Eintak

Tölublað

Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 31

Eintak - 21.04.1994, Blaðsíða 31
„Átt er við það, að listamaðurmn brýtur hefðir á djarfan hátt með því að láta dreggjar af hvítu rauð- víni vera í glösunum. Það minnir á fleyg orð frú Kennedy sem mælti: „Það er djarft að þora að drekka rauðvín með fiski. “ “ Myndlist GUÐBÉRGUR BERGSSON Mátuleg menning ÓLAFUR GISLASON Kjarvalsstöðum Hvað er við hæfi að vera lengi á sýningu sem sýnir ekkert? Til að losna frá þessum vanda gesta sem fara á sýningar að Kjar- valsstöðum, hefur Menningar- málanefnd Reykjavíkur ákveðið að leysa þá frá skyldurækni við listir á svipaðan hátt og málarar hafa leyst augu áhorfenda undan þeirri þraut að þurfa að skoða eitthvað. Þess vegna stendur á boðskortunum frá henni: Boðskortið gildir aðeins á opn- unardaginn. Margir gætu haldið að þetta væri til þess fallið að kalla á fólk í ókeyp- is hvítvínsdrykk við opnun en reka það til að skoða sýninguna fyrir borgun síðar. Svo er ekki, sýning- arnar sannfæra gestina um, að nóg sé að vera innan um listaverk á meðan rennt er úr tíu glösum. Ef þeir fá móralska timburmenn dag- inn eítir og langar að losna við þá, með því að skoða, er nóg að hugsa: „Ég tími ekki að eyða 300 krónum í að renna augum um auða sali, það nægir að kíkja á gluggana til að iðr- ast það augnakast sem aldrei verður tekið til baka. Tíu sekúndur fara í að skoða sýningar á Kjarvalsstöð- um. “ Halda mætti að þetta væri hót- fyndni Kjarvals. Það er ekki. Hér er listaheimspeki full af fróðlegum mótsögnum, ef haft er í huga, að þegar Menningarmálanefndin hef- ur fælt áhugafólk frá safninu, með svo velvöldum sýningum að þær fara fram hjá öðrum en skyni heimsborgarans sem getur ekki lengur sagt: „Þetta er déja vu! Ég hef séð þetta áður!“ auglýsir hún staðinn sem íjölskylduvænan. Það er engin furða að kona sagði: Kannski finnst nýr flötur á fjöl- skyldunni í frumspekilega auðum sölum?“ Henni þótti vera út í Hróa hött að sýna glös með dreggjum frá opnuninni, fremur til að vekja öf- und þeirra, sem fá ekki boðskort til að súpa ókeypis, en gleðja hina sem þyrstir í ferska upplifún fyrir borg- un. Málið er ekki svona einfalt, lista- heimspekingur gengur beint að efninu í fyrirhugaðri sýningar- skrá:... „á sýningaropnun hittast menn... og halda ævinlega á glasi af sama hvítvíni, nema það sé rautt, og hér er þessi hefð orðin að tilefni sýningarinnar". Átt er við það, að listamaðurinn brýtur hefðir á djarf- an hátt með því að láta dreggjar af hvítu rauðvíni vera í glösunum. Það minnir á fleyg orð ffú Kenne- dy sem mælti: „Það er djarft að þora að drekka rauðvín með fiski.“ 1 hinni óútkomnu skrá standa þessi lærðu aulabárðarorð í lokin: „Fróðlegt verður að sjá átök hug- myndarinnar við viðbrögð gesta...; þau eru áætluð en verða þó aldrei séð nákvæmlega fýrir". Lof sé listagyðjunni að Sighvat- ur Björgvinsson sýnir hugarfar sitt á Alþingi, ekki að Kjarvalsstöð- um, annars væru viðbrögð gesta leynd en fyrirsjáanleg á sama hátt og stöðuveitingar við Seðlabank- ann. 0 JÚLÍUS KEMP Hetja? Hetjan Toto Regnboganum ** Toto le heros er tveggja ára gömul belgísk kvikmynd sem hefur farið sigurför um kvikmyndahátíð- ir og sópað að sér misjafnlega merkilegum verðlaunum. Eftir að hafa séð myndina er ég ekkert hissa á öllum þessum viðurkenningum. Handrit myndarinnar er eins ná- lægt fullkomnun, samkvæmt fyrir- fram ákveðnum stöðlum um það hvernig listrænar, evrópskar kvik- myndir eiga að vera, og hægt er að vera. Það er þesi fullkomnun sem gerir myndina líka ákaflega óspennandi og næstum fráhrind- andi. Þær kvikmyndir sem við höf- um séð koma ffá Belgíu og Frakk- landi síðustu misseri hafa borið einhvern galla sem erfitt er að benda á. Einhvern veginn finnst mér þessar þjóðir ekki á réttri leið þó svo að kvikmyndahátíðalið og dómnefndir hér og þar haldi ekki vatni. Ég hefði kannski misst vatn fyrir tveimur árum? Þó er margt gott í þessari mynd sem óþarfi er að tína sértaklega til hér. Sjáið Toto le heros og dæmi hver fýrir sig. © Bækur HILMAR ÖRN HILMARSSON Mismiklar heimsbók- menntir Knut Hamsun: Pan MAl og menning ★★★★ Thor VilhjAlmsson: RaDDIR I GARÐINUM ★ ★★★ Isabel Allende: Hús ANDANNA ★★★ Martin Cruz Smith: POLSTJARNAN Uglan, Íslenski kiljuklUbburinn ★★★ Meistaraverkið Pan eftir Knut Hamsun á hundrað ára útgáfúaf- mæli í október næstkomandi og þessi þriðja íslenska útgáfa (sú fyrsta kom út 1923, önnur 1968) birtist því á sérhönnuðum tíma, enda mál til komið að nýjar kyn- slóðir fái að upplifa töffa þessa norska skáldjöfúrs og þær eldri að rifja upp fyrri kynni. Þýðing Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi er að segja má jaíú- fræg hinum upprunalega texta hér á landi, enda átti sá valinkunni meistari heiðurinn af mörgum {ieim þýðingum sem færðu okkur slendingum heimsbókmenntirnar að því er virtist milliliðalaust, - slík var snilldin að stílbrigði, sérkenni og upprunalegur ásetningur hinna erlendu höfunda fóru ólöskuð í gegnum síu tungumálanna og ég hef raunar einu sinni orðið fyrir vonbrigðum með frumtexta eftir að hafa upplifað ákveðna bók í snörun maestro Jóns. Pan er engu minni opinberun nú en hún var fyrir eitthundrað árum, því þetta er eitt af þessum tíma- lausu snilldarverkum sem talar til okkar handan við sveiflukennd siðagildi: maður sogast inn í tilvist þar sem sakleysi og syndafall eru hluti af hringrás allra hluta og nátt- úran sem birtist okkur er sá Pan sem Grikkir kölluðu „Panfage, pangenitor“, - sá sem étur allt og sá sem getur allt. Pan er bók sem allir ættu að lesa og þegar unaðshrollinum sleppir er vert að hugleiða hvaða áhrif þetta meistaraverk hefúr haft á íslenskan skáldskap á þessari öld því ég hygg að þeirra gæti ansi víða. Thor Vilhjálmsson er blanda af því sem við íslendingar nefnum sagnamann og því sem erlendis kallast raconteur. Hann er jafnvíg- ur á þjóðlegar sagnahefðir og al- þjóðlega partýljónsku og væri jafn heima í verbúð sem Versölum og á jafn hægt með að kveða þjóðrækt- arfélög í kútinn og að þagga niður í alþjóðlegum Pen-þingum skipuð- um heimsfrægum kjaftöskum. En ólíkt sumum þeirra sem fjall- að er um í bókinni Raddir í garðin- um kann Thor ekki aðeins að segja sögur, - hann getur líka skrifað þær. Þessi dýrðlega upprifjun á æsku, fjölskyldu og samferðar- mönnum minnir mig stundum á breska stórskáldið Henry Green í því hvað Thor tekst að glæða end- urminningarnar ljúfsárum unaði: við upplifum veröld sem var, ver- öld sem kemur aldrei til baka og á sér aðeins óræða annarsheims til- vist meðan einhver getur munað, meðan einhverjum stendur ekki á sama. Hér segir af móðurættinni, kraftaverkamanninum Thor Jensen og afkomendum hans. Baráttu Thor Jensen við fordóma og nesja- mennsku sem síðar átti eftir að hitta dóttursoninn og nafnann fyrir með séríslenskum kaldhæðnisútúr- dúrum þó, því hinni nýfæddu og sjálfsvitundarveikluðu borgarastétt fannst Thor hinn ungi ekki velja sér beina og breiða veginn sem hún ætlaði honum. Thor segir frá föður sínum sem stýrði Eimskipafélaginu hugsandi meira um manngildi en peninga og föðurættinni sem barð- ist gegn forlögum og náttúruöflum, - baráttu sem oft gat ekki farið nema á verri veg. Hér koma fýrir „Lof sé listagyðjunni að Sighvatur Björg- vinsson sýnir hugarfar sitt á Alþingi, ekki að Kjarvalsstöðum, ann- ars væru viðbrögð gesta leynd en fyrirsjá- anleg á sama hátt og stöðuveitingar við Seðlabankann.“ „Handrit myndarinnar er eins nálægt full- komnun, samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum um það hvernig listrænar, evr- ópskar kvikmyndir eiga að vera, og hægt er að vera.“ 1 1 ? t 1 1 * „Að hlusta á sveitina í góðu stuði er eins og að spítta á kádílják um eyðimörkina. Gamla Suðurríkjafánann dregur fyrir sólu, mað- ur sveiflar ósjálfrátt skottinu og spangólar til mánans.“ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 31

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.