Eintak - 05.05.1994, Side 27
irða
dustuðu af rykið. Elísabet Jök-
ulsdóttir gerði sér lítið fyrir og
samdi strax eitt eftir að ég hafði tal-
að við hana.“
Pétur er þess fullviss að þörf sé á
menningarblaði á borð við ísland
og finnst sjálfsagt að fólk hafi úr
fleiru að velja.
„Það getur ekki vitað af hverju
það er að missa ef það kýs að láta
bækur rykfalia upp í hillu án þess
að kynna sér þær. Fólki getur ekki
verið alvara ef það kýs heldur að
horfa á innflutta framhaldssápu,"
segir Pétur.
Meðal efnis í Islandi eru bréfa-
skrif Sveinbjarnar heitins Bein-
teinssonar til Hallgerðar
Hauksdóttur og sömuleiðis skrif
fáeinna rithöfunda þar sent hetjur
íslendingasagnanna eru færðar inn
í nútímann. Þessir höfundar eru
Birgir Sigurðsson Inga Huld
Hákonardóttir, Þórarinn Eld-
járn, Baldur Gunnarsson og
Ingibjörg Haraldsdóttir.
íslandi verður dreift ókeypis til
menntaskólanema sem og Há-
skólanema og er styrkt af Þjóðhá-
Sigtryggur
Baldursson
tónlistarmaður
Ég elska...
blauta tennisbolta
(þrjá saman).
tíðarnefnd og Kynningarnefnd Há-
skóla íslands. I tilefni útgáfunnar
verður haldin mikil útgáfuhátíð í
Perlunni á sunnudaginn kl. 15.00.
Þar munu sumir þeirra sem efni
eiga í blaðinu lesa upp. Meðal
þeirra sem þar lesa og eiga efni í
blaðinu eru Sindri Freysson, Ari
Gísli Bragason Sjón og Bragi
Ólafsson. Jafnframt verður leikin
tónlist og ætlar Atli Heimir
Sveinsson til dæmis að leika verk
sem hann samdi sérstaklega fyrir
blaðið við ,Ættjarðarkvæði“ eftir
Þorstein Gylfason. ©
Á laugardaginn kemur nýtt afl til sögunnar í skemmtanamenningu Reykjavíkur
„Ekkert í líkingu við þetta hefur verið gert áður. Menn hafa kannski verið að taka inn einn plötu-
snúð eða skipuleggja einhverja uppákomu einu sinni á ári, en við ætlum að hafa eitthvað um hverja
einustu helgi og búa til klúbb á heimsmælikvarða." Þeir sem hafa uppi þessu stóru orð heita
Hólmar og Margeir og ætla um næstu helgi að hleypa af stokkunum nýjum næturklúbbi í
Reykjavík. „Það hefur verið hálfgerð ládeyða í skemmtanalífinu upp á síðkastið og okkur fmnst
kominn tími til að breyta því.“ Þeir félagar eru ekki alsendis óreyndir í skemmtanalífmu.
Margeir var plötusnúður í Ingólfscafé í eitt og hálft ár og núna í mars fylltu hann og
Hólmar einmitt þann stáð eftir að hann hafði verið í töluverðri lægð. Samstarfið
við eiganda Ingólfscafés gekk hins vegar ekki sem skyldi og leiðir þeirra skildu eftir
þrjár helgar.
Þeir félagar koma nú tvíefldir til leiks með skemmtistað sem verður algjörlega á
þeirra eigin forsendum. Staðurinn hefur fengið nafnið Venus og er til húsa á Vita-
stíg 3 innan veggja Bóhem. Hann er á tveimur hæðum og andrúmsloftið verður
líka tvískipt. Uppi er stór geimur þar sem Hólmar, Margeir og Grétar framreiða
glænýja danstónlist og fólk getur dansað og svitnað. Niðri verður aftur á móti ró-
legri stemning, sófar og kertaljós þar sem fólk getur sest niður og slakað á og spjallað
saman. Tónlistarstjórnin á neðri hæðinni verður í höndum Sæunnar og ætlar hún að
leggja mesta áherslu á acid-djazz og fönk.
Venus opnar með pomp og pragt á laugardaginn. Þetta fyrsta kvöld er fyrst og
fremst hugsað sem kynning á staðnum. 1 tilefni opnunarinnar verður frítt áfengi eins
og hver getur í sig látið þannig að fólk ætti ekki að fara heim í normal ástandi. Helg-
ina 13. til 14. maí verður síðan allt sett á fullt blast. Þá konta góðir gestir frá London:
Klúbbagúrúin og plötusnúðarnir Rythm Doctor og Olyvia Adjei aka Evil O. Þau
skötuhjúin hafa staðið að uppákomunni „Feel Real“ á föstudagskvöldum á skemmti-
staðnum Gardening Club undanfarið ár og hefur sá viðburður verið fastagestur á
topp fimm lista J. J. Magazine svó mánuðum skiptir. 1
nýlegu aukablaði með tímaritinu /D voru þau síðan valin KlÚBBAGÚRÚIN OG
sem fólk framtíðarinnar ásamt fleirum. PLÖTUSNÚÐARNIR
Hólm; r og Margeir segja að þetta sé að aðeins for- Rythm Doctor og Olyvia
,, cu - 1 1 1 * Adiei aka Evii O verða á
smekkurii.n af þvi sem koma skal. © Venus heigina 13. til 14.
maí.
kl. 20.00. Hilmar Jónsson og Sigurður Sigur-
jónsson eru senuþjófar í sínum smáu hlutverk-
um.
Eva Luna sýnd kl. 20.00 á Stóra sviði Borgar-
leikhússins. Slðasta sýning verður 20. maí svo
nú fer hver að verða síðastur að sjá Evuna. Sýn-
ingin verður ekki tekin upp næsta haust því
þetta er svo kostnaðarsöm uppfærsla.
DANSSTAÐIR
Express er stórskemmtileg hljómsveit sem
leikur fyrir dansi á Ömmu Lú. Orn Árnson
skemmtir matargestum.
UPPÁKOMUR
Hin árlega Elvis Presleykeppni hefst á
Tveimur vinum. í kvöld verður skráning, upphit-
un og undanrásir. Fólk er eindregið hvatt til að
mæta á þennan einstaka menningarviðburð.
F U N D I R
Pétur Henry Peterson talar um tegundamynd-
un í sjó í hádegisfyrirlestri Ltffræðistofnunnar.
Hann hetstkl. 12.15.
T
cTiXO:
F'n
Wí,
I Þ R O T T I R
Handbolti I kvöld hefst lokahrina Islandsmóts-
ins í handknattleik. Liðin sem berjast um ís-
landsmeistartitilinn eru Haukar og Valur, en
það er vel við hæfi því þetta eru liðin sem hafa
leikið best allra í vetur og urðu í tveimur efstu
sætum deildakeppninnar. Haukar hafa verið
mjög sannfærandi í úrslitakeppninni. Þeir byrj-
uðu á því að leggja Aftureldingu í tveimur leikj-
um, unnu heima og heiman, og þá lögðu þeir
Víkinga að velli. Það reyndist ekki alveg jafn
auðvelt verkefni og þurttu liðin að leika þrjá leiki
til að knýja fram úrslit. En Haukar unnu þó
þriðja leikinn á sannfærandi hátt á heimavelli
sínum við Strandgötuna. Við upphaf keppnis-
timabilsins bjóst enginn við sérstökum stórræð-
um a) Valsliðinu. Liðið hafði misst þrjá af burð-
arásum sfnum: Jakob Sigurösson hætti,
Valdimar Grímsson gekk til liðs við KA og
Geir Sveinsson fór til Spánar að spila, helöi
flestum liðum munað um minna en þetta. En
Þorbjörn Jensson kann sitt fag og undir hans
stjórn endaði hið unga liö Vals (öðru sæti í
deildinni og er nú komið alla leið (úrslitaviður-
eignina um íslandbikarinn. Valsarar byrjuöu úr-
slitakeppnina á þvi að slá Stjörnuna úr keppni f
ó n I i s t
haröri þriggja leikja hrinu. í fjögurra liða úrslit-
unum áttu þeir í höggi við baráttuglaða Selfyss-
inga og aftur þurfti að leika til þrautar, þrjá leiki.
Selfyssingar voru klaular að vinna ekki fyrsta
leikinn á heimavelli Vals. Þeir unnu síðan á Sel-
fossi en Valsmenn komu öruggir til leiks í þriðja
sinn og unnu á sannfærandi hátt. Leikurinn i
kvöld hefst klukkan 20.00 og er í íþróttahúsinu i
Kaplakrika, en ekki í íþróttahúsinu við Strand-
götu þar sem Haukar eru vanir að leika heima-
leiki sína.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARPIÐ 18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Gullveig Bandarisk teiknimynd
byggða á sögu H. C. Andersen. 18.55
Fréttaskeyti. 19.00 Sálir og selir á Helsingja-
botni Sænsk mynd um selveiðimenn.
20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Gengið að
kjörborði: Vestmannaeyjar Þeirgeta ekki ver-
ið í lagi á innlendri dagskrárdeild að setja
svona þætti á besta tíma á föstudags-
kvöldum. 21.10 Jarðbundinn engill Earth
Angel Sjónvarpsmynd um stúlku sem snýr
aftur 30 árum eftir að hún iést til að leysa
vandamál skólasystkina sinna. 22.50 Hinir
vammlausu Al Capone og co díla búsi og
munda vélbyssur sínar. 23.45 Lean og Jarre
Tónleikar með verkum tónskáldsins
Maurice Jarre sem samdi tónlistina við
margar myndir breska verðlaunaleikstjór-
ans David Lean. 00.45 Dagskrárlok
STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Myrk-
fælnir draugar 17.50 Listaspegill 18.15 NBA
tilþrif 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19
19.1919.55 Nissan-deildin í handbolta Bein
útsending frá úrslitakeppninni.
21,20Skollaleikur Class Act Lítið spenn-
andi gamanmynd um tvo stráka sem víxla
hlutverkum sínum þegarþeir fara í nýjan
skóla. 22.55 Teltt í tvísýnu Deadly Addic-
tion Ein afþessum myndum um löggu
sem ásökuð er um að ósekju um morð.
Löggan tekur lögin i sínar hendur og
lumbrar á bófunum. Bönnuð börnum.
00.30 Bók bölvunarinnar Cast a Deadly
Spell Auðugur maður fær einkaspæjara til
að finna fyrirsig bók. Bönnuð börnum.
02.05 Nætursigling Midnight Crossing
Gervileg, fáránleg og leiðinleg mynd með
óþarfa ofbeldi. Bönnuð börnum. 03.40
Dagskrárlok
C a u k s i n s
Laugardagur
Bubbi er á vegum úti og fer bæ úr bæ og spilar
fyrir landslýð. Hann er á Skagströnd i kvöld.
Synír Raspútíns eru öflugir rokkarar. Þeir eru
á Gauknum.
Sniglabandið heldur áfram að sinna lands-
byggðinni. Föstudag var bandið á Selfossi en i
kvöld spilar það á Langasandi á Akranesi.
Fánarásamt Björgvini Halldórssyni, hinum
eina og sanna, eru á Café Royale í Hafnarfirði í
góðum Brimklóarfíling. Um seinustu helgi var
þvílíkt fádæma stuð að annað eins hefur ekki
sést í Hafnarfirði og þó víðar væri leitað.
Mæðusöngvasveit Reykjavíkur er hallæris-
legasta og væmnasta hljómsveit sem sögur lara
al. Hún er á Ásláki í Mosfellssveit í kvöld. Af til-
litssemi við Moslellinga treöur hljómsveitin upp
undir nafninu Mæðusöngvasveitin Three Ami-
s t u
gos.
Þú ert er sex manna stórsveit sem ætlar að
vera í myljandi stuöi á Feita dvergnum. Sveitin
skartar bæði karlkyns og kvenkyns söngspírum.
Black Out er á 1929 norðan heiða í kvöld.
BAKGRUNNSTÓNUST
Siggi Björns, trúbadorinn ódrepandi, kemur
frá Köben sérstáklega til aö spila fyrir gesti á
Café Amsterdam.
Léttir sprettir er eldhress hljómsveit sem
spilar fyrir gesti Rauða Ijónsins.
Skárr’n ekkert spilar til klukkan eitt í nótt á
Borginni. Eftir það verður acid-djazz og önnur
fín tónlist leikin í hljóðkerfi staðarins.
Valdemar Örn Flygenring raular eins og
hann frekast getur i Turnhúsinu.
Bjössi greifi trúbadorast á Fógetanum.
Léttir sprettir heitir eldhress hljómsveit sem
spilar fyrir gesti Rauöa Ijónsins.
v i k u
FIMMTUDAGUR 5. mai FÖSTUDAGUR 6 MAÍ LAUGARDAGUR 7. maí SUNNUDAGUR 8. mai MÁNUDAGUR 9. mai ÞRIDJUDAGUR 10. mai
HUNANGFRÁ AKUREYRI HUNANGFRÁ AKUREYRI SYNIR RASPÚTÍN SYNIR RASPÚTÍN JETBLACKJOE JETBLACKJOE
MIÐVIKUDAGUR 11. maí
NOA
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994
27