Eintak

Tölublað

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn3 í - mars Lenti í Keflavík að morgni skírdags. Reif í Moggann en þar var fátt annað en páska- liljur og yfirvofandi verkfall meinatækna. Fann sárt til þess að vera aftur kominn hingað í fámennið beint úr hringiðu heimsmenningarinnar. Fannst ég eins og af öðrum heimi en ferðafélagar mínir sem skófluðu Maclntoshi og brennivíni í innkaupavagnana í fríhöfninni. Fann skyndilega löngun til að hrinda niður þessum hillum. Þegar ég kom í bæinn var ég jafn einn inn í mér og bað nokkra stúdenta mína að kíkja í glas og vaka með mér. Ef til vill var ég of þögull og hugsi en ég tók allt í einu eftir að þeir höfðu sofnað. Ég vakti þá tvívegis en allt- af sofnuðu þeir aftur og fóru loks heim. Föstudagurinn I.apríl Mér leið eins og ég væri á sakabekk. Ég veit ekki hvað er ao gerast. Ég reyndi að jafna mig með því að heimsækja Björn Bjarna sem var eitthvað fáskiptinn og stakk upp á að ég heimsækti frekar Kjart- an. Hann var hins vegar í einhverjum galsa og stríddi mér. Sagði mér siðan að fara aftur til Björns. Ég hefði gott af því. Björn var í engu betra skapi. Þegar ég var að sofna um kvöldið hringdi síminn og einhver spyrill spurði mig hvað ég mundi kjósa, hvort mér líkaði ríkisstjórnin og á hvaða stiórnmálamanni ég hefði mestar mætur. Eg sagðist vera af húsi Davíðs. Laugardagurinn 2. apríl Ég lá tyrir í allan dag. Mér fannst ég vera dauður og var næstum viss um það. Sunnudagurinn 3. apríl Það gerðist kraftaverk í morgun. Þar sem ég lá i móki í rúminu, eins og daginn áð- ur, fannst mér sem Davíð kæmi inn í her- bergið til mín. Samt var hann ekki alveg eins og Davíð. Hann hafði sömu lokkana en þeir voru ekkí svartir heldur gullnir. Hann var nakinn og eins í vextinum en skemur vaxinn niður — eins og drengur. Hann bauð mér að ganga með sér út í sólskinið. Ég vaknaöi síðan standandi á tröppunum heima á náttfötunum og fannst sem ég væri risinn upp frá dauð- um og að Davíð hefði kallað mig aftur til lífsins. Um kvöldið vildi ég deila þessari reynslu með Davíð en hann var ekki heima. Mánudagurinn 4- apríi Ég er aftur orðinn eins og ég á að mér. Nema hvað ég berjnn í mér reynsluna frá gærmorgninum. Ég fór á rölt um bæinn, settist inn á kaffihús og varö glaður þeg- ar maður sem settist hjá mér vissi að ég haföi verið á Ítalíu. í raun er til einskis farið ef enginn tekur eftir því. Það er eins og að vera Jén Baldvin í Kína. Ég hefði ekki haft hugmynd um það ef þessi mað- ur sem settist hjá mér væri ekki lögfræð- ingur í utanríkisráðuneytinu. Hann var skemmtilega illmálgur og sagði mér nokkrar Ijótar sögur af Jóni sem ég punktaði hjá mértil að segja Davíð seinna. Þriðjudagurinn 5- apríl Jón Baldvin hefur auðsjáanlega áttað sig á því sama og ég. Hann vildi ekki vera í Kína án þes að nokkur vissi og gaf þeim því loforð um að við mundum opna þar sendiráð innan skamms. Mikill asni er hann Jón. Hvernig dettur honum í hug að víð opnum sendiráð í Kína þegar við eig- um ekkert sendiráð í Jagan? Eg skrifaði minnispunkta um þetta og stakk þeim inn um bréfalúguna hjá Davíð seint um kvöldið. Miðvikudagurinn 6. apríl Hjartað í mér hoppaði þegar ég hlustaði á fréttir af umræðum um loforð Jóns Bald- vins til Kínverja um að þeir tengju bráð- um íslenskt sendiráö til að lífga upp á samkvæmislífið hjá sér. Davíð sagði ná- kvæmlega það sem ég hafði skrifað í punktana hjá mér, að víð ættum fyrr að hugsa til sendiráðs í Japan en í Kína. Ég fann að þaö var aö koma betri tiö í lifi mínu og sýnin á sunnudagsmorgninum var tákn um það. Ég talaði og Davíð hlustaði. Og breiddi meira að segja út orð mitt. © DV-mönnum bönnuð þátttaka í spumingaleikjum © Súsanna að skilja © Júpiters-menn stofna nýja hljómsveit Ui j m páskana | fór fram _____________spuminga- kePPn' fjölmiðlanna ■Byw á fíás 2 og hefndi ■ þar Morgunblaðið harmanna frá í fyrra, þegar hann féll út í fyrstu umferð eftir stórtap gegn útvarpsstöðinni FM, og sigraði. Nær allir stærri fjöl- miðlar landsins tóku þátt í þessari keppni og margir hinna smærri einnig. Fjarvera DV-manna var hins vegar áberandi. Ástæða hennar má rekja aftur til þess að Stöð 2 stóð fyrir spumingakeppni milli fjölmiðla. Pá kepptu þeir Sig- urdór Sigurdórsson blaða- maður og Jóhannes Reykdal tæknistjóri fyrir hönd DV. DV- menn tóku keppnina alvarlega, þeim félögum var gefið frí í viku til að undirbúa sig og fenginn sérstak- ur liðstjóri til að hita þá upp fyrir leikinn. Þrátt fyrir það töpuðu þeir strax í fyrsta leik, völdu sér kvik- myndir sem sérsvið en vissu næsta fátt um þann iðnað. Þótti útreið þeirra einkar háðuleg. Dag- inn eftir mætti Jónas Krist- jánsson ritstjóri illur á rit- stjómarfund og tilkynnti að DV mundi aldrei — aldrei — keppa aftur í spurningaleikj- um... inn skeleggi leiklistargagn- rýnandi Morgunblaðsins, Súsanna Svavarsdóttir, er að skilja við manninn sem hún gift- ist við mikla eftirtekt fyrir um það bil einu ári. Brúðkaup þeirra vakti nokkra athygli; bæði sökum skamms að- draganda og líka vegna brúð- arkjóls Súsönnu, sem var rauður sem blóð... Iokkrir þeirra sem skipuðu hina geypivinsælu sveit Júp- íters hafa nú hafið æfingar á nýjan leik undir nafninu Tempótarí- ós. Það eru þeir Kristinn H. Árna- son gítarleikari, Hjalti Gíslason tromþetleikari, Pieter Pennings slagverksleikari og Halldór Lárus- son trommu- og slagverksleikari. Auk þeirra er Kuklarinn Birgir Mogensen með í bandinu en hann spilar á bassa. Tónlist Tempótaríós er víst ekki lík þeirri sem Júpíters lék en tónlistarunnendur komast betur að raun um það að þremur vikum liðnum þegar sveitin treður upp á aðalveitingastað bæjarins, 22 á Laugaveginum... Hemmi Gunn forfallaðist í gærkvöldi og Vala Matt hljóp í skarðið Er Atali hjá Hemma Gunn befra án Hemma? Það var ekki á tali hjá Her- manni Gunnarssyni í gær- kvöldi eins og verið hefur annað hvert miðvikudagskvöld á sjö- unda vetur. Símsvarinn hans var aftur á móti í gangi og í stað hans birtist á skjánum Valgerð- ur Matthíasdóttir sem vart þarf að kynna. Sveinbjöm i. Baldvinsson, deildarstjóri innlendrar dag- skrárdeildar, segir að þessi um- skipti séu ekki-frétt en það eru þau alls ekki fyrir þjóðina því hún á eilítinn hlut í Hemma. „Hemmi veiktist eins og komið getur fyrir besta fólk. í gær lá ljóst fyrir að hann gæti ekki stjórnað þættinum og var þá reynt að fá góða manneskju til að hlaupa í skarðið fyrir hann. Hermann hafði þá þegar undir- búið þáttinn ásamt öðru starfs- fólki hans. Hann mætir að sjálf- sögðu í næsta þátt,“ segir Svein- bjöm. Margir hafa legið Hemma á hálsi fyrir þættina og meðal þeirra er ísak Öm Sigurðsson, blaðamaður á DV, sem ráðlagði Hemma að fara í frí í einum fjöl- miðlapistli sínum. Hann sagði hann vera orðinn uppiskroppa með hugmyndir. NAFNSPJALD VIKUNNAR Nafnspjaidseigandinn þessa vikuna heitir Vigga Sigur- bjömsdóttir. Vigga er iðnhönnuður og vinnur hjá all sér- stæðu fyrirtækí sem hefur höfuðstöðvar í Kalifomíufylki í Bandaríkjunum. Eins og myndskreyting spjaldsins ber með sér snýst rekstur þessa fyrirtækis, sem ber heitið Dinamation, fyrst og síðast um risaeðlur, en Dinamation framleiðir vélknúnar eftirlíkingar í öllum stærðum af þessum fomaldar- skrimslum. Þetta er blómlegt fyrirtæki sem hefur starfað í tíu ár og meðal verkefna sem það hefur unnið að nýlega var að búa til risaeðlur fyrir kvikmyndina Jurassic Park. Einnig leig- ir fyrirtækið, fyrir hóflegt verð væntanlega, þeim sem hafa áhuga, risaeðlur í raunverulegri stærð. Helstu viðskiptavinimir i þeim geira eru sýningahaldarar og skemmtigarðaeigendur víða um heim. Dinamation hefur fjöldann allan af fræðingum á sínum snæmm og tekur jafnvel að sér að skipuleggja hópferðir á svæðí þar sem risaeðlubein hafa fundist svo menn geti með eigin augum fylgst með upp- greftrinum. Til gamans má benda lesendum á heimilisfang fyrirtækisins sem á vel við starfsemi þess, Technology Drive, en í lauslegri þýðingu myndi það líklega nefnast Tæknitröð. „Mér fannst Vala standa sig ágætlega og hún myndi vel valda þættinum," segir Isak. „Atriðin voru vissulega misjöfn og loft- kastalinn er sérstaklega leiðin- legur. Það er þó ekki sama aug- lýsingamennskan hjá henni og var í síðasta þætti Hemma. Mér fannst Hemmi alveg ágætur einu sinni en hann var kominn á villi- götur. Ég er hlynntur því að Á tali hjá Hemma Gunn haldi áfram ef hann fer aftur inn á rétta braut." Ólafur M. Jóhannesson hefur verið fjölmiðlagagnrýn- andi Morgunblaðsins í rúm átta ár og liggur sjaldnast á skoðun- um sínum. „Maðurinn getur hafa fengið einhverjar pestir en hann kemur eflaust marg- efldur til baka. Sumir fagna því vafalaust en aðrir slökkva snarlega á tækjun- um,“ segir Ólafur. Gísli Helgason blokk- flautuleikari skrifaði lesenda- bréf í Morgunblaðið fyrir fá- einum vikum þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni yfir því að Sumargleðin, með Hemma innanborðs, hefði fengið að troða upp í þættinum en aftur á móti hefði það reynst þrautinni þyngri fyrir hann einhverju sinni að fá að komast þar að, en þó komst hann að lokum. „Hermann var með 39 stiga hita í þættinum sem honum var varla hollt. Ég vona bara að hon- um batni fljótt núna. Ef hann er veikur þá á hann ftillkomlega rétt á því. Fjölmiðlafólk má ekki vera veikt því þá missir það launin sín,“ segir Gísli. Hann hefur ekkert nema gott um frammistöðu Valgerðar að segja og segir hana alltaf standa sig vel. Egill Sigurðsson, fyrrver- andi firamkvæmdastjóri, skrifaði lesendabréf í Morgunblaðið í gær og skammaðist yfir mein- gallaðri dagskrá ríkisfjölmiðl- anna. Hemmi Gunn fékk þessa umsögn hjá honum: „Hemmi Gunn var eitt sinn skemmtilegur en tími hans er liðinn. „Uppá- komur“ hans eru ekki hlægileg- ar, heldur klúrar og þó umfram allt heimskulegar. Hann á að hætta." Hvernig fannst Agli svo Val- gerður standa sig í hlutverki Hemma? „Ég missti af hluta þáttarins en Vala stóð sig vel í því sem ég sá og mér finnst að hún eigi ab- sólút að koma í stað Hemma Gunn til frambúðar. Ég þakka bara fyrir. Orð mín hafa verið tekin til greina." © WNDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Svo skol böl bceta Ég er skynsemistrúar. Þegar allir allt um kring sjá tákn og dreymir fyrir daglátum, glotti ég kalt og kem með yfirvegaðar og rökfastar útskýringar sem setja sýnirnar í samhengi við hið gráa, guðlausa og merkingarsnauða úrverk sem við köllum hvers- dagsveruleika og bið það í guðanna bænum að gefa ekki einföldum skynvillum og óskhyggju ein- hverja æðri merkingu. En eins og íslenskir lottóspilarar vita þá raðar hið tölfræðilega meðaltal sér ekki upp í þægilega víðáttu heldur kemur það oft og einatt fyrir að kúlurnar klessa sér saman í þétta þyrpingu sem engum heilvita manni hefði dottið í hug að veðja á og þannig er það oft í lífinu sjálfu: — óheppni og rugi fara að því er virðist í biðröð um að gera manni lífið leitt og ef maður er ekki þeim mun skynsamari gæti maður trúað því að þetta hefði einhverja merkingu. Ég minnist þess þegar ég þurfti að mæta á mik- ilvægan fund í Bretaveldi og tók morgunflug yfir til Amsterdam þar sem ég átti að svissa yfir í vél sem skilaði mér til London upp úr hádegi þar sem ég gæti gengið frá samningum sem gerðu mér kleift að lifa áhyggjulaust til æviloka. Þetta leit ótrúlega vel út þar til að ég fékk mér sæti á Saga Class við hliðina á tálguðum og taugaveikluðum einstaklingi sem fór með bænirnar sínar upphátt milli þess sem hann Ieysti vind og emjaði „O my Gawd, whatta fate“ sem útleggst „Gvöð minn góð- ur, hvílík örlög“. Ég var stressaður því þarna var gjörvallur Seðlabankinn plús LÍÚ með í för og gerði allt sem ég gat til að sýna að ég væri algjör- lega ótengdur þessum einstaldingi, því það var aldrci að vita nema ég gæti þurft smá sporslur frá þessum stofnunum meðan milljónirnar væru að mæta á svæðið og svo hafði ég ákveðið að bjóða þeim Jóhannesi og Kristjáni í marmarahöllina til mín þegar allt væri afstaðið. Þegar við nálguðumst meginlandið tilkynnti flugstjórinn að það væri þokubakki yfir Hollandi og eftir tveggja tíma hringsól var stefnan tekin á Köln/Bonn og þegar við lentum þar var sessunaut- ur minn kominn í kjöltuna á mér þar sem hann hvíslaði eitthvað um dauða, eyðileggingu og refs- ingu guðs. Eftir hálftíma hangs var okkur boðið inn í flug- stöð þar sem fólki var skipt uppeftir áfangastað og ég og sá tálgaði fórum inn á VlPIaungið hjá British Airways þar sem við hittum fyrir hysteríska breska þingnefnd sem hafði beðið hátt í tólf tíma eftir að eitthvað gerðist og það sem verra var að einn þeirra (sem þegar hér var komið til sögu var mál- laus af drykkju) var grunaður um ilmvatnsþjófhað úr fríhöfninni og félagar hans slógu um hann skjaldborg gegn öryggislöggunni sem í mjög óþýskri taktík þóttist ekki skilja SS og Gestapólík- ingamar sem urðu æ háværari. „O my Gawd“ sagði sá tálgaði. „Við munum deyja í byssubardaga milli breskra fávita og þýskrar flugvallalöggu.“ Svona, svona, sagði ég, þetta er lífsreynsla sem þú átt eftir að minnast með húmor eftir nokkra tíma, ailt fer vel að lokum. Sá tálgaði opnaði skjalatöskuna sína og dró upp dagblaðabunka og spurði mig hvort ég hefði heyrt um „Noor al Mirrikh", — nótt upplausnarinnar? Nei, sagði ég, hvað skyldi það nú vera? Það er þeg- ar allt fer úrskeiðis, sagði hann. Líttu hérna á The Post. Maður fékk ígræðslu vegna getuleysis. Glæ- nýtt fjarstýrt dót sem fór af stað í hvert sinn sem nágranninn notaði bílskúrshurðaropnarann. Maður kom til lögreglunnar í Hamborg og sagðist hafa misst minnið og vissi ekki hver hann var. Löggan kannaði málið og komst að því að hann var eftirlýstur sakamaður og handtók hann á stundinni. Maður fór til spámanns í Napolí og þegar spámaðurinn sagði honum að hann ætti eft- ir að enda í fangelsi varð hann svo brjálaður að hann dró upp byssuna og... Allt í einu gerðist tvennt: breski sendiherrann mætti á svæðið og allir viðstaddir skutu saman í ilmvatnsglas og sögðu hehe, þokunni létti og ein- um og hálfum tíma síðar vorum við í London. Ég var búinn að missa af fundinum og bauð þeim tálgaða upp á glas. Neinei, sagði hann, ég þarf að halda áfram, en ef þú vilt góða fyrirgreiðslu hafðu endilega samband hérna er nafnspjaldið mitt. Bless Ali, sagði ég og kíkti á spjaldið. BICC. Það er einhver stórbanki. Okei, skítt með Jóhannes, þetta á eftir að koma sér vel... Ef ég tryði því að svona hlutir þýddu eitthvað væri ég löngu búinn að gefast upp. Lífið er bara svo tölfræðilegt, margbrotið og merkingar- laust... © 4 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.