Eintak

Issue

Eintak - 21.04.1994, Page 35

Eintak - 21.04.1994, Page 35
 G unnar Reynir Magnússon, fulltrúi Alþýðubandalagsins „Kosningin var leynileg og við gerðum heiðursmannasamkomu- lag um að segja ekki hvern við kusum. “ Davíð Scheving Thorsteinsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Ég gefekki upp hvern ég kaus. Þetta var leynileg kosning og við urðum ásáttir um að gefa ekki upp hvern við kusum. “ Davíð Aðalsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokkins „Atkvæðagreiðslan var leynileg og ég ætla þvi'að láta þig geta þér til um það. Gert var heiðurs- mannasamkomuiag í bankaráðinu að vera ekki að ræða úti í bæ hvernig atkvæð féllu. Ég hlýt að standa við það.“ Ólafur B. Thors, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksíns „Ég gef það ekki upp. Þetta er leynileg atkvæðagreiðsla." Ágúst Einarsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins „Atkvæðagreiðslan var leynileg og ég svara engu um það hvern ég kaus. “ Ofangreindir menn sátu í banka- ráði Seðlabankans þegar Stein- grímur var ráðinn í stöðu Seðla- bankastjóra á dögunum. Ágúst Einarsson hefur nú sagt sig úr ráðinu.______________________ FIMMTUDAGUR 21. APR(L 1994 © Ný Júlía í sjónmáli © Sáttaumleitan Hrafns Gunnlaugssonar við íslensku þjóðina ú fara fram inntöku- próf hjá Leiklistarskóla ís- lands og að venju ríkir mikil spenna um það hverjir komast inn og hverjir verða frá að hverfa. Þegar hefur hópurinn, sem í byrjun taldi rúmlega hundrað manns, verið skorinn niður í þrjá- tíu og tvo, en á endanum verða það átta manns sem fá skólavist. Meðal þeirra sem eru enn inni í myndinni er fegurðardísin Heið- rún Anna Björnsdóttir, unn- usta Baltasars Kormáks. Heið- rún er ýmsum kostum gædd fyrir utan að vera bráðhugguleg útlits, hún er til dæmis Ijómandi góður söngvari og vel liðtækur trompet- leikari. Þessu til staðfestingar má benda á að eftir þátttöku Heiðrún- ar í fegurðarsamkeppni íslands um árið fór hún víða um lönd og tók þá meðal annars þátt í nokkr- um hæfileikakeppnum fegurðar- drottninga sem hún rúllaði upp með glæsibrag. Margir sjá verð- andi Júlíu i Heiðrúnu en undanfar- in ár hefur verið hálfgert hallæri á þokkalega nettum og vel útlítandi leikkonum í þetta eitt frægasta hlutverk leiklistarsögunnar... Fátt hefur verið með þeim Hrafni Gunnlaugssyni, kvikmyndaleikstjóra, og Árna Þórarinssyni, ritstjóra Mannlífs, árum saman. Ástæðan er sú að Árni hefur verið formaður lúthlutunar- Inefndar kvik- imyndasjóðs og IHrafn talið jhann vinna igegn sér á |þeim vettvangi. ISÍðast þegar lúthlutað var úr |sjóðnum, [snemma á Iþessu ári, kall- aði Hrafn Áma „kerlingartusku" og gerði lítið úr þekkingu hans á kvik- myndagerð. Síðan gerðist það að þeir hittust á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og ákváðu að grafa stríðsexirnar. Kom þá upp sú hug- mynd að Árni festi ævisögu kvik- myndaleikstjórans á bók í leyfi sínu frá ritstjórn tímaritsins. Hrafn hefur greinilega meira álit á rit- færni Árna en þekkingu hans á kvikmyndagerð og Árni hefur séð söguefnið í Hrafni. Sagt er að bók- in verði eins konar sáttaumleitan Hrafns við þjóðina sem hefur elsk- að að hata hann í mörg ár... Bandarískt snið á árshátíð nemenda í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Strákarnir buðu stelpunum og sóttu þær í leigubíl. Þeir sem falla ekki inn í normfö sátu heima og fannst þeir vera útundan. Yfirkennarinn útilokar ekki einetti Sá háttur hefur verið hafður á í Lækjarskóla í Hafnarfirði undanfarin þrjú ár að 13-15 ára nemend- ur para sig saman fyrir árshátíðina, eins og hefð er fyrir í bandarískum skólum. 1 orði á það að heita svo í Hafnarfirðinum að stelpurnar geti boðið strákun- um en á borði er því öfugt farið. Þegar stundin renn- ur upp sækja strákarnir stelpurnar á leigubíl á kostn- að foreldranna og sitja með þeim til borðs. Reynir Guðnason, yfirkennari, segir að enginn sé þvingað- ur til að taka þátt i þessari pörun og engum sé mein- aður aðgangur þótt hann mæti einn á ballið. EINTAK hefur heimildir fyrir því að nokkrir nem- endur mæti ekki á árshátíðirnar vegna þessa fyrir- komulags, ekki síst krakkar sem falla ekki inn í hóp- inn á einhvern hátt og finnst niðurlægjandi að finna engan til að bjóða. „Við vitum að nokkrir nemendur hafa ekki fundið sig í þessu en á hverju ári hafa sum- ir nemendur verið fjarverandi af ýmsum ástæðum,“ segir Reynir. „Þessi hugmynd kom upp hjá nem- endaráði fyrir nokkrum árum og þetta hefur fallið krökkunum vel í geð. Þarna fer ekkert fram sem tal- ist getur ósiðlegt. Ég treysti mér því ekki til að banna krökkunum að hafa þetta svona fyrst þau vilja það sjálf. Foreldrarnir setja sig heldur ekki upp á móti þessu og ég hef bara heyrt frá einni móður sem fannst þetta ekki alveg nógu sniðugt. Hún á dreng sem var ekki búinn að finna sér stúlku til að bjóða en hann mætti samt, enda er það í fínu lagi.“ Er ekki hœtta á að þetta fyrirkomu- lagýti undir stríðni og einelti? „Ég útiloka ekki að það gæti gerst en við höfum ekki orðið vör við einelti af þessum orsökum. Krakkar eru svo við kvæmir að þó að annað form væri haft á árshátíðunum þá fyndu aðrir krakkar sig ekki í því.“ Hvað um jafnréttið? „Það má endalaust spyrja um jafnréttið en stelpurnar bjóða líka strákunum." Er það þannig í reynd? „Það er annað mál. Þó að maður ætli að búa til einhverj- ar jafnréttisreglur þá er nátt- úran söm við sig. Það er ekk- ert víst að stelpunum finnist að þær eigi að bjóða strákun- um þó að þær hafi fullt leyfi til þess.“ Er þetta fyrirkomulag kom- ið til að vera? „Það er ekkert víst og fer eftir því hvað krakkarnir vilja sjálfir." © TÆKI VIKUNNAR letingja Sé maður svo latur að nenna ekki að skrúfa frá og fyrir vatnskrana er vandinn hérmeð leystur, þvi krani þessi skrúfar sjálfkrafa frá þegar einhverju er brugðið undirhann. Kraninn kostar rúmar 7.000 krónur og má panta i sima 901415 445 6000 með þvi að nefna vörunúmeríð CT100. EQ VEIT ÞAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON Den Billege August Ég veit það ekki. Hvernig stendur á.því að danski kitschboltinn Bille August er orðinn heimsfrægur og fær alla heimsbyggðina til að hár- fella yfir myndum sínum, allt frá Hollywood og upp í Hlunkubakka og stendur uppi með gullpálmann í Cannes í höndunum þegar hann ætti frekar að vera að baka sitt heimabrauð heima í Hilleröd? Þetta er einhver einkennilegasti misskiln- ingur síðari tíma. Og enn rúllar kitshboltinn. Nú er hún komin hingað til Frakklands, nýjasta afurð hans, „La Maison aux Eprits“ eða „Hús and- anna“ eins og Thor VMhjálmsson þýddi þetta á sínum tíma. Kitcsh- boltinn er ekki vanur að fá hug- myndir sjálfur heldur tekur hverja metsölubókina á fætur annarri, veltir sér klístrugum upp úr ann- arra manna sögum, þannig að blað- síðurnar klínast á hann og koma svo til óbreyttar á tjaldið, en þó að- eins sykraðri en áður. Bille þarf ekki handrit, heldur dritar hann bara annarra manna hugmyndum á tjaldið. Síðast fékk hann Berg- man til að skrifa myndina fýrir sig. ■ Og varð frægur fyrir. Kominn með ameríska peninga. Eins og stríðalinn og spilltur smástrákur í dótabúð vill Bille Aug- ust nú síðan fá allar kvikmynda- stjörnur heimsins til að leika í sinni nýju mynd og hann fær það líka. Jeremy Irons, Meryl Streep og Glen Close. Það skiptir engu þó þau eigi að heita þjóðfélagsþegnar í einhverju abstrakt ríki í Suður- Ameríku. Þau gera þetta bara á ensku af því að þá selst myndin bet- ur. Og þó Winona Ryder sé eins langt frá því að vera suður-amer- ískur unglingur og hægt er, þá vill hann líka fá hana af því að hún er „hot“. Hins vegar finnst honum rétt að hafa einn svona dálítið spænskan, Antonio Banderas, af því að hann á að leika... eiginlega bara indjána. Þannig er hin kyn- þáttalega Hollywood-útvötnun fullkomin. Hinir spænskumælandi eru leiknir af Ameríkönum og Spánverji leikur indjánann. Hið sterka kynþátta- bragð er mildað þannig að allir geta neytt þess. 1 hinu danska sætsósu-eldhúsi er chili-piparinn gerður að papriku. Og hin samviskusami skandinaví tekur sér engin skáldaleyíi. Hann filmar bara alla bókina. Myndin er tæp hundrað ár að lengd. Það líða um það bil fimmtán ár á milli at- riða. Sem auðvitað er skiljanlegt þar sem það hlýtur að taka dálítinn tíma að hlaða meikinu framan í leikarana. Jeremy Irons er orðinn dálítið viðskotaillur þegar líður á myndina, þolinmæðin sjálfsagt á þrotum, grey karlinn orðinn grá- hærður og getur varla hnykklað munnvöðvana fyrir leirnum fram- an í sér. Og maður hálfvorkennir öllum leikurunum að þurfa að ganga með þenna hrörnunarsjúk- dóm. En miðað við þetta allt er frammistaða þeirra aðdáunarverð. Meryl Streep er snjöll og nær ótrúlega vel að leika sig litla. Maður skilur hreinlega ekki hvernig hún fer að þessu. Hún nær alveg þessum barnalegu svipbrigðum sem eru svo algeng hjá suður- amerískum stúlk- um í kringum tíu ára aldurinn. Og þá var líka flott þegar hún lyfti borðinu á brúðkaupsnóttina, með augunum einum. Það er ekki á færi nema stórleikara að leika slíkt. Þó fannst mér hún ekki alveg nógu sannfæarandi þegar hún kemur lát- in fram, kannski af því að maður var búinn að sjá Ásu Hlín gera þetta svo vel í Evu Lunu upp í Borgarleikhúsi. Þá saknaði ég þess einnig að sjá ekki Streep nota þessa miðilshæfi- leika sína til að lyfta tóli manns síns þegar hann fer í síðasta sinn til gleðikonunnar sem sleppur þó al- veg við allt meik þó 47 ár líði á milli atriðanna þar sem hún kemur fram. Það er ekki mikið púður í þessari mynd, nema þá í andlitum leikar- anna, og það er þvi slæmt að það skuli blotna svona mikið í því. í „Húsi andanna“ falla mörg tár, næstum jafn mörg og árin sem þar líða, og þegar þau leka niður þung- farðarar kinnar þykknar upp í þeim, þau taka í sig meik og minna meir á einhvers konar sykurleðju þegar þau stöðvast í miðjum vanga. Sætabrauðsmeistarinn er í essinu „Það er ekki mikið púður í þessari mynd, nema þá í andlitum lejk- aranna, ogþað er því slœmt aðj það skuli blotna svona , mikið í því. “ ) / ( , sínu og bakar saman andatrú og íhaldssemi, ást og byltingu í eld- rauðri danskri sósíalismavæmni. Bille August velur alltaf fallegasta sjónarhornið fyrir tökuvélina. Hann myndar alltar þegar birtan er fallegust. Annað hvort við sólar- upprás eða sólarlag. Hann setur allt það áhrifamesta sem til er í eldhús- inu út í deigið. Hikar ekki við að nota bæði rúsínur og vínber. Sjálft húsið, Hús andanna, er al- veg laust við allan anda, af því að það er svo vandað og fallega byggt. Ikea-handbragð. „Hús andanna“ er bara eins og hver annar andakofi. Ég mæli frek- ar með Evu Lunu upp í Borgarleik- húsi. Það er Leikhús með stórum staf. Þetta er ekki kvikmynd og ekki bók heldur aðeins slædsmyndasýn- ing á senum úr skáldsögu. Haus- kúpa með dýfu. © 35

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.