Eintak

Tölublað

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 14
Sigurður Pálsson rekur ævi sína eftir þeim bindum sem hafa markað hann mest. 1955. Sjö ára. Kannski var þetta ekki fyrsta bindið sem ég eignaðist en þetta er fyrsta bindið sem ,ég man vel eftir. Reyndar falSICl blndl því hnúturinn er eilífur og teygju er smeygt undir flibbann til þess að halda því. Fljótlega kemst ég að raun um að strákar toga í það og sleppa svo. Þeim finnst það skemmtilegt. Ekki mér. Stelpurnar toga hins vegar í teygjuaxlaböndin mín og sleppa svo. Þeim finnst það skemmtilegt. Mér ekki heldur. Það er skrýtið að þær toga aldrei í bind- ið. Horfa bara á það. Ég bar þetta undir sérfræðing minn í Sigmund Freud löngu síðar því ennþá eiga konur það tif að toga í axlaböndin mín og sleppa. Sem betur fer geng ég ekki með teygjuhálsbindi svo strákarnir geta ekki togað í það. Sérffæðingur minn í Sigmund Freud sagði að þetta væri eðlilegt hjá konunum. Mér létti. Ég man ekki röksemdafærsluna. 1976. Listaskáldin vondu á leið út á land. Megas finnur hvergi ól- ina á gítarinn sinn. Leigubíll bíður úti fyrir og flugvélin á vellinum. Ég handsama tvð hallæns- blndl úr bindisskyldulagernum og hnýti þau saman. Einhvern veg- inn tókst að breyta þessu í gítaról. Skáldið kvartar yfir því að það teygist á ólinni svo hljóðfæraslátt- urinn fari úr skorðum. Við hinir erum svo forhertir að segja að það verði þá bara svo að vera. BINDI 1987. Madrid. Sit einn og borða kjúkling í hvítlaúkssósu. Það slett- ist sósa á fallegasta blndl sem ég hef nokkru sinni átt og vin- kona mín Kristín Jóhannesdóttir gaf mér. Efnið trosnaði í hreinsun- inni. Þá uppgötvaði ég að bindi er ekki dauður hlutur. Að minnsta kosti getur maður haft taugar til bindis. Svo er hálsbindi einkar kraft- mikið smáatriði. Ég minnist þess á hippatímanum að ekki þurfti meira til þess að ögra umbverfinu svo mjög að boddígardar væru nauðsyn í partíum. Samt voru allir röflandi um ffelsi. 1966. Sumarið sextíu og sex. Er að vinna í smíða- og leikmynda- deild Rauðu skikkjunnar sem Ga- briel Axel leikstýrði og tekin var nálægt Hljóðaklettum í Þingeyjar- sýslu. Skipulagið hélst noldcurn veginn í undirbúningsvinnunni sem fram fór í glampandi sól en í upphafi tökutímans hófst tæplega mánaðar slagveður. Allt rigndi nið- ur og fauk, einkum skipulag og áætlanir. En það var mjög gaman í smíða- og leikmyndadeild. Nokkur nöfn: Ingólfur Margeirsson, Jón Bragi Bjarnason, Hrafn og Þor- valdur Gunnlaugssynir, Oddur Björnsson. Flosi sá um hestana. Örnólfur Árnason var, minnir mig, titlaður aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Hann aðstoðaði mig til dæmis fýrir dansleik í Skúla- garði með því að gefa mér bindis- lausum afbragSs blndl úr skosku efni, rauðköflóttan grip. Mjög vandaðan. Ég hafði mikið dálæti á þessu bindi og átti það í mörg ár. Þurfti ekki annað en að líta á það til þess að sjá fyrir mér búta úr hinni brjálæðislegu kvik- mynd sem raunveruleikinn svið- setti þetta sumar Rauðu skikkjunn- ar og festist að sjálfsögðu eingöngu á filmu minninganna. BINDI fur&U' 1991. París. Kaupi legasta blncn sem ég hef séð. Það er úr tré. Marglitum smá- bútum úr tré er haldið saman með teygju sem gengur gegnum bútana og fer svo að lokum undir flibbann og heldur bindinu á manni eins og bindi bernskunnar. Hringurinn lokast. Ég held þessu með teygjuna leyndu svo strákarnir fari ekki að toga í bindið. Nóg að kvenfólkið togi í axlaböndin. Lifi Freud. Sigurður er sá fimmti sem segir ævisögu sína í EiNTAKI. Áður hefur Ólaf- ur Gunnarsson rithöfundur sagt ævisögu sína á fjórtánda glasi, Bragi Ól- afsson ævisögu sína á tíu bókum, Fjölnir Bragason örsögu ævi sinnar og Unnur Jökulsdóttir ævisögu sína í nokkrum lögum. ■ BINDI 1967. Ljósmynd, tekin í apríl 1967 í stiganum í aðalbyggingu Menntaskólans í Reykjavík. Ég er á leiðinni niður stigann með alpa- húfu, svört sólgleraugu og OiTfljótí blndl. Finn ennþá snert- ingu nælonskyrtunnar. Man eftir þessu bindi. Þau áttu að vera örmjó bindin. Mér fannst þetta bindi ekki nógu mjótt og teygði það þangað náði niður undir (Frávikið frá venjunni felst hins vegar í alpahúfunni. I þá daga þurfti ekki nema eitt svona smáatriði til þess að ná sérstöðu. Ég tók alpahúf- una hins vegar niður sirka 1973 þegar annar hver maður var kominn með slíkt höfuðfat og hef ekki sett hana upp síðan, hverju sem ein- hverjir hálfvitar héldu fram um daginn.) JÖN ÖSKAR 4.BINDI 1975. Sjokkið að koma heim og lenda í eilífu röfli um bindis- skyldu á skemmtistöðum og allt það fáránlega snakk. Vond og heimskuleg var bindisskyldan en verri og heimskulegri var barátta „framsækinna ungmenna" sem eyddu orku sinni í það að rífast við dyraverðina í Kjallaranum heiju og hálfu kvöldin. Ég setti yfirleitt upp nógu hallærlsleg blndl sem mér tókst að grafa upp í ruslakomp- um. Fór í Kjallarann einu sinni með frönskum kunningja mínum sem þekkti ágætlega Austantjaldslöndin. Ég man alltaf hvað honum varð þar að orði: „ísland minnir mig sterklega á alþýðulýðveldi“. Ég skildi ekki þá' hvað þetta var glögg greining. 14 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.