Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 21.04.1994, Qupperneq 23

Eintak - 21.04.1994, Qupperneq 23
orðið stabíll. Hann fór til sjós og sigldi til Am- eríku og Rússlands eftir að hann hætti í Frökkunum. Hann hafði alltaf bassann um borð og lék með hljómsveitinni Vasco de Gama jiegar hann kom til Boston. Nafn: Bubbi Morthens söngur Aldur: 38 ára Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskapar- staða:Giftur og á tvö böm Hljómsveitarfer- ill: Utangarðsmenn, Egó, Das Kapital, MX 2f, Bubbi og Lamamir og GCD. Menntun: Bamaskólanám Hvað varð um hann? Bubbi hefur verið mjög áberandi í íslensku tónlistar- lífi undanfama áratugi og þess til vitnis er að ævisaga hans hefur þegar verið skrifuð þótt ekki hafi hann enn náð fertugsaldri. Bubbi starfar sóló núna og fyrir síðustu jól kom út eftir hann diskurinn „Líftð er Ijúff. Nafn: Jóhann „Jói Motörhead" Richards trommur Aldur: 32 ára Atvinna: Dyravörður Hjúskaparstaða: Sambúð Hljómsveitarfer- ill: Flames From Hell, Egó og Infemo 5. Menntun: „No commenf Hvað hefur orðið um hann? Var böstaður fyrir að smygla sým og var lengi á Hrauninu. Hann hefur stundað heiðartegri viðskipti eftir að hann losnaði úr fangelsi. Nafn: Ragnar Sigurðsson gitar Aldur:37 ára Hjúskaparstaða: Einhleypur Hljómsveitarferiil: Námsfúsa Fjóla og Egó Hvað varð um hann? Fór illa út úr sukkinu og býr nú í Danmörku. FRIÐRYK Hljómsveitin Friðryk var starfandi í þrjú ár og gaf út eina plötu sem var samnefnd hljómsveitinni að sögn ur flögruðu um salinn, sem var mettaður blóðlykt og duffi úr slökkviliðstæki, en það var notað til að kæfa eldinn i einum liðsmanna sem kveikt hafði verið í á sviðinu. Dómsdagsstemmning og djöfla- dýrkun var allsráðandi í gjörningum Bruna BB en meirihluti tónlistarinn- ar var spilaður af teipi. Nafn: Finnbogi Pétursson gitar Aldur: 34 ára Atvinna: Myndlistarmaður Hjúskaparstaða: Sambúð, fjögur böm. Hljómsveitarferill: Bruni BB Menntun: Myndlista- og handíðaskóli íslands og Jan vaan Eyck í Ma- astricht. Hvað varð um hann? Fór út í nám í 2 ár. Galdrar fram grafík úr Paint boxinu á Stöð tvö ásamt því sem hann gerir óvenju- lega hljóðskúlptúra sem vakið hafa athygli víða um heim. Finnbogi hlaut Menningarverð- laun DV fyrir myndlist fyrr á þessu ári. Nafn: Hörður Bragason hljómborð Aldur: 35 ára Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskapar- staða: Giftur og á tvö böm Hljómsveitarfer- ill: Bruni BB, Oxsmá og Júpíters. Menntun: Myndlistamám frá MHÍ Hvað varð um hann? Fékk að klára myndlistamámið án umsagnar þó eftir að hafa verið rekinn úr skólanum fyrir framgönguna í Bmna BB. Svo hefur hann verið að eignast böm, liggja í leti og spila í hljómsveitum. Fyrir skömmu fékk hann svo 800 króna rukkun fyrir brot á lögum um dýra- garða, 14 ámm eftir brotið. Nafn: Ámundi Sigurðsson sðngur Aldur: 34 ára Atvinna: Grafískur hönnuður Hjúskapar- staða: Sambúð, fjögur böm Hljómsveitar- ferill: Bruni BB Menntun: Lærði grafíska hönnun í Kanada. Hvað varð um hann? Ámundi hefur gert það gott sem hönnuður og hefur gert fjölmörg plötuumslög. Hann hefur unnið á Stöð 2 og hóf nýlega störf á auglýs- ingastofunni Góðu fólki. Nafn: Ómar Stefánsson trommur Aldur:37 ára Atvinna: Myndlistarmaður Hjúskapar- Hvað varð um hann? Bjöm reynir að mála eitthvað fallegt sem hann getur selt sakleys- ingjum og hefur starfað víða um Evrópu. Nafn: Helgi Skjalbaka Friðjónsson söngur Aldur: 34 ára Atvinna: Myndlistarmaður og húsfaðir Hjúskaparstaða: Sambúð og á tvö böm Hljómsveitarferill: Bruni BB Menntun: MHÍ, Jan vaan Eyck í Maastricht, er nú í Finn- landi sem heimavinnandi húsfaðir. Hvað varð um hann? Þekktur fyrir gjöminga sína og sérstaklega þar sem hann stóð berstrípað- ur við Fríkirkjuveg 11 með bundið fyrir augun. Nú er hann í Finnlandi þar sem hann vinnur sem heimavinnandi húsfaðir þar eð kona hans er í námi. Þegar Bubbi hætti í Utangarðs- mönnum var sprenging í bransan- um og liðsmenn hljómsveitarinnar vönduðu ekki hverjum öðrum kveðjurnar í fjölmiðlum. Bubbi hef- ur verið ókrýndur konungur íslensks tónlistarlífs síðan en yngri pönkarar gáfú skít í hann og sögðu hann hafa gengið auglýsingamennskunni á hönd. Margir voru þeirrar skoðunar að Bubbi væri orðin að blindri poppstjörnu sem hefði svikið fýrr- um félaga sína á eigin egóflippi. Til að taka skrefið til fulls kallaði Bubbi bandið sitt Egó og nýir og óþekktir menn skipuðu hljómsveitina með honum, þótt Jói Motorhead trymbill hafi fljótfega hefst úr lestinni. I Rokk í Reykjavík koma greinilega ffam pelsínugulir á litinn, ekki ósvipaðir litnum á vinnugöllum borgarstarfs- manna. Það var ekkert við þessu að gera og við urðum að halda okkar striki. Menn gerðu óspart gys að okkur og vinur minn Jakob Magn- ússon hefur oft hótað að nota þetta sem atriði í kvikmynd. Félagarnir úr Friðryki hafa haldið sambandinu í gegnum árin og í næstu viku byrja ég að taka upp nýja plötu með Pálma og hljómsveitinni Mannakorn.11 Nafn: Pétur Hjaltested hijómborð, söngur Aldur: 38 ára Menntun: Tónmenntakennari Atvinna: Tónlistarmaður, útsetjari og upp- tökustjóri Hjúskaparstétt: Giftur og á þrjú böm Hljómsveitarferill: Birta, Borgís ,Parad- ís, Póker, Eik, Haukar, Friðryk, Hijómsveit Gunnars Þórðarsonar, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar. Hvað varð um hann? Pétur hefur verið í ýmsum böndum og spilað í söngva- keppnum sjónvarpsins ásamt því sem hann útsetur og stjómar upptökum á verkum ann- arra tónlistarmanna. Nafn: Pálmi Gunnarsson bassi, söngur Ald- ur: 43 ára Menntun: Sjálfmenntaður At- vinna: Tónlistarmaður Hjúskaparstétt: Frá- skilinn og á þrjú böm Hljómsveitarfer- ilhHljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Leik- húskjallarinn, Djassband Guðmundar Ingólfs- sonar, Lfsa, Mannakom, Blúskompaníið, Brunaliðið, Friðryk, Celsíus, Póker, Mánar og ótal minni verkefni. Hvað varð um hann? Pálmi var atkvæðamikill í söngvakeppnum á síðasta áratug og var fyrsti fulltrúi okkar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með lagið Gleðibankinn. Veiðimennskan á hug Pálma og hefur hann verið leiðsögumað- ur fyrir laxveiðimenn og stjómaði gerð þáttar- ins Sporðaköst sem sýndur er á Stöð 2. Nafn: Tryggvi J. Hubner gitar Aldur: 37 ára Menntun: Tónlistarkennari, gítamám á Spáni Atvinna: Tónlistarmaður og tónlistarkennari í Garðabæ, rekur Gítarskóla Islands. Hjúskap- arstétt: Sambúð, eitt bam HIjómsveitarferill: Mátturinn og dýrðin (- besta bandið sem hann hefur spilað með), Stofnþel, Kabarett, Eik, Haukar (39. maðurinn sem gekk í hljómsveitina), Rokksveit Rúnars Júlíussonar, Friðryk, Kúbuband Bubba Mort- hens og freelance eftir það. Hvað varð um hann? Tryggvi er atvinnutónlistarmaður og tónlistarkennari. Nafn: Sigurður Karisson trommur Hljóm- sveitarferill: Svanfríður, Change, Póker, Cel- síus, Friðryk, o.fl. Hvað varð um hann? Sig- urður var einn besti trommuleikari lands- ins en hefur nú búið til krossa úr kjuðunum. Hann frels- , aðist til Jesúm Krists og bjó um tíma á Hellu, en sást síðast við gluggaþvott á Laugaveginum. Nafn: Björgvin Gislason gitar Aldur: 42 ára Mennt- un: Gagnfræðingur At- vinna: Tónlistarmaður Hjú- skaparstétt: Giftur, þrjú böm Hljómsveitarferill: Zoo, Pops, Náttúra, Pelican, Paradís, Póker, Islensk kjötsúpa, Friðryk, Deild 1, Frakkamir, Þrírá palli, Gömlu brýn- in, KK band, Hljómsveit Stefáns B, Náttúra. Hvað varð um hann? Björg- vin er ódrepandi gítarieikari og hefur enn atvinnu af spilamennskunni. staða: Sambúð, eitt bam Hljómsveitarferill: Bruni BB, Sköllótta tromman og Infemo 5. Menntun: Myndlistarskólinn og myndlistar- nám í Berlín. Hvað varð um hann?Starfar við myndlist og leikur með hljómsveitinni In- femo 5. Nafn: Sigurður Ingólfsson gitar Aidur: 33 ára Atvinna: Vinnur við fiskfyrirtæki í Rússlandi. Hjúskaparstaða: Ógiftur, fáein böm. HljómsveitarferilhFreddy and the Fighters, Bruni BB Menntun: BA í bókmenntum frá Frakklandi og var kominn langleiðina í mast- erinn. Hvað varð um hann? Sigurður hefur leitað fanga viða og meðal annars þrammað með erlenda túrista um hálendi landsins. Hann er í stjómunarstöðu hjá fiskverkunarfyr- irtæki á Kamchatkaskaga i Rússlandi. Nafn Kristján E. Karisson söngur Aldur: 35 ára Atvinna: Grafískur hönnuður Hjúskapar- staða: Sambúð og eitt bam Hljómsveitarfer- ill: Bruni BB Menntun: Myndlistarskóla- menntun Hvað varð af honum? Kristján starfrækti auglýsingastofuna Kátu maskínuna um tíma, fór siðan í framhaldsnám til Bertinar og vann þar á auglýsingastofu. Heimkominn stofnaði hann auglýsingastofuna Kraftaverk. Hann hefur fengist við alls kyns hönnun, sá meðal annats um hönnun Stuðmannabókar- innar. Nafn: Bjöm Roth bassi Aldur: 32 ára At- vinna: Myndlistarmaður Hjúskapar- staða:Sambúð og á þrjú böm Hljómsveitar- ferill: Freddy and the Rghters og Bruni BB MenntumReiðkennari og nám við MHf andstæður í hugmyndafræðinni sem Bubbi stóð fyirir annars vegar og Q4U og Fræbblarnir hins vegar. Bubbi hélt tryggð við marxíska hug- myndafræði en Q4U og Fræbblarnir gáfu skít í alla verkalýðspólitík. Egó baðaði sig í frægðaljómanum næstu árin og Þorleifur Guðjónsson bassaleikari man vel eftir því. „Við ferðuðumst um í 40 manna rútu og horfðum á vídeó. Þegar við spiluðum með Human League í Laugardalshöllinni komu þau bara á litlum sendiferðabíl. Við fengum rosa kikk út úr því,“ segir hann. Nafn: Bergþór Morthens gítar Aldur: 34 ára Atvinna: Tónlistarmaður Hjúskaparstaða: í sambúð og á fjögur böm Hljómsveitarferill: Sahara sem var skólahljómsveit á Lauga- vatni, Org í A, Egó, Óvænt ánægja, GCD og Rask. Menntun: Gagnfræðapróf Hvað varð um hann?Bergþór starfaði sem lausamaður við hitt og þetta síðan hann hætti í Egóinu og meðal annars við smíðar í Smíðagallerii og við hljóðstjóm á Stöð 2. Nú starfar hann sem gitarteikari í hljómsveitinni Rask. Nafn: Þorleifur Guðjónsson bassi Aldur: 37 ára Atvinna: Tónlistarmaður og rafvirki Hjú- skaparstaða: Ógiftur og á böm Hljómsveit- arferill: Fjórir litfir sendlingar, Egó, Frakkam- ir, MX 21, Strákamir, Grinders og KK-band. Menntun: Rafvirkjamenntun Hvað varð um hann? Þorfeifur segist hafa eignast böm og Péturs Hjalte- sted hljómborðs- leikara. „Við vor- um kallaðir gula- bandið í bransan- um, segir hann. „Þannig lá í mál- inu að vinur Pálma Gunnarssonar (lutti inn sólbrúnkutöflur sem hétu Oro- bronze og Pálmi fékk hann til að styrkja hljómsveitina. Við fórum með birgðir af þessum töflum sem innihéldu litarefni úr gulrótum í æf- ingabúðir á Snæfellsnes. Mórallinn í bandinu var þannig að ef við ætluð- um að gera eitthvað þá vildum við gera það almennilega og það átti að sjálfsögðu einnig við þegar við ætl- uðum að gerast brúnir. Við vorum á Snæfellsnesi í einangrun í hálfan mánuð og bruddum töflurnar hver í kapp við annan. Eina liðið sem við hittum á þess- um tíma voru einstaka veðurbarinn bóndi í sveitinni og í samanburðin- um við þá fannst okkur við hafa mjög heilbrigt útlit. Á leiðinni í bæ- inn eftir úthaldið springur síðan á bílnum hjá okkur og þá hittum við fyrsta hvita manninn eins og við höfúm sagt þegar við erum að rifja upp þessa reynslu. Þá loksins kveikt- um við á perunni og litum hver á annan. Við vorum allir orðnir ap- FRÆBBBLARNIR „Fræbblamir féllu ekki að þeirri ímynd sem félagsfræðingar sköpuðu af pönkurum," segir Stefán Guð- jónsson fyrrum trommari hljóm- sveitarinnar. „Ég veit ekki til þess að svoleiðis pönkarar séu til nema í bók- um. Við fífluðumst mikið á tónleik- um og stóðum fýrir ýmsum skemmtilegum uppákomum. Eitt sinn verðlaunuðum við okkur með súkkulaðiplötu eftir að við fengum gullplötu og buðum blaðamönnum til hófs á Borginni. Einn kunningi minn stakk að vísu upp á að halda kynninguna á afviknum stað og lauma einhverri leysandi olíu í drykkina sem þessir gammar eru al- taf að sækjast eftir á svona kynning- um. Hann ætlaði varla að þora að borða súkkulaðið því hann grunaði okkur um að hafa laumað eitri í það. Það var hins vegar allt í lagi með súkkulaðið og allar plöturnar voru étnar á staðnum." Fræbbblarnir þvældumst um landið og spiluðu víða á tónleikum en hróður hljómsveitarinnar barst einnig til Noregs og þangað fóru þeir í minnistætt hljómleikaferðalag. „Við vorum að spila í Osló og góð stemmning var á tónleikunum þangað til við tileinkuðum eitt lagið bandarísku hljómsveitinni Ramo- nes. Þá gjörbreyttist stemmningin og andaði mjög köldu frá áhorfendum það sem eftir var kvöldsins. Þarna fattaði maður hvað miklar taglhnýt- ingar geta fýlgt bæði listinni og ýms- um pólitískum stefúum. Ramones höfðu spilað í Osló nokkru áður og fengu vinstrisinnuðu pönkarana upp á móti sér með því að tileinka nokkur lög lögreglunni í New York. Þessir pönkarar í Osló voru uppfull- ir af menntaðari kvenrembuþvælu þótt þeir væru ómenntaðir sjálfir og biðu eftir okkur fýrir utan staðinn að hljómleikunum loknum og hótuðu að drepa okkur. Steinþór heitinn sem kynnti lagið sá fýrir því að þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Það var íturvaxin valkyrja sem fór fýrir hópnum og sveiflaði keðju vígalega í kringum sig. Steinþór reif af henni keðjuna og öskraði gífurlegu stríðs- öskri og sundraði hópnum. Við rétt sluppum með skrámur upp í leigubíl en rótarinn okkar kom haltur úr þessum átökum.“ Nafn: Valgarður Guðjónsson söngur Aldur: 35 ára Menntun: Stúdentspróf og sjálf- mennntaður í tölvufræðum Atvinna: Einyrki með hugbúnaðarþjónustu Valgarðs Gunnars- sonar Hjúskaparstétt: Giftur, þrjú börn Hljómsveitarferill: Fræbbblarnir, Fitlarinn á bakinu, Dónar svo blár, Mamma var rússi, Glott. Hvað varð um hann? Valgarður sökkti sér í tölvuheiminn og vann hjá Verk- og hug- búnaðarþjónustunni i 10 ár. Hann stofnaði síðan eigið fyrirtæki og syngur einnig með hljómsveítinni Glott. Nafn: Stefán K. Guðjónsson trommur Aldur: 35 ára Menntun: í sagnfræði í HÍ Atvinna: Nemi Hjúskaparstétt: Sambúð, eitt barn Hljómsveitarferill: Fræbbblarnir, Vá, Kvöl nágrannans, Glott. Hvað varð um hann? Stefán hefur unnið ýmis störf til sjós og lands en flúði aftur í aldir í sagnfræði i Háskólanum þegar atvinnulífi þjóðarinnar fór hrakandi. Hann er trommuleikari hljómsveitarinnar Glott. Nafn: Steinþór Stefánsson bass/Hljómsveit- arferill: Fræbbblarnir, Q4U, Vá, Kvöl ná- grannans. Hvað varð um hann? Steinþór varð úti fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið að skemmta sér. Hann var fráskilinn en lét eftirsig einn son. Nafn: Tryggvi Þór Tryggvason gítar Aldur: 28 ára Menntun: Er í öldungadeild MH At- vinna: Ekki að vinna Hjúskaparstétt: Ein- hleypur Hljómsveitarferill: Fræbblarnir, F8, Mamma var rússi, Fitlarinn á bakinu. Hvað varð um hann? Tryggvi vann lengi hjá Securitas og stundaði svepparækt um tíma. Nafn: Kristinn Steingrímsson gitarMúur: 36 ára Menntun: Vélstjórapróf Atvinna: Vél- stjóri á vélaverkstæði Hjúskaparstétt: Giftur og á þrjú böm Hljómsveitarferiii: Fræbb- blarnir, Glott Hvað varð um hann? Kristinn tók sér góða pásu eftir að Fræbbblamir hættu og hefur starfað sem vélstjóri til sjós og lands síðan. Hann hefur nú dustað rykið af gítam- um aftur og spilar skallapönk með Stebba og Valla í hljómsveitinni Glott. GRÝLURNAR „Ragga þefaði mig uppi í gegnum strák sem leigði hjá henni og fékk mig til að spila í bamaskólanum þar sem hún kenndi, segir Inga Rún Páimadóttir, gítarleikari Grýlanna. „Svo bað hún mig um að vera með í kvennahljómsveit. Ég játti því til að sjá ekki eftir því síðar. Við æfðum okkur ekki mikið og höfðum aðeins æft í viku þegar við komum fyrst fram. Mér fannst gott hjá Röggu að stofna kvennahljómsveit. Erum við ekki frægasta kvennahljómsveit á !s- landi enn sem komið er? Mér fannst alskemmtilegast þegar við gerðum kvikmyndina Með allt á hreinu. Þar lærði maður að vera allt- af jákvæður og vera ekki með nein leiðindi. Grýlurnar leystust upp þegar Her- dís hætti. Við ætluðum að fá annan bassaleikara en svo hafði Ragga allt í einu tengst Jakobi svo mikið að við hættum endanlega. Áður höfðum við náð að leika í Los Angeles og á Norðurlöndunum. Ég myndi ekki slá hendinni á móti því að leika með hljómsveit eins og Grýlunum ef Ragga hringdi í mig aftur.“ Nafn: Herdís Hallvarðsdóttir bassi Aldur: 38 ára Atvinna: Húsmóðir og tónlistarmaður Hjúskaparstaða: Gift og á tvö böm Hljóm- sveitarferill: Grýlurnar, Hálft í hvoru Island- ica og Karma. Menntun: Stúdentspróf, Tón- listarskólinn Hvað varð um hana? Herdís hefur haldið áfram að starfa í tónlist síðan hún hætti í Grýlunum. Auk þess hefur hún unnið við dagskrárgerð á Rás 2 og skrifstofustörf. Sólóplata hennar, Gullfiskar, kom síðan út 1988. Svo hefur hún hamast í lifsgæðakapp- hlaupinu og verið að koma sér upp húsnæði. Nafn: Ragnhildur Gísladóttir söngur og hljómborð Aldur: 38 ára Atvinna: Tónlistar- maður og leikkona Hjúskaparstaða: Gift og á tvö böm Hljómsveitarferill: Meðal annars í Brunaliðinu, Grýlunum, Stuðmönnum og Strax. Menntun:Tónmenntakennari frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1977. Tónlistar- nám í Los Angeles og leiklistamám í London. Hvað varð um hana? Ragnhildur starfar enn að tónlist og gaf út sólóplötu fyrir jólin 1993. Hún býr ásamt eiginmanni sínum Jakobi Magnússyni i London þar sem hún stundar leiklistamám. Nafn: Inga Rún Pálmadóttir gítar Aldur: 32 ára Atvinna: Rekur Heilsuvöruverslunina Fersku á Sauðárkróki Hjúskaparstaða: Ógift með þrjú böm Hljómsveitarferill: 15 ára gömul byrjaði hún að syngja með Upplyftingu og Grýlurnar. Menntun: Tónlistarmenntun á klassískan gítar og söngnám. Hvað varð um hana? Fór á sjó og kenndi á gítar við Tónlist- arskóla Sauðárkróks. Flutti suður i eitt ár en flutti aftur norður. Stofnaði heilsuvömverslun- ina Fersku fyrir sex árum. Spilar fyrir sjálfa sig. Spilaði Sisí með Síðan skein sól síðast- liðið sumar á nokkrum sveitaböllum. Nafn Linda Björk Hreiðarsdóttir trommurfúd- ur: Milli 30 og 40 ára Hjúskaparstaða: Á mann HIjómsveitarferilI: Grýlurnar Hvað varð um hana? Linda vann ýmis störf og var meðal annars handlangari hjá bygginga- meistara og kenndi á trommur. Hún býr nú í Svíþjóð. JONEE JONEE Jonee Jonee var söbbörbíuband úr Garðabænum sem vakti athygli fýrir óvenjulega hljóðfæraskipan og leik- ræna sviðsframkomu. „Við lögðum okkur fram við að vera í samræmd- um búningum og var útlitið á band- inu helmingurinn af „showinu“. Fyrst vorum við allir með rautt, gult FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 23

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.