Eintak

Tölublað

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 6
EINTAK Gefið út af Nokkrum ísiendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Hafsteinn Egilsson Augiýsingastjóri: Örn Isleifsson Dreifingastjóri: Trausti Hafsteinsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Rafn Marteinsson, Friðrik Indriðason, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Gerður Kristný, Gisli Hjartarson, Hilmar Örn Hilmarsson, Huldar Breiðfjörð, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnar Óskarsson, Sigurgeir Sveinsson.Sigurjón Kjartansson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Setning og umbrot: Nokkrir Islendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Handalögmál heimilanna Umræða um heimilisofbeldi hefur aukist mjög á und- anförnum árum. Ekki vegna þess að það sé að færast í aukana. í sjálfu sér er ekkert sem bendir til þess að svo sé, mannkynssagan og goðsagnir eru uppfullar af dæm- um um ofbeldi innan veggja heimilisins. Það sem hefur verið að breytast er að fólk er ekki lengur tilbúið að líta á það sem einkamál fólks hvort það lætur maka sína ganga í skrokk á sér eða ekki. Og það er ekki heldur til- búið að láta það viðgangast að börn alist upp í slíkri ógnargíslingu. Flest fólk að minnsta kosti. Það elur hins vegar á svartsýni í þessum efnum, að enn virðist ótrúlegur íjöldi fólks ekki kippa sér upp við handalögmál heimilanna. Á sama tíma og allir þegnar þjóðfélagsins eru sammála um að sérhver maður skuli njóta réttar til lífs og lima — að lögin skuli standa vörð um öryggi almennings — kemur fram í skoðanakönn- un Gallups að tæplega helmingur karla á aldrinum 15-24 ára telur réttlætanlegt að þeir slái konur sínar utan undir! Auðvitað ber margt út af í lífinu og Kristur kenndi lærisveinum sínum að bjóða hinn vangann, en það er óyggjandi merki þess, að eitthvað sé að, þegar slíkur fjöldi manna telur það réttlætanlegt, svona al- mennt og yfirleitt, að leggja hendur á konur sína. Það eykur áhyggjurnar enn, að niðurstöður þessarar könn- unar eru úr öllu korti, þegar þær eru bornar saman við samsvarandi kannanir í helstu grannríkjum okkar. Hvað er til ráða? Standist þessar niðurstöður Gallups er vafamál að við búum í siðmenntuðu þjóðfélagi. Kvennaathvarfið hefur lyft Grettistaki í þessum efnum. Eins og lesa má um í EINTAKI í dag hefur straumurinn þangað aukist ár frá ári. Þar má einnig lesa að í upphafi leit fólk á Kvennaathvarfið sem hvert annað húmbúkk eða þá að sú skoðun var viðruð að konur, sem létu berja sig, vildu vera barðar. En sannleikurinn gjörir menn frjálsa og til allrar hamingju hafa raddir af þessu tagi þagnað. Jafnþarft og Kvennaathvarfið er, þá veitir það aðeins hjálp í viðlögum. Það er dagljóst af niðurstöðum Gall- up-könnunarinnar að hér þarf hugarfarsbreyting að koma til, hugarfarsbreyting sem elur á tillitssemi og umburðarlyndi og minnir á að frelsi einstaklingsins nær aldrei lengra en að nefi náungans eða eiginkonunnar. © Ritstjórn og skrifstofur Vesturgötu 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. - seg/r einn stjómannanna íslenska útvarpsfélagsins um þau ummæli Páls Magnússonar að ummæli fyrrverandi minnihluta hafijafngilt fyrirvaralausri uppsögn. „Páll Magnússon er að slá ryki í augun á fólki með því að segja að hann verði aftur sjónvarpsstjóri ef starfslokasamningurinn verði felld- ur úr gildi. Það er ekki verið að gera athugasemd við uppsögn Páls, enda ekki eftirsjá í honum. Starfsloka- samningurinn sem Ingimundur Sigfússon gerði við hann er það sem málið snýst um, hann er í engu samræmi við það að Páll fer frá fyr- irtækinu af eigin vilja,“ segir einn stjórnarmanna meirihlutans í ís- lenska útvarpsfélaginu um þau um- mæli Páls Magnússonar fyrrver- andi sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 í síð- asta EINTAKI að hann yrði sjón- varpsstjóri á nýjan leik ef starfs- lokasamningurinn yrði felldur úr gildi. Ingmundur Sigfússon Starfslokasamningur hans við Pál Magnússon erenn vefengdur, en meiríhlutinn telur fráleitt að Páll hafi getað litið á orð fyrrum minnihlutaeigenda sem uppsögn. „Það er skýrt að Páli var ekki sagt upp. Hann hætti algerlega af sjálfs- dáðum án þess að um nokkurn þrýsting væri að ræða. Það mat Páls sem kemur fram í EINTAKI á fimmtudaginn, að ýmsar yfirlýsing- ar aðila innan fyrrverandi minni- hiuta um að hann geti jafngilt fyrir- varalausri uppsögn, er beinlínis hlægilegt bull. Þetta er hreint yfir- klór hjá Páli og stórfurðulegt af honum að láta hafa svona lagað eft- ir sér. Það hefur sjálfsagt aldrei gerst áður í sögunni að yfirmaður fyrirtækis segi sjálfum sér upp með þessum hætti.“ Sættir ekki í augsýn Síðastliðinn fimmtudag var haldinn fyrsti hluthafafundur hjá ÓSKAR MaGNÚSSON Virðist hafa ofmetið sáttavilja fyikinganna. Engar viðræðurhafa átt sérstað og engir fundir veríð boðaðir. sjónvarpsstöðinni Sýn eftir að 20 prósenta hlutur íslenska útvarpsfé- lagsins var seldur í fyrirtækinu og nýr meirihluti myndaður. Eins og áður hefur komið fram saman- stendur sá meirihluti af mönnum sem eru í minnihluta innan Is- lenska útvarpsfélagsins. Það sem bar helst til tíðinda á fundinum var að Gestur Jónsson lögmaður, fulltrúi meirihluta- manna innan íslenska útvarpsfé- lagsins, var settur af sem sjónvarps- stjóri Sýnar og Jóhann Óli Guð- mundsson ráðinn í hans stað. Einnig var ný stjórn kjörin á fund- inuni en hana skipa þeir Jóhann Óli Guðmundsson og Óskar Magn- ússon fyrir hönd meirihlutans innan Sýnar og Gestur Jónsson fyr- ir minnihlutann. Fyrir hluthafafundinn var áætlað að taka á dagskrá tillögu um fullan aðskilnað rekstur Sýnar og Stöðvar 2. Þessum dagskrárlið var frestað og þykir það auka möguleika á að sættir takist milli fylkinganna tveggja sem hafa barist um yfirráð- in í Tslenska útvarpsfélaginu und- anfarnar vikur. Einnig sagði Ósk- ar Magnússon, stjórnarformað ur Sýnar, eftir fundinn að sáttavilji væri fyrir hendi inn- an beggja fylkinga. Eitthvað mun þetta vera orðum aukið hjá Óskari því sam- kvæmt heimildum EIN- TAKS frá mönnum inn- an beggja fylkinga hafa engar samningaviðræð- ur átt sér stað um helg- ina og ekki eru neinir fundir fyrirhugaðir. Síðast var reynt að ná sáttum á stífum fund- um fyrir hluthafafund- inn sem haldinn var á miðvikudaginn í Islenska útvarpsfélaginu. Hafa menn á orði að þessi ákvörðun nýrrar stjórnar Sýnar, að fresta ákvörðun um fuilan aðskiln- að við Stöð 2, hafi verið gerð til að hleypa málunum ekki i enn verri hnút en þau eru nú komin í. Meirihlutamenn setja það skil- yrði íyrir sáttum að Sýnarbréfun- um verði skilað og þá muni verða fallið frá málshöfðun á hendur þeim fyrrverandi stjórnarmönnum sem stóðu að sölu bréfanna. Enn fremur verður minnihlutanum auðveldað að selja bréf sín í fýrir- tækinu ef samningur næst á þess- um grundvelli. En eins og er virðast málin enn standa stál í stál og sætt- ir ekki í augsýn. 6 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.