði snemma á öldinni og á stríðsárunum. Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur
rekur hér sögu gjálifnaðar í Reykjavík; frá aldamótum og fram yfir hin alræmdu ástandsár.
Að versla með
Stelpur! Stelpur!
Það var þetta, sem sálir okkar
þráðu og líkami okkar hungraði og
þyrsti eftir. Ekki alltaf Það kom í
flogum, glampaði eins og leiftur upp
í vitundina, fjaraði út og kom aftur.
Þessar annarlegu kynjaverur,
cevinlega kappklœddar og leyndar-
dómsfullar, flcektust eins og
boðflennur inn í helzt til mörg
umræðucfni okkar í Baðstofunni.
Þcer mögnuðu rökkrið kitlandi ang-
an og hófu skáldskapinn upp i blá-
móðu draumanna. Þcergerðu heim-
spekina að hégóma, breyttu viskunni
í duft og ösku, sneru siðferðishug-
sjóninni í aulalega sérvisku. Eyði-
lögðu hverjar lífsreglurnar á fœtur
annarri.
Þórbergur Þórðarsson:
Ofvitinn, bls. 175
Ofvaxið smáþorp
Þannig hugsuðu Reykjavíkur-
piltar víst upp úr aldamótunum, -
sumir hverjir að minnsta kosti.
Bærinn stækaði óðum og benti
margt til að Reykjavík yrði á endan-
um borg, og myndi að minnsta
kosti í sumum efnum tileinka sér
hætti menningarbæja sunnar í álf-
unni.
Guðjón Friðriksson segir í
Reykjavíkursögu sinni að á árunum
frá aldamótum og fram um 1915
hafi ríkt bjartsýni á framtíðina í
Reykjavík, og að þetta hafi verið
„glatt tímabil, að minnsta kosti á
yfirborðinu.“ Eins og sæmdi
höfuðstað gátu menn gert sér sitt-
hvað til dundurs á síðkvöldunum
til að gleðjast með góðum. Sumir
sóttu á veitingastofur bæjarins,
kaffihús og knæpur, en drykkju-
boltar Reykjavíkur áttu raunar ekki
sjö daga sæla um þessar mundir;
góðtemplarahreyfingunni hafði
vaxið mjög ásmegin og 1908 bar
starf þeirra og annarra þann ávöxt
að þjóðin samþykkti áfengisbann í
landinu, sem kom til framkvæmda
á næstu árum. Árið 1915 átti ekki að
vera hægt að kaupa deigan brenni-
vínsdropa í landinu, en raunar
finna úrræðagóðir menn jafnan
leið framhjá slíkum ósköpum.
Enginn vafi lék á að það var
orðið löngu tímabært að þjóðin
gerði bót á brennivínsvandanum
og fáir geta því mælt í mót að
góðtemplarafélögin hafi unnið
þarft verk í kringum aldamótin.
Ekki voru þó allir á einu máli um
ágæti bindindisfélaganna. Þannig
skrifaði Benedikt Gröndal skáld,
sem þótti víst alltaf meira gaman að
áfengisdrykkju en til dæmis
kvennafari:
enginn getur mótmœlt þeirri dem-
Þórbergur Þórðarson
Hann gerði margt fyrstur íslend-
inga á prenti; meðai annars að
kaupa sér kvenmann. Honum
leist þó ekki nema mátulega á
blikuna þegar hann sá hvað
hann hefði keypt. „Jesús Krist-
ur!“ hvæsi ég í hálfum hljóðum
inn í eyrað á kunningja mínum.
„Erþetta hún? Mikið helvíti er
hún Ijót. Nú stekk ég í burtu. “
oralisation sem þettafélag hefur íför
með sér með eyðslusemi og kvenna-
fari. Þar eru sífeUdir dansfutidir,
nótt eftir nótt, og pöbullinn gengur í
það hópum saman einungis vegna
þess. [.] það er eins og enginn löstur
sé til nemafyllerí.
Eins og Gröndal bendir á ruddu
nýir siðir sér til rúms og komu að
einhverju leyti í staðinn fýrir öl-
vímuna. Þannig var þjóðin til
dæmis um það bil að ánetjast dans-
menntun og í dansfélögunum Ball-
etten og Friðþjófi var dansinn stig-
inn dátt fýrir aldamótin; meira að
segja sjómenn höfðu með sér
dansfélagið Heimdall. Nýir straum-
ar í dansi áttu hingað greiða leið og
árið 1914 varð nokkur titringur í
bænum er Stefanía Guðmunds-
dóttir leikkona auglýsti sýningu á
tangó - sem af mörgum var álitinn
hámark ósiðseminnar. Þegar til
kom reyndist leikkonan þó hátt-
prúðari en svo að misbjóða bæjar-
mönnum með klúrum dansi.
Danssýningin braut víst hvergi í
bága við almennt velsæmi, en að
vísu var tangóinn frúarinnar næsta
bragðlítill fyrir vikið.
Dansskemmtanir voru vitaskuld
einhver greiðasta leið til að komast
í einhvers konar jarðneskt samband
við þær óræðu verur sem ollu Of-
vitanum hugarangri á öðrum ára-
tug aldarinnar eins og kom fram
hér í upphafinu.
I hugum flestra á svipuðu reki og
Þórbergur voru þær þó álíka óá-
þreifanlegar og andarnir sem Indr-
iði miðill var að kalla fram á fund-
um Tilraunafélagsins um þær
mundir, og þeir áræddu því ekki
inn á dansskröllin heldur létu sér
nægja að horfa á þær úr hæfilegri
fjarlægð, til dæmis á „rúntinum".
I þá daga voru til tveir „rúntar";
sá minni í kringum Austurvöll en
hinn stærri suður Aðalstræti, aust-
ur Kirkjustræti, norður Pósthús-
stræti, vestur Austurstræti að Að-
alstræti - og síðan aftur og aftur og
aftur. Þannig gátu kvöldin liðið frá
klukkan níu að ganga tólf í enda-
lausum hringferðum um annan
hvorn „rúntinn11 eða báða til skipt-
is.
Frægasti
SELTIRNINGURINN
Á þessum árum benti sitthvað til
að hinar goðumlíku Reykjavík-
urstúlkur, og jafnvel sumar stöllur
þeirra úti um landið, væru um það
bil að stíga til jarðar; að minnsta
kosti kunnu ýmsir sögur af því að
þessi eða hin hefði tileinkað sér
jarðneskari siði en áður var álitið
mögulegt. Þegar leið á tuttugustu
öldina fóru stúlkur til dæmis að
sjást reykjandi á opinberum
stöðum, jafnvel lyfta vínglasi, og
þóttu ekki góðar fféttir.
Eftir því sem vígin féllu þannig
hvert af öðru um sæmd íslensku
stúlknanna gerðust ýmsir þjóðholl-
ir og siðprúðir karlar þeim mun
staðráðnari í að víggirða þann hluta
kvenlegrar sæmdar sem mestu
skipti; það er að segja skírlífið og
siðsemdina, og fréttir af víg-
stöðunni settu sífellt meiri svip á
síður Reykjavíkurblaðanna og
samræður manna. Eins og gengur
vegnaði ýmsum betur í því stríði,
en meðan það stóð sem hæst gerði
Ofvitinn sínar eigin athuganir. Það
bar til með þeim hætti að kunningi
hans bauðst til að kynna Þórberg
fyrir stúlku af því taginu sem
siðgæðisverðirnir óttuðust mest af
öllu; þetta var „vel skikkað sveit-
arfraukelsi framan af Seltjarnar-
nesi“.
Við norðausturhornið á Bárunni
stendur í daufri sktmu þrekleg kven-
snift á íslenzkum búningi, meðalhá,
með slegið sjal og gljáburstaða skó,
kringlótt andlit, stórt og skelliflatt,
rauðþrútið af matarsvœkju og
eldhússtybbu, útbreitt nef og augn-
aráð úr rollu.
Jesús Kristur! hvcesi ég í hálfum
Dönsk hóra á knæpu f Kaupmannahöfn
Eiríkur frá Brúnum lýsir melluhverfi Kaupmannahafnar í Utilli ferðasögu sinni með hjartans hrifningu hins ís-
lenska sveitamanns, á sama hátt og hann segir frá járnbrautalestunum og Thorvaldsensafninu. Ingibjörg
Ólafsson, sem var þekkt fyrir störf sín við að leiða danskar stúlkur af refilstigum sagði hins vegar að sér
sárnaði alltafað horfa upp á íslenskar stúlkur sjá sér farborða með vændi á götum Kaupmannahafnar.
hljóðum inti í eyrað á kunningja
mínum. Er þetta hún? Mikið helvíti
er hún Ijót. Nú stekk ég í burtu.
En Ofvitinn stökk hvergi. Fylk-
ingin þrammaði sem leið lá suður í
kirkjugarð og fann skjól fýrir rign-
ingardembum og roki við gamla
líkhúsið. Þar beið Þórbergur við
bakhlið líkhússins, og leit ekki af
vasaúrinu sínu á meðan ,frauk-
elsið“ afgreiddi kunningjann. Það
leið eilífð. Svo kom vinurinn til
baka með himneska uppljómun í
andlitinu og bauð upp á neftóbak.
Ofvitinn afþakkaði af ótta við að
tóbakið kynni að sáldrast niður á
ungfrúna, strammaði sig upp og
gekk fýrir líkhúsvegginn, á vit
alsælu eða dýpstu lægingar:
Hún lá hreyfmgarlaus uppi í
horninu, með vinstri helming
herðanna uppi við hússtafninn,
þann hcegra upp að dyraútskotinu,
höfuðið intii í króknum, steinþegj-
andi og sýndist lygna aftur augun-
um. Ég sagði ekki heldur neitt, en
losaði allar festar í brennandi flýti.
Svo lét hún höfuðið síga tiiður undir
jörðina og samstundis birtist eitt-
hvað töfrandi hvítt neðan við mittið
á henni. Það leiftraði fiðrandi titr-
ingur um allan líkama minn. Nú var
ég ekki lengur í efa utn, að ég elskaði
hana. [.] Stellingin varð hórízontal,
og hún þrýsti mér niður að sér.
Það hefur sjálfsagt liðið nokkur
stund. Þá rak á stormhrinu með
stœrðar dembu.
Þetta er farið að verða nokkuð
langt, umlaði fraukan.
Já er ekki það? Það er von þér segið
það. Þetta er Ijóta veðrið? Er yður
illt?
Svo linaði hún á tökunum, og ég
herti á augnablikunum með örari
hreyfingum. Loks kom það. Hvílík
óviðjafnattleg sœla! Svo var allt búið.
En sá viðbjóður!
Eyrarkerlingar
A YSTU NOF
Svona gátu aldamótastúlkurnar
verið uppátektarsamar! Jafnvel þótt
Þórbergi Þórðarsyni væri hlýtt til
greiðvikinna stúlkna af þessu tagi
voru þeir til sem ekki voru sama
sinnis. Þessir höfðu augun hjá sér á
nóttu jafnt sem degi, enginn staður
var svo auvirðilegur né heldur hár
að ekki þyrfti að gefa honum gaum,
enginn kona né karl hafin yfir grun
um hinar svívirðilegustu hneiging-
Og hér skildi á milli þeirra sem
sáu og skildu hættuna sem þjóðin
stóð frammi fýrir, og sakleysingj-
anna sem flutu sofandi að feigðar-
ósi. Til dæmis að taka sáu sakleys-
ingjarnir ekki annað niðri við
Reykjavíkurhöfn en brjóstumkenn-
anlegar konur að sligast undan
kolaburði, frostbitnar og klæddar í
strigapoka til að hlífa fatagörmun-
um sínum. Margir bentu á að
þrælkunin á konunum í kolaupp-
skipuninni á eyrinni væri skamm-
arleg, en siðapostularnir höfðu
aðra sýn á ástandið. Til dærnis
skrifaði einhver grandvar heið-
ursmaður í Isafold árið 1910:
Það er einnig öttnur ástœða sem
hverjum foreldrum og húsbœndutn
œtti að vera nceg hvöt til þess að
halda dœtrutn sínum og vinnukon-
um frá þessari „eyrarvitmu“, og cetti
þó kvenfólkið sjálft að hugsa um að
gceta hér sóttta sítts.
Það er það óorð, setn þetta kven-
fólkfœr á sig, og það tttaklega, sumar
hverjar.
Eitts og gefur að skilja, þar sem
jafnmikill fjöldi er satnan komintt,
eins og oft á sér stað við þessa vinnu,
af misjafnlega siðlegum ungmenn-
um, ogjafnvel þó fullorðnir sé, þá er
gott siðferði ekki haft í miklum met-
utn, hvorki til orðs né œðis. Það er
ekki siðferðislega holltfyrir ungar og
óráðnar stúlkur, að vera iðulega í
slíkuttt félagsskap, enda hefur reynsl-
an sýnt, að svo er ekki; því auk þess
að þcer læra engitt kvettfólksverk, [.]
verða þærgjáltfar og eirðarlausar við
heimilisstörf, og eyða helst tíðinni á
FIMMTHDAGUR3, FEBRÚAR 1994