Eintak - 05.05.1994, Side 4
UNDARLEQ
VERÖLD
HILMARS
ARNAR
Af eyjaskeggjum
Flughafnir skipa sérstakan sess í lífi mínu. Ef ég er
á heimleið hef ég undantekningalaust gleymt að
taka rakvélina með mér utan og er undantekninga-
laust kominn með skegg og undantekningalaust
verð ég fyrir aðkasti drukkinna íslenskra góðborgara
sem kalla mig Aðalstein og vilja diskútera myndlist.
Áður fyrr reyndi ég að leiðrétta misskilninginn, með
misjöfnum árangri þó, en núna síðustu árin hef ég
látið þá bjóða mér upp á glas og hvísla síðan að þeim
að losa sig við Kjarvalana, Schevingana og Erróana
og íjárfesta í því sama og allir sænsku og hollensku
millarnir sem ég hef verið að hitta og nefni síðan
nöfn góðra vina minna í myndlistageiranum.
En þegar ég millilendi einhvers staðar og missi
undantekningalaust af tengifluginu enda ég undan-
tekningalaust innan um Japani sem brosa sætt til
mín og ég sætt á móti og þá er mér boðið að sitja hjá
þeim og síðan förum við í kurteisiskeppni sem end-
ar yfirleitt á því að ég skelli fríhafnarhvannarótinni,
sem ég ætlaði einhverjum öðrum, á borðið og eftir
smástund er ég farinn að yrkja hækur og þeir/þau að
syngja „Yfir kaldan eyðisand“ hreimlaust.
Síðan taka við heimspekilegar umræður þar sem
ég segi klökkur að tvær eyþjóðir sem elski lítil
skondin ljóð og hafi sömu hefðir varðandi heiður og
hetjuskap, svo ekki sé minnst á fiskinn og hvalkjöt-
ið, þessar tvær þjóðir hljóti að eiga svo ótrúlega
mikla samleið. Þeir/þau svara: „Skoh ísrand!“ og
klingja glösum og ég lýg síðan sögum af frægu fólki
því mér þykir ekkert eins skemmtilegt eins og að
heyra Japanska karlmenn segja „0-ohr“ ofan í
gaupnir sér þegar þeir átta sig á því að gæjínarnir séu
nú annars bölvað pakk — nema ef vera skildi að
heyra Japanskar konur segja „Aaaaiiieeee“ þegar
þær átta sig á því að goðin þeirra eru mannleg og ég
geri þau ávallt ó-svo-mannleg og breysk. Ég hef það
fyrir satt að margar þessarar sagna minna séu orðn-
ar hluti af borgarþjóðsagnahefð þeirra fyrir austan
og mér skilst að sagan sem ég sagði um leynilegt
hjónaband Timothy Dalton og Boy George sé
komin með marga epíska viðauka sem ég bíð
spenntur eftir að fá að heyra.
En yfirleitt enda þessar samkundur á trúnaðar-
stiginu þar sem ég játa ósigra mína á sviði Zen hug-
leiðslu, þar sem Roshíinn hafði meiri áhuga á því að
fara í klámbrandarakeppni við mig en berja mig til
uppljómunar og Bodhisattva með bambuspriki og
þeir/þau svara að svona séu þeir allir þessir andlegu
kennarar og spyrja mig síðan feimnislega hvort ég
geti svarað nokkrum einföldum spurningum um
hamingjuna og tilgang lífsins. Þegar hér er komið
við sögu er ég yfirleitt kominn í innblásið þoku-
kennt ástand og er yfirleitt ekki ábyrgur orða minna
— enda eyði ég gjarnan næstu dögum í að reyna að
sökkva þessum þætti flughafnarsetunnar ofan í dul-
vitundina.
En ég verð að viðurkenna að ég fékk smá sjokk
þegar ég las frétt um daginn sem segir frá nýjum sér-
trúarsöfnuði í Japan. Söfnuðurinn heitir Taisokyo
og hefur nú yfir tvær milljónir áhangenda. Safnað-
armeðlimir verða að hlæja að öllu: flóðum, hung-
ursneyðum og hörmungum og gætu þurft að sæta
brottrekstri ef þeim finnst ekkert fyndið við dauða
og eyðileggingu. Jarðarfarir þykja sérstök skemmt-
un: „Við hendum rjómakökum í andlit syrgjandi
fjölskyldumeðlima,“ segir safnaðarmeðlimurinn
Nansui Kita. „Við teiknum yfirvaraskegg á andlit
þess látna og kveikjum jafnvel í kistunni ef við erum
í nógu góðu skapi.“
Þetta er haft eftir fréttum í Tucson [AZ] Daily Star
og Europa Times og þessar fréttir birtust ekki fyrsta
Apríl. Nú veit ég að mér er mjög gjarnt að ræða um
hamingju og gleði og að gefa skít í eymd og volæði
— en ég vona innilega að ég hafi ekki haft neitt með
þetta að gera.
En þegar ég hugsa til þess hversu auðveldlega fólk
keypti söguna mína um ónafngreindan bítil,
nunnuna syngjandi og Dóbermannhundinn þá fæ
ég pínupons samviskubit. Bara til vonar og vara. 0
Fimmtudagurinn 20. apríl
Ég veit ekki með hann Árna. Auðvitað er
hann skárri en gufan hann Markús en ég
veit ekki samt. Hann tuðar eitthvað um dag-
vistun, mýkt, fjölskylduna og er farinn að
hljóma elns og Anna Ólafsdóttir Björns-
son. Ef fólk vill kjósa Önnu vill það miklu
heldur kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Og þegar
maður veltir því fyrir sér þá eru þeir sem eru
tilbúnir að kjósa Önnu allt eins til í að kjósa
Markús. Það vantar allan kraft í þennan
mann. Enda fiskar hann akkúrat ekkert í skoð-
anakönnunum.
„Yfirt)oðarar mínir báðu mig að sýna ekki myndina,“ segir Hinrik Bjarnason
Föstudagurinn 21. apríl
Ég hringdi í Kjartan og ræddi við hann um
bága stööu flokksins (Reykjavfk. Ég sagði að
við þyrftum að gera eitthvað t[l að breiða yfir
teþruskapinn og væmnina í Árna. Það var
eins og ég hefði kveikt (Kjartani. Hann byrj-
aði strax að tala um að það þýddi ekki að láta
helvítis minnihlutaflokkanna komast upp með
að kenna sig við Reykjavík. Hann sagðist ætla
að kæra þetta tíl yfirkjörstjórnar. Gamli góði
Kjartan. Alltaf sami refurinn.
Laugardagurinn 22. apríl
Ég var svo viss um að Kjartan mundi láta
verða af þessu að ég fór í bæinn og missti
það út úr mér að við værum aö hugsa um að
kæra Reykjavíkurlistann. Sumum fannst þetta
tittlingaskítur, öörum örvæntingarfullt. Mér
var sama. Ég fann að mönnum fannst ég vera
aö segja þeim fréttir úr innsta hring.
Sunnudagurinn 2J. apríi
Ég var heima í dag. Ég þoli ekki fyrsta maí.
Maður getur ekki gengið um bæinn án þess
að slysast inn í einhverja helvftis kröfugöng-
una. Ég man enn eftir því þegar ég var að
labba Austurstrætiö rétt fyrir 1980 og fann
mig allt í einu umkringdan Ara Trausta og
EIK-urum á leið út á Hallærisplan aö halda
fund. Mér leið eins og ég stæði nakinn inni í
miðjum kvennaklefa. Þetta kröfugöngufólk er
fólk sem mér kemur ekki við og ég vil helst
ekki vita af.
Mánudagurinn 24. apríl
Mér var sagt að Ögmundur Jónasson heföi
gert ráðningar Elínar Hirst á Stöð 2 og
Guðmundar Magnússonar á DV að um-
ræðuefni á fyrsta maí. Ef til vill er ég orðinn
meyr en ég gat ekki annað en vorkennt mann-
inum. Lá honum virkilega ekkert annað á
hjarta þennan hátíðisdag verkalýðsrekenda.
Vantar hann ekki launahækkun, styttri vinnu-
tfma, meiri atvinnu, fleiri félagslegar íbúðir,
fleiri dagvistunarpláss, lægri vexti eða neitt af
því sem vanalega er vælt eftir á þessum degi?
Þriðjudagurinn 25. apríl
© Bíódagar komnir í alheimsdreifingu © Sjónvarpsáhorfendur misstu af spennandi lokakafla í atskákmótinu
© Samvinnuferðir að uppfylla samninginn sem skrifstofan var svo mikið á móti
Hinrik Bjarnason
„Ég ætla ekki að nafngreina
þá einstaklinga en ég geri
mér grein fyrir mætti þess-
arar myndar."
Hverjir voru það sem óskuðu
þess að myndin yrði ekki sýnd?
„Ég ætla ekki að nafngreina
þá einstaklinga en ég geri mér
grein fyrir mætti þessarar
myndar. Ef þú átt við hvort
mínir yfirboðarar hafi talað við
mig þá gerðu þeir það en það
var ekki í formi fýrirskipana.“
Hvað kostar sýningarréttur-
inn d svona mynd?
„Það er sennilega urn 130
þúsund krónur fyrir utan text-
unina. Exorcist verður ekki
sýnd á næstunni; við geymum
hana í bili.“
Þú átt samt von á að fyrr eða
síðar fari hún í loftið?
„Já, mér finnst það líklegt. Þó
vil ég ekki fúllyrða það.“ ©
að vinna Helga Ólafsson og vera
með mun betri stöðu þegar hann
og Hannes Hlífar féllu samtímis á
tíma, en úr því verður jafntefli. Síð-
astur tefldi Margeir Pétursson við
Karpov og náði að halda vel í við
hann. Þegar aðeins voru um 30
sekúndur eftir leit út fyrir að Karpov
ætlaði að knýja fram jafntefli með
þráskák. En þá virtist hann skyndi-
lega eygja vinningsmöguleika og
fór að tefla eins og óður maður.
Þetta var augnablikið sem stjórn-
andi útsendingar valdi til að klippa
burt frá skákborðinu og sýna áhorf-
endum andlitsmyndir af keppend-
um og yfirlitsmyndir úr áhorfenda-
salnum. Loks var sagt að Margeir
hefði gefið og Karpov unnið, en
enn þann dag í dag veit enginn
hvernig hann fór að því...
Við sögðum fyrir skömmu frá
undrun starfsmanna Ríkis-
spítalanna yfir því að vera
skikkaðir til að kaupa farseðla hjá
Samvinnuferðum-Landsýn og ýms-
um kenningum um ástæðu þess.
Ástæðan fyrir þessu mun vera sú
að Ferðaskrifstofa stúdenta gafst
upp á að standa við samning sem
skrifstofan gerði við ríkið í félagi við
Úrval-Útsýn og Ferðaskrifstofu Is-
lands. Þessi samningur var gerður í
kjölfar útboðs ríkisins þar sem
þessar ferðaskrifstofur gáfu eftir
hluta af umboðslaunum, en slíkt
mun stangast á við alþjóðlegar
reglur í þessum bransa. Og á sínum
tíma gagnrýndi Helgi Jóhannsson
þetta útboð ríkisins meðal annars
sökum þess að í því var það gert
að skilyrði að flogið væri með Flug-
leiðum. Hann taldi hægt að ná betri
kjörum með öðrum flugfélögum en
situr nú uppi með hluta samnings
— og SlGHVAT Björgvinsson og
hans fólk...
.egar
|ís-
lensk-
um kvik-
myndagerð-
armönnum
hefur tekist
að selja myndir sínar til
dreifingar í útlöndum hefur
sá háttur yfirleitt verið hafður á að
einstök lönd og svæði kaupa dreif-
ingarréttinn. Einn aðili kaupir til
dæmis réttinn til að dreifa myndinni
í Þýskalandi en annar réttinn fyrir
Spán. Núna á dögunum gerðist
það hins vegar að svissneska fyrir-
tækið Christarsaredi keypti
heimsdreifingarréttinn á
Bíódögum, kvikmynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar.
Bendir það eindregið til
þess að nokkuð sé í mynd-
ina spunnið ...
að var nokkuð
énubbóttur endir á
atskákmótinu í sjón-
varpinu á mánudagskvöld þar sem
Anatólí Karpov tefldi við þrjá ís-
lenska stórmeistara. Skákirnar
höfðu allar verið frekar tíðindalitlar
og Karpov sýndi styrk sinn með því
Ég blaðaði í Mannlífi í dag og fannst það frek-
ar vont blað þar til ég rakst á stuttaralejja
grein um þau Ingibjörgu Sólrúnu og Arna
Sigfússon. Þar var sagt frá því að þrír menn
væru helstu ráðgjafar Arna: Björn Bjarna
Kjartan Gunnars og ég. Hjartað (mér tók
kipp. Það er orðið svo langt síðan ég hef les-
ið um mig í þessu hlutverki. Hlutverki hins
hljóðláta áhrifamanns. Maður sem hefur áhrif
á áhrifamenn. Ég fékk strax meira álit á blaða-
mönnum Mannlífs. Þeim tókst að sjá út áhrif
mfn á Árna jafnvel þótt hvorki ég né hann hafi
gert það. En ekki ætla ég að gera athuga-
semdir.
Miðvikudagurinn 20. apríl
Ég hitti mann f dag sem hafði lesið það sama
og ég í Mannlffi. Hann talaði til mín af þeirri
virðingu sem ég hef fundið fjara út á undan-
förnum mánuðum. Á meðan hann skaut ýmsu
á loft og reyndi aö ráða í svipbrigði mín velti
ég því fyrir mér hvaðJJavíð hefði í raun gert
fyrir mig. Og hvort Árni væri ef til vill ekki
Ifklegri til stórræða til lengri framtíðar. Við
háskólamenn getum nefnilega leyft okkur að
hugsa miklu lengra fram í tfmann en stjórn-
málamenn. Við sjáum sprotana, hlúum að
þeim, sjáum þá vaxa og fáum ef til vill að
sinna fræðum okkar undir greinum þeirra í
ellinni. Það eru bara skáldin sem geta ort viö
grafir.
Síðastliðið laugardagskvöld
stóð til að sýna kvikmyndina
Exorcist eða Sceringamanninn í
Ríkisjónvarpinu en hún var
gerð árið 1973 og er tímamóta-
verk í sögu hryllingskvik-
mynda. Kvikmyndaáhuga-
mönnum að óvörum var
myndinni fyrirvaralaust kippt
út af dagskrá og ömurleg form-
úlumynd sem hét Revenge eða
Hefndin sýnd í staðinn. I Sœr-
ingamanninum segir frá 12 ára
stúlku sem verður skyndilega
haldin illum anda og prestur er
fenginn til að særa hann úr
stúlkunni. Þrátt fyrir að sögu-
þráðurinn sé ævintýralegur er
myndin mjög sannfærandi og
heldur áhorfendum í spennu
frá upphafi til enda.
Exorcist fékk Óskarsverðlaun
fyrir handritið og Maltin gefur
henni þrjár og hálfa
stjörnu. Sýning mynd-
arinnar átti að hefjast
eftir miðnætti og aug-
NAFNSPJALD VIKUNNAR
lýst var að hún væri stranglega
bönnuð börnum innan 16 ára
og viðkvæmt fólk varað við að
horfa á myndina. EINTAK leit-
aði til Hinriks Bjarnasonar
dagskrárstjóra fyrir erlent sýn-
ingarefni Sjónvarpsins til að
grennslast fyrir um ástæður
þess að hætt var við sýningu
myndarinnar.
„Ja, við bara skiptum um
mynd þarna. Við nánari athug-
un fannst mér heppilegra að
sýna aðra mynd.“
Hvað fannstþér að myndinni?
„Ég vil nú ekkert tjá mig um
það. Mér fannst bara heppi-
legra að sýna hana ekki á þess-
um stað.“
Var ekkert sérstakt sem olli
því?
„Jú, það voru ýmis viðtöl við
fólk sem ég tek mark á. Ég var
HÁRGRÆÐSLA
Rf-GFNCY C'RQWN - Hair l..o$s Advísory Cíinic
Fœrir hársrœtur þangað sem þeirra er þörf
BALDUR GUNNARSSON
Umbóð og ráðgjöf
Kennarar í starfi hjá hinu opinbera hafa löngum kvartað yfir
lágum launum. Sumir hafa gripið til þess ráðs að fá sér
aukavinnu og drýgja þannig tekjurnar. Nafnspjaldseigand-
inn þessa vikuna er einmitt í þessari stöðu. En hann er ekki
í tveimur vinnum heldur þremur. Baldur Gunnarson kennir bókmenntir við heimspekideild Háskóla ís-
iands, hann er rithöfundur og hefur skrifað þrjár skáldsögur, Völundarhúsið, Granda café og Með manna-
bein í maganum, og síðast en ekki síst berst hann við hækkandi kollvik og hártap. Þetta ber þó ekki að
skilja sem svo að Baldur sé sjálfur að tapa hárinu — þvert á móti, hann skartar miklum Ijósum makka —
en hann er í því göfuga starfi að færa þeim mönnum aftur hár sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að tapa
því. Baldur er nefnilega umboðsmaður Regency Crown Hair Loss Advisory Clinic sem á íslandi gengur
undir nafninu Hárgræðsia. Fyrirtæki þetta „færir hársrætur þangað sem þeirra er þörf“ og árangurinn ætti
að vera góður því á nafnspjaldinu er þessi yfirlýsing gefin: „Við lofum því ekki bara - við ábyrgjumst það.“
ekki beittur neinum þrýsingi
heldur tók einfaldlega ákvörð-
un um það sem dagskrárstjóri.
Ég met ábendingar fólks um
breytingar á dagskránni eins og
efni standa til og reyni að bera
hagsmuni íjöldans fyrir brjósti.
Það er mjög sjaldan sem breytt
er fýrirhugaðri dagskrá vegna
þess að ef um atriði af þessu
tagi er að ræða þá hefúr yfirleitt
þegar farið fram umræða um
þau innan stofnunarinnar. Um
Exorcist var náttúrlega búið að
segja eitt og annað áður en hún
var sett á dagskrá og margt fólk
hafði samband við mig vegna
fyrirhugaðar sýningar myndar-
innar. Svo þver er ég ekki að
vera ekki máður til að taka
hana út að minnsta kosti um
stundar sakir.
Um Exorcist vil ég einungis
segja það að
myndin er tíma-
mótaverk og
hafði bæði al-
menn áhrif og
líka áhrif á kvik-
myndalistina því
hún var undan-
fari margra
mynda sem
snertu okkúlt-
isma. Þetta er líka
mynd sem hafði
viðhorf margra
andans manna. Ég minn-
ist sérstaklega umræð-
unnar innan kaþólsku
kirkjunnar um það emb-
ættisverk að reka út illa
anda. Þannig snerti
myndin við ýmsum tabú-
áhrif
4
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994