Eintak - 21.04.1994, Qupperneq 9
Laun forstjóra stórra almenningshlutafélaga koma alltaf annað slagið inn í umræðuna, ekki bara fyrir
hversu há þau eru heldur einnig vegna þess að þau eru ekki alltaf í takti við þann árangur sem forstjórinn
sýnir í starfi. Lausleg könnun eintaks á afkomu þeirra fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi fslands og
launakjörum æðstu stjórnenda sýnir að hér á landi eru engin tengsl milli launakjara forstjóra og frammi-
stöðu þeirra í rekstri
Skussamir njéta betri
kjaia en þeir bestu
Hvaða stjórnendur fyrirtækja á
hlutabréfamarkaðinum hér á landi
skila eigendum sínum bestum ár-
angri? Hvaða stjórnendur tapa
mestu af fjárfestingum hluthafa í
fyrirtækjum sínum? Þessar spurn-
ingar hafa ekki verið ýkja mikið í
umræðunni um hinn nýja hluta-
bréfamarkað hérlendis þótt þær séu
eðli málsins samkvæmt hinar mikil-
vægustu. Og það er fáheyrt að
stjórnendur fýrirtækja séu dregnir
til ábyrgðar af eigendum hlutafjár-
ins fyrir slæma frammistöðu í starfí.
eintak gerði lauslega könnun á því
hvaða stjórnendur skiluðu hluthöf-
um sínum mestum árangri og
hverjir væru skussarnir í þessum
hópi. Síðan var athugað hver launa-
kjörin væru hjá þessum mönnum
og í ljós kom að yfirleitt voru þeir
sem skiluðu bestum árangri á mun
verri kjörum en þeir sem ráku fyrir-
tækin með tapi.
Hlutafjármarkaðurinn á íslandi
hefur verið að þróast hægt og rólega
á undanförnum árum en þessi
markaður þykir um margt mjög
ffumstæður enn miðað við sam-
svarandi markaði ytra. Nefna má að
oft er ekkert samband á milli árang-
urs í rekstri fyrirtækjanna sem á
þessum markaði eru og arð-
greiðslna til hluthafa. Nýlegt dæmi
um slíkt er til dæmis ákvörðun
stjórnar íslandsbanka að greiða 4%
arð þrátt fyrir að taprekstur síðasta
árs hafi numið 654 milljónum
króna sem er neikvæð ávöxtun á
eigin fé upp á tæp 14 prósent. Á
móti má nefna að stjórn Islenska
útvarpsfélagsins ákvað að greiða
ekki arð í ár þrátt fyrir að félagið
skilaði 154 milljóna króna hagnaði á
síðasta ári sem er 75% ávöxtun á
eigin fé. Hér ber að vísu að nefna að
eiginfjárhlutfall íslenska útvarpsfé-
lagsins er aðeins 15% eða hið lægsta
sem þekkist á hlutabréfamarkaðin-
um.
í hópi stjórnenda fyrirtækja sem
skila hluthöfum sínum hvað bestu
búi má nefha Jón Gunnarsson og
Kristján Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóra Sæplasts, Róbert
Guðfinnsson og Oiaf Marteins-
son, framkvæmdastjóra Þormóðs
ramma, Brynjólf Bjarnason, for-
stjóra Granda, Geir A. Gunnlaugs-
son, framkvæmdastjóra Marels og
Ólaf B. Thors og Einar Sveins-
son, framkvæmdastjóra Sjóvár- Al-
mennra.
f hópi sem skila fyrirtækjum sín-
um með tapi má nefna bankastjóra
íslandsbanka þá Val Valsson,
Björn Björnsson og Tryggva
Pálsson, Sigurð Helgason, for-
stjóra Flugleiða og Hrein Jakobs-
son, framkvæmdastjóra Þróunarfé-
lags fslands.
Mitt á milli þessara tveggja hópa
eru síðan stjórnendur sem skila
hluthöfum sínum einhverjum
hagnaði og í þeim hópi má nefna
Kristin Bjömsson, forstjóra Skelj-
ungs, Einar Benediktsson, for-
stjóra Olís og Geir Magnússon,
forstjóra Esso, Bent Einarsson,
framkvæmdastjóra Jarðborana,
Finnboga Jónsson, framkvæmda-
stjóra Síldarvinnslunnar og Gunnar
Svavarsson, forstjóra Hampiðj-
unnar.
Til að meta frammistöðu fyrr-
greindra stjórnenda fyrirtækja voru
þrírþættireinkuinlagðirtlíl grundT’
vaflar, hagnaður á síðasta ári sam-
kvæmt ársskýrslum, arðsemi eigin-
fjár og greiddur arður á árinu. Síðan
var skoðað hvaða laun viðkomandi
hafði á síðasta ári, samkvæmt úttekt
tímaritsins Frjálsrar verslunar, og
reiknað út hvað hver króna af þeim
launum skilaði sér til hluthafa.
Gulrótina vantar
Litlar tilraunir hafa verið gerðar
hérlendis til að tekjutengja framrni-
stöðu stjórnenda fyrirtækja þannig
að laun þeirra séu í samræmi við ár-
angur í starfi eins og algengt er er-
lendis. f fyrra var þetta reynt á aðaf-
fundi fslandsbanka er einn af hin-
um almennu hluthöfum þar, Pétur
Blöndal, lagði fram tilfögu þess efn-
is að bankaráðsmenn fengju ekki
greitt fyrir setu sína í ráðinu nema
bankinn skilaði a.m.k. 300 milljóna
króna hagnaði. Þessi tillaga hlaut
dræmar undirtektir á fundinum.
Pétur segir að vel komi tif álita að
endurflytja þessa tillögu á aðalfúnd-
inum nú í ljósi þeirrar stöðu sem
bankinn er í og ffarn hefur komið í
fréttum.
I ritstjórnargrein sem Jón G.
Hauksson ritstjóri Frjálsrar versl-
unar skrifaði í framhaldi af aðal-
fundi Islandsbanka I fyrra fagnaði
hann tillögu Péturs og sagði að nær
hefði verið að hluthafar hefðu stað-
ið upp og klappað fyrir Pétri í stað
þess að fella tilíöguna. Síðan segir í
greininni: „Laun til stjórnarmanna
og forstjóra fyrirtækja eiga að byggj-
ast á gulrót. Að þeir fái umbun fýrir
árangur. Að þóknun þeirra sé tengd
afkomu. Almennir hluthafar eiga að
spyrja sjálfa sig að því hvers vegna
þeir greiði forstjórum há laun þótt
þeir nái ekki árangri í starfi og skili
fyrirtækjum af sér með tapi. Það eru
hluthafarnir sem blæða fýrir lélegan
árangur í stjórnun og axla ábyrgð-
ina með minni ávöxtun hlutafjár
síns.“
Æviráðning
er vandamál
Pétur H. Blöndal segir að eitt af
vandamálum við rekstur stórra fýr-
irtækja hérlendis sé að yfirleitt séu
stjórnendur þeirra æviráðnir. „Ytra
er þetta þannig hjá stórum og með-
alstórum fyrirtækjum að stjórnend-
ur eru yfirleitt ekki ráðnir lengur en
í 5-6 ár,“ segir Pétur. „Það er talið að
ef þeir skili ekki árangri á þessum
tíma, eða komi með nýjar hug-
myndir inn í reksturinn, komi þeir
ekki til með að skila neinum árangri
yfirhöfuð."
Pétur telur að stjórnendur ættu
að hafa lægri laun en nú tíðkast og
jafnframt að laun þeirra væru tengd
árangri í starfi. Ef þeir sýndu árang-
ur fengju þeir meira í sinn vasa.
I Bandaríkjunum þar sem hluta-
fjármarkaður er orðinn mjög þró-
aður er algengt að stjórnendur fýr-
irtækja eigi þess kost að kaupa
hlutabréf í fýrirtækjum sínum á því
verði sem þau voru er þeir tóku við
stjórn viðkomandi fyrirtækis. Þessi
bónus getur numið umtalsverðum
fjárhæðum ef fyrirtækið blómstrar
undir þeirra stjórn og hlutabréfin
hækka umtalsvert í verði. Þetta er
talinn einn mesti hvatinn fyrir
stjórnendur að sýna árangur en enn
sem komið er mun slíkt óþekkt hér-
lendis.
■ •:% w
Islandsbanki
■24 krónur
Bankastjórar
Valur Valsson
með 751 þúsund
kr. á mánuði.
Björn Björnsson með 761 þúsund
kr. á mánuði.
Tryggvi Pálsson
með 738 þúsund
kr. á mánuði.
Tap bankans á árinu 654 milljónir
króna. Hver króna sem þeim var
greidd í laun kostaði hluthafa 24
krónur í taprekstri. Arðsemi eigin-
fjár neikvæð um 14 prósent.
Ákveðið er að greiða 4 prósenta
arð til hluthafa.
o
Flugleiðir
-18 krónur
Forstjóri
Sigurður Helga-
son með 891 þús-
und kr. á mánuði.
Tap fyrirtækisins á árinu 188 millj-
ónir króna. Hver króna sem hon-
um var greidd í laun kostaði hlut-
hafa 18 krónur í taprekstri. Arð-
semi eiginfjár neikvæð um 4 pró-
sent. Ákveðið er að greiða ekki arð
til hluthafa í ár.
Itá' Haraldur Böðvarsson
-8,50 krónur
Forstjóri
Haraldur Stur-
laugsson með
420 þúsund kr. á
mánuði.
Tap fýrirtækisins á síðasta ári nam
42,7 milljónum króna. Hver króna
sem honum var greidd í laun kost-
aði hluthafa 8,50 krónur í tap. Arð-
semi eiginfjár var neikvæð um 9
prósent. Ákveðið er að greiða ekki
arð til hluthafa í ár.
*t| kea
-6 krónur
Kaupfélagsstjóri
Magnús Gauti
Gautason með
735 þúsund kr. í
mánaðarlaun.
Tap af rekstri fyrirtækisins (móð-
urfélagsins) nam 51 milljón króna.
Hver króna sem honum var greidd
í laun kostáðí eigehdur' 6 krónur f
tap. Arðsemi eiginfjár var neikvæð
um 2 prósent. Akveðið er að greiða
eigendum 3% arð á árinu.
Þróunarfélag íslands
-2 krónur
Framkvæmdastjóri
Hreinn Jakobsson með 400 þús-
und kr. á mánuði.
Tap fyrirtækisins á síðasta ári nam
10 milljónum kr. Hver króna sem
honum var greidd í laun kostaði
hluthafa rúmar 2 krónur í tap-
rekstri. Arðsemi eiginfjár neikvæð
um 1 prósent. Ákveðið er að greiða
ekki arð til hluthafa í ár.
w Marel
+2,50 krónur
Forstjóri
Geir A. Gunn-
laugsson með
657 þúsund kr. á
mánuði.
Hagnaður fyrirtækisins á síðasta
ári nam 19 milljónum króna. Hver
króna sem honum var greidd í
laun skilaði hluthöfum 2,50 krón-
um í hagnað. Arðsemi eiginfjár
nam 13 prósentum. Ákveðið er að
greiða 6% arð til hluthafa í ár.
mm
m Skeljungur
+8 krónur
Forstjóri
Kristinn Björns-
son með 993 þús-
und á mánuði.
Hagnaður fýrirtækisins nam 96
milljónum króna á síðasta ári.
Hver króna sem honum var greidd
í laun skilaði hluthöfum 8 krónum
í hagnað. Arðsemi eiginfjár nam 4
prósentum. Ákveðið er að greiða
10% arð til hluthafa í ár.
Forstjóri
Einar Bene-
diktsson með 768
þúsund kr. í mán-
aðarlaun.
Hagnaður fyrirtækisins nam 91
milljón króna á síðasta ári. Hver
króna sem honum var greidd í
laun skilaði hluthöfum to krónum
í hagnað. Arðsemi eiginfjár nam 6
prósentum. Ákveðið er að greiða
10% arð til hluthafa í ár.
Einar Sveinsson
með 807 þúsund
kr. á mánuði.
Hagnaður af rekstri fýrirtækisins á
síðasta ári nam 195 milljónum
króna. Hver króna sem þeim var
greidd í laun skilaði hluthöfum
tæpum 11 krónum í hagnað. Arð-
semi eiginfjár nam 28 prósentum.
Ákveðið er að greiða 10% arð til
hluthafa í ár.
I
Grandi
+12 krónur
Forstjóri
Brynjólfur
Bjarnason með
735 þúsund kr. á
mánuði.
Hagnaður fýrirtækisins nam 108
milljónum króna. Hver króna sem
honum var greidd í laun skilaði
hluthöfum rúmlega 12 krónum í
hagnað. Arðsemi eiginfjár nam 7
prósentum. Ákveðið er að greiða
8% arð tU hluthafa í ár.
Hagnaður fýrirtækisins nam 198
milljónum króna á síðasta ári.
Hver króna sem honum var greidd
í laun skilaði hluthöfúm 20,5 krón-
um í hagnað. Arðsemi eiginfjár
nam 6 prósentum. Ákveðið er að
greiða 10% arð til hluthafa í ár.
Mmstöð 2
+25 krónur
Sjónvarpsstjóri
Páll Magnússon
með 500 þúsund
kr. á mánuði.
Hagnaður fýrirtækisins á síðasta
ári nam 154 milljónum króna. Hver
króna sem honum var greidd í
laun skilaði hluthöfum rúmlega 25
krónum í hagnað. Arðsemi eigin-
fjár 75 prósent. Hér skal tekið ffarn
að enginn arður er greiddur hlut-
höfum í ár þrátt fyrir þessa stöðu
þar sem eiginfjárhlutfall fyrirtækis-
ins er aðeins 15% eða hið lægsta af
þeim fýrirtækjum sem skoðuð
voru. Ákveðið er að greiða ekki arð
til hluthafa í ár.
I Eimskip
+28 krónur
Þormóður rammi
+18 krónur
Framkvæmdastjórar
Róbert Guðfinnsson með 250
þúsund kr. í mánaðarlaun.
Ólafur H. Marteinsson með 250
þúsund krónur í mánaðarlaun.
Hagnaður fýrirtækisins á síðasta
ári nam 113 milljónum króna. Hver
króna sem þeim var greidd í laun
skilaði hluthöfúm 18 krónum í
hagnað. Arðsemi eiginfjár 24,7
prósent. Ákveðið er að greiða 10%
arð til hluthafa í ár.
Forstjóri
Hörður Sigur-
gestsson með 1,1
milljón kr. í mán-
aðarlaun.
Hagnaður af rekstri fýrirtækisins
nam 368 milljónum kr. á síðasta
ári. Hver króna sem honum var
greidd í laun skilaði hluthöfum 28
krónum í hagnað. Arðsemi eigin-
fjár nam 9%. Ákveðið var að greiða
10% arð til hluthafa í ár. ©
$
Sjóvá-Almennar
+11 krónur
Framkvæmda-
stjórar
Ólafur B. Thors
með 747 þúsund
kr. á mánuði.
<§!&}
mmE, Olíufélagið
+20,5 krónur
Forstjóri
Geir Magnússon
með 843 þúsund
krónur á mánuði.
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
9