Eintak - 05.05.1994, Side 23
íyrir satt að helstu rímnaskáld
þjóðarinnar hafi þjáðst af minnis-
leysi.
Naglanag
Einhverra hluta vegna hefur það
aldrei verið gúterað almennilega að
menn nærist á nöglum sínum þrátt
fyrir að þær innihaldi mörg bæti-
efni. Rót þessarar meinsemdar er
yfirleitt að finna í taugaveiklun og
öðrum sálrænum vandamálum en
þeir sem nenna ekki að spá í það
geta einnig látið dáleiða sig eða
keypt mjög ólystugt naglalakk í
apótekum.
Ofát
Ef manni leiðist lífið er gott að fá
sér nammi og gleyma áhyggjunum
um stund. Það getur samt orðið að
slæmum vana og fylgifiskarnir eru
offita og almennt stjórnleysi.
Ónefndum ofætum hefur vaxið
fiskur um hrygg, eða þannig, á Is-
landi á undanförnum árum en fé-
lagsmenn skrá gjarnan í byrjun
dags hvað þeir ætla að borða þann
daginn og hringja og segja annarri
ónefndri ofætu frá því. Einnig setja
margir sykur og fleira í þeim dúr á
bannlista yfir það sent þeir ætla
ekki að éta. Dæmi um alvarlegt til-
felli af ofáti væri að fara út í búð og
kaupa fjóra lítra af ís gegn betri vit-
und og fara síðan heim og éta hann
bak við luktar dyr og missa með-
vitund. Ofætur þurfa ekki að vera
feitar frekar en að óvirkir alkohól-
istar þurfa að lykti af áfengi.
Ofbeldishneigð
Fregnir af ofbeldi fara stöðugt
vaxandi á vettvangi fjölmiðla. Æ
fleiri grípa til þess að tjá tilfmning-
ar sínar með þessum hætti en yfir-
leitt er því mætt með skilningsleysi.
Undiralda ofbeldis er oftast gremja
eða reiði og mikil útrás fylgir of-
beldisverkum, sérstaklega ef þau
eru verulega kvikindisleg og fórn-
arlambið á sér einskis ills von.
Ofbeldisfíklar sem vilja ekki búa
á Hrauninu geta fundið sköpunar-
þrá sinni útrás í ýmsum sjálfsvarn-
aríþróttum.
Offita
Einu sinni þótti fínt að vera feit-
ur og búttaðar konur þóttu mest
sexí. Með aukinni velmegun og
neyslu á öllum sviðum, samfara
hreyfmgarleysi, er fita ekki lengur
inni. Fitubollur eru féþúfa sem æ
fleiri misprúttnir sölumenn sækja í
og framboðið á megrunarkúrum,
duftum, pillum og fitubrennslu-
stöðvum vex hraðar en nokkur
fitubolla hér á Iandi. Róttækari
baráttuaðferð gegn offitu og ofáti
er að láta vírbinda saman á sér túl-
ann eða fara I
skurðaðgerð og
láta stytta smá-
þramana.
Ofneysla
áfengis
Þegar Egill
Skallagrímsson
datt í það og
skandaliseraði
fimm ára þótti
aldur hans ekk-
ert tiltökumál.
Framan af öld-
um var litið svo
á að drykkju-
menn væru bara
aumingjar sem
bæru sjálfir
ábyrgð á sínum
gjörðum en
með tilkomu
AA-samtakanna
hér á landi árið 1955 og SÁÁ tutt-
ugu árum síðar hafa viðhorfin
gagnvart ofneyslu áfengis gjör-
breyst. AA-samtökin bjóða upp á
fundi fyrir þá sem treysta sér ekki
til að hætta á eigin spítur og SÁÁ
er með afvatnanir og meðferð fyrir
hina sömu. Eins er hægt að verða
sér út um lyfið Antabus sem veldur
því að menn verða hættulega veikir
ef þeir setja dropa af áfengi inn fyr-
ir sínar varir. Þá er boðið upp á
námskeið fyrir þá sem ekki kunna
að drekka en vilja halda neyslunni í
hófi.
Orkuleysi
Besta ráðið við orkuleysi er að
drífa sig í líkamsrækt. Þeir sem
nenna því ekki geta valið um að
fara í orkunudd sem byggir á því
að nudda orkustöðvar líkamans
eða fengið sér kaffibolla. Kaffihús-
um og líkamsræktarstöðvum fjölg-
ar stöðugt í Reykjavík og því er
engin ástæða til þess að þjást leng-
ur af orkuleysi.
Ófrjósemi eða
of mikil frjósemi
Það er annað hvort of eða van í
þessum efnum. Getnaðarvarnir
eins og pillan, hettan, og smokkur-
inn eru algengustu lausnirnar gegn
frjósemi. Ef ekki er gripið nógu
snemma í taumana er líka
hægt að skella sér í fóstur-
eyðingu eða ef menn vilja
gera eitthvað róttækara að
láta kippa sér úr sambandi
með tiltölulega einfaldri
skurðaðgerð. Skírlífi og
sjálfsfróun koma einnig til
greina en flestir notast ein-
ungis við þær lausnir í hall-
æri. Ófrjósemi er erfiðari
viðureignar en hún er ört
vaxandi vandamál. Þegar
getnaðarvörnunum er
sleppt er ófrjósemin oft
orðin sjálfvirk. Sumir reyna ,*
glasafrjóvgun en einungis
um þriðjungur þeirra með-
ferða gengur upp.
þeirra. Krabbameinsfélagið heldur
námskeið fyrir þá sem vilja hætta
að reykja og hægt er að fá plástur,
tyggjó, eða nefúða í lyfjaverslunum
til hins sama. Dáleiðslu og nála-
stunguaðferðum má einnig beita til
að vinna bug á þessu vandamáli.
Nýlega voru stofnuð samtökin
Smokers Anonymous hér á landi
en félagsmenn nýta sér sömu hug-
myndfræði og AÁ í þeim tilgangi
að reykja ekki: „Taka einn dag í
einu.“
Sambúðarvandamál
Aukið vinnuálag og skortur á
hreinskiptum samræðum eru efst á
listanum yfir orsakavalda fyrir
sambúðarvandamálum. Málamiðl-
anir eru nauðsynlegar í sambúð til
Sjónvarpssýki
Sjónvarpið leysir allan vanda nú-
tímamannsins en verst er að mað-
ur getur orðið húkkt á því. Það er
alltof öfgafull krafa að benda sjón-
varpssjúklingum „einfaldlega“ á að
slökkva á tækinu því það væri ekki
ósvipað og að benda lofthræddum
manni á að losa sig við óttann með
fallhlífarstökki. Eini staðurinn sem
vitað er um til að flýja sjónvarpið í
einhvern tíma er í áfengismeðferð-
um hjá SÁÁ. Sjónvarpssjúklingar
ættu því að byrja á að fara á fjöl-
skyldunámskeið til að kynna sér
einkenni alkohólisma og skella sér
síðan beint í meðferð.
fíkla hér á landi, en flestir eru enn-
þá að leita að botninum á vasan-
um.
Stelsýki
Það er viðurkennt sem hobbí að
reyna að stela pínulítið þegar þú
ert ungur en ef þú ert gömul kona
sem vill halda andanum ungum
með slíku framferði ert þú stimpl-
uð stelsjúklingur. Það er spennandi
að stela og margir ánetjast þeirri
spennu. Einnig má fá gott masók-
ískt kikk út úr því að vera böstaður
í minnkapels með hangikjötsbréf í
vasanum. Sálfræðingar hjálpa stel-
sjúkum en hollt heimilisráð er að
vera með göt á vösunum.
Dora Takefusa
"Ég býst við að lífhræðsl-
an stafi afþvíað ég er ekki
tilbúin til að deyja."
Ómeðvituð
þvaglosun
Orsök þess að börn pissa
undir er oftast að finna í
óöryggi sem þau upplifa
innan fjölskyldunnar. Ýms-
ar breytingar, eins og til
dæmis það að flytja, virðast
örva þvagfærin en lausnin
er ekki fólgin í því að
skamma börnin því þetta
hátterni er yfirleitt ómeð-
vitað. Oftast bregða for-
eldrar á það ráð að kaupa
gúmmíhlífar á dýnurnar en
einnig má skella börnum í
dáleiðslu eða til sálfræðings sem
getur virkað sem hinn besti þvag-
rásarstoppari. Þvagleki er líka alltaf
að vera algengari hjá eldra fólki og
nú er hægt að fá bleyjur fyrir full-
orðna í flestum apótekum.
Reykingar
Reykingamenn eru sífellt að
verða meiri olnbogabörn í þjóðfé-
laginu og ganga sumir svo langt að
vilja ekki að heilbrigðiskerfið taki
þátt í að greiða fyrir sjúkrakostnað
I að báðir einstaklingar fái að njóta
sín og það kann ekki góðri lukku
að stýra að láta ekkert uppi um til-
finningar sínar við hinn aðilann. Ef
ekki væri fyrir sambúðarvandamál-
in hefðu prestar ekkert annað að
gera en að tala um Jésú og stétt sál-
fræðinga væri í útrýmingarhættu.
Sambúðarvandamál eru margvísleg
og margflókin og eitt af kikkunum
við að asnast út í sambúð með ein-
hverjum er einmitt að leysa þau.
Konráð Adolphsson
í hefímörg ár hreinsað út hús þar sem andar hafa verið á sveimi. Ég
>á hæfileika að geta farið út úr líkamanum og farið þannig á staðinn.
Þegar Konráð Adolphsson skólastjóri
Stjórnunarskólans er spurður að hvort
hann þjáist af kvíða segist hann vera að
mestu leyti kominn yfir það. „Alltaf þegar
maður er að undirbúa eitthvað kemur upp
ákveðinn kvíði en hann hvetur mann bara til
að standa sig betur,“ segir hann. „Menn
losna aldrei alveg við kvíða, að finna aðeins
fyrir honum er bara vottur um heilbrigði. Ég
hef hinsvegar ekki ótta af því sem bíður
mín, það er töluverður munur þar á milli.“
En þú hefur eytt miklum tíma í leit að til-
gangi með lífinu.
„Já, ég er forseti Sálarransóknarfélags-
ins og hef verið áhugamaður um leit að
sannleikanum til margra ára. Það er inn-
byggt í manninn að vilja vita hvað tekur við
á eftir þessu lífi. Það er engin spurning um
það í mínum augum að það er framhaldslíf.
Við höfum fengið svo margar sannanir fyrir
því. Ég hef aldrei óttast dauðann því ég veit
að það er bara upphafið að öðru lífi. Um
leið að þú veist meira og aflar þér aukinnar
þekkingar kemur þú út úr myrkrinu."
Hvað um óttann við að eldast?
„Mér finnst líka bara spennandi að eldast
því það hefur marga kosti. Eftir því sem maður eldist losnar um ýmsa stressvalda
sem tengjast því að koma undir sig fótunum í lífinu og möguleikarnir á að hagnýta
þekkingu sína og njóta lífsins aukast. Aldur er bara tala en með aldrinum kemur nýr
blær yfir lífið sem gefur manni tækifæri til að sinna ýmsum áhugamálum. Það er við-
horfið sem skiptir mestu máli og ef manni tekst að halda því jákvæðu er hægt að
verða niræður en samt í fullu fjöri."
Ég heyrði það að þú hjálpar mönnum sem þurfa að glíma við illa anda.
Já, það er eitt af hobbíum mínum að gera það. Ég hef í mörg ár hreinsað út hús
þar sem andar hafa verið á sveimi. Ég hef þá hæfileika að geta farið út úr líkamanum
og farið þannig á staðinn. Þegar þangað er komið reyni ég að vinna með Ijósinu og
hjálpa fólkinu að skilja hvað um er að vera. Það byggist líka á bæninni og öðru slíku.
Þetta eru um 700 beiðnir sem Sálarrannsóknarfélagið og ég sjálfur fáum á ári til að
hjálpa til við að losa um andsetni. Ég held að ásókn illra anda sé ekkert að aukast —
það er frekar að fólk sé orðið næmara fyrir þessu. Ef einstaklingur er andsetinn sjálf-
ur hjálpa ég honum að loka orkustöðvunum og bið fyrir honum.“
Eru einhver persónuleg vandamál sem þú ert að glíma við í dag?
„Nei, það held ég ekki. Ég reyni bara að halda glaðlegu viðmóti. Það er ekki mikill
vandi. Þú segir bara við sjálfan þig: „Þetta verður góður dagur, ég er frískur hress og
glaður, og í dag er mitt tækifæri.“ O
Skuldafíkn
Fáir íslendinga hafa uppgvötað
að þeir eru haldnir þessum „sjúk-
dómi“ og flestir eru ennþá blúss-
andi virkir. Skuldafíkillinn finnur
sér tilgang í því að vera ekki fyrr
búin að greiða fyrir eitthvað en
hann kemur sér í skuldir að nýju.
Bankarnir eru meðvirkir í þessu
sambandi og stefna að því að
hjálpa skuldsjúkum til að lifa í
skuldaneyslu ffam að gjaldþroti
með því að bjóða upp á ráðgjöf við
að halda uppi þessum
óskunda. Skuldarar hafa
með sér anonymous-sam-
tök í Bandaríkjunum til að
vinna sig frá þessu vanda-
máli. Hvernig líður þér ef
þú hugsar um að segja skil-
ið við kreditkortið?
Tilgangsleysi
Allt er hégómi og eftirsókn eftir
vindi stendur skrifað í Predikaran-
um. Það virðist vera sama hvað
sumum gengur vel í lífinu, þeir
uppskera einungis tilgangsleysi og
vöntun á lífsfyllingu. Nýr BMW
kallar óhjákvæmilega á nýjan Benz
og þar ffam eftir götum. Þegar
einu takmarki er náð hillir í það
næsta fyrir marga, og tómleikatil-
finningin eykst um leið og mögu-
leikunum til að fylla tómið fækkar.
Kannski er stærsti misskilningur-
inn fólginn í því að halda að ein-
hver tilgangur sé með lífinu. Sam-
tökum um framreiðslu á tilgangin-
um með stóru T- i fjölgar óðum
enda hefur eftirspurnin aldrei verið
meiri og naflaskoðun verður sífellt
vinsælla áhugamál.
Dóra Takefusa þáttagerðarmaður finnur helst fyrir stressi og kvíða þegar reikn-
ingarnir er orðnir of margir og launaumslagið er of þunnt.
„Eina ráðið við þ>ví er að reyna að borga einhverja af reikningunum og semja
um afganginn. Eg kannast við að fá höfuðverk vegna vöðvabólgu sem stafar af
stressi," segir hún.
Hvað með kynlífssýki?
„Hún kemur í tímabilum. Annars er ég örugglega mjög eðlileg hvað það
varðar.“
Dóra viðurkennir upp á sig kaupæði og segir að sér þyki gaman að
kaupa hvað sem er — skrúfur og nagla ef því er að skipta.
„Matarsýki þekki ég líka. Mér finnst matur mjög góður.
Það koma dagar þegar ég borða mikið en aftur á móti
aðrir þegar ég snæði aðeins léttan mat,“ segir Dóra.
„Ég finn stundum fyrir lofthræðslu. Þó sæki ég í að
líta niður. Eftir að ég eignaðist son minn er ég orðin
ansi lífhrædd. Áður fann ég hvorki fyrir flughræðslu
né bílhræðslu. Ég býst við að lífhræðslan stafi af því
að ég er ekki tilbúin til að deyja. Þó tel ég dauðann
ekkert slæman. Ég óttast ekki að eldast en kvíði því
þó að vera komin yfir sjötugt."
Þegar illa liggur á Dóru leitar hún fremur ráða
hjá sjálfri en öðrum.
Stundarðu innhverfa íhugun eða eitthvað í þá
áttina?
„Ég held að allir geri það ómeðvitað þótt við
beitum henni mismunandi mikið,“ segir Dóra.
Annað slagið verður hún vör við sjónvarps-
sýki og horfir þá á hvað sem er.
„Mér finnst gott að horfa á sjónvarp
þegar ég finn fyrir tómleika. Sjónvarpið
matar mann og það er gott að slappa
af fyrir framan það og þurfa ekki að
hugsa neitt. Það rænir hugsun-
unum,“ segir Dóra. „Ég nærist á
því að hafa mikið að gera og
mikla spennu í kringum mig.
Áður fyrr fannst mér mjög
spennandi að stökkva upp í
flugvél og fara þangað sem
leið hennar lá. Ég hafði fáeina
aura í vasanum og treysti á
að hlutirnir réðust. Mér finnst
lífið yfirhöfuð mjög spenn-
andi.“ G
Spennufíkn
Spennufíkn er hin hliðin
á eirðarleysi. Spennufíklar
brenna seint yfir á nautn
sinni og þjóðfélagið gengur
beinlínis á því að verða
þeim út um ný viðfangs-
efni. Gott ráð við spennu
er að fylgjast með Evróvisi-
on keppninni.
Spilafíkn
Hætta skal hverjum leik
þá hæst stendur eru eink-
unarorð sem spilafíklar
geta ekki tileinkað sér. Einu
sinni spilaði þjóðin bara í
einhverju stórhappdrætt-
anna en með tilkomu skaf-
miða, spilakassa og fleira í
þeim dúr eru æ fleiri húkkt
á þessu tómstundargamni
sem getur endað í gjald-
þroti. Spilafíkillinn flýr lífs-
baráttuna og eigin tilfinn-
ingar og kemst þess í stað í
tilfinningaleg tengsl við
spilakassa. Um stund finnst
fíklinum hann hafa stjórn-
ina en að lokum tekur
kassinn hann á hælinn. Er-
lendis blómstra samtökin
Gamblers Anonymous og
eitthvað hefur verið haldið
af námskeiðum fyrir spila-
Stress
er líklega algengasti menningar-
sjúkdómur nútímans og fylgifiskar
þess geta verið margvíslegir. Ef
menn óttast afleiðingarnar af því
að poppa eina róandi í tíma og
ótíma eða fá sér í glas fýrir hádegi
eru líkamsrækt og slökun af ýmsu
tagi oftast nefnd sem helstu lausn-
irnar. Margir kjósa einnig að slaka
á í nuddi eða sólbrúnkusamlokum
en þessi ráð duga einungis við væg-
ari einkennum af stressi.
Þeir sem taka farsímann með sér
á klósettið þurfa væntanlega að
gera eitthvað drastískara í sínum
málum og leita til sálfræðings eða
geðlæknis.
Svefnleysi
Svefnpillur eru úrelt ráð við
svefnleysi. Kindurnar eru allar
löngu stokknar yfir girðinguna og
hrossum er haldið í sóttkví.
Mogginn er sennilega ódýrasta
ráðið við svefnleysi en Stöð 2 veitir
honum æ meiri samkeppni. Kosn-
ingabaráttan á eftir að vera mjög
áberandi á næstunni og lesning
kosningaáróðurs á því örugglega
eftir að vera haldgott ráð fyrir þá
sem glíma við svefnleysi.
Sveppasýking
Sveppasýking er rosalega „inn“
um þessar mundir. Sveppurinn
þrífst í maganum eða smáþörmun-
um, en vandamálið er að hann er
ósýnilegur.
Samt er einn maður í Kópavogi
sem getur hjálpað þeirn sem þjást
af sveppasýkingu, en fyrst verða
menn að skrifa undir yfirlýsingu
um að þeir muni ekki lögsækja
hann.
Syndgun
Fæstir taka því alvarlega þótt
þeir syndgi öðru hvoru og líta svo
á að syndin gefi lífinu lit. Þó eru
alltaf einhverjir sem líta svo á að
tilgangur lífsins sé að fara eftir lög-
máli guðs eins og það er sett fram í
Biblíunni. Kristilegir söfnuðir hafa
verið í mikilli sókn á undanförnum
árum og ólíklegust menn taka upp
á því að frelsast fyrir Jesúm Krist.
Unglingavandamál
Unglingurinn sem eining var
fundinn upp með tilkomu borgar-
samfélagsins. Vandamálið felst oft-
ast í vanda foreldra og skilnings-
leysi á þörf ungs fólks til sjálfstæðis
og sköpunar sjálfsímyndar. Tilvist
foreldranna hefur verið bundin við
að segja börnum sínum hvað ekki
má og þegar þau nenna ekki að
hlusta á „þetta væl“ lengur er voð-
inn vís og foreldrarnir misstu til-
gang sinn í lífinu ef ekki kæmi til
unglingavandamálið. Því meira
sem foreldrarnir eru í klessu með
sín mál, þeim mun illþyrmilegra
verður unglingavandamál viðkom-
andi barns. Sálfræðingar bera
smyrsl á sárin en ef það dugar ekki
til er unglingurinn sendur á stofn-
un eins og Unglingaheimili ríkisins
eða meðferðarheimilið Tinda á
Kjalanesi.
Þunglyndi
Ég hitti einu sinni tvítugan
mann sem var ennþá á bömmer yf-
ir að hafa tapað handboltaleik þeg-
ar hann var tólf ára. Hann er man-
ic-depressive, en það er löngu við-
urkennt sem sjúkdómur. Það er
eðlilegt að skyn og skúrir fylgist að
í lífinu og það væri hálf tilbreyt-
ingalaust af maður færi aldrei á
nettan bömmer. Sjálfsmynd þess
sem þekkir ekki þunglyndi hlýtur
að vera brengluð og að einhverju
leiti að einkennast af afneitun. Æ
færri virðast vera tilbúnir til að
kaupa þá hugmynd að vilja alltaf
vera í stuði. ©
FIMMTUDAGUR 5. MAI 1994
23