Eintak

Tölublað

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 10
Sævar M. Ciesielski hefur barist fyrir því frá því hann var látinn laus úr fangelsi fyrir tíu árum að Guðmundar- og Geirfinnsmálin verði tekin upp aftur. í viðtali við Styrmi Guðlaugsson segist hann ætla að heyja þá baráttu ævilangt ef því sé að skipta, enda líti hann ekki á sig sem frjálsan mann fyrr en æra hans hafi verið hreinsuð. Hann ásakar Hallvarð Einvarðsson, ríkissaksóknara, um að hafa komið saklausu fólki í fangelsi og segist vera reiðubúinn að mæta honum í dómsal hvenær sem er og öðrum þeim sem komu að rannsókn málsins. „Ég ásaka rannsóknarlögreglumennina, Eggert Bjarnason og Sigurbjörn Víði Egg- ertsson, fyrir að hafa beitt mig þvingunum í upphafi málsins og fengið mig til að játa á mig rangar sakir.“ Á undanförnum vikum hefur EINTAK fjallað um nokkrar hliðar Guðmundar- og Geirfinnsmálanna þar sem fjölmargir hafa bent á að annmarkar við rannsókn þeirra hafi verið með þeim hætti að það verði að taka hana upp aftur og leitt að því getum að saklaust fólk hafi verið dæmt fyrir tvö manndráp. Tuttugu ár eru liðin síðan Guð- mundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust. Tæp- um tveimur árum síðar beindist grunur að hópi ungmenna um að hafa verið valdur að hvarfi þeirra. Dómar voru kveðnir upp í Saka- dómi Reykjavíkur 1977 og í Hæsta- rétti undir lok árs 1980, þyngstu dómar frá því dauðarefsing var af- numin á Islandi. Tíu ár eru ná- kvæmlega liðin síðan Sævar M. Ciesielski fékk frelsi eftir að hafa setið í fangelsi samfleytt frá 12. des- ember 1975. Við rannsóknina fékk hann það orð á sig að hafa verið leiðtogi hópsins. Frá því hann var látinn laus hefur hann unnið að því að fá málið tekið upp aftur og hann, eins og flestir hinna sakborn- inganna, heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Þeir fullyrða að játningar hafi verið knúnar fram með harðræði en á þeim byggðust dómarnir. Efnisleg gögn voru engin sem með óyggjandi hætti bentu til aðildar sakborninganna að láti mannanna tveggja. Sævar hefur verið búsettur í Bandaríkjunum undanfarið ásamt eiginkonu sinni og tveimur börn- um en er staddur hér á landi um þessar mundir. eintak hitti hann að máli. Sökkti sér ofan í máls- gögnin á Litla-Hrauni Hvernig tilfinning var að heyra dóm sem hljóðaði upp á ævilangt fangelsi lesinn yfir þér í Sakadómi Reykjavíkur? „Tilfinningin sem fór um mig var vorkunnsemí. Mér fannst þeir sem stóðu að rannsókninni, rann- sóknarmenn og dómarar, eiga bágt. Það var vitanlega mikill skellur að heyra niðurstöðu Sakadóms en það var ekki að vænta neins frá þessum dómurum. Þeir voru búnir að sýna það í gegnum dómsrannsókn hvaða afstöðu þeir höfðu til okkar. Þetta lá í loftinu. Ég fann það með- al annars á þvf hvernig aðfarirnar voru þegar ég var handjárnaður, settur inn í bíl og keyrður niður í dómsal. Mér er mjög minnisstætt að á aftasta bekk í dómsalnum sátu lögreglumenn með sólgleraugu smjattandi tyggigúmmí. Eftir að ég losnaði úr einangrun og fékk að lesa blöðin sá ég líka að allir aðilar voru búnir að dæma okkur fyrir- fram.“ Þannig að þið bjuggust við hörðum dómi? „Við bjuggumst auðvitað við að verða sýknuð þar sem við vorum saklaus. En þrátt fyrir dómsniður- stöðuna fannst mér ég ekki vera sigraður. Eftir dómsuppkvaðning- una var ég öruggari með mig vegna þess að þá var búið að setja ákveð- inn punkt. Ég taldi að síðar kæmi sannleikurinn í ljós.“ Hélstu enn í vonina um sýknu fram að dómi Hæstaréttar í des- ember 1980? „Já, vitanlega. I millitíðinni fór fram harðræðisrannsókn og þar kom margt fram sem sýndi fram á hve fáránlega var staðið að rann- sókninni. Fangaverðir vitnuðu til dæmis um ýmiss konar harðræði sem ég var beittur en það var bara ekkert mark tekið á því í Hæsta- rétti.“ Hvað hugsaðirðu eftir að Hæstiréttur komst að niðurstöðu og mildaði dóminn yfir þér úr ævilöngu fangelsi í sautján ár? „Ég veit það ekki. Ég hugsaði í sjálfu sér ekki út í lengd dómsins.“ Þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm varstu búinn að sitja inni í fimm ár og gast búist við að sleppa eftir þrjú til fjögur ár. Hvarflaði ekki að þér að sætta þig við niðurstöðuna óháð sekt og saldeysi, reyna að gleyma? „Nei, ég hugleiddi það ekki einu sinni. Það sem sat í mér var reynsl- an úr einangrunarvistinni og mannvonskan sem ég varð fýrir af hendi rannsóknaraðila og fanga- varða. Mér var alltaf stillt upp við vegg eins og ég væri eitthvert skrímsli. Ég lifði og hrærðist í því daginn út og inn að reyna að finna leiðir til að sannleikurinn kæmi fram í dags- ljósið. Ég lokaði mig mikið af á Litla-Hrauni, las málsgögnin fram og til baka og skrifaði hjá mér at- hugasemdir og hugrenningar. Mér leið betur með það að skrifa og það hjálpaði mér að hugsa. í málsgögn- unum eru fjölmörg atriði sem eru rannsóknarverð en ekkert var gert í því og rannsóknarmenn litu fram hjá þeim. Þeir byggðu málið á játn- ingum okkar sem þeir þvinguðu fram og voru jafn vitlausar og raun ber vitni.“ Hvernig leið þér þegar þú var látinn laus? „Fyrstu árin áttaði ég mig varla á því að ég væri laus. Fangelsisvistin sjálf gerði mig kannski ekki ófrjáls- an heldur málið sjálft. Ég vonaðist eftir að eitthvað yrði gert til að leiða sannleikann í ljós og það átti við um hina sakborningana líka, held ég. Við ræddum það ekki mikið en í þögninni bjó sannfæring okkar um að eitthvað yrði gert.“ Hvernig tók samfélagið þér þeg- ar þú komst út? „Ég hugsaði meira um sjálfan mig en hvað öðrum fyndist. Ég gat horfst í augu við hvern sem var því ég þurfti ekki að skammast mín fýr- ir neitt. Almenningsálitið var á þá leið að ég hefði orðið manni að bana en ég vissi sjálfur betur. Það var því ekkert að óttast." Sakar Haiivarð um að hafa fengið þau dæmd með ólögmætum að- gerðum Hvenær byrjaðirðu að vinna að því að fá málið tekið fyrir að nýju? „Síðan ég var látinn laus hef ég inn á milli verið að vinna í því. Til að byrja með var ég að reyna að finna leiðir og í framhaldi af því hef ég bæði rætt við lögfræðinga og dómsmálaráðuneytið. Ég benti mönnum þar á ákveðin atriði sem væru athugunarverð og sendi ráðu- neytinu greinargerð síðasta haust. Bók Þorsteins Antonssonar, Áminntur um sannsögli, er líka að verulegu leyti byggð á mínum gögnum og því sem ég skrifaði í fangelsinu. Ég mun svo væntanlega fara fram á það við dómsmálaráðu- neytið að settur verði setudómari til að rannsaka hvernig staðið var að rannsókn málsins.“ Á hvaða forsendum? „Ég ásaka Hallvarð Einvarðs- son númer eitt sem þann aðila sem stóð á bak við allt saman. Ég ásaka hann um að hafa með ólögmætum aðgerðum komið því til leiðar að ég var dæmdur fýrir glæpi sem ég kom hvergi nærri. Ég ásaka rannsóknar- lögreglumennina, Eggert Bjarna- son og Sigurbjörn Víði Eggerts- son, fyrir að hafa beitt mig þving- unum í upphafi málsins og fengið mig til að játa á mig rangar sakir. Þessir tveir lögreglumenn héldu ut- an um málið í marga mánuði og aðrir rannsóknarlögreglumenn komu ekki að því fýrr en það var orðið eitt allsherjarrugl. Það er því erfitt að sakast við þá því að þeir sáu játningar sem komnar voru fram og vissu ekki hvernig þær voru tilkomnar." Hverjar voru þessar ólögmætu aðgerðir sem þú talar um? „Hallvarður lét hjá líða að gera það sem honum bar skylda til og eins hvatti hann til þess að ákveðn- ar niðurstöður yrðu þvingaðar fram. Hann hvatti til þess að hamr- að væri á sekt okkar og hann hvatti til harðræðis. Eitt sinn við yfir- heyrslu kvartaði ég undan því við hann að ég væri beittur líkamlegu ofbeldi og þá sagði hann að ég ætti það skilið.“ Hverjir beittu þig harðræði? „Eggert Bjarnason og Sigurbjörn Víðir, sem komu fram við mig eins og skepnur, og einnig nokkrir fangaverðir. Ég veit að aðrir fanga- verðir eru reiðubúnir að vitna um þetta harðræði og nokkrir þeirra gerðu það. I skýrslu um harðræðis- rannsóknina kemur fram að þrír fangaverðir vitnuðu gegn starfsfé- lögum sínum um harðræði á fyrstu dögum og vikum rannsóknarinnar. Þeir voru gerðir að ósanninda- mönnum með því að ekki var tekið mark á framburði þeirra. Það er því rangfærsla í dómi Hæstaréttar þar sem segir að játningar okkar hafi verið komnar fram áður en mögu- legt harðræði hafi getað átt sér stað. En þetta mál situr í svo mörgum og ég veit að fleiri fangaverðir eru til- búnir að vitna um að haldið var fýrir okkur vöku með því að af- tengja slökkvara þannig að sólar- hringum saman var bjart í klefan- um, haft uppi háreysti, að ég var tvívegis hafður í fótajárnum dögum saman, kaffærður í vaski og fleira. Ég fór fram á þessa harðræðis- rannsókn en ég er sannfærður um að hún hefði aldrei farið af stað nema af einni ástæðu; hún átti að koma mér í koll. Ég hafði á tilfinn- ingunni að það væri eitthvað plott í gangi og fór því afskaplega varlega í sakirnar. Auk þess átti ég erfitt með að sjá hlutina í samhengi því ég var illa á mig kominn andlega og lík- amlega eftir langa einangrun þar sem ég var hafður á alls konar lyfj- um, eins og þunglyndislyfjum. Sensasjónin átti að vera þannig að slegið yrði upp í fjölmiðlum: „Sak- borningur ber þungar sakir á rann- sóknarlögreglumenn," eða eitthvað í þeim dúr. Þannig átti að fást stað- festing á því hversu slóttugur og ógurlegur glæpamaður þessi Sævar Ciesielski væri. Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri, var fenginn til að rannsaka yfirmann sinn og undirmenn sem er auvitað hneyksli. En þannig gátu þeir verið vissir um að niðurstaðan yrði þeim í hag.“ Játaði til að losna úr einangruninni „Ég nefni sem dæmi að í einni samprófuninni var verið að reyna að fá mig til að taka undir fram- burð annarra um að ég hafi verið við dráttarbrautina í Keflavík kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Þá var stöðugt verið að hnippa í mig og rifið í hár mitt sem Hallvarður stóð fyrir. Þegar þeir sem voru við- staddir voru spurðir um þetta á meðan á harðræðisrannsókninni stóð vildi enginn kannast við neitt en það merkilega var að þeir voru margsaga. Það harðræði sem ég varð fyrir í þetta sinn varð til þess að ég játaði seinna að hafa verið með Einari Bollasyni, Sigurbirni Eiríkssyni, Magnúsi Leópolds- syni og Valdemar M. Olsen við dráttarbrautina. Þeim var síðan sleppt úr haldi eftir nokkurra mán- aða einangrunarvist og greiddar skaðabætur enda var augljóst að þeir áttu engan þátt í hvarfi Geir- finns. Ég var hins vegar dæmdur fyrir að hafa borið að þeir hafi verið við dráttarbrautina þrátt fýrir að Hallvarður og félagar hafi þvingað mig tiJ að játa þá dellu! Éina harðræðið, sem var viður- kennt að ég hefði verið beittur, er að fangavörður hafi lostið mig kinnhesti, en hann gerði nú minnst. Þvinganirnar skiptu mestu máli. Hallvarður átti að gæta þess að bæði væri könnuð sekt og sak- leysi en samt var hann að krefjast þess af mér að bera rangar sakir á aðra sem auðvitað er ólögmætt. Einstefnan var alger og allt sem ég sagði var reynt að eyðileggja. Ás- geir heitinn Friðjónsson fikni- efnadómari var að rannsaka fíkni- efnamál á þeim tíma þegar Guð- mundur hvarf. I skýrlu frá þeim tíma kemur fram að leigubílstjóri hafi keyrt mig að Umferðarmið- stöðinni 26. janúar 1974 til að fara með matvörur austur í ölfus til kunningjafólks. Þar var ég um kvöldið og kunningi minn vitnaði um það. Ekki var tekið mark á þeim vitnisburði. Kvöldið sem Geirfinn- ur hvarf var ég staddur á Kjarvals- stöðum og Vilhjálmur Knudsen vitnaði um að ég hefði verið þar um tíuleytið. En það var reynt að gera þann framburð tortryggilegan. Ég hafði átt að fara þaðan og keyrt frá Vatnsstígnum með þremur öðrum á Volkswagen til Keflavíkur á hálf- tíma sem er óhugsandi um hávetur. Það eru ótal svona lausir þræðir í þessu máli frá upphafi til enda.“ Hvað fær fólk til þess að játa á sig rangar sakir gegn betri vitund? „Það er ekkert nýtt og í réttar- farssögunni blasa dæmin um rang- ar játningar við. En fólk þyrfti að vera í einangrun til að átta sig á því hvað raunverulega gerist. Fram hafa farið rannsóknir víða um lönd um áhrif einangrunarvistar á ein- staklinginn. Niðurstaða danskrar rannsóknar var á þá leið að eftir HALLVARÐUR ElNVARÐSSON RÍKISSAKSÓKNARI er borinn þungum sökum af Sævari í viðtalinu. „Ég ásaka Hallvarð Einvarðsson númer eitt sem þann aðila sem stóð á bak við allt saman. Ég ásaka hann um að hafa með ólög- mætum aðgerðum komið þvítil leiðarað ég var dæmdur fyrir glæpi sem ég kom hvergi nærri. “ „Hallvarður lét hjá líða að gera það sem honum bar skylda til og eins hvatti hann til þess að ákveðnar niðurstöður yrðu þvingaðar fram. Hann hvatti til þess að hamrað væri á sekt okkar og hann hvatti til harðræðis.11 10 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.