Eintak

Tölublað

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 8

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 8
'*tC*A*A Heimsmeistarakeppninni er lokið EVRÓSJÓN-ÁSTAND i MIÐBORG Reykjavíkur. Á meðan ítalir og Brasitíumenn áttust við í Los Angeles var fátt um manninn á götum Reykjavíkur. Þtjár og[ hálf milljón lóni á vóllinn Mesta íþróttaviðburði heims er lokið. Að undanskildum sjálfum Ólympíuleikunum, sem er auðvit- að keppni í fjölmörgum íþrótta- greinum, er heimsmeistarakeppni FIFA vinsælasti íþróttaviðburður í heimi. Fyrir keppnina, sem haldin var í Bandaríkjunum, voru uppi miklar efasemdaraddir. Talað var um að sú staðsetning væri eins og að keppa í hafnabolta á Italíu eða í ís- hokkí á Indlandi. Þessar raddir eru nú að mestu þagnaðar. Keppnin hefur farið ótrúlega vel fram, engar knattspyrnuóeirðir hafa átt sér stað, áhorfendur hafa verið ótrú- lega margir og áhugasamir og talað er um að síðasta vígið sé loks fallið, Bandaríkin hafi loksins náð að uppgötva vinsælustu íþrótt verald- ar. Fyrir keppnina voru ákveðnar nokkrar breytingar sem skyldu auka skemmtanagildi leiksins og íjölga mörkum. Þetta hefur gengið vel eftir. Dómararnir hafa verið duglegir að senda sjúka menn út af vellinum til að koma í veg fyrir tafir og nú er svo komið að menn eru hættir að liggja eins og skotnir eftir minniháttar brot og virkur leiktími hefur aukist í takt við það. Nýjar knattspyrnuhetjur eru komnar fram í dagsljósið, allir þekkja nú Gheorghe Hagi, Hri- sto Stoichkov, Roberto Baggio, Rpmario, Bebeto og svo mætti lengi telja. Kóngurinn Diego Armando Maradona féll á lyfjaprófi og fór út með skömm, Escobar skoraði eig- inlegt sjálfsmorð með skoti á vit- Iaust mark og úti um allan heim hafa risið deilur um rétt sjónvarps- stöðva til að rjúfa hefðbundna dag- skrá fyrir lifandi myndum af full- orðnum karlmönnum eltandi bolta út um allan völl. Keppnin í ár er búin og fjögur ár eru í þá næstu. Sem betur fer segja sumir og aðrir ekki. Svona er lífið. Og boltinn. O

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.