Eintak - 21.04.1994, Síða 4
Boðið verður upp á líkamsrækt-
artæki, Ijósabekki, nudd og
gufuböð. Af þessum herlegheit-
um mætti skilja sem svo að
Linda og Les vissu varla aura
sinna tal en hið rétta er að faðir
Lindu á um 80 % í fyrirtækinu en
parið á restina...
Leiksmiðja Reykjavíkur sýnir
spunaverkefni unnið upp úr
texta Morgunblaðsins um
þessar mundir og heitir verkið
Frá kyrrstöðu til
hagvaxtar. Þegar
hópurinn ætlaði
að fara að sækja
um styrki leitaði
hann að sjálf-
sögðu til Morgun-
blaðsins. Hann
gerði sér hins
vegar fljótlega Ijóst að hann hafði
veðjað á rangan hest. Forráðamenn
Morgunblaðsins sáu nefnilega enga
ástæðu til að punga út pening...
UNDARLEQ
VERÖLD
NAFNSPJALD VIKUNNAR
© Starfsmenn DV hissa á ráðningu grjótharðs flokksmanns sem fréttastjóra
© Mogginn vildi ekki styrkja leikgerð sína © Pabbi Lindu á meirihlutann í nuddstofunni
Föstudagurinn 15. apríl
HILMARS
ARNAR
Afkrimmum,
sakleysingjum
og réttinum Yam
Það er ákveðin þversögn en saklausasta fólk sem ég
hef hitt er það sem öllu jafna flokkast sem krimmar.
Það er eins og það þurfi að þurrka svo mikið út úr
heilabúinu til þess að fólk geti með góðu móti stund-
að glæpastarfsemi að allt sem kallast almenn skyn-
semi, sjálfsbjargarviðleitni og rökhugsun hverfur í
leiðinni. Eitt sinn þegar ég var í Lundúnaborg sótti ég
mikið næturkaffihús sem hét því fleyga nafni THE
BEST WEST INDIAN RESTAURANT IN TOWN (WE CAT-
ER ESPECIALLY FOR FILM AND TELEVISION CREWS).
Þar var boðið upp á ýmsar útgáfur af réttinum Yam,
sem reyndar var aldrei til út af hráefnisskorti og besta
kaffi sem ég hef enn smakkað í Bretaveldi. Kokkurinn
sem átti uppruna sinn að rekja til Jamaica var kallað-
ur King og sagðist vera eðlisfræðingur sem hefði sér-
hæff sig í eldflaugavísindum. Hann var með sjóræn-
ingjaör sem náði frá enni og niður á kjálka og hafði
ýmist fengið það í Notting Hill óeirðunum sextíuo-
geitthvað eða þegar faðir frægrar leikkonu („hún var
hvít einsog draugur," hvíslaði einn aðdáenda King að
mér) kom að honum með dótturinni við kringum-
stæður sem hann taldi slæmar fyrir karríer hennar.
Það var minnst á Súsönnu York, Söru Miles og
Súsan George, — drengirnir voru vissir um að það
var ess-eitthvað, en ég fékk aldrei almennilega úr því
skorið hver þeirra það var. Þarna sat maður fram
undir morgun, drakk kaffi og horfði á síendurtekinn
spagettívestravídeó í svart hvítu sjónvarpstæki og það
varð fljótt augljóst að þetta voru höfuðstöðvar Lee
Van Cleef aðdáendaklúbbsins í Bretlandi.
Það varð einnig fljótt augljóst að velflestir við-
skiptavinirnir voru glæponar og að Lee var þeirra
role model og þegar Clintarinn gekk frá honum í lok
myndanna var eins og ég væri innan um KFUM-
drengi að horfa á krossfestingaratriðið í King of
Kings. Milli þrjú og fimm fóru stammgestirnir að
sinna bissniss og þegar þeir komu til baka var mér
alltaf einhverra hluta vegna boðið upp á brauðristar
og eldhúsáhöld og King var boðið upp á litasjónvarp
sem varð alltaf meir og meir ókeypis eftir því sem leið
nær morgni.
En milli þrjú og fimm var besti tíminn því eftir
nokkrar vikur þegar ég var orðinn hálfgert húsgagn
fór King að segja sögur krimmanna og endaði alltaf á
því að dæsa að þetta færi aðeins á einn veg.
Bad Luck bræðurnir voru óheppnustu fatlafól
glæpasögunnar því þeir gátu aldrei skipulagt sig al-
mennilega. Tim, sá sjóndapri, var settur í að vakta
svæðið og þegar hann sá loks móta fyrir lögreglu-
hjálmunum gat Tony, sá heyrnardaufi, ekki heyrt
viðvörunarhrópin. Burt hafði alltaf dreymt um að
vera það sem er kallað Cat-Burglar, klifra fimlega
upp veggi og þess háttar, nema gervifóturinn hans
gerði þetta allt svo flókið og ofan á allt saman
gleymdi hann oft og einatt útlimaskortinum þegar
hann lagði á flótta og náðist þá ýmist hoppandi á ein-
um fæti eða skríðandi. Terry braust alltaf inn í sömu
þrjú húsin og hélt að æfingin skapaði meistarann.
Sammy var svo sem allt í lagi innbrotsþjófur nema ef
hann sá sofandi konu fylltist hann þeirri þráhyggju
að hann yrði að bursta á henni hárið. „Ég verð víst að
fara til geðlæknis eða sálfræðings," sagði hann mér
dapur, „það er eitthvað að hausnum á mér.“
Ég rifjaði þetta allt saman upp þegar ég las um
stúlkuna sem reyndi að skipta 184 dollara ávísun í Sa-
anich í bresku Kólumbíu. Stúlkan veifaði persónu-
skilríkjum og bankagjaldkerinn kallaði á deildarstjór-
ann. Deildarstjórinn spurði hvort ávísunin væri stíl-
uð á hana og stúlkan svaraði „auðvitað“. „Þá ertu
konan mín fýrrverandi," sagði deildarstjórinn, „en
einhverra hluta vegna líturðu ekkert út eins og hún.“
Og svo verður mér í framhjáhlaupinu hugsað um
dópdílerinn Alfred E. Acree sem lagði á flótta und-
an löggunni í Virginíu og hljóp inn í dimmt skóg-
lendi þar sem hann hélt sig geta stungið alla af. En
löggan var ekki í neinum vandræðum með að finna
hann því Freddi var í nýju L.A. Gear „Light Gear“
skónum sem lýsast upp í hvert skipti sem er stigið til
jarðar. Blessaðir bankaræningjarnir í Cooperville,
Ohio, sem fóru inn í hvelfinguna, komu að vegg,
boruðu sig í gegn og enduðu út á götu eiga ekki einu
sinni séns í þetta. En meira um gæfu og ógæfu síðar.
0
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
Fimmtudagurinn 14. apríl
Vann eins og skepna upp í Háskóla. Fór yf-
ir þrjá kafla sem nemendur mínir höfðu
skrifað í bækur sem ég er með í bígerð.
Sumt var vel gert en annað verra. Var
dauðuppgefinn eftir daginn og ætla að
sofna snemma. Þrír kaflar sama daginn. Af-
köst mín komu sjálfum mér á óvart.
Helvítið hann Steingrímur fékk tvö atkvæði
í bankaráði Seðlabankans, guð má vita frá
hverjum. Það ætti að duga fyrir Sighvat til
að skipa hann. Mér er alveg sama þótt
Davíð styðji Steingrím. Ég get ekki fengið
mig til þess að verja þessa ákvörðun. Eg
reyndi það í morgun á kaffistofu Háskólans
en það lá við að ég seldi upp á grey mann-
inn á móti mér. Ég reyni þetta aldrei aftur.
Alla vega ekki í dag.
Laugardagurinn l6. apríl
Sighvatur skipaði Steingrím í kvöld og
eyðilagði fyrir mér kvöldið. Ég var búinn að
ákveða að skella mér út á lífið og var sá
asni að hætta ekki við. Alls staðar þar sem
ég kom voru menn að ræða um Steingrim
og Seðlabankann og vildu spyrja um mitt
álit. Ég þóttist ekki heyra eða misskilja ailt.
Spurði þá hvem Steingrímur Njálsson
hefði ráðist á í Seðlabankanum. Eg komst
hjá því að svara en heyrði fólk tala á bak
við mig að ég væri farinn að drekka, hefði
fengið heilablóðfall eða hefði smátt og
smátt verið að missa vitið eftir að Davíð fór
í stjórnarráðið. Fjandinn hirði Steingrím.
Sunnudagurinn iy. apríl
Var enn fúll út af Steingrími. Var að hugsa
um að hringja í Davíð og segja honum
hreint út skoðun mína á málinu. Hringdi og
Davíð ansaði sjálfur. Ég óskaði honum
strax til hamingju með að hafa komið Stein-
grími í bankann. Davíð breytti röddinni og
sagði að ég hlyti aðvera að hringja i skakkt
númer og lagði á. Ég hringdi aftur en Þor-
steinn sagði að pabbi sinn væri ekki
heima. Ég var heima það sem eftir var
dagsins.
Mánudagurinn l8. apríl
Heimsótti kosningaskrifstofu Heimdallar í
Hafnarstræti og spjallaði aðeins við strák-
ana. Einu sinni var þetta mittt bakland. Ég
gat labbað inn í hóp Heimdellinga og fundið
eftirtekt þeirra éta orðin af vörum mínum.
Ég fann þessa stemmningu ekki þarna niðri
í Hafnarstræti. Ef til vill vegna þess að það
eru sveitastjórnarkosningar framundan. Slík
smámál hafa aldrei verið mín mál.
káðning Guð-
[mundar
IMagnús-
sonar, þjóðminja-
varðar, í stöðu
fréttastjóra á DV
kom starfsmönnum
á ritstjórn verulega á óvart. Munu
þeir litt hrifnir af þessari ráðningu
og skilja raunar ekki af hverju þörf
var talin á að bæta við fréttastjóra á
blaðið. Helsta ástæðan sem talin er
liggja að baki ráðningunni er að út-
gáfustjórarnir Hördur Einars-
son og Sveinn R. Eyjólfsson
vilji leggja sitt af mörkum í kosn-
ingabaráttu Sjálfstæðisflokksins í
höfuðborginni en Guðmundur
Magnússon hefur gegnt ýmsum
störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
gegnum tíðina...
Linda Pétursdóttir og unn-
ustinn Les opna líkamsrækt-
arstöðina Baðstofuna í Ármúla
á föstudaginn og mun inn- lið bæj-
arins eflaust
láta sjá sig þar.
Stöðin er ein-
ungis ætluð
kvenfólki og
ætlar Linda lík-
legast að gera
út á ungmeyj-
arnar sem
þjálfa þurfa
kroppinn fyrir
fegurðarsam-
keppnirnar.
Lækjargata 2
sem kvikmyndagerðar-
menn standa í kaupsamn-
ingum um.
legt uppeldi íslendinga sem
hefur hingað til einskorðast um
of af einhæfum bandarískum
myndum. Við hjá Regnbogan-
um höfum kappkostað við að
sýna vandaðar myndir frá Evr-
ópu og öðrum löndum og
munum halda okkar striki í
þeim efhum," sagði Jón.
Þeir sem standa í viðræðum
um kaup á Lækjargötu 2 eru:
Samband íslenskra kvikmynda-
framleiðenda, undir forystu
Snorra Þórissonar og Samtök
kvikmyndaleikstjóra, undir
forystu Friðriks Þórs Frið-
rikssonar. Hafa þessir aðilar
leitað liðsinni Reykjavíkur-
borgar og menntamálaráðu-
neytisins þar sem þeim var vel
tekið en eins og ummæli Árna
Sigfussonar benda til er hann
mjög áhugasamur um að þetta
nái ffam að ganga og Ólafur G.
Einarsson, menntamálaráð-
herra, hefur að sama skapi sýnt
málinu áhuga.
Ráðgert er að þrír sýningar-
salir verði í húsinu, uppruna-
legi salurinn verður þunga-
miðjan en tveir minni salir
verða þar einnig. Ef af þessu
verður eru miklar líkur á því að
Kvikmyndasjóður og Kvik-
myndasafn íslands flytji í hús-
ið. ©
það sem hvert annað fyrirtæki í
samkeppni við önnur kvik-
myndahús. Það verður þó gert
út á nokkuð annan markað því
fyrirhugað er að starfsemin
verði í ætt við svokölluð „sine-
matek“ eins og eru víða í Evr-
ópu þar sem áhersla er lögð á
listrænar myndir hvaðanæva
að úr heiminum, nýjar sem
gamlar. Og að sjálfsögðu mun
íslenskum kvikmyndagerðar-
mönnum gefast kostur á að
sýna myndir sínar þarna en til
þess er leikurinn nú fyrst og
fremst gerður.
En er þörf fyrir svona kvik-
myndahús í Reykjavík? Jón
Ólafsson, eigandi kvikmynda-
hússins
Regnbog-
ans, þar sem
áhersla hefur
verið lögð á
að sýna
vandaðar list-
rænar myndir
í stað afþrey-
ingarmynda
frá Hollywood,
var spurður að
því.
„Ég sé ekki
annað en að ef
af þessu verður
séþað afhinu
góða. Ég fagna
því ef fleiri evr-
ópskar myndir
verða sýndar hér
á landi. Það mun
bæta kvikmynda-
Þriðjudagurinn 19. apríl
Þorsteinn Pálsson alls staðar. I blöðum,
útvarpi, sjónvarpi. Kvóti, kvóti, kvóti. Ég skil
ekki hvernig hann Davíð hefur látið Þor-
stein algjörlega einan um sjávarútveginn.
Hann ætti að vita af reynslunni að þjóðin
ber endalausa virðingu fyrir sjávarútvegs-
ráðherrum sínum, sama hversu vondir þeir
eru. Sjáið Halldór. Hann óx og óx þar til
hann var orðinn svo stór að Steingrímur
hrökklaðist upp í Seðlabanka. Ef Þorsteinn
fær að auka og minnka kvóta til skiptist í
nokkur ár má jafnvel Davíð fara að vara sig.
Miðvikudagurinn 20. apríi
Las Viðskiptablaðið hans Óla Björns og
fannst vanta hvassa pólitíska analísu, skrif-
aða af ritfærum manni, sem gæti greint
samfélagið með þeim hætti að jafnvel harð-
ir framsóknarmenn köstuðu trúnni. Hann
tók strax vel í þetta en fann þessu helst til
foráttu að það kynni að verða erfitt að finna
rétta manninn. Eg stakk upp á sjálfum mér
en hann spurði hvort ég ætti ekki nóg með
Efst á baugi. Ég fullvissaði hann um að ég
gæti skrifað miklu fleiri blöð en eitt í mánuði
en mér virtist eins og hann hefði misst
áhugann. Sagðist ætla að hringja í mig
þegar hann væri búinn að hugsa málið.
Menn eru mis hégómagjarnir og mis brattir eins og gengur og gerist.
Eigandi þessa nafnspjalds er ungur Ijósmyndari, Arnaldur Halldórs■
son, sem hefur fundist ástæða til þess að hafa Ijósmynd af sjálfum sér
tvöfaldri útgáfu á nafnspjaldinu sínu. Spjaldið er sett upp eins og það
sé kontakt af filmu sem er ágætlega til fundið þar sem Ijósmyndun
jú iðjan sem hann er að kynna. En það er lika óneitanlega ansi hégóm-
legt þar sem myndin er af honum sjálfum. Annað sem er athyglisvert
og dregur ekki úr hégómleikanum er að hann heldur á hasselblad
myndavél með þessu líka stóra skyggni. Eins og myndin er uppstillt,
eins og hann heldur um myndavélina stoltur á svip, verður hún, vænt-
anlega alveg óvart, að reðurtákni sem hann mundar framan i þann
sem nafnspjaldið fær.
Þegar Ámi Sigfússon, borg-
arstjóri, afhenti verðlaun sem
borgin gaf, fyrir bestu stutt-
myndimar á Stuttmyndadög-
um Kvikmyndafélags ísfands
síðastliðinn fimmtudag upp-
lýsti hann í stuttri ræðu að við-
ræður stæðu yfir um kaup á
Lækjargötu 2 þar sem kvik-
myndahúsið Nýja bíó var tif
margra ára. í seinni tíð er þó
húsið sjálfsagt kunnara fyrir að
skemmtistaðurinn Tunglið
hefur verið þar til húsa. Það var
árið 1988 sem Nýja bíó lagði
upp laupana og húsinu var
breytt í skemmtistað. Til að
byrja með var sá rekstur undir
nafninu Lækjartungl en Tungl-
ið er það nafn sem hefur lengst
loðað við staðinn.
Þessi yfirlýsing Árna tengist
draumi margra íslenskra kvik-
myndagerðarmanna um að
eignast eigið kvikmyndahús.
Skemmst er að minnast þess að
í fýrra settu þeir af stað herferð
og vildu þá eignast Háskólabíó.
Málið gekk meira að segja svo
langt að Hrafn Gunnlaugs-
son, þáverandi framkvæmda-
stjóri Sjónvarps, lét gera sjón-
varpsþátt um þetta mál sem fór
svo fýrir brjóstið á rekstraraðil-
um Háskólabíós að þeir sendu
útvarpsráði harðorð mótmæli
sem urðu síðan til þess að ráðið
ákvað að þátturinn yrði ekki
sýndur.
Núna er þetta mál hins vegar
komið á góðan rekspöl og allt
útlit fýrir að kvikmyndagerðar-
menn
eignist
eigið bíó.
Stefhan
er að
reka