Eintak - 21.04.1994, Síða 15
Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari
fær beiðni Sævars til sín en hann stjórnaði rannsókn Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálanna. Samkvæmt lögum á hann íkrafti emb-
ættis síns að leggja tillögur fyrir hæstarétt um hvernig taka skuli
á beiðninni. Það þýðir í raun að hann á að fjalla um eigin fram-
göngu við stjórn rannsóknarinnar.
Sævar M. Ciesielski
hyggst leggja fram formlega beiðni um %ð Guð-
nundar- og Geirfinnsmálin verði endurupptekin fyrir
hæstarétti.
rangar þá hlýtur þeim að vera akk-
ur í að fá sig hreinsaða af áburðin-
um og hafa rétt á því. Það er því
varla hægt að líta framhjá því sem
hann segir, sama hvernig á málið er
litið.
Og það eru fleiri fullyrðingar
sem hæstiréttur getur vart litið
framhjá.
Brotið á rétti
sakborninga til að
hitta verjendur sína
og fangaprestinn
1 viðtali við EINTAK 10. mars síð-
astliðinn sagði Jón Oddsson
hæstaréttarlögmaður, verjandi
Sævars, frá því að ýmis gögn hefðu
verið tekin út úr möppunum sem
geymdu málsskjölin áður en málið
fór fyrir dóm sem er skýlaust lög-
brot. Þessi gögn komu því aldrei
fyrir dómendur og því ekki hægt að
svara þeirri spurningu hvort þau
varpi nýju ljósi á rannsóknina. En
það er eitt af þeim atriðum sem
hæstiréttur verður að taka tillit til
við umfjöllun um beiðni Sævars.
Jón benti á fleira. „Það sem sló
okkur verjendurna fyrst þegar
rannsókn Geirfinnsmálsins fór í
gang var að það var sett samskipta-
bann á milli verjenda og sakborn-
inga. Örn Höskuldsson, rann-
sóknardómari í málinu, fór þannig
ekki að settum lögum.“ Jón er
raunar þeirrar skoðunar að allur
málatilbúnaðurinn hafi verið með
þeim hætti að taka ætti upp málið
aftur.
Þá er haft eftir séra Jóni Bjarm-
an, þáverandi fangapresti, í bók
Þorsteins Antonssonar, Áminnt-
ur um sannsögli, að sakborningum
hafi verið neitað um að hitta hann.
Það mun hafa gerst eftir að séra Jón
fór fram á það við dómsmálaráðu-
neytið að það léti kanna hvort sak-
borningarnir væru beittir harðræði
við rannsóknina. I 70. grein IX.
kafla um gæsluvarðhald og aðra
gæslu sökunauta segir hins vegar:
„Rétt er að verða við óskum gæslu-
fanga um að hafa samband við
lækni og prest, ef þess er kostur.“
Hæstiréttur taldi
rannsóknina gallaða
en ekki nógu gallaða
Þótt hæstiréttur hafi hafnað því
að játningarnar hafi verið þvingað-
ar fram gerði hann þó nokkrar at-
hugasemdir við rannsókn málsins í
dómi sínum. Þar segir meðal ann-
ars að í fáein skipti verði ekki séð að
þess hafi verið gætt að benda sök-
uðum manni, sem yfirheyrður var
fyrir rannsóknarlögreglu, á ákvæði
1. málsgreinar 40. greinar laga um
meðferð opinberra mála. Þar er
kveðið á um að benda eigi sökuð-
um manni á þann rétt sinn að hon-
um sé óskylt að svara spurningum
sem varða beinlínis brot það sem
hann er grunaður um, en um leið á
að upplýsa hann um að þögn hans
geti verið túlkuð honum í óhag.
Þess er getið að borið hafi við að yf-
irheyrsla hafi staðið samfellt lengur
en sex klukkustundir en 40. greinin
bannar það. Þá er sagt að stöku
sinnum hafi ekki verið kvaddir til
réttargæslumenn eða verjendur við
yfirheyrslu þar sem slíkt hefði verið
rétt. Loks er talað um að það hafí
verið ámælisvert að fangavörður
laust Sævar kinnhest við yfir-
heyrslu.
Þessi atriði, ein og sér, nægðu
ekki til að vefengja rannsóknina í
heild.
Nú má hins vegar færa rök fyrir
því að nægjanlegar forsendur séu
fyrir hendi til að taka rannsókn
Guðmundar- og Geirfmnsmálanna
til gaumgæfilegrar athugunar.
Frásögn Hlyns Þórs Magnússon-
ar, fyrrverandi fangavarðar, vegur
þar kannski þyngst. Ef hann hefði
verið kallaður til vitnis þegar harð-
ræðisrannsóknin fór fram hefði
síður verið hægt að lita framhjá
fullyrðingum annarra fangavarða.
Þá hefur Jón Oddsson, hæsta-
réttarlögmaður, bent á ýmis atriði
við rannsóknina sem stönguðust
klárlega á við lög. Fjölmargir aðrir
hafa lýst yfír efasemdum sínum og
telja að dæmt hafi verið af vanefn-
um.
Það er því ástæða til að fýlgjast
vel með hvernig hæstiréttur tekur á
beiðni Sævars Ciesielskis um end-
málsins. ©
MMTUDAGUR 21. APRÍL 1994
15