Eintak - 21.04.1994, Side 10
Vangaveltur hafa verið á lofti um hvort deilumar innan Alþýðuflokksins í kringum stofnun
Jafhaðarmannafélags íslands séu undanfari endanlegs uppgjörs milli
Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur eða aðeins stormur í vatnsglasi.
Styrmir Guðlaugsson tók púlsinn á umræðunni innan flokksins og heyrði þá fjölda samsæriskenninga
sem stuðningsmenn þeirra beggja hafa verið með í smíðum undanfarna daga og vikur.
Árum saman hafa íslendihgar
íylgst með hinu dramatíska sam-
spili Jóns Baldvins Hannibais-
sonar, formanns Alþýðuflokksins,
og Jóhönnu Sigurðardóttur, te-
lagsmálaráðherra. Pólitísku
starfi þeirra hefur oft verið
hressilegt hjónaband og s|||ý
milli þeirra sveiflast eins ogfi
því að líkjast faðmlogum shui-
lyndra hjóna í það að sundurl""
taki völdin að fullu. Ef þeii
líkingu er haldið áfram ma lír . ,
á að þau hafi skilið að borði og
sæng á síðasta ári þegar Jóhanna
sagði af sér varaformennsku í
flokknum. Nú er það spurningin
hvort lögskilnaður verði á flokks-
þinginu sem er framundan. ijBHIL
Fyrstu vísbendingar um að lil
tíðinda væri að draga í flol
mátti merkja þegar boðað
stofnunar Jafnaðarmannaf||||f*
lands, sem ætlunin er að
inngöngu í Alþýðufloltkin
Forkólfar félagsins ent
hópi stuðningsmanna J
eins og Ólína Þorvarðard
kjörinn var oddviti framk'
ráðs á stofnfundinum fyrir ýf
Lára V. Júlíusdóttir. Þeir
vantað hafi umræðuvettvang
flolcksins fyrir félagsleg máfeígl og
lífsnauðsynlegt væri fyrir hatrrí að
færast til vinstri.
Petrína Baldursdóttir,
ismaður, gagnrýndi hini
harðlega stofnun félagsins
grein og talaði þar fyrir mi
margra hægrikrata. Hún-
„Það sem hlýtur að vaka fýri
endum þessa félags er baklafti
Jóhönnu Sigurðardóttur
málaráðherra sem væntanli
ætla sér í formannsslag |
flokksþingi. Þetta er rnínjgf
öllu leyti.“ Frá því þessi gn
hefúr ekki sá dagur liðið í
arnir munnhöggvist á síð
blaðanna og eftirskjálffun:
seint að linna.
Þótt formaðurinn hafij
austur í Kína á meðan mesl
gengu yfir tókst honum
magna skjálftavirknina meí
skilja eftir nótu til floklcsi
innar með þeirri ósk að blás
til flokksþings í júni en ejf
eins og fremur hafði verið l>
Stuðningsmenn Jóhönnu li
túlkað það þannig að Jón
Baldvin vilji slá vopnin
úr höndum henni áður
en takist að herða þau.
Einn flokksmaður
sem rætt var við sagði að
viðbrögð formannsins
væru dæmigerð. Hann
sæi samsæriskenningar
gegn sér í hverju horni og
reyndi alltaf að vera fyrri til
að snúa málunum sér í hag.
Með því móti eyddi hann
miklum tíma og orku í að
berjast við vindmyllur eins og
riddarinn sjónumhryggi, Sá
hinn sami sagði ástæðuna vera þá
að í kringum hann væru sjálfskip-
aðir varðhundar sem sífellt væru í
skotgröfunum. Nefndi hann sér-
staklega nöfn Ámunda Ámunda-
sonar, framkvæmdastjóra Alþýðu-
blaðsins, og Birgis Dýrfjörð, þing-
krata, í því sambandi. „Þetta
jfáeinir óeirðaseggir. Ég er ekki
Utn að Jóni sé nein þægð í því
iþeir séu að liafa hátt og hann
r-nú að grípa í taumana.“ Því
er þó ekki þannig farið að stuðn-
ingsmenn Jóhönnu gelti ekki á
Íóti, eins og hinn almenni blaða-
>andi hefur getað fylgst með síð-
ustudaga. j
Samsæriskenningarnar hrannast
upp innan flokksins og greinilegt er
að flokksmenn búast við einhvers
konar uppgjöri á flokksþinginu.
Beinast sjónir flestra að því hvað
Jóhanna hyggist fyrir.
OfyrirJón
hanna óskaði eftir að þing-
ndur yrði haldinn á þriðju-
til að fjalla um ósk Jóns
Jvins um að flokksþingið verði
haldið í júní. Þá hafði Jón betur og
Ímnfærði alla nema hana um að
ýrja þyrftí snemma að undirbúa
psningabaráttuna. Mörg stór mál
iðu umfjöilunar og ef til haust-
kosninga ícæmi væri betra að
ilokksþingið væri afstaðið. Jóhanna
* ist ekki taka þessi rök gild og
s ði eftir að hann drægi ósk sína
!. flokksstjórnarinnar til baka.
p. hún á að vegna sveitastjórna-
inganna í vor gæfist ekki tími
5 klára málefnavinnuna fyrir
ð,
tt þingflokkurinn hafí sæst á
bendir margt til þess að
ftgvilji fremur kljást við Jó-
í suntar en haust. Samsæris-
,in er á þá leið að Jóhanna
með réttu eiga betri mögu-
.eika álað vinna sigur á Jóni í opnu
rófkjöri, sem hefð er fyrir hjá
ikknump Reykjavík, en í for-
annskjöri þar sem hún sækir
ning sián að verulegu leyti út
flokkinn. Æ fleiri búast við
LosnÍngum og því heíði hún
öguieika á að sigra hann í
,j£ri áður en til flokksþings
em myndi nánast tryggja
nhi formannsstólinn. Þetta
'Jolt á Jón að hafa séð út. Skýra
rýrgir reiði Jóhönnu út frá
þessarí kenningu.
| „Auðvitað er Jón bara
'§ hræddur,“ segir andstæð-
ingur hans innan flokksins
og fullyrðir að ósk hans um
að flokksþingið verði
haldið í júní sé hluti af
leikfléttu til að halda
völdum. Stuðnings-
maður hans telur
hins vegar að þessi
kenning gangi ekki
upp. „Heldur fólk að
Jóhanna þurfi einhvern
umþóttunartíma til að gera upp við
sig hvort hún býður sig fram gegn
Jóni? Allir flokksmenn þekkja Jó-
hönnu og henni nægði því að lýsa
yfir framboði á þinginu sjálfu.“
Sá sami sagði að honum þætti
rökrétt að Jóhanna byði sig fram
eftir þau orð sem hún lét falla þegar
hún sagði af sér varaformennsku í
flokknum á síðasta ári þess efnis að
flokkurinn hefði svikið hugsjónir
sínar, formaðurinn væri ósam-
starfshæfur og hún hefði séð eftir
að hafa ekki boðið sig fram gegn
Jóni á síðasta flokksþingi og látið
sverfa til stáls. „Jóhanna verður
annað hvort að bjóða sig fram gegn
honum eða hætta í pólitík,“ sagði
hann. „Ég ætla rétt að vona það,
þannig að flokksmenn fái að segja
sinn hug.“
Stuðningsmenn Jóns eru þó ekki
allir þessarar skoðunar. Sumir
þeirra benda á að þótt Jón færi með
sigur af hólmi þá gæti eftirleikurinn
orðið alvarlegur fyrir flokkinn. Eins
víst væri að Jóhanna segði sig úr
honum en hún dragi fylgi að
flokknum víðar að en flestir aðrir
forystumenn hans.
Bakland Jóhönnu gæti
verið kviksyndi
Þeir sem staðið hafa að stofnun
Jafnaðarmannafélagsins hafa lýst
yfir að markmiðið sé ekki að fella
Jón Baldvin úr formannsstólnum
og koma Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, félagsmálaráðherra að.
„Við erum ekki í persónulegri
herferð gegn Jóni Baldvin heldur
erum við með þessu að skapa for-
ystunni aðhald sem hana hefur
vantað og vekja upp málefnaum-
ræður í flokknum,“ sagði einn
helsti stuðningsmaður Jóhönnu.
„Umræðan í flokknum er orðin svo
JÓHANNA
SlGURÐARDÓTTIR
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
þykir ekki sækja mikinn
styrk til hins nýstofnaða
Jafnaðarmannafélags /s-
iands. „Ég hefá tilfinn-
ingunni að upphlaup
Ólínu og hinna Íþessu
félagi skaði Jóhönnu
frekar en hitt, “ segir mað-
ur sem þekkir vel til i
innsta kjarna flokksins.
Jón Baldvin Hannibalsson
FORMAÐUR AlÞÝÐUFLOKKSINS
er talinn njóta mun meira fylgis
innan Alþýðuflokksins en Jó-
hanna Sigurðardóttir, en hann
hleypir fáum að sér. „Jón er að
einangrast með nokkrum mönn-
um sem vaxa eins og illgœsi í
kringum hann þannig að það
kemst ekkert súrefni að honum, “
segir áhrifamaður i flokknum.
hægri sinnuð, tæknileg og leiðin-
leg.“
En hefur Jón þá eitthvað að ótt-
ast?
Flestir stuðningsmanna hans
svara þeirri spurningu neitandi.
„Jóhanna á ekki möguleika,“
sagði einn úr þingmannaliðinu. „Ef
það kemur til kosningar milli
þeirra verða úrslitin ekki tvísýn.“
Hann telur að Jón eigi vísan stuðn-
ing meirihluta þingmanna flokks-
ins. „En menn eru ekki farnir að
meta það kalt hvort þeirra þeir
myndu styðja ef það stæði frammi
fyrir því að þurfa að veija.“
Stuðningsmenn Jóns og þeir sem
teljast verða hlutlausir segja að fylgi
við Jóhönnu sé mjög takmarkað
innan flokksins. Fylgi sitt sæki hún
fremur til óflokksbundinna kjós-
enda.
Félagsmenn í Jafnaðarmannafé-
laginu, sem rætt var við, andmæla
því hins vegar að Jóhanna eigi ekki
raunhæfa möguleika gegn Jóni.
„Jóhanna á auðvitað betri mögu-
leika í formannsslag eftir stofnun
félagsins og hún er strax búin að
stíga ákveðið skref með því að ger-
ast stofnfélagi,“ sagði einn þeirra.
„Við erum sama sinnis og hún um
þá pólitík sem flokkurinn ætti að
standa fyrir og við erum búin að
hagræða stöðunni mjög vel.“ Með
þessum orðum er í rauninni verið
að viðurkenna að Petrína hafi að
nokkru leyti haft rétt fyrir sér með
baklandið fyrir Jóhönnu.
Um það eru skiptar skoðanir
hvort það komi til með að gagnast
henni. Stofnfélagarnir eru sann-
færðir en aðrir eru efins.
„Þetta fólk hefur gert sig að sjálf-
skipuðum málsverjendum Jó-
hönnu og mjög mörgum sárnar sí-
felldar ásakanir sem þetta fólk býr
til um svik við hugsjónirnar, sagði
einn hægrikratanna og hefur þess
vegna enga trú á að félagið muni
nýtast henni í valdabaráttu innan
flokksins.“
Krati sem teljast verður hlutlaus
sagði: „Ég hef á tilfmningunni að
upphlaup Ólínu og hinna í þessu
félagi skaði Jóhönnu frekar en hitt.
Ólína er mjög illa séð og þetta er
upp til hópa fólk sem heftir ekki
fittað inn í flokkinn og á erfitt með
mannleg samskipti.“
Sá hinn sami taldi líklegt að Jó-
hanna hefði gerst stofnfélagi í hugs-
unarleysi. „Hún var á leiðinni út
þegar Sigurður Pétursson kallaði
á hana og spurði hvort hún vildi
ekki skrifa undir sem stofnfélagi.
Hún gerði það hugsunarlaust. Þetta
félag er ekki neitt neitt, enda sýnir
10
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994