Eintak

Tölublað

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 1

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 1
 Valgeir Víðisson, sem hefur verið saknað síðan 19. júní Hafðifengið morðhótanir Samkvæmt heimildum EINTAKS hefur komið fram í yfirheyrslum lögreglunnar að Valgeiri Víðis- syni hafi ítrekað veri hótað lífláti af ákveðnum aðilum í fíkniefnaheim- inum. Þennan hóp hafi hann ætlað að hitta að máli sama dag og hann hvarf, nánar tiltekið 19. júní. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafði hann komist í kast við lögregluna vegna fíkniefnamisferlis. Sam- kvæmt fyrrgreindum framburði, ef hann er réttur, voru líflátshótanirn- ar í tengslum við vangoldnar skuld- ir Valgeirs. Jónas Jón Hallsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn vildi ekkert segja um það hvort þetta væri rétt eða ekki. Hann sagði að lögreglunni hefði borist fjöldi sögusagna um þennan atburð og verið væri að kanna þessa líkt og allar aðrar. Hann segir að rannsóknin beindist að engum sérstökum hópum eða einstaklingum og enginn hafi verið handtekinn. Rannsóknin á hvarfi Valgeirs hefur ekki enn verið vísað til Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Jónas segir að þangað verði henni ekki vísað nema rökstuddur grunur vakni um að hann sé ekki á lífi. „Þá munu aðrir taka ákvörðun um framvindu mála,“ segir hann. Jónas segir að Rannsóknarlögreglan fylgist vel með málinu og einnig sé gott sam- starf við Fíkniefnalögreglu ríkisins. Leitin að Valgeiri er í fullum ; gangi og er nú aðallega leitað í fjör- f unum við Reykjavík og eyjunum | sem liggja fyrir utan. <D Sjá blaðsíðu 2 Unnur, Valkyija íslands Hörkudeilur meðal stjómaríiða vegna Evrópuleiks Jóns Baldvins IVIiðhúsasjóðurinn efnagreindur í fjórgang Ingibjörg Sólrún sendir ríkinu hand- boltann Starfsmenn Þor- geirs & Ellerts á báðum áttum Böm leggja íbúðar- húsírúst Sénriskuleg og háHgeggjuð Bmarit +

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.