Eintak - 21.04.1994, Page 6
Útflutningur á skreið til Nígeríu
hefur sífellt farið vaxandi á síðustu
árum og nú er flutt þangað að jafn-
aði skreið fyrir 6- 700 milljónir
króna á ári. Eingöngu er um að
Fleyg urðu ummæli Jóns
Baldvins Hannibalsson-
ar, utanríkisráðherra, þegar
hann sagði að fátt annað hefðu
menn fyrir stafni í Seðlabankanum
en að naga blýanta. Nú ætlar hann
greinilega að sjá til þess að slíkt
hangs verði ekki liðið lengur því
hann ætlar aðstoðarmanni sínum,
Þresti Ólafssyni, formanns-
stöðuna í bankaráðinu eftir að Ág-
úst Einarsson, sagði af sér í kjöl-
far ráðningar Steingríms Her-
mannssonar í embætti Seðla-
bankastjóra. Þröstur getur þá gefið
húsbónda sínum reglulegar skýrslur
um blýantsnagið...
Þegar íslenski markaðsklúbb-
urinn hélt sina árlegu auglýs-
ingahátíð í Borgarleikhúsinu
varð auglýsingin F27 - trygging fyrir
ungt fólk, frá Vátryggingafélagi ís-
lands fyrir valinu sem besta sjón-
varpsauglýsingin í ár. Þetta var þó
ekki sú auglýsing sem dómnefndin
var hrifnust af, því hún hafði áður
valið auglýsinguna Staur - alveg
þráðbeinn, sem þá bestu. Þegar
dómnefndin fékk hins vegar í hend-
urnar myndbandsspólu með aug-
lýsingu frá Wrangler gallabuxna-
framleiöandanum, sem þótti slá-
andi lik Staurauglýsingunni, en þar
var líka stúlka að baða sig í hvítum
vökva og rappari, endurskoðaði
hún niðurstöðu sína og valdi F27.
Þess má geta aö það er auglýs-
ingastofan P&Ó sem á heiðurinn af
auglýsingunni um Staurinn...
Sem kunnugt er leit langþráð-
ur draumur Óla Björns
Kárasonar dagsins Ijós í
gær, en þá kom út fyrsta tölublað
Viðskiptablaðsins undir ritstjórn
hans. Helstu aðstandendur blaðs-
ins eru valinkunnir menn í athafna-
lífinu, en meðal annarra má nefna
þá fóstbræður Hörð Einarsson
og Svein R. Eyjólfsson hjá DV,
sem prentar og dreifir blaðinu, og
Friðrik Friðriksson útgefanda
Pressunnar, sem annast framleiðslu
blaðsins að öðru leyti. Meðal ann-
arra hluthafa eru þeir Kristinn
Björnsson og Friðþjófur
Johnsson, sem tengjast helsta
keppinauti hins nýja blaðs, sem er
Árvakur, útgefandi Viðskiptablaðs
Morgunblaðsins. Viðbrögð Mogga-
manna hafa heldur ekki látið á sér
standa. Eins og lesendur hafa vafa-
laust tekið eftir birtast sérstakar
viðskiptasíður mun tíðar en áður
auk þess sem meiri kraftur hefur
verið settur í hið eiginlega Við-
skiptablað Morgunblaðsins, sem
kemur út á fimmtudögum, degi eftir
blaðinu hans Óla Björns. Fastráðnir
blaðamenn á hinu nýja blaði eru
þeir Kristján Kristjánsson,
Magnús Árni Skúlason og Örn
Valdimarsson, en Jökull Tóm-
asson ber ábyrgð á útliti þess. Út-
gáfa fyrsta tölublaðsins var í
strembnara lagi eins og lög gera
ráð fyrir og fékk Óli Björn því Egil
Helgason til liðs við sig undir lok-
in og skrifaði Egill um viðskiptamál
af miklu kappi, þrátt fyrir að hann
hafi ekki komið nálægt þeirri grein
fréttamennsku fyrr...
ræða hausa og afskurð og er þessi
útflutningur ágæt búbót fyrir mörg
af stærri útgerðarfyrirtækjum
landsins. Stór hluti af útflutningn-
um er inniþurrkuð skreið þar sem
jarðhiti er notaður við þurrkunina
og má nefna í því sambandi að ný-
lega var refabúi á Flúðum breytt í
þurrkstöð fyrir skreið. Engin vand-
ræði hafa verið með að fá skreiðina
borgaða í Nígeríu þrátt fýrir ýmsar
sveiflur í stjórnmálum landsins á
liðnum árum.
Laugafiskur hf. á Laugum í
Reykjadal er stærsti framleiðandi á
inniþurrkaðri skreið hérlendis og
seldi fyrirtækið um 28.000 pakka af
skreið til Nígeríu á síðasta ári eða
840 tonn. Lúðvík Haraldsson,
framkvæmdastjóri Laugafisks, segir
að þeim hafi gengið ágætlega á
þessum markaði og engin vandræði
hafi verið á að fá skreiðina borgaða.
„Þessi starfsemi okkar skapar um
20 ársverk hér á staðnum og óhætt
að segja að við séum ánægðir með
hvernig til hefur tekist,“ segir Lúð-
vík.
Aðspurður um hráefnisöfiun
segir Lúðvík að sterk útgerðarfyrir-
tæki á borð við ÚA og Fiskiðju
Húsavíkur standi á bak við Lauga-
fisk og hjálpi það mikið til. „En
samdráttur á kvótum hefur komið
illa við okkur eins og aðra og nú
sækjum við hráefni allt austur á
Bakkafjörð og vestur á Snæfells-
nes,“ segir hann.
Útgerðarfélag Akureyringa er
með stærri framleiðendum á úti-
þurrkaðri skreið og Jóhann
Malmquist, verkstjóri í fiskverk-
unarstöð ÚA, segir að þeir hafi
hengt upp um 2.000 tonn af haus-
um og afskurði á síðasta ári. Út úr
því hafi þeir fengið um 450-460
tonn af þurrkaðri skreið en skila-
verð hennar nam
40-50 milljónum króna. Hann
hefur svipaða sögu að segja af við-
skiptunum og Lúðvík, það er að vel
hafi gengið að fá greitt fyrir vöruna.
„Þessi þurrkun er ein hagstæðasta
framleiðslan hjá okkur,“ segir Jó-
hann.
Á heildina litið fluttu Islendingar
um 200.000 pakka af skreið til Níg-
eríu á síðasta ári en Lúðvík Har-
Kaupmenn í Kringlunni æfir vegna könnunar níu nemenda á þjónustu verslana þeirra
irog vinkon-
UPr— tt/h
urnar
!MlJfH ÉSTÍI
, • -> í-- -./•.* 1 f ;*•
æa ine psrm
W Mm BBS
Á fundi verslunareigenda í
Kringlunni í síðustu viku voru
kaupmönnum kynntar niðurstöð-
ur þjónustukönnunar sem einn
bekkur í Viðskiptaskóla Stjórnun-
arfélagsins og Nýherja gerðu. Nið-
urstöðurnar voru miður góðar fyrir
sumar verslanir og það er ekki hægt
að lýsa viðbrögðum einstakra
kaupmanna á fundinum öðru vísi
en sem heiftarlegum. Nemendurnir
voru vændir um allt frá því að vita
ekki sínu viti og til þess að vera á
mála hjá Laugavegssamtökunum.
EINTAK hefur niðurstöður könnun-
arinnar undir höndum en henni
var dreift til þeirra kaupmanna sem
mættu á fundinn.
Nemendurnir, sem eru á sölu- og
markaðsbraut, fengu það lokaverk-
efni á námskeiði í sölutækni að at-
huga þjónustulund starfsfólks í
fimmtíu og átta verslunum, glugga-
útstillingar, verðmerkingar, innan-
búðarhönnun og skipulag og eins
mátunarklefana. Loks var kannað
hvernig eftirfylgni þjónustunnar
var, en í því felst að kveðja við-
skiptavininn og vekja áhuga hans á
því að koma aftur. Þeir settu sig í
spor viðskiptavinarins og prófuðu
þjónustuna sjálfir. Síðan fylltu þeir
út þar til gerð könnunareyðublöð.
Heildarniðurstöðurnar eru þær
að innkoma í verslanir þykir yfir-
leitt góð nema hvað tæplega helm-
ingur þeirra hirðir ekki um að hafa
verðmerkingar í lagi. I ljós kom að
ekki þykir sjálfsagður hlutur að
bjóða góðan daginn og brosa til
viðskiptavinarins. Þjónustulund er
ábótavant í allt of mörgum verslun-
um, að mati nemendanna, og það
kom þeim á óvart hve almennt
áhugaleysi virðist ríkja gagnvart
viðskiptavininum, þörfum hans og
óskum. Afgreiðslufólkið er al-
mennt snyrtilegt og vöruþekking
þeirra góð en nemendurnir segja að
benda þurfi því á að hvetja við-
skiptavininn til að koma aftur og
láta hann finna að hann sé velkom-
inn, of fáir þakki fyrir viðskiptin og
kveðji hann.
Nokkrar verslanir þóttu skara
fram úr og veita góða þjónustu;
Sœvar Karl og synir, Skœði, Genus,
Hagkaup (efri hæð), Japis, Sport-
kringlan, Blazer, Kúmen og Ólymp-
ía. Umsagnir um þessar verslanir
voru mjög jákvæðar.
Verstu þjónustuna að mati nem-
endanna veita hins vegar verslan-
irnar Alessi, Sólblómið, lslandia,
Herragarðurinn, Jack & Jones, Cara,
Joss, Kókó og Cosmo. Umsagnirnar
voru margvíslegar en mest ber þó á
áhugaleysi gagnvart viðskiptavinin-
um eins og sést hér á eftir.
„Afgreiðsluaðilinn sat og prjón-
aði og sýndi viðskiptavininum eng-
an áhuga.
Afgreiðsluaðilinn hafði meiri
áhuga á að sópa gólfið en að af-
greiða.
Aldrei boðin þjónusta og aðrir
Kaupmenn f Kringlunni
sökuðu nemendur sem gerðu könnun á þjónustu verslana þeirra
um að vera á mála hjá Laugavegssamtökunum.
afgreiddir í staðinn.
Afgreiðsluaðilinn hafði ekki
áhuga á að selja.
Afgreiðsluaðili var önnum kaf-
inn við að kyssa og faðma vinkonu
sína. Sýndi engan áhuga á að þjóna
viðskiptavininum.
Virti viðskiptavininn ekki viðlits,
of upptekinn við að tala við vin-
konu sína.“
Fleiri verslanir fengu dapra um-
sögn. Þannig segir að afgreiðslu-
maður í skóbúð hafi verið spældur
þegar hætt var við kaup. I bóka-
verslun var verið að raða í hillur og
einhvers konar talning fór fram síð-
degis á föstudegi fyrsta dag nýs
kortatímabils. Afgreiðslufólk í leik-
fangaverslun var að tala um það sín
á milli hve tíminn væri lengi að Iíða
og í heimilisverslun var það að
masa í síma eða hvert við annað en
ekki að afgreiða.
Kaupmenn í þessum verslunum
þurfa greinilega að taka til í eigin
ranni en þess í stað þótti nokkrum
þeirra skipta meira máli að gera
nemendunum upp annarlegar
hvatir. ©
aldsson segir að allar líkur séu á að
sá útflutningur muni minnka á
þessu ári niður í 140-150.000 pakka.
„Það eru blikur á lofti á þessum
markaði nú einfaldlega vegna efna-
hagsástandsins í landinu,“ segir
Lúðvík. „Nígería er olíuútflutn-
ingsríki og verð á olíu hefur farið
lækkandi á heimsmarkaði að und-
anförnu. Þar með minnka gjaldeyr-
istekjur þjóðarinnar og hún hefur
úr minni fjármunum að spila en
áður. Það er helst gæðavaran sem
heldur sínu við þessar aðstæður en
hin lakari dettur út.“ ©
Misjafnt gengi hjá
hlutabréfasjóðunum
Gengi
Hluta-
bréfa-
sjóðs-
ins féll
um 30
punkta
Gengi þeirra fjögurra
hlutabréfasjóða sem
skráðir eru á Verðbréfa-
þingi fslands var nokkuð
misjafnt á síðasta ári.
Einna verst var það hjá
Hlutabréfasjóðnum en
gengi á bréfum í honum
féll um 30 punkta á síð-
astliðnu ári. Gengið var
1,30 er það var hæst um
mánaðamótin janú-
ar/febrúar á síðasta ári en
var fallið niður í 1 í upp-
hafi þessa mánaðar. Hjá
öðrum sjóðum, Auðlind,
Hlutabréfasjóði VÍB og
Islenska hlutabréfasjóðn-
um stóð gengið nokkurn
veginn í stað á síðastliðnu
ári.
Gengi bréfa hjá Auð-
lind fór hæst í 1,12 í lok
síðasta árs en féll síðan
niður í 1,03 í lok febrúar.
Verðmæti sjóðsins nemur
nú um 214 milljónum
króna.
Gengi bréfa hjá Hluta-
bréfasjóði VÍB stóð nán-
ast í stað allt árið. Gengið
var skráð 1,05 í upphafi
síðasta árs en var skráð 1,1
í upphafi þessa árs. Verð-
mæti sjóðsins nemur nú
um 314 milljónum króna.
Gengi bréfa hjá Is-
lenska hlutabréfasjóðn-
um hefur einnig staðið í
stað, var skráð 1,07 í upp-
hafi síðasta árs en er nú
skráð 1,1.
Verðmæti bréfa í
sjóðnum nemur nú um
292 milljónum króna.
Hvað Hlutabréfasjóð-
inn varðar var gengi bréfa
í honum skráð 1,30 í upp-
liafi síðasta árs en það féll
nokkuð stöðugt, einkum
á seinni hluta ársins, og
var komið niður í 1 í upp-
hafi þessa mánaðar.
Verðmæti bréfa í sjóðn-
um nemur nú 383 millj-
6
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994