Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 32
ur verið afar hugleiknar síðustu ár.
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir málverk og lág-
myndir úr tré á Sólon íslandus. Landslagið er
ríkt í verkum Guðrúnar sem lærði hjúkrunar-
fræði áður en hún sneri sér að trönunum.
Karin Sander er með sýningu í sýningarsaln-
um Önnur hæö sem er til húsa að Laugavegi
37. Karin sýnir meðal annars verk sem unnin
eru á þann hátt að veggir sýningarsalarins eru
spegilfægöir. Sýningin stendur til aprflloka.
Lýsingar Barböru Árnason við Passíusálma
Hallgríms Péturssonar hanga upp i Listasalni
íslands. Býsna góðar hugmyndir færrar listak-
onu. Yfirlitssýningin á verkum Jóns Gunnars
Árnasonar stendur líka ytir í Listasafninu.
Guðbergur Bergsson kallar Jón Gunnar galdra-
dreng og segir sýninguna einstæða. Sýningarn-
ar i Listasafninu standa til 8. maí.
Hugmynd-Höggmynd heitir sýning í Lista-
safni Sigurjóns Olafssonar þar sem er úrval
verka frá ólikum tímabilum i list Sigurjóns.
Safninu var nýlega gefið olíumálverk eftir Sigur-
jón af bæjarhúsunum á Kolviðarhóli sem hann
málaði á fermingaraldri. Sýningin stendur alveg
fram á vor.
Sigríður Ólafsdóttir hefur opnað sýningu í
Gallerí Greip. Þar sýnir hún útsaum, málverk og
lágmyndir. Bragi Ásgeirs fílaði saumaskapinn í
tætlur og sagði listakonuna hafa fundið par sinn
hreina tón.
í Listhúsinu Ófeigi stendur yfir samsýningin
Stefnumót. Listamennirnir sem þar sýna eru
þeir Þorri Hringsson. Finninn Jouni Japp-
inen Helga Magnúsdðttir, Bandaríkjamaö-
urinn Robert Bell Sigurður Þórir og Hring-
ur Jóhannesson
Norski listamaðurinn Olav Christopher
Jenssen sýnir teikningar sínar í kjallara Nor-
ræna hússins. Þetta er farandsýning sem kemur
frá Tallin í Eistlandi. í andyri hússins eru aftur á
móti biblíumyndir Bodil Kaalund. Biblían
virðist því vera nokkuð „inn" um þessar mundir
því hún er heldur ekki langt undan á Mokka. En
Það er góður laugardagur
næsti laugardagur. Það eru
einar sjö opnanir á myndlist-
arsýningum víðs vegar um
bæinn. Með góðri skipulagn-
ingu má mæta á þær allar og
ná einum þremur glösum af
hvitvíni á hverri. Það gera
þrjár og hálf hvltvín f heild-
ina.
Bodil á líka vatnslitamyndir á sýningu í Hall-
grímskirkju.
Haukur Halldórsson er hættur aö mála tröll
og lætur nú kínverja emilera fyrir sig myndir úr
miðaldahandritum. Þetta sýnir hann í suðursal
Hallgrfmskirkju.
Ósk Vilhjálmsdóttir heldur nú Ijósmynda-
sýningu í Gerðubergi. Ósk hefur verið í Berlín
sfðastliðin sjö ár við nám og störf. Henni var
boðið að vinna í eitt ár við skólann eftir að hefð-
bundnu námi lauk og er hér sýndur afrakstur
þess vetrar.
Mörgum leist svo á að skjátextinn í
þættinum þeim hefði verið látinn
fljóta með tii að auðvelda útgáfu á
spakmælabók Leoncie. Það er eng-
um blöðum um það að fletta að
konan er gersemi, gersemi ólík öll-
um öðrum hér á landi. Þegar Le-
oncie gaf út plötuna My Icelandic
Man fyrir tæpum tíu árum tóku
fæstir eftir því. Það var helst að
menn ráku upp stór augu þegar
þeir hnutu um umslagið í plötu-
búðum. Á því var Leoncie næsta fá-
klædd með meistara Jón Pál enn
berari í bakgrunninum. En breska
tímaritið Melody Maker tók heldur
betur eftir þeirri plötu, kallaði hana
„The New Funk“, gaf henni háa
einkunn og tilkynnti að hér væri
komin framtíð danstónlistarinnar.
En enginn er spámaður... Nú er Le-
oncie aftur komin á kreik. í þetta
skiptið í slagtogi við tékkneskan
wunderkind og upptökustjóra.
Story from Brooklyn er undarleg
skífa, um margt merkileg en reynd-
ar ekki alveg ný. Undirritaður tekur
hana fyrir vegna þess að hún hefur
lítið sést í búðum (platan fæst bara
í Hljómalind og Kryddkofanum við
Hverfisgötu). Tékkinn fingrafimi
er augljóslega ekki alveg með nýj-
ustu strauma og stefnur á hreinu
svo það er eins og maður sé kom-
inn aftur til áttunda áratugarins í
tölvupoppsskilningi. Einfaldur
trommuheilataktur heldur uppi
einföldum melódíum sem öskra að
þær séu spilaðar á gamlar græjur.
Hér eru föstu sándin á hljómborð-
unum gernýtt eins og rollan á dög-
um Jörundar hunda. Músíkin er
lítið annað en bakgrunnstaktur
undir söng Leoncie. En hún er
vissulega engin Aretha Franklin.
Það er dálítill karaokekeimur af
öllu saman, græskulaus gleði sem
skilur lítið eftir. Þarna eru lög sem
hefðu sómt sér vel á þýskum safn-
plötum í gamla daga. Titlar eins og
„Madonna is Dead (That is a Qu-
estion)“ og „Safe Sex (take me dee-
per)“ vekja meiri athygli en lögin
sem þeim fylgja. Safe Sex er reyndar
LANDID
svo í ætt við subbuleg klámmynda-
lög að það er spurning hvort átt er
við öruggt kynlif eða samræði pen-
ingaskápa. Platan er gefin út í
Tékklandi enda segist Leoncie sjálf
vera að sigra heiminn, það væri
ekki nema? Story from Brooklyn
(sem virðist ekkert koma Brooklyn
við) er partíplata sem vekur helst
löngun til þess að sjá Leoncie koma
fram læf. Þetta ýktur söngur kemst
sjaldan á plast. En það er kannski
kostur að maður sjái listamanninn
ljóslifandi fyrir sér þegar maður
hlustar á plötu. Það er alla vega ekki
kjökrað yfir þessari á mínu heimili.
Leoncie er altjent gersemi, það er
engin spurning. 0
Siónvarp
SIGURJÓN KJARTANSSON
Páskafret
SVO Á JÖRÐU SEM Á HIMNI
★
Miðbær ReykjavIkur
- ALDARSPEGILL ISLENSKS MANNLlFS
★★★
Á föstudaginn langa sýndi Sjón-
varpið hina leiðinlegu kvikmynd
„Svo á jörðu sem á himni“. Myndin
á að fjalla um það þegar rannsókn-
arskipið Pourquoi-pas? fórst við Is-
landsstrendur árið 1936 og var sjó-
slysið vissulega vel útfært og sann-
færandi, en það er líka aðeins í síð-
ustu mínútum myndarinnar. Um
það bil áttatíu prósentum af mynd-
inni er eytt í galdraþulur og móð-
ursýkisleg öskur í Tinnu Gunn-
laugsdóttur. Ég var að sjá þessa
mynd í fyrsta skipti og get ekki sagt
annað en að mér hafi fundist hún
með fádæmum tilgerðarleg og
væmin í þokkabót. Þetta kenrur
mér að vísu ekki á óvart eftir að
hafa séð fyrri verk leikstjórans. Ég
verð reyndar að gefa myndinni eina
stjörnu fýrir hversu flott hún var í
útliti, það er að segja myndataka og
sviðsmynd, en þar sannast bara hið
fornkveðna hjá leikstjóranum: flott
umgjörð utan um ekki neitt.
Heimildarmyndin „Miðbær
Reykjavíkur - aldarspegill íslensks
mannlífs“ var svo sýnd á annan í
páskum og verð ég að viðurkenna
að þetta var einhver sú skemmtileg-
asta heimildarmynd sem ég hef séð
lengi. I myndinni er fléttað saman
gömlum kvikmyndum frá Reykja-
vík í bland við nýjar og er okkur
gefin góð yfirsýn yfir hversu bærinn
hefur breyst mikið á undanförnum
hundrað árum. Einnig voru kynnt-
ar til sögunnar fjórar leiknar per-
sónur, sem allar áttu það sameigin-
legt að búa og starfa í miðbænum.
Saga þeirra var rakin aftur í ættir og
var öllum brotum púslað saman á
skemmtilegan hátt. Það er alltof
sjaldgæft að menn sýni einhverja
hugkvæmni við gerð íslenskra
heimildarmynda og líka alltof
sjaldgæft að þær séu skemmtilegar.
Þessi var sannarlega vin í eyði-
mörkinni.O
Bíó
JÚLÍUS KEMP
Bang bang bang
Tombstone
LaugarásbIöi
★
Svo virtist sem kúrekinn hefði
riðið í hinsta sinn á móts við sólar-
lagið ef marka mátti framboðið á
vestrum frá Hollywood á síðasta
áratug. John Wayne var dauður
og helst mátti ætla að ímynd hins
svala kúreka hefði endanlega farið
með honum í gröfina. Með mynd-
unum Dansar við úlfa og Hinum
vægðarlausu var villta vestrið skil-
greint upp á nýtt og komu þessar
myndir skemmtilega á óvart með
nýútsprungnum efnistökum í stað
þeirra klisja sem höfðu gengið af
gömlu kabbojmyndunum dauð-
um.
Kvikmyndamógúlarnir í
draumaverksmiðjunni hyggjast nú
nýta sér þennann meðbyr og
demba því kúrekamyndum í stór-
um stíl yfir heimsbyggðina. Mynd-
in Tombstone í Laugarásbíói er ein
þeirra. Skemmst er frá því að segja
að þótt myndin hafi greinilega
kostað fullt af dollurum og brugðið
sé upp fallegum landslagsskotum á
köflum, er hún fyrst og fremst
gamaldags bófahasar eins og maður
sá í þrjúbíó á árum áður, að við-
bættum nýjustu Disney- effectun-
um.
Svo nostalgískur varð félagi
minn yfir stemmningunni í Tornb-
stone að hann vissi ekki fyrr en
hann var búinn að öskra „bingó“
þegar aðalhetjan og drauinaskutlan
mættust í kossi í lok myndarinnar.
Tombstone á að byggja á goð-
sögn um fyrrum löggu sem hét víst
Wyatt Earp. Kurt Russel leikur
hann og skiptir engu máli hvort
hann sé í slökkviliðsbúningi eða
SJÓNVARPSSJÚKA
Finnið einhvern sem getur
selt ykkur sjóræningjaáskrift
að Stöð 2. Það ætti ekki að
reynast erfitt. Fyrir nokkrum
mánuðum, áður en Páll
Magnússon byrjaði að aug-
lýsa þessa þjónustu upp,
vissi enginn að hún stæði til
boða. Nú finnst öllum sem
borga afnotagjaldið til Stöðv-
ar 2 að það sé verið að hafa
þá að f/flum.
B í Ó I N
BIOBORGIN
Pelikanaskjalið The Pelican Brief ★★ Þrátt
tyrir ágætt eíni kemst þessi mynd aldrei á fiug.
Búkin er betri. í þad mínnsta tyrir þá sem hafa
þokkalegt imyndunaratt og eitítiö skárra en Pak-
ula.
Sister Act 2 ★ Nunnurnar hafa skipt út at tyrir
krakka á glapstigum. Söngurinn er enn poppað-
ur gospet. Sagan enn þunn og Whoopi enn með
ot láar llnur þannig og reynir að segja eitthvað
með svipnum sem enginn skilur. En börnum
finnst gaman afþessari mynd. Það hetur eitt-
hvað með nunnurnarað gera. Svipað og i
myndasögu SÖB um árið; Prestarnir gera það
llka.
Hús andanna The House of the Spirits
★★★★ Frábær teikur. Myndin verðuratdrei
leiðinleg þrátt tyrir þriggja tíma setu.
BÍÓHÖLLIN
Pelikanaskjalið The Pelican Brief ★★ Þrátt
tyrireinvata lið er þessi mynd hátf andvana.
Hvorki persónurnar né sagan ná að lilna við.
Ágæt atþreying.
Mrs. Doubtfire ★★★★ Gasalega tyndin
mynd.
Á dauðaslóð On Deadly Ground ★ Steven
Seagal tær mátiö og heldur barnatega eintægar
ræður um umhveríisvernd á milli þess sem
hann drepur umhvertissóða. ínæstu mynd fer
hann á hvalastóðir og kviðristir HalldórÁs-
grtmsson og Kristján Lottsson.
Hús andanna The House of the Spirits
★★★★ Mikilsaga, magnaðurieikur, frábær
myndataka, latleg og áhiríamikit mynd.
Beethoven 2 ★ Annar þáttur með tleiri hund-
um en tærri og þynnri bröndurum.
Svalar ferðir Cool Runnings ★ Þaðskemmti-
tegasta við þessa mynd er lagið og að hún skuti
vera byggð á sönnum heimildum. Það dugirþó
vart sem afsökun lyrir bióterð.
HÁSKÓLABÍÓ
Blár Blue ★★ Kiesiowski-myndirnar verða
þynnri og þynnri eftir þvi sem þær verða tleiri
ogfleiri.
Listi Schindlers Schindler's List ★★★★
Verðskuiduð Óskarsverðlaunamynd Spielbergs.
Allir skila sinu besta og úr verður hetjarinnar
mynd. Meira að segja Polanski braut odd at ot-
læti sínu og fór á ameríska mynd (en hann er nú
reyndar gyðingur og missti mömmu slna í hel-
törinni).
Beethoven 2 ★ Meira gelt en hlátur.
Líf mitt My Life ★★ Hugguleg tilraun til að
búa til mynd um venjulegt fólk.
í nafni föðurins In the Name of Ihe Father
★★★★ Mögnuð mynd um réttarmorð / Eng-
landi. Umdeild tyrir tillærslur á smáum atriðum
sögunnar en iskötd og sönn engu að síður.
LAUGARÁSBÍÓ
Tombstone ★★★ Vestri. Og ekki orð um það
meir.
Leiftursýn Blink ★ Ágæt tæknivinna en engin
hugsun.
Dómsdagur Judgement Night ★ Heiðarlegir
og velmeinandi Ameríkanar villast I frumskógi
eigin heimaborgar. Og hitta óþjóðalýð sem
undir það síðasta óskar sér að hann hefði ekki
abbast upp á þá.
REGNBOGINN
Lævís leikur Malice ★ Sérdeilis bjánaleg
mynd. Ætlar að gabba áhodandann með þvl að
byggja upp söguþráð en henda honum svo
skynditega og taka upp nýjan. Áhortandinn
gabbast ekki hetdur móðgast.
Píanó ★★★ Óskarsverðlaunaður leikur I að-
al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga.
Far vel, frilla mín Farwell My Concubine
★ ★★ Glæsilegmynd.
Germinal ★★ Leikur og tæknileg vinnsta er
óaðfinnanleg en samt nær þessi hryllilega saga
atdrei að verða áhugaverð.
Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol-
ate ★ ★ ★ Ástir undir mexíkóskum mána.
STJÖRNUBÍÓ
Dreggjar dagsins Remains of the Day
★★★★ Magnað verk.
Morðgáta á Manhattan Manhattan Murder
Mystery ★★★ Allenertyndinn í þessari mynd.
Hún er ekki ein at hans bestu en sannar að það
er skemmtitegra að tímanum undir Allen-mynd
en annars konar myndum.
Fleiri pottormar Look Who's Thalking Now
★ Altir tala en íáir segja neitt tyndið.
í kjölfar morðingja Striking Distance ★★-
Bruce Willis viö vanabundin skyldustörf.
Öld sakleysisins The Age ol Innocence
★ ★ ★ Falleg mynd I glæsilegum búningi en
langt frá því besta trá Scorsese.
SÖGUBÍÓ
Sister Act 2 ★ Endurunnin mynd. Og eins og
þegar pappír er endurunninn þá er hún aóeins
grárri en frumgerðin.
Skuggi úlfsins ★ Ofhlaðin ævintýramynd.
Rokna Túli ★★★ Það erkomið tslenskttal
við þessa myndsem hefur fengist nokkuð lengi
á vídeóleigunum. Börnin mæla með henni.
FYRIR STELSJÚKA
Fá sér vinnu í Hagkaup. Óskar
er víst farinn að fyigjast betur
með starfsfóikinu en búðar-
hnuplurunum. Það bendir til
þess að það sé meira upp úr
því að hafa að stela af lagern-
um en úr hillunum.
32
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994