Eintak

Útgáva

Eintak - 05.05.1994, Síða 21

Eintak - 05.05.1994, Síða 21
Ef alnæmi er undanskilið þá hafa fáar nýjar drepsóttir herjað á mannskepnuna á undanförnum áratugum. En um leið og berklar, taugaveiki og aðrar drepsóttir hafa verið lagðar að velli með nýjum lyfjum og meðferðum hafa aðrir sjúkdómar skotið upp kollinum - kvillar sem fyrri tíðar menn hefðu varia flokkað sem sjúkdóma heldur frekar sem ólund, óhamingju, viljaleysi eða aumingjaskap. En þessir sjúkdómar eru sjúkdómar okkar tíma og þeir segja sjálfsagt jafn mikið um okkur og annað í tíðarandanum. Loftur Atu Eiríksson tíndi saman það helsta af þessum nýfundnu - eða í það minnsta nýskilgreindu - sjúkdómum og ræddi við nokkra samtímamenn okkar um baráttuna gegn þeim. Steinunn Sigurðardóttir „Mér finnst eins og smærri vandamálin séu blásin ofmikið út á meðan ekki er talað um stærri og alvarlegri hluti sem skipta meira máli." Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir aö sér finnist greinilegt að margir sæki í gönguferöir og útivist til lausnar á tilvistarvandamálum sínum. „Þótt Reykjavík sé pínulítil borg er stressið við að búa í henni jafnmikið og í stærstu stórborgum,“ segir hún. „Óliklegasta fólk er farið að fara í allt að fimm daga göngutúra um hálendið og stressið er slíkt í höfuðborginni að flestir virðast kjósa að flýja hana eins mikið og þeir geta á sumrin. Ég hef alltaf verið mikil útivistarmanneskja sjálf og sæki mikið út í náttúruna til að- hvíla hugann. Ég hef ekki þurft að sækja nein námskeið eða leita í sjálfs- hjálparbækur vegna persónulegra vandamála en úr því að þú spyrð þá er ég að vísu soldið lofthrædd án þess að ég hafi litið á það sem vandamál. Það er engin meiriháttar paranoja og mér tekst að lifa við það enda lítið um háhýsi hér á landi. Ég bý sjálf á þriðju hæð og það háir mér ekki. Starfs míns vegna sit ég mikið við tölvu og í gegnum tíðina hef ég alltaf þjáðst af vöðva- bólgu öðru hvoru. Mér hefur gefist vel að halda henni í skefjum með líkams- rækt en einu sinni var toppstykkið farið að virka svo þungt að ég fór í sjúkra- þjálfun." Hyað um kaupæði. Þekkir þú það afeigin raun? „Ég hef sjálfsagt einhvern tíma keypt eitthvað sem mig vanhagaði ekkert um vegna þess að ég upplifði vöntun á einhverju sviði. Mér finnst sorglegt að horfa upp á það að núna þegar verslanir eru opn- ar í auknum mæli um helgar þá eru þær fullar af fólki. Það mætti draga þá ályktun að fólk sé að reyna að gera eitthvað skemmtilegt og því detti ekkert betra í hug. Ég hef alltaf litið á það sem kost að hafa búðir lokaðar að minnsta kosti einn dag í viku svo maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af versl- unarferðum." En hvað finnst þér um umræðuna um öll þessi vandamál? „Mér finnst eins og smærri vandamálin séu blásin of mikið út á meðan ekki er talað um stærri og alvarlegri hluti sem skipta meira máli. Mér finnst skorta á fræðslu á breiðari grundvelli um geðræn vandamál. Það er eitt af þessum stóru vandamálum sem ekki eru gerð sýnileg og flestir vita ekkert hvernig þeir eiga bregaðst við ef einhverjum líður verulega illa sem eru þeim nákomnir. Það ætti að tilheyra siðmenntuðu þjóðfélagi að taka verulega á því.“ O lífinu að drepa þá. Slöngur og skriðdýr eru einnig skelfileg í aug- um þjóðarinnar en þessi fóbía tengist sennilega takmarkaðri snertingu okkar við umrædd kvik- indi. Mýs og rottur eru gæddar þeim eiginleikum að hvetja konur til að hoppa upp á stól sem er óskiljanlegt, því rottur eru næstum eins og íkornar sem öllum þykja krútt. Eini verulegi munurinn á íkorna og rottu er skottið en það er eitt af því versta sem hægt er að segja við konu með rottufóbíu. Einbeitingarleysi Með aukinni sérhæfmgu er ein- beitingarleysi til aukinna vandræða fýrir þá sem eiga við það að glíma. Þeir sem eru einbeitingarlausir ger- ast oft bændur því það verður ekki til umtalsverðra vandræða ef menn hafa í rnörg horn að líta. Erfiðara er fyrir skurðlækna að lifa með ein- beitingarleysi og með reglulegu millibili heyrast sögur um ótrúleg- ustu hluti sem gleymast inni í fólki. Slökun er gott ráð við einbeitingar- leysi og framboðið á leiðum til að slappa af er óþrjótandi. Eiturlyfjaneysla Nútíma alkóhólistar láta sér flestir ekki nægja að drekka heldur nota einnig aðra vímugjafa en áfengi. Margir félagsmenn AA- samtakanna eru fyrrverandi eitur- lyfjaneytendur. SÁA fer heldur ekki í vímuefnagreinarálit og á meðferðarstofnunum þar geta hasshausar jafnt sem heróínistar vanið sig af þessum óskunda. Einnig hafa fyrrum fíkniefnasjúk- lingar með sér sarntök undir nafn- inu Narcotics Anonymous sem halda fundi í svipuðum anda og AA nokkrum sinnum í viku. Inn- tökuskilyrðið er einungis að hafa löngun til að hætta neyslu vímu- efna. Feimni og óframfærni Islenska skólakerfið er sniðið að því að framleiða feimna og ófram- færna einstaklinga og hefur náð ótrúlega góðum árangri á því sviði. Það er dónaskapur gagnvart kerf- inu að vera einstaklingur og hafa sjálfstæða skoðun á nokkrum hlut, hvað þá heldur að leyfa sér að tjá hana. Uppskera þessa er ofur- komplexuð þjóð sem samanstend- Atvinnuleysi Alvöru atvinnuleysi er splúnku- nýtt vandamál á Islandi. I stað þess að gera þær hagstjórnarbreytingar sem nauðsynlegar eru til að eyða því er peningum hent í að hjálpa atvinnuleysingjum að sætta sig við orðinn hlut eða undirbúa sig undir að takast á við nýjan starfsvettvang. Verkalýðsfélög og þjóðkirkjan halda námskeið fyrir atvinnulausa. Bakverkir Þótt þursabit sé á undanhaldi er ekki hið sama að segja um aðra og almennt sprikl eru vinsælar leiðir til að losna við bakverki. Búlemía Þeir sem haldnir eru búlemíu eru nútíma fulltrúar fyrir þann forna víkingasið að æla jafnharðan því sem menn innbyrða í mat og drykk. Fræðingar kenna tísku- sveiflum og auglýsingaheiminum um að hafa þau áhrif á konur að þær grípi til þessa örþrifaráðs til að línurnar verði eitthvað í takt við línurnar hennar Kate Moss. Búl- emar hafa oft viðurstyggð á eigin líkama og halda honum í skefjum Sumir nýaldargúrúar ganga svo langt að telja þennan ótta við dauðann undiröldu alls ótta mannfólksins. Eina garantíið sem er boðið upp á við þessum kvilla eru trúarbrögð, en þá setur efinn strik í reikninginn. Einhver sagði að trúfélög væru samtök um að viðhalda sameiginlegum misskiln- ingi, en flestir hafa logið öðru eins að sér og lifað það af. Dýrahræðsla Skordýrahræðsla er mörgum Is- lendingum í blóð borin og margir halda að skordýr hafx þá mission í Afbrotahneigð Æ fleiri unglingar leiðast út á braut afbrota. Það eru gömul sann- indi að það leysir engan vanda að setja menn í fangelsi. Þau virka frekar sem olía á eldinn og saklaus vasaþjófur endar því oft sem morðingi. Fangar hafa meiri möguleika á að verða sér út um menntun í dag en áður og snúa lífi sínu á rétta braut. Einnig hafa raddir frá meðferðarbatteríinu orðið háværari upp á síðkastið og Ijóst er að fljótlega verður afbrota- mönnum boðið upp á að vera þurrkaðir í stað þess að dúsa í fang- elsi. Andsetni Andar taka sér bólfestu í fólki eða híbýlum þeirra. Á dögunum var frétt í DV um fólk sem lenti illa í aðgangs- hörðum öndum í Bústaðahverfi. Al- gengasta húsráðið við andsetni er að leita aðstoðar miðla sem hrekja þá á brott. Þjóðkirkjan hef- ur ekki auglýst að fulltrúar hennar reki út illa anda, en það hefur löngum tíðkast í kaþólskum sið. Eitt aðaldjobb- ið hjá Jésú var að hrekja út illa anda og sumt fólk sem er frelsað til hans í gegnum sértrúarsöfnuði tekur að sér að veita þessa þjónustu. bakverki. Heimilislæknar þjóðar- innar njóta æ minna trausts til að takast á við þennan kvilla enda eru nútíma bakverkir oftar afleiðing af stressi og hreyfingarleysi en brjósk- losi. Ráðin við bakverkjum eru orðin það mörg að auðveldlega er hægt að tileinka þessum vanda all- an sinn frítíma. Hnykkingalæknar, nálastunguaðferð, dáleiðsla, nudd með uppsölum og hægðalyfjum. Þeir sem þjást af ofáti eru margir einnig með búlemíu. Anorexía er stóra systir búlemíu og er viður- kennd sem geðsjúkdómur. Dauðabeygur Hræðsla við dauðann heldur líf- inu í flestum allt til dauðadags. Hilmar Orn Hilmarsson „Ég er ósegjanlega hræddur við að mér verði úthlutað úr einhverj- um listasjóði eða hljóti jafnvel starfslaun listamanna. Ég vakna stundum kófsveittur eftir slika martraðir." Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður á við það menn- ingarvandamál að stríða að vera afskaplega hræddur við að vera tekinn alvarlega sem listamaður. „Ég er ósegjanlega hræddur við að mér verði úthlutað úr einhverjum listasjóði eða hljóti jafnvel starfslaun listamanna. Ég vakna stundum kófsveittur eftir slíka martraðir," segir Hilmar. „Siíkar viðurkenningar gætu kollsteypt öllu því sem ég lít á sem öryggisþætti í lífi mínu. Þetta er óttinn við að verða skuldbundinn einhverjum og þurfa hugsa á þeirra basa. Mér hefur tekist að halda mér á útjarðri siðmenningar- innar og ég hef verið mjög óprófessjónal í öllu sem tengist hefðbundnum tímaáætlunum. Stjórnunarfélagið ætti að nota mig til að sýna fólki hvernig ekki á að vera. Að auki vantar mig líka allan metnað.“ En er allt ilagi að fá Felix-verðlaun? „Það var svo óraunverulegt. Ég þurfti bara að gista á dýr- asta hótelinu í Berlín og hitta filmstjörnur. Maður gat alltaf sagt við sjálfan sig að þetta væri ekki að gerast.“ Annað vandamál sem Hilmar hefur átt við að stríða er kunnáttuskortur hans í arabískri tungu. „Mér hefur aldrei tekist að Ijúka við Teach Yourself Arabic- bókina mína. Þar af leiðandi verð ég kannski ekki viðbúinn þegar múslimarnir taka yfir og mér finnst margt benda til þess. Ég fæ stundum martröð þar sem mér finnst ég vera að taka á móti múslimunum og segi „Shalorn" sem er ávarp á hebresku í staðinn fyrir „Shalaam" sem er arabíska og enda svo fyrir framan aftökusveit.“ Hilmari hrýs jafnframt hugur við að vera settur í fram- kvæmdanefnd Listahátíðar eða annars menningarviðburðar þar sem fólk tekur starf sitt afar alvarlega. „Sem betur fer tekur það mig ekki langan tíma að átta mig á því að það gæti aldrei gerst. En það geta liðið fáein sekúndubrot þar sem ég fyllist lam- andi hræðslu," segir Hilmar. O FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 21

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.