Eintak - 05.05.1994, Qupperneq 6
Byggingarnefnd Reykjavíkurborgar
Hirðir ekki um að
innheimta dagsekbr
Lögð hefur verið fram tiliaga I
byggingarnefnd Reykjavíkur um að
sekta eigendur bílastæðakjallarans
að Hafnarstræti 7 um 3,5 milljónir
króna vegna þess að gerð hans er
enn ekki lokið rúmum áratug eftir
að húsið reis. Byggingarnefnd hefur
áður samþykkt að beita eigendurna
dagsektum sökum seinagangs við
að koma kjallaranum í notkun en
ekki fylgt þeirri samþykkt eftir. Eig-
endur þessa kjallara og hússins sem
hann tilheyrir eru erfingjar Stein-
dórs heitins Einarssonar sem átti
samnefnda leigubílastöð í miðbæn-
um, en meðal þeirra eru Guðrún
Steindórsdóttir, Einar Péturs-
son og Steindór Pétursson. Auk
þess eiga Síldarverksmiðjur ríkisins
hluta af húsinu. Um helmingur
hússins stendur á lóðinni Tryggva-
götu 26 en hún er skráð í eigu
Steindórs Haarde, Geirs H. Ha-
arde og Önnu Haarde. Húsið var
hannað af Steindóri Haarde og
byggt á árunum 1980 til 1983. Hilm-
ar Guðlaugsson formaður bygg-
ingarnefndar segir að farið verði í
Kosningabaráttann er komin
á fullt fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar i Hafnarfirði.
Kvennalistinn sótti um til bæjaryfir-
valda að fá að nota Strandgötu 45
fyrir kosningaskrifstofu sína en svör
við fyrirspurninni bárust ekki fyrr en
eftir dúk og disk og þá var þeim
tjáð að Alþýðuþandalagið hyggðist
nota húsið. Alþýðubandalagið er
meö skrifstofu við hliðina á Strand-
götu 45 og þótti kvennalistakonum
einkennilegt að það þyrfti svona
mikið þláss fyrir starfssemi sína.
Þegar þær spurðust fyrir um það
hjá Alþýðubandalaginu kom í Ijós
að flokkurinn hafði ekki tekið
Strandgötu 45 á leigu. Strandgata
45 hefur í gegnum tíðina verið köll-
uð Hollywood vegna forhliðar húss-
ins en þegar kvennalistakonur settu
sig aftur í samband við bæjarstjórn
vegna þessa „misskilnings" var
þeim tjáð að húsið yrði rifið á
næstu dögum og lóðin notuð undir
bílastæði fyrir Hafnarborg. Kvenna-
listakonum finnst öll meðferð þessa
máls einkennileg því nóg er fyrir af
bílastæðum fyrir Hafnarborg og
telja þær að einhver öfl innan bæj-
arstjórnarinnar vinni að því að
reyna að gera þær ósýnilegar í
kosningabaráttunni. Til að bæta
gráu ofan á svart hefur þeim nú
verið úthlutað húsnæði í portinu að
Strandgötu 50 og í stað þess að
vera Hollywoodstjörnur í kosninga-
baráttunni kalla gárungarnir þær nú
portkonurnar sín á milli...
Isíðasta EINTAKI var greint frá
tíðum mannabreytingum í
stjórnunarstöðum hjá Kaup-
þingi. Sigurlaug Hilmarsdóttir
starfsmannastjóri Kauþþings svar-
aði þessu á þá leið að um eðlilegan
hlut væri að ræða sökum þess að
markaðurinn tæki sífelldum breyt-
ingum og væri á fleygiferð. Sjálf er
Sigurlaug á ferð þessa dagana því
hún er hætt hjá Kaupþingi og hefur
ráðið sig sem fjármálastjóra Brauðs
hf...
málið og séð til þess að bætt verði
úr.
Það er Gunnar H. Gunnarsson
einn fulltrúa minnihlutans í bygg-
ingarnefnd sem leggur fram tillög-
una og leggur jafnframt til að lagð-
ar verði 5000 króna dagsektir á eig-
endurna ef bílastæðakjallarinn
verður ekki kominn notkun fyrir 1.
júlí næstkomandi en í kjallaranum
er gert ráð fyrir stæðum fyrir 21 bíl.
I greinargerð með tillögunni seg-
ir Gunnar: „Á undanförnum árum
hef ég haft frumkvæði að því innan
byggingarnefndar Reykjavíkur að
fylgst verði með því að bílgeymslur
sem sýndar hafa verið á samþykkt-
um byggingarnefndarteikningum
yrðu ekki teknar til annarra nota og
einnig að þær yrðu kláraðar þannig
að þær nýttust í raun sem bíl-
geymslur.
Afstaða meirihlutans til þessara
mála hefur einkennst af áhugaleysi
og, ef brotlegir aðilar voru dregnir
fram í dagsljósið, af mér eða emb-
ættismönnum byggingarfulltrúa, af
dæmalausu langlundargeði gagn-
vart þeim flestum enda oít ekki um
neina „meðal-Jóna“ að ræða. Hvað
mildustum höndum hefur meiri-
hlutinn farið um eigendur bíla-
stæðakjallarans undir Hafnarstræti
7 því hann hefúr ekki enn verið tek-
in í notkun eftir öll þessi ár.“
Gunnar segir ennfremur í grein-
argerðinni að honum hafi næstum
tekist árið 1989 að fá meirihlutann í
nefndinni til að knýja eigendur
kjallarans til að ganga frá honum.
Þá hafi verið skrifað bréf þess efnis
að nefndin hafi ákveðið að beita
eigendurna dagsektum frá 10. apríl
1989 ef bílastæðakjallarinn yrði ekki
kominn í notkun þá. Þessu hafi
ekki verið fylgt eftir. Sektarupp-
hæðin 3,5 milljónir króna byggist á
framreiknuðum algengum dagsekt-
um frá 10. apríl 1989 er þær námu
2000 krónum á dag.
Tveir fornbílar og bil-
aður Benz
Gunnar H. Gunnarsson segir í
samtali við EINTAK að hann hafi
Hafnarstræti 7
Ekki er búið að ganga frá
bílageymslunni íkjallara
hússins þrátt fyrir að
rúmlega áratugur
sé liðinn frá þvíþað reis.
1 i í iS&fáék' 1 1 í TÍ I'r'H §y| 1 Jj m \ iFP
1IJ f j
talið að þetta mál væri komið í
höfn árið 1989 í kjölfar samþykktar
bygginganefndar. Hann hafi hins-
vegar ekki getað fylgt málinu eftir
þá sökum þess að hann veiktist og
gat ekki setið fundi nefndarinnar í
nokkra mánuði. Er hann fór að
kanna málið nýlega kom í ljós að
nær ekkert hafði verið gert við
kjallarann utan að setja þar upp
lyftu og vísi að eldvarnabúnaði.
Kjallarinn væri alveg ónothæfur
þar sem meðal annars skorti loft-
ræstingu í hann og því væri bein-
línis hættulegt að nota hann sem
bílageymslu. Þar væru nú geymdir
tveir fornbílar og einn bilaður
Benz. „Það má segja að ekkert hafi
Dregist hefur
f áratug að
koma bíla-
geymslu í
gagnið undir
Hafnarstræti 7
verið hreyft við framkvæmdum
þarna frá árinu 1989 þegar lyftan
var sett upp og hluti af eldvarna-
kerfinu,“ segir Gunnar.
Vildu kaupa sig út
Á sínum tíma óskuðu eigendur
Hafnarstrætis 7 þess að fá að kaupa
sig undan bilastæðakvöðinni en
þeirri ósk var hafnað í byggingar-
nefhd. í dag er hægt að fara þessa
leið ef byggingarnefndin fellst á
slíkt og verður viðkomandi þá að
borga tæplega 450 þúsund krónur
fyrir hvert stæði. Sú leið myndi
kosta eigendurna tæplega 10 millj-
ónir króna.
Ekki notuð í annað
Hilmar Guðlaugsson segir að út-
tekt hafi verið gerð á þessum mál-
um 1988 og þetta sé eina tilfellið af
sjö þar sem eftir er að koma málum
í lag. „Eftir úttekt okkar var sett
lyffa á þennan kjallara en síðan
virðast framkvæmdir hafa legið
niðri,“ segir Hilmar. Aðspurður
um hinn mikla seinagang á málinu
segir Hilmar að um sé að ræða bíla-
geymslu sem ekki sé til afnota fyrir
almenning heldur eigendur hússins
og þar að auki hafi kjallarinn ekki
verið notaður til neinna annarra
hluta á þessu tímabili. Málinu hafi
verið vísað til byggingarfulltrúa og
verði tekið upp aftur þegar greinar-
gerð hans liggur fyrir. „Það er í
okkar verkahring að sjá til þess að
bílageymslan verði lögleg og það
verður gert,“ segir Hilmar. <D
Umsögn Þjóðhagsstofnunar um sjávarútvegsfrumvörpin
ir atvinnuleysið
a fimmfatt minna
1 umsögn Þjóðhagsstofnunar til
sjávarútvegsnefndar Alþingis um
breytingar á sjávarútvegsstefnunni
kemur meðal annars fram að stofn-
unin gerir ráð fyrir að atvinnuleysið
verði fimmfalt minna en „atvinnu-
mennirnir" halda fram. „Atvinnu-
menn“ höfðu í greinargerð til
nefndarinnar gert ráð fyrir að um
fimm þúsund manns myndu missa
vinnuna, einkum vegna þess að út-
hafsveiðar dyttu út við breytingar á
sjávarútvegsstefnunni en Þjóðhags-
stofnun segir þennan fjölda ekki
vera nema um eitt þúsund manns.
Meðal þeirra sem stóðu að grein-
argerð „atvinnumanna“ voru Arnar
Sigurmundsson formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva, Einar
Svansson framkvæmdastjóri Fisk-
iðjunnar Skagfirðings, Gunnar
Ragnars framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyrar og Halldór
Árnason framkvæmdastjóri Borg-
eyja.
„Atvinnumennirnir" gera mikið
úr því að úthafsveiðar minnki tölu-
vert vegna fimmtíu prósenta regl-
unnar í framkomnum breytingum í
sjávarútvegsfrumvörpum þeim sem
nú liggja fyrir. Þessi regla kveður á
um að: „Veiði fiskiskip minna en 50
prósent af samanlögðu aflamarki
sínu í þorskígildum talið tvö fisk-
veiðiár í röð fellur veiðileyfi þess og
aflahlutdeild niður.. .Viðmiðunar-
hlutfail sem ákveðið er í þessari
málsgrein lækkar þó um fimm pró-
sent fyrir hverja fúlla 30 daga sem
skipi er haldið til veiða utan fisk-
veiðilandhelgi Islands á fiskveiðiár-
inu.“
í greinargerð „atvinnumanna" er
fúllyrt að úthafsveiðar muni skila
um fimm milljarða króna tekjum í
ár, sem er nokkru meira en þessar
veiðar gáfu á síðasta ári. Fullyrt er að
falli þessar veiðar á brott muni 1.500
störf tapast beint en sökum marg-
feldisáhrifa er áætlað að alls verði
fimm þúsund manna atvinnulaus af
þessum sökum.
I umsögn Þjóðhagsstofnunar seg-
ir hins vegar að fimm milljarðar séu
um tíu prósent af aflaverðmæti
fiskiskipaflotans en þar starfi tæp-
lega sjö þúsund manns. I spálikön-
um Þjóðhagsstofnunar sé gert ráð
fyrir að sá fjöldi starfa sem tapast í
heild sé um 50 prósentum hærri en
sá fjöldi sem tapast í fiskveiðum, en
ekki þrefalt hærri eins og „atvinnu-
menn“ leggja til grundvallar, og gera
eigi ráð fyrir að sjö hundruð missi
vinnuna beint. Ennfremur bendir
Þjóðhagsstofnun á að „atvinnu-
mennirnir" virðast ekki hafa tekið
tillit til þess ákvæðis í breytingartil-
lögunum þar sem gert er ráð fyrir að
fimmtíu prósentin lækki um fimm
prósent fyrir hverja 30 daga sem skip
er á úthafsveiðum þannig að ef skip
er 10 mánuði eða lengur á úthafs-
veiðum annað hvert ár er þess ekki
krafist að það veiði neitt af þeim
veiðiheimildum sem það hefur
fengið úthlutað.
Hvað varðar gagnrýni „atvinnu-
manna“ á óhagræðið af takmörkun-
um á ffamsali kvóta tekur Þjóðhags-
stofnun undir hana að hluta til. I
umsögn stofnunarinnar segir meðal
annars að af umfangi kvótaviðskipta
á undanförnum árum megi áætla að
verulegt hagræði sé af framsali kvóta
og að þetta hagræði hafi farið vax-
andi með aukinni þekkingu á kerf-
inu. Sem dæmi megi nefna að
kvótatilfærslur í botnfiski og rækju á
milli skipa á síðasta fiskveiðiári
námu um 75 prósentum af aflanum.
Þjóðhagsstofnun bendir hins-
vegar á að þótt markaður fyrir árs-
kvóta hafi vaxið gífúrlega á undan-
förnum árum sé markaður fýrir var-
anlegan kvóta enn mjög lítill og van-
þróaður. Ástæða sé til að ætla að sú
óvissa sem ríki um varanleika kvóta-
kerfisins ráði hér nokkru en einnig
sé mögulegt að fyrirtæki í sjávarút-
vegi hafi enn ekki lært að nýta sér þá
möguleika sem felast í viðskiptum
með varanlegan kvóta. Síðan segir:
„Þróun markaðarins með árskvóta
sýnir ljóslega að það tekur tíma fyrir
fyrirtækin að læra á nýtt kerfi og þá
möguleika sem það býður upp á.
Ýmislegt bendir til þess að það væri
til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarút-
veg ef markaður með varanlegan
kvóta yrði virkari og fyrirtæki í út-
gerð gæfu meiri gaum að því að laga
betur rétt sinn til kvótaúthlutunar
að þörfum sínum.“ O
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994