Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 6
Hæstiréttur Tyrklands kemst hjá því að taka
afstöðu til hvort fara eigi fram rannsókn á
meintri kynferðislegri misnotkun með því að
láta dæma í forræðisdeilu Sophiu Hansen
og Halims Al eftir íslenskum lögum.
Eftir úrskurð hæstaréttar Tyrk-
iands í gær hillir loks undir það að
börnin komi heim, börnin hennar
Sophiu Hansen. Lagabókstafurinn
tyrkneski sem rétturinn studdist
við kveður á um að þegar hjón séu
gefin saman í öðru landi en Tyrk-
landi skuli dæma í forræðismálum
eftir lögum þess lands. Aðrar grein-
ar segja einnig að dæma eigi eftir
lögum þess lands þar sem hjón eiga
sameiginlegt ríkisfang eða síðast
sameiginlegt lögheimili. I öllum til-
vikum er um Island að ræða. Bar-
átta Sophiu hefur ekki síst snúist
um að fá tyrkneska dómstóla til að
líta á þessar lagagreinar og viður-
kenna að þær ættu við. En þó er
ekki sigur unninn enn.
Sophia hefur verið að reyna að
endurheimta dætur sínar árum
saman og það sætir fúrðu að það
hafi tekið svo langan tíma að fá nið-
urstöðu um eftir hvaða lögum skuli
dæmt. Nærtækasta skýringin er
einfaldlega sú að dómarar í undir-
rétti í Tyrklandi hafi verið á bandi
Halims Al, enda undir miklum
þrýstingi bókstafstrúarmanna.
Fyrir tveimur árum lagði Sophia
fram gögn fyrir réttinum sem
bentu sterklega til þess að eldri
dóttir þeirra Halims hefði verið
misnotuð kynferðislega. Korr
þeim gögnum einnig á framfæ
tyrkneska dómsmálaráðum
Tveir tyrkneskir læknar sko
telpuna og komust að þeirri
niðurstöðu að verulegar
líkur væru á því að sýkingu
mætti rekja til kynferðis-
legrar misnotkunar og
raunar varla aðra skýringu
að finna. Leitað var stað-
festingar erlendra sérfræð-
inga og hnigu niðurstöður
þeirra í sömu átt. Þeir
treystu sér þó ekki tO að
fúllyrða neitt. Þótt ekki hafi
verið sýnt fram á sök Ha-
lims í þessu efni þá ber
hann ábyrgð á velferð dætra
sinna meðan þær dvelja hjá
honum og eðlilegt að rann-
sókn færi fram.
Þegar þessi forræðisdeila
er skoðuð sést að viðhorf
tyrkneskra dómsyfirvalda
til Halims breyttust eftir að
þeir fengu þessar upplýsingar.
Gengið var harðar eftir því að Sop-
hia fengi að sjá dætur sínar og Ha-
lim var dæmdur fýrir að virða ekki
umgengnisréttinn. Sophiu barst
hins vegar nýlega bréf frá dóms-
málaráðuneytinu tyrkneska þess
Halim Al
á nú undir högg að sækja í forræðisdeilu sinni og Sophiu Hansen eftir úrskurð hæstaréttar Tyrklands þess efnis
að dæma skuli eftir íslenskum lögum. Sophia hefurþó ekki unnið nema hálfan sigurenn íbaráttu sinni við að fá
dæturnar heim því ekki er víst að tyrkneskir dómstólar komist að sömu niðurstöðu og þeir íslensku sem dæmdu
henni forræðið.
efnis að undirréttur hefði ekki talið
tilefni til að rannsaka meinta kyn-
ferðislega misnotkun.
Líta ber á niðurstöðu hæstaréttar
Tyrklands í þessu ljósi. Með því að
láta dæma eftir íslenskum lögum
kemst rétturinn væntanlega hjá því
að taka ákvörðun um hvort rann-
sókn eigi að fara fram. Meiri líkur
eru á því að niðurstaðan verði Sop-
hiu í hag og því ólíklegra að hún
krefjist rannsóknar. Ef hún færi
fram mætti búast við að enn meiri
harka færðist í forræðisdeiluna og
bókstafstrúarmenn færðust í auk-
ana í stuðningi sínum við Halim.
Deilan var líka orðin óþægileg fyrir
ráðamenn beggja þjóðanna. Sig-
urður Pétur Harðarson, stuðnings-
maður Sophiu, staðfesti í samtali
við EINTAK að væntanlega yrði
ekki gengið eftir því að rannsókn
fari fram eftir úrskurð hæstaréttar
enda skiptir Sophiu öllu máli að fá
dætur sínar til lslands svo fljótt sem
auðið er.
Hæstiréttur sendi forræðisdeil-
una affur til dómarans í undirrétti
með þeirri ábendingu að hann
skyldi nú dæma eftir íslenskum
lögum. En spurningin er hvort
Sophia geti treyst því að hann dæmi
henni í vil fyrst hann hafnar að
rannsaka jafn alvarlegar ásakanir og
hún bar fram sem studdar voru
rannsóknargögnum viður-
kennndra sérfræðinga. Það er ekki
víst að hann komist að sömu nið-
urstöðu og íslenskir dómstólar sem
dæmdu Sophiu forræðið. O
6
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994