Eintak

Tölublað

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 30

Eintak - 07.04.1994, Blaðsíða 30
SAQAN M í N Blððeiður Stríðsmynd með Ratni Geirdal. Stranglega bönnuð börnum 05.25 Dagskrár- lok. SÝH 17.00 Ameríska atvinnumannakeilan Fjórði þátturinn afnítján um keilu. Eruð þið í 00/718.30 Neðanjarðarlestir stórborga Endur- sýning á tjórða þætti af tuttugu og sex um stræt- óana ofan f jörðinni. Krúsi heíði kannski frekar átt að berjast fyrir því en að hætta. FYRIR , ATHYGUSSJUKA Sendið blómvöns til Hemma Gunn, hugljúft bréf með skjalli um Hemma, lát- ið fylgja með mynd af ykkur sjálfum og byðjíö Hemma um að árita myndina. Takið upp næsta þátt og horfið á hann á vídeóinu. Setjið á kyrrmynd þegar Hemma leggur frá sér blómin og sýnir áhorfendum myndina af ykkur. Þá sjáið þið það. Þið í sjónvarpinu. SUNNUDAGUH P O P P Maus, Strigaskór nr. 42 og Wool leika á neðanjarðarrokkkvöldi á Tveimur vinum í kvöld. Má búasl við mikilli keyrslu og gauragangi. BAKGRUNNSTÓNUST Olafur B. Oiafsson kreistir gömlu góðu lögin úr nikkunni á Kringlukránni. Haraltfur Reynisson trúbadorast á Fógetan- um I kvöld. Sveinn Óli leikur píanótónlist á Sólon Islandus milli kl. 15:00-18:00. L E I K H Ú S Elektra leiklesin kl. 16:00 í Borgarleikhúsinu. Valgerður Dan er í aðalhlutverki. Aðrir leikarar eru meöal annarra Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhanns- dóttir. Gauragangur á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Nýdönsk ætlar í pásu þegar sýningum lýkur í vor. Björn Jörundur er netnilega að pæla í að gera sólóplötu. Eva Luna kl. 20:00 á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Edda Heiðrún er greinilega fæddur klæðskiptingur. Skilaboðaskjóðan ettir Þorvald Þorsteinsson er sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 14:00. Sýningarnar eru orðnar 26 talsins. F U N P I R Torben Rasmussen torstjóri Norræna hússins heldur fyrirlestur um fagurfræði þar sem Erik Satie og Kasimir Malevitj koma við sögu. í Þ R Ó T T I R Fótbolti Víkingur og Fram leika í A-deild Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu (kvöld. Leik- urinn er á gervigrasvellinum i Laugardal og FYRIR ÁSTSJÚKA Stefnumótalínan. Þar er hægt að fá flest fyrir þá sem vilja elska allt og alla. Kalla fyrir kalla. Konur fyrir kalla. Kalla fyrir konur. Konur fyrir konur. Konur fyrir konur og kalla. Kalla fyrir tvær konur. Tvær kon- ur fyrír einn kall. Eigin- mann fyrir nýjan ískáp. RÚNAR GUÐBRANDSSON LEIKARI Afstörum og oktorum í Bombay 1976 Bombay á Indlandi. Ég sat ásamt áströlskum heims- hornaflakkara í indverska sumr- inu og sleikti sólina og rykið, þeg- ar slánalegur Dravídadrengur varpaði skyndilega skugga sínum á okkur: „Hello, sirs. You want to participate in the world’s famous indian filmindustry and get occu- pation as actors in very exciting featurelength film?“ Ha! „My name is Shiram.“ Já, því ekki það? Athyglisvert. Dravídólinn bauð daglaun sem dygðu til framfærslu í nokkrar vikur á Indlandi - lot of money in the movie business. Við slógum til og gerðumst actors. Búningageymslan var nokkrir hektarar að stærð og hátt til lofts. Mýgrútur Indverja þvældist þar hver um annan þveran með miklu pati og látum. Litskrúðug klæði héngu í rám í ótal röðum frá gólfi upp í rjáfur og gamlar konur fiskuðu flíkur niður til sín með löngum stöngum. Við biðum átekta. Loks kom ein með stöng. „Two bobbies,“ sagði Shiram. Og fyrr en varði vorum við komnir í breska lögreglubúninga úr hnausþykku ullarefni með allt of stóra plasthjálma reyrða undir kverkarnar. Og Shiram fór með okkur upp í þak kvikmyndavers- ins. „You wait here!“ Hann hvarf en kom að vörmu spori með tebrúsa og nokkrar jónur. „You drink this, and smoke this,“ sagði hann og bætti við með áhersluþunga: „And be ready.“ Svo var hann horfmn. Við gerðum eins og fyrir okkur var lagt og hímdum þarna á þak- inu í óbærilegum hitanum en þorðum ekki fyrir okkar litla líf að fækka fötum. Be ready. Dagurinn leið, veitingarnar þraut og plasthjálmarnir byrjuðu að bráðna. Indian summer. Be ready. Og sólin settist. Við vorum löngu búnir að gleyma hvað við vorum að gera I þessum bobbía- búningum uppi á húsþaki í Bombay, þegar Shiram birtist með fangið fullt af seðlum, greiddi okkur umsamin laun og sagði: „Sorry, við reynum aftur á morgun.“ Næsta dag fór allt á sama veg. Sólin aðeins heitari. En á þriðja degi leiddi Shiram okkur inn í helgidóminn. Indverjar búa til margar bíómyndir í einu. Leik- stjórar, leikarar og tökulið þeytast milli leikmynda sem standa hlið við hlið eins og básarnir í Ikea í Kringlunni. Við vorum leiddir inn í einn básinn, þar sem búið var að mála skærbleika húsaröð á maskinupappír, - hver múrsteinn dreginn skýrum dráttum og af mikilli kostgæfni, en fjarvíddir víðs fjarri. Maður með tréfót kom með nokkrar plastplöntur í hjól- börum og stillti þeim framan við málverkið, brosti svo stoltur: „This is London.“ Síðan hreytti hann nokkrum dagblöðum á gólfið og bar eld að. Dró inn á sviðið afgamla Nilfisk-ryksugu sem blés í stað þess að sjúga og beindi stútnum að bálinu: „This is London fog.“ Vélarvana Land Rover jeppa var allt í einu ýtt inn í leikmynd- ina af æstum múg, og allsherjar ringulreið braust út þarna í Lundúnarþokunni. Þá æpti ein- hver: „The stars are coming!“ Og allt datt í dúnalogn. Menn drógu sig auðmjúkir í hlé. Spenna í lofti og löng bið. Loks birtist fylking manna í austri og mannhafið sópaðist frá eins og Rauða hafið forðum. Hópurinn nam staðar í London, þar sem við stóðum utangátta og álappalegir í bobbíabúningunum. Þessi fylking var skjaldborg um aðalstarið sem nú sté fram, klæddur skósíð- um loðfeldi, lítill og feitur með blásvart hár og velsmurt yfir- skegg, ekki ósvipaður Hauki Morthens í and- liti. Fjöldi þjóna hjálpaði honum úr pelsinum, lag- aði brotin í bux- unum, burstuðu yfir skóna, og dustuðu flösu af öxlunum. Svo hurfu allir á braut og hann stóð þarna einn í öllu sínu veldi í hvítum jakkaföt- um og skær- bleikri skyrtu í stíl við húsaröð- ina á maskínu- pappírnum, með gullkeðju um hálsinn og hring á hverjum fingri. Hitt starið kom úr vestur- átt. Rauðbirkinn renglulegur Breti með íjólubláar varir og stálgrá augu, íklæddur pólópeysu og pokabuxum. Hans eina fylgd- arlið voru tvær dömur. Þeir nikkuðu hvor til annars, en ræddust ekki frekar við. Sá ind- verski hafði slegið um sig galdra- hring og stóð þar í upphöfnum trans. Bretinn var órólegur og leit oft á klukkuna. Klóraði sér í ból- unum. Það var verið að bíða eftir leikstjóranum sem var að vinna að annarri mynd í öðrum bás. Tíminn leið, og þetta var að verða vandræðalegt þegar Bret- inn braut odd af oflæti sínu, gerð- ist alþjóðlegur og gaf sig á tal við okkur. Undrunarkliður fór um allt stúdíóið. Hann sagðist vera fæddur og uppalinn á Indlandi og því altalandi á hindi: „Hindi is the key. Ef þú ert hvítur og talar hindi geturðu orðið star. Það vantar alltaf hvítar stjörnur til að leika skúrka. Hvít stör fá enn þá hærri laun en innfædd. Ég á fimm hús og sex bíla. Þú þarft bara að geta leikið á hindi, - og svo sakar ekki að vera handsome,“ sagði þessi bleiki maður og brosti svo skein í skakkan tanngarðinn. Svo kom leikstjórinn. Stuttur helgileikur var fluttur þegar stör- in tvö heilsuðu honum, og svo var atriðið skotið. Bretinn settist inn í bílinn, maðurinn með tré- fótinn fyllti allt af Lundúnaþoku, og við bobbíarnir hlupum að bílnum og æptum: „Open the do- or. This is the police!“ Við opn- uðum sjálfir dyrnar og drógum manninn út. Á meðan hafði ind- verska starið skýlt sér bak við eina plastplöntuna og hellt ein- hverri ólyfjan upp í augun á sér með þeim afleiðingum að rauðar æðar sprungu fram í hvítunni og tár- in flóðu niður kinnar hans. Hann upphóf nú mikla ræðu yfir þeim breska og þóttist vera grátandi. Svo slepptum við Bretanum og þeir féllust í faðma. Cut. The end. Aldrei hef ég séð þessa ágætu bíómynd en oft koma orð bleika starsins upp í hugann: „Éf þú ert hvítur og tal- ar hindi geturðu orðið star.“ Og nú naga ég mig í handarbökin yf- ir að hafa ekki ílengst á Ind- landi og lært hindi því „hindi is the key“. Það voru stóru mistökin í lífi mínu og þau láta mig ekki í friði. Sérstaklega á nóttu sem þessari þegar ég sit einn með synjunarbréfið frá úthlutunar- nefnd listamannalauna og cen- súrinn á DV nýbúinn að úthrópa mig sem pervert á prívatflippi. Æ, mig auman. Ég gæti verið á leið- inni í höllina mína á Rollsinum eða Bensinum íklæddur skósíð- um pels í 40 stiga hita og sól. Rúnar skorar á Eirík Stefánsson að segja sögu í nœsta EINTAKI. Ari Gísli Bragason skáld og þattagerðarmaður áfengi, kynlífOC truarbrögð hefst klukkan 20.00. SJÓNVARP RIKISSJONVARP 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 11.00 Hlé 11.40 Konan sem vildi breyta heiminum Heimildarmynd um skóla Póru Einarsdóttur fyr/r holdsveikar slútkur á Indlandi, endursýning 12.30 Umskipti atvinnulífsins 1:6 endursýning. 13.00 Ljósbrot Þarlur þáttur þar sem Dagsljósþættir vikunnar eru rifjaðir upp. 13.45 Síðdegisumræöan 15.00 Steini og Olli Gög og Gokke ístríðinutS.55 Lifi frelsið Dönsk Ijölskyldumynd um mann sem flýr af elliheimili 16.50 Listaskáldin vondu 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 SPK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Litli trúðurinn 19.25 Töfraskórnir 20.00 Fréttir og fþróttir 20.35 Veður 20.40 Draumalandið Þáttagubb um Ijölskyldu sem vill vera kabbojar 21.30 Gestir og gjörningar ÍKántrfbæ 22.15 Skógarn- ir okkar Er hægt að ganga lengra í minnimáttar- kenndinni? Heiðmörk. 22.25 Kontrapunktur Undanúrslit. 23.45 Dagskrárlok. STÖÐ TVÖ 09.00 Barnaefni 12.00 Meira popp og meira kók. 13.00 NBA köriuboltinn 13.55 Italski boltinn 15.50 Nissan-deildin 16.10 Munið 220 metrana Keila 16.20 Gollskóli Samvinnuterða-Landsýn- ar Gollkennarinn Arnar Már Úlalsson leiðbeinir byrjendum og lengra komnum. 16.35 Imbakas- sinn endurtekinn. Finnst einhverjum hann fynd- inn? 17.00 Húsið á sléttunni Yndislegir þættir. 18.00 í sviðljósinu 18.45 Mörk dagsins í itölsku knattspyrnunni Karlaþáttur sem bara er hafður á þessum líma svo þeir geti þósl ekki gela undirbúið kvöldmalinn. 19.19 19.19 20.00 Hercule Poirot Nýr myndaffokkur um spæjarann víðfræga. 21.00 Sporðaköst 2 Þriðji þáttur afsex um lax, tax, lax og altur lax. Rennt í Víðidalsá. 21.35 Réttlætinu fullnægt Fyrri hállleíkur aí spennumynd í Iveimur hlutum. 23.05 Kokkteill Tom Cruise blandar Iglas. 00.45 Dagskrárlok. SÝN 17.00 Hafntirsk sjónvarpssyrpa II. Litið er á Hafnar/jarðarbæ og bæjarbúa I fortíð, núlfð og framlíð. 17.30 Verslun í 200 ár Dflað í Hafnar- firði 18.00 Kúba - Að hrökkva eða slökkva Þátt- urumKúbu. M Y N P L I S T Hulda Hákon opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á laugardaginn í öllum vestursalnum. Hulda sýnir málverk og skúlptúra. Ólafur Gíslason opnar einnig sýningu á Kjar- valsstöðum á laugardaginn. Sýningin saman- stendur af rauövínsglösum sem Ólafur er búinn að drekka úr. Inga Sólveig heldur Ijósmyndasýningu í Stöðlakoti þar sem getur aö líta myndir úr kirkiugörðum. Hún er með algera maníu fyrir slíkum görðum. Sýningin stendur til 17. apríl. Franska listakonan Dominique Ambroise sýnir myndir unnar með oilulitastiltum í Gallerl Umbru. Þar má sjá afstrakt landslag sem sýnt er á mjög tilfinningaríkan hátt. Þetta er fyrsta einkasýning Dominique á íslandi en hún helur Björn Kristinn Sveinbjörnsson sigurvegari herramódelkeppninnar. Sigraði í hevra- módelkeppni Ætlar jafnvel að reyna fyrir sér í útlönd- um einhvern tímann á næstunni. „Jú, sigurinn kom á óvart, er það ekki klassískt svar?“ segir Björn Kristinn Sveinbjörnsson sem vann fyrirsætukeppni herra sem haldin var á Hótel Islandi í síðustu viku. Þar kepptu til úrslita tíu ungir og spengilegir karlmenn. En hvern- ig skyldi það hafa borið til að Björn var einn afþeim? „Það var Jóna Lárusdóttir hjá Módel 79 sem hringdi og spurði hvort ég væri ekki til í að taka þátt í keppninni. Mér leist ágætlega á það og sló bara til.“ Keppendur voru kallaðir saman mánuð fyrir keppni. Segir Björn að undirbúningurinn hafi ekki verið mjög stífur, menn hafi stundað lík- amsrækt þegar tími gafst en ekki hafi verið skipulagðir æfingatímar eins og tíðkast til dæmis þegar stúlkurnar undirbúa sig fyrir feg- urðarsamkeppni Islands. Síðustu dagarnir fyrir keppnina voru samt nokkuð strembnir en þá var æfð framkoma og sýningaratriði fyrir sjálft úrslitakvöldið. Að eigin sögn hafði Björn litla sem enga reynslu af sýningar- og fyrirsætustörfum áður en hann tók þátt í keppninni, en þar sem hluti af sigurlaununum er samningur við Módel 79 bíða hans eflaust ýmis verkefni þannig að þar verður ör- ugglega fljótlega breyting á. Og svo freista útlöndin alltaf. „Það eru ein- hverjar auglýsingar framundan, en þetta er nú svo nýtilkomið að það er ekki búið að festa neitt og það er eftir að skoða ýmislegt. Svo væri auðvitað gaman að leggja land undir fót og reyna fyrir sér erlendis einhvern tímann í framtíðinni." Hvernig skyldu vinir og kunn- ingjar hafa tekið því þegar Björn sagði þeim að hann ætlaði að taka þátt í herramódelkeppninni? „Þetta skiptist nokkuð jafnt, helmingur af þeim sem maður um- gengst var mjög jákvæður og fannst þetta spennandi en frá hinum helmingnum mátti maður þola ýmsar glósur. Þær raddir þögnuðu reyndar snögglega eftir að ég sigr- aði. Þessar keppnir eru enn þá litn- ar dálitlu hornauga þegar um karl- menn er að ræða, ætli það þurfi ekki nokkrar keppnir til að venja fólk við þetta.“ Hversdags er Björn verslunar- stjóri í Bónusversluninni á Seltjarn- arnesi svo aðdáendur geta farið þangað og barið hann augum en látið sem tilgangurinn sé að kaupa inn til heimilisins. meðal annars sýnt I Kanada og Frakklandi. Ásdís Sigurþórsdóttir sýnir akrýlmálverk á pappir og tré I Sverrissalnum í Hafnarborg. Bak við verk Ásdlsar liggja pælingar um krossinn á löstu og páskum. Daninn Henrik Vagn Jens- en sýnir líka I Halnarborg. Henrik er aðallega sagður vera teiknari og formalisti. Þrjár sýningar opna I Nýlistasalninu á laugar- dag. Listahreylingin The Guerilla Girls Irá New York sýnir veggspjöld. Þetta er hópur kvenna sem ekki vill láta natn síns getið og kemur fram I þröngum kjólum og með górillu- grímur. Þær Svala Sigurleifsdóttir og Inga Svaia Þórsdóttir sýna jafnframt eigin verk I Nýló. Eitt verka Ingu Svölu er reyndar gert með Kínverjanum Wu Shan Zhuan I efri salnum eru svo verk úr eigu safnsins. Dröfn Friðfinnsdóttir opnar sýningu IASÍ. Þar sýnir hún stórar tréristur. Margrét Sveinsdðttir opnar sýningu I Galleri 11 áSkólavörðustlg. Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson sýnir litljósritaða minnismiða á Mokka en miðana rakst hann á I biblíu Stefaníu Georgsdóttur. Þetta hlýtur að vera með frumlegri sýningunum I bænum um þessar mundir. Þðr Ludwig Stiefel sýnir fáein málverk á Laugavegi 22. Þetta er önnur sýning Þórs á ár- inu en hann sýndi vatnslitamyndir I andyri Nor- ræna hússins I janúar. Myndirnar á 22 eru meö- al annars af átakanlegum andlitum sem Þór het- 30 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.