Eintak - 21.04.1994, Page 12
-EIIMTAHK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson
Augiýsingastjóri: Örn ísieifsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander,
Einar Örn Benediktsson, Friðrik Indriðason, Gerður Kristný, Guð-
bergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson, Jói
Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jóh Kaldal, Jón Magnússon, Júlí-
us Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfús-
dóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur
Þorsteinsson.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði.
Lénsherrar
I eintaki í dag er fjallað um launakjör forstjóra al-
menningshlutafélaga og samhengi þeirra við afkomu
fyrirtækjanna og ávöxtun hlutafjár. Það kemur í ljós,
sem ef til vill engan skyldi undra, að það er ekkert sam-
hengi þarna á milli. Launakjör forstjóra á íslandi ráðast
af einhverju allt öðru en árangri þeirra í starfi.
íslendingar virðast bera innra með sér einhvers konar
virðingarstiga sem þeir raða fólki í. Þannig er útgerðar-
maður settur í tröppu útgerðarmannsins og skiptir
engu þótt hann sé löngu búinn að reka fyrirtæki sitt í
þrot og sé í raun eignaminni en fátækasti daglaunamað-
ur. Svo framarlega sem hann heldur stöðu sinni sem út-
gerðarmaður fær hann að skammta sér þau laun sem
öllum finnst að útgerðarmenn eigi að hafa, búa í því
húsi sem útgerðarmenn eiga að búa og aka á þeim jeppa
sem hæfir útgerðarmanni. Jafnvel þótt hann sé búinn að
safna skuldum svo langt umfram eignir að með raun
réttri ætti hann að sitja bak við lás og slá.
Forstjórar stórra hlutafélaga eiga sér líka sína tröppu.
Laun þeirra ráðast frekar af sögulegri virðingu fyrirtæk-
isins heldur en árangri þeirra. Þrátt fyrir að fólk
hneykslist árlega á að menn sem reka fyrirtæki sín með
300 milljóna króna tapi fái tæpa milljón í mánaðarlaun
þá er það innst inni sátt við þetta. Það virðir forstjórana
fyrir launin þeirra og aðstöðu fremur en það meti þá út
frá árangri í starfi. Og þannig er það líka með eigendur
hlutafjárs í þessum félögum. Þeir huga ekki svo ýkja
mikið af árangri forstjóranna.
íslendingum er nefnilega tamt að líta á stöður for-
stjóra í atvinnulífmu á sama hátt og þeir líta á stöður
stjórnmálamanna og ráðherra, sem nokkurs konar lén.
Flestum íslendingum fannst það töff og nokkuð smart
þegar Davíð Oddsson þröngvaði í gegn byggingu ráð-
húss og Perlu þótt þá hafi átt að vera ljóst að efnahagur
borgarinnar stóð ekki undir því. Þrátt fyrir að þeir dáist
ekki að ráðningum krataráðherranna á vinum sínum og
félögum í mikilvægar stöður þá virða íslendingar ráð-
herrana fyrir að komast upp með þetta. Og þrátt fyrir að
einhverjir fussi yfir því úti í horni að Fförður Sigurgests-
son skuli hafa eignast um 350 þúsund króna hlutafé í
Eimskip á hverjum mánuði frá því hann tók við störfum
þá bugta þeir sig ósjálfrátt ef þeir rekast á hann á dimm-
um matsölustað.
Ef til vill má rekja virðingu íslendinga fyrir valdinu til
þess að þeir hafa aldrei þurft að varpa af sér útlendu
valdi. Þrátt fyrir að þeir hafi tuðað undan yfirráðum
Dana á sínum tíma þá fóru Danir ekki þess vegna. Þeir
gáfust upp af öðrum ástæðum og íslendingar eignuðust
sjálfstæði við aðrar aðstæður.
Þess vegna finnst íslendingum enn að vald hljóti að
koma frá æðri máttarvöldum, jafnvel guði, þótt aðrar
þjóðir sem halda enn sinn kóng eða drottningu hafi
kastað þeirri trú. Þeim finnst enn að þeir sem hafa kom-
ið sér fyrir í valdastöðu eigi að hafa það gott — ekki
vegna þess að eitthvert gagn sé af þeim heldur vegna
þess að þeir eru í valdastöðunum. Það er ekki almenn-
ings né kjósenda né eigenda sparifjárs í formi hlutabréfa
að breyta því. O
Ritstjórn og skrifstofur
Vatnsstíg 4,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
HUN SEQIR
HANN SEQIR
Bœttur skaði
Glœpamönnum
ber að refsa
Ástandið í fangelsismálum
þjóðarinnar er vægast sagt bág-
borið. Fólk þarf að bíða mánuð-
um saman eftir að dómi yfir því sé
fullnægt og er því næst boðið upp
á að sitja af sér dóm í gamla fang-
elsinu á Skólavörðustíg sem ekki
er mönnum bjóðandi. Nýlega var
samþykkt sem lög frá Alþingi
frumvarp um samfélagsþjónustu
sem kæmi í stað stuttra fangelsis-
dóma fyrir minniháttar brot.
Þessu frumvarpi ber að fagna og
vert að taka fram að hér er um að
ræða aukna fjölbreytni í afþlánun
minniháttar brota, ekki þeim
stærri. Það er nú einu sinni svo að
þeir sem fremja minniháttar brot
gegn lögum samfélagsins hafa í
flestum tilfellum misstigið sig lítil-
lega, skilja eðli rangsleitni sinnar
og eru tilbúnir til að bæta fyrir
brot sitt. Niðurlægjandi fangavist
gerir þessum einstaklingum fátt
annað en að brjóta þá niður and-
lega og gera að verri mönnum.
Brot gegn lögum samfélagsins
íþyngja oft á tíðum buddu skatt-
borgaranna. Fangelsisvist er oft
dýrasti kosturinn þegar ákvarða á
refsingu. Efnahagsleg rök hníga í
þá átt að það spari þjóðfélaginu
umtalsverðar upphæðir að láta
brotlega einstaklinga gjalda fyrir
með vinnuframlagi. Það er líka ofi
réttlátara, heldur en fjársektir, því
greiðslugeta manna er misjöfn.
Reyndar fmnst mér að frumvarpið
mætti ganga lengra og tengja sam-
félagsþjónustuna eðli brotsins. Á
þann hátt mætti líka tengja viður-
lög beint ákveðnum brotum sem
vægar sektir eru við nú um stund-
ir. Þeir sem fremja náttúruspjöll
gætu því t.d. unnið við land-
græðslu, ökufantar á slysavakt og
svo framvegis. Æskilegt væri að
slíkri samfélagsþjónustu fylgdi
fræðsla sem gerði hinn brotlega
meðvitaðri um afleiðingar brots-
ins og kæmi þannig í veg fyrir
endurtekningu.
Flest afbrot sem framin eru hér
á landi eru sem betur fer smávægi-
leg og oftast í auðgunarskyni. Þau
eru því sem sniðin til þess að bætt
sé fyrir þau með samfélagsþjón-
ustu. Við framkvæmd slíkra
ákvæða verður gætt að því að
refsiþolar gangi ekki í annarra
verk og stuðli þannig að auknu at-
vinnuleysi eins og málum er nú
háttað. Þeir
birtist sem
aukageta við
verkefni og
þjónustu, hjá
opinberum
stofnunum eða
stofnunum
sem njóta op-
inberra styrkja,
sem að öðrum
kosti yrði ekki
ráðist í. Þeim
sem láta blind-
ast af gróðafíkn
og láta leikregl-
ur samfélagsins
lönd og leið er
líka hollt að kynnast fyrirhöfn
venjulegs, heiðarlegs fólks við að
afla sér lífsviðurværis.
Það er því miður alltof ríkjandi
hugsunarháttur meðal íslendinga,
að refsing sé hefnd samfélagsins. í
siðmenntuðum heimi er refsing ill
nauðsyn vegna þess að við þekkj-
um enga betri lausn í alvarlegum
málum til að tryggja öryggi okkar.
Endurgjald í alvarlegum brotum
þar sem líf og heill manna er í veði
er óhugsandi, þar eru því miður
önnur úrræði, en samfélagsþjón-
usta, nauðsynleg. Smærri brot
gefa okkur möguleika á því að gefa
fólki tækifæri til að greiða her-
kostnað af broti sínu með þeim
hætti að það verði því til aukins
þroska. ©
Maðurinn
hefur frá örófi
alda haft í gildi
óskráðan sátt-
mála, sem bygg-
ist á nokkrum
grundvallar-
reglum. I sjálfu
sér eru þessar
reglur ekki
fjarri þeim lög-
um, sem dýrin
í Hálsaskógi
bundust: „Ekk-
ert dýr má
borða annað
dýr. Ekkert dýr
má taka mat frá
öðrum dýrum. Öll dýrin í skógin-
um eiga að vera vinir.“ Með öðr-
um orðum eiga allir menn rétt til
lífs og eigna og eru jafnframt
skuldbundnir til þess að sýna öðr-
um umburðarlyndi og tillitssemi.
En hvað á að gera þegar menn
brjóta lögin? Fæstir glæpamenn
sjá að sér með sama hætti og
Mikki refur. Langlífust hefur sú
kenning verið, að goldið skuli fyr-
ir auga með auga og svo framveg-
is. Þar að baki ríkja tvenn sjónar-
mið, annars vegar hið hreina lög-
mál hefndarinnar og hins vegar
það sjónarmið að þeir menn sem
rjúfi sáttmála manna skuli ekki
njóta hans. Þannig var til forna lit-
ið svo á, að morðingjar hefðu með
verknaði sínum sjálfir dæmt sig til
Samfélagsþjónusta
1 stað refsivistar
skógargangs. Snemma þótti
mönnum þó þægilegra að grípa til
staðlaðs hegningarkerfís fremur
en að hver fengi refsingu sem
hæfði hverjum glæp. í kjölfar
upplýsingarinnar sigldu þær hug-
myndir að í stað þess að hegna
glæpamönnum ættu yfirvöld
fremur að reyna að betra þá. Á
þessari öld hafa hugmyndir af
þessum toga verið nær alls ráð-
andi á Vesturlöndum, ekki síst í
norðanverðri Evrópu, en árangur-
inn hefur látið á sér standa.
Þrátt fyrir þá fallegu hugsun,
sem þarna býr að baki, eru engin
rök, sem hniga að því, að unnt sé
að betra glæpamenn. Langflestir
tugthúslima eru síbrotamenn og
eiga flestir við áfengisvanda að
stríða að auki. Það er unnt að að-
stoða glæpamenn við að sigra
Bakkus, en það er því miður ekki
hægt að lækna glæpahneigð, sé
hún á annað borð til sem einangr-
að fyrirbæri.
Nú stendur til að láta þá glæpa-
menn, sem dæmdir eru fyrir „létt-
væg“ brot og eru taldir ólíklegir til
þess að vera samborgurum sínum
hættulegir, taka út einhverskonar
„samfélagsþjónustu“ í stað refsi-
vistar. Þetta á í senn að létta álagi
af fangelsum og vera mannbæt-
andi fyr'r glæpamennina. Þetta
finnst mér fráleitt. Af hverju ekki
að stíga skrefið til fulls og dæma
þessa gaura til þess að hlusta á
væna ofanígjöf fyrir yfirsjónina og
láta þá svo sitja í þar til gerðum
skammarkrók í eins og kortér?
Dómar eiga að ráðast af brotum
sakborninga en ekki því hvort
Hraunið er þétt setið þennan dag-
inn eða hinn. Hvað betrunina
varðar leyfí ég mér að efast um að
vanur ávísanafalsari snúi af villu
síns vegar við það eitt að gróður-
setja tré í nokkrar vikur.
Það er full ástæða til þess að láta
fjársvikara og aðra glæpamenn í
„léttvæga" flokknum sæta ábyrgð
gerða sinna. Glæpamenn eiga að
ganga að því vísu að afbrot kosti
frelsissviptingu. Sumir hafa bent á
að fangelsun sé dýr kostur fyrir
þjóðfélagið í beinhörðum pening-
um talið. En fyrst glæpamenn eru
jafnan dæmdir til þess að greiða
sakarkostnað, hví skyldu þeir ekki
einnig skikkaðir til þess að greiða
fyrir uppihald sitt innan múra? ©
12
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
'1