Eintak

Tölublað

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 16
Zippókveikjarar, kabojstígvél, filterlaus Camel, leðurjakki. Allt eru þetta veikburða tæki mömmudrengja til þess að líta út fyrir að vera töff. Hálfkæft glott, pírð augu, pókerfés. Það er einhvern veginn til svo miklu minna af alvöru töffaraskap í heiminum að það nægi til að uppfylla eftirspurnina. Gunnar Smári Egilsson er löngu búinn að gefast upp á að vera töff. En lætur sig samt hafa það að skrifa hér um efnið og leita álita hjá valinkunnum hópi manna, bæði töffara og anti-töffara — og meira að segja kvenna. Ég var í bíó áðan og sá Doc Holliday og Wyatt Earp þurrka út eitt hundrað manna hóp illra kú- reka sem hafði abbast upp á skyld- menni þeirra og vini. Þetta gerðu þeir félagar án þess að þá sakaði sjálfa. Hvorugur varð fyrir skoti. Annar dó úr berklum í blóma lífs- ins. Hinn dó í hárri elli í Holly- wood. í hildarleiknum miðjum var gert hlé á sýningunni og ég fór fram að reykja og kaupa mér íspinna. Fyrir aftan mig í röðinni voru tveir ungir og stæðilegir menn. Um það bil sem ég fékk íspinnann sagði annar: „Djöfull maður, við erum uppi á vitlausum tíma.“ £g efaðist ekki um að þetta væru harðir naglar og kölluðu ekki allt ömmu sína. En þegar ég sneri mér við og horfði á þá efaðist ég um að þeir hefðu notið sín fyrir tíma vatnssalernisins. Ef tií vill höfðu þeir einhvern tímann stungið mann í rassinn á fylleríi niður í bæ en ég sá þá ekki fyrir mér hreinsa til í Tombstone. Doc Holliday drakk reyndar ótæpilega á meðan hann drap kúrekana en það var til að slá á sársaukann af berklunum en ekki vegna þess að hann ætti bágt með að verða fullorðinn, væri málhaltur edrú og allur eitthvað svo óframbærilegur. Og þar sem ég stóð og saug íspinnann minn horfði ég yfjr áhorfendaskarann í hléinu. Ég sá heilmörg töffaratákn. Nokkra zippó, helling af leðurjökkum og kaboj- og mótorhjólastígvélum og ótrúlega margir voru með pírð augu — ef til vill vegna þess að þeir voru nýkomnir fram úr myrkrinu inn í sal. Ég var eiginlega sá eini sem ómögulegt var að taka í mis- gripum fyrir töffara þar sem ég stóð úti í horni og saug íspinna. Eftir myndina fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna svona margir vilja vera töff en svo fáir eru það. Sjálfur er ég fyrir löngu búinn að gefa það upp á bátinn. Bæði er upplag mitt illa til þess fallið og eins slysaðist ég snemma inn í blaðamennsku. Það starf er sér- staklega ótöff. Þar vinna menn hoknir við skrifborð og nálgast viðfangsefni sín oft eins ogleyni- skyttur. Það er ekki fyrr en þeir eru komnir með eitthvað upp í hend- urnar að þeir nálgast þá sem málið mest varðar. Og blaðamenn geta aldrei beitt neinum töffaraskap í starfi. Það stríðir gegn etiketunni. Töffarar eru nefnilega alltaf per- sónulegir. Þeir nenna ekki að bjarga heiminum nema þeir séu að bjarga sjálfum sér og sínum í leið- inni. Þeim er ekki illa við nokkurn mann nema sá trufli hann í dag- legu lífi. Ef einhver maður svindlar og prettar þá má hann það. En ef hann reynir að svindla á töffara má hann vara sig. Töffarar væla ekki yfir hungri barna á Indlandi. Ef hungur þeirra angrar þá gera þeir eitthvað í málinu. Og fara til Ind- lands. Töffarar eru nokkurs konar listamenn hins daglega lífs. Fyrir þeim er ekki meginmálið hvað þú gerir heldur hvernig þú gerir það. Töffari geislar ekki við eitt við- fangsefnið en druslast gegnum það næsta. Hann er alltaf jafn töff. Að kveikja sér í sígarettu er list. Að elskast er list. Að losa sig við rukk- ara er list. Að drekka er list. Að 16 FIMMTUDAGUR 7. APRÍb 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.