Eintak

Eksemplar

Eintak - 21.04.1994, Side 33

Eintak - 21.04.1994, Side 33
og standa þær sig vel sem slíkar. Þættirnir eru íjölbreyttir; skemmti- legir, leiðinlegir, og allt þar á milli, en það sem mestu máli skiptir er að það er yfirleitt eitthvað í hverjum þætti sem er athyglisvert og hægt er að velta sér upp úr og gera að um- ræðuefni í vinnunni daginn eftir. Þar af leiðandi er maður varla við- ræðuhæfur ef maður missir af Dagsljósi og það hlýtur að orsakast afþví að eitthvað er spunnið í þætt- ina. Áfram með smjörið! G Popp ÓTTARR PROPPÉ Geimferðaskrifstofan góðan dag PlNK FLOYD The Division Bell kk Pink Floyd flýtur óræð í popp- sögunni. Hljómsveitin var stofnuð á hippatímabilinu af síðhærðum listhneigðingum sem teiknuðu lög- in sín frekar en að skrifa þau niður. Þeir könnuðu óskiljanlegar víddir, töluðu við píramída og lýðurinn féll fyrir þeim, hneig niður og dýrk- aði kosmíska tónasúpuna. Eins og goðsveita er háttur heltust meðlim- irnir úr lestinni einn af öðrum. Syd Barrett hvarf fyrstur. Hann fór yfir sýruna miklu og hóf að syngja um leikföng og hver veit hvað? I dag hafa verið stoínaðir um hann fjöldi sértrúarhópa sem skilja jafn lítið í raunveruleikanum og gúrúinn. Ro- ger Waters tók við forystu í Pink Floyd, kom henni á toppinn og samdi rokkóperuna The Wall. En Wagner var ekki lengi í paradís. Waters yfirgaf hópinn til að rifja upp eigin ffægð og gítarleikarinn Dave Gilmour tók að sér að tína upp brotin. The Division Bell er svo gott sem sólóplata Gilmour. í stað þess að þróa Pink Floyd endanlega í gegnum sálffæðina og út fyrir sól- kerfið er brugðið á það ráð að líta yfir farinn veg. Það er fátt á þessari plötu sem hefði ekki getað verið gefið út á áttunda áratugnum. Inn- hverfar rólegheitaballöður renna í gegn í takt við fjarrænan gítarinn sem sprengdi ófáan hugann fyrir tuttugu árum. Eitt brjálað lag í stíl við Thc Wall er látið fylgja með, sennilega til að gefa út á smáskífu. Þetta er klassísk Pink Floyd plata. Plata sem maður tekur með sér í leðjubað við sólsetur, og svo er bara að fýra! 0 Jón Páll Halldórsson er eigandi og húðflúrmeistari á húðflúrsstofúnni Tattoo JP í Hafnarstræti 20. Hann hefúr teiknað og málað frá því hann man eftir sér og var eitt ár í Myndlista- og hand- íðaskóla Islands. „Mér fmnst húðflúr lifandi og skemmti- leg leið til að fá sköpunar- þránni útrás,“ segir hann, „og tattó er varanlegra list- form en flest annað.“ „Áhugi minn á húðflúri kviknaði þegar ég var sautján ára snáði í Amsterdam og asnaðist til að fá mér fyrsta tattóið. Ég fór síðan í læri hjá frægum tattómeistara í Grikklandi en námið fór fram á stofunni hjá honum. Þar sat ég frá morgni til kvölds eitt sumar og hlustaði og fylgdist með því sem hann var að gera áður en ég fór að flúra sjálfur." „Húðflúr er gert með sér- stökum nálum sem rispa í efsta lagið á húðinni,“ segir Jón,“en litirnir fást úr bleki sem verður eftir í sárinu. Tattó geta verið margs konar skreytingar eins og til dæmis svört ættflokkamunstur eða eitthvað táknrænt fyrir við- komandi einstakling. Sumir fá kikk út úr að fá sér tattó því líkaminn gefur frá sér en- dorfín til að deyfa ertinguna, en það er ekki ósvipað og morfín. Húðflúr væri ekki það sem er ef sársaukinn fylgdi ekki með í kaupun- „Núna er ég með tvö bök í gangi sem ég á að þekja frá a-ö. Þetta eru stærstu verk- efni mín hingað til en ís- lendingar eru svo nýir í þessu að þeir eru enn að fikra sig áfram. Þeir eru að fá kastið yfir sig. Ég er með aragrúa af myndum í tveim- ur möppum sem fólk getur valið úr. Ef það finnur ekk- ert við sitt hæfi þá setjumst við niður og ræðum hug- mynd viðkomandi og ég teikna hana á blað. Þegar búið er að velja myndina tyllir kúnninn sér í stól og ég stimpla myndina á húðina og gref hana síðan í. Fólk sér yfirleitt ekki eftir að fá sér tattó nema kannski þeir sem hafa fengið sér flúr á fylleríi. Hingað inn kemur enginn drukkinn og ég flúra engan sem er undir áhrifum." VEGNA? „Því miður eru mjög niargir sem fá sér tattó bara af því það þykir töff og er í tísku. Löngunin í húðflúr kraumar oft lengi í fólki áður en það lætur hana verða að veruleika. Það er mjög al- gengt að fólk ánetjist þessu og fyrsta húðflúrið er vart gróið áður en það fær sér annað. Vinsælustu staðirnir hjá körlum eru handleggirnir en hjá konum eru það herða- blöðin. Það var einn sem bókaði um daginn til að fá tattó á kynfærin, en hann skrópaði og ætlar að mæta síðar. Kunningi minn lét hins vegar raka sig að neðan og við settum þrjá sæta bros- andi fíla í kringum slátrið." O BONNI „Mig langar að flúra í eitt til tvö ár í viðbót og halda síðan áfram í einhverju list- námi sem verður væntanlega mjög ólíkt því sem ég er að gera núna.“ EINAR MED OLLUM skekki mig allan og skæli. noti bara hugarorkuna einsog uri geller og... „é sgil eggi gva ðú erd að fara, einar, á þedda aþ vera finnndiþ?" auðvitað er þetta ekkert fyndið. en svona lít ég út fyrir næsta ævintýri. ég bið eftir því að allir umturnist, og allt verði sumarlegt. þetta er ekkert fyndið. það gerist ekkert! nemaefég... mæli með því að allir snúi sér i hundrað hringi og þar með geti virt fyrir sér allar myndirnar af mér hundrað sinnum og þá verð ég fimmfaldur en... það er líklegt að þig svimi nokkuð, því er öruggara að þú sjáir mig bara þrisvar sinnum, þegar sviminn líður hjá og ef þú sérð bara einn einar á næstu mynd... sem virðist sjáfur vera úrkula vonar með að nokkuð geti gerst, skemmtilegt, er hann alveg sammála. hann getur ekki einu sinni skipt sér í parta til að hætta að vera einn með engum. fyrirutan allt þá veit hann ekki fyrr en í næsta blaði hvað bíður hans og hann bíður spenntur... framhald i næsta blaði FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 33

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.