Eintak

Tölublað

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 16
'amestu me skmtalífmu ( A Islandi er fjöldi áhrifamanna. En sumir hafa meiri áhrif en aðrir. Með þetta að leiðarijósi lertaði EIN og innti álits á þvi hverjir væru helstu áhrifamenn í íslensku viðskiptalm. Hér er niðurstaða þessarar < 1. Hörður Sigurgestsson Forstjóri Eimskipafélags ÍSLANDS OG STJÓRNARFORMAÐUR Flugleiða. „Óumdeildur konungur við- skiptalífsins. “ „Hörður er geysilega mikill fag- maður í rekstri og stjórnun. “ „Kemur inn í viðskiptalífið ein- ungis með eigin metnað og hæfileika að vopni. Ekki einn að þeim sem fæddist með silfur- skeið í munni eða hafði sterkar ættir á bak við sig. Samt sem áður vann hann sig upp á topp- inn. Aðdáunarverður ferill. “ „Háirhonum að hann á ekki miklar eignir sjálfur. Liggur ekki á hundruðum milljóna eins og margir aðrir. “ „Original self-made man.“ „Þungavigtamaður eins og þeir gerast þyngstir. “ „Leiðtogi. “ 2. Benedikt Sveinsson Stjórnarformaður Sjóvár- Almennra trygginga og stór HLUTHAFI, STJÓRNARFORMAÐUR SR-mjöls, stjórnarformaður Nesskipa og stærsti hluthafi, VARAFORMAÐUR STJÓRNAR ElM- SKIPS, I STJÓRN FLUGLEIÐA OG FLEIRA. „Höfuð Engeyjarættarinnar og stýrir því gífurlegum ættarauði. “ „Þótt það beri ekki mikið á hon- um er hann ótrúlega áhrifamikill bak við tjöldin. “ „Fylginn sér og líkar illa að menn standi á móti honum. “ „Honum virðist takast allt, sem hann tekur sér fyrir hendur. “ „Hann er stórmeistari ívaldatafli fslensks viðskiptalífs. “ 3. Björgvin Vilmundarsson Bankastjóri Landsbankans og f STJÓRNUM OG RÁÐUM FJÖL- MARGRA VIÐSKIPTA- OG LÁNA- STOFNANNA „Yfirmaður stærsta lánadrottn- ara landsins og hefur lánað til langflestra sjávarútvegsfyrir- tækja. “ „Hefur íhendi sér líf og dauða fjölmargra fyrirtækja. “ „Huldumaðurinn í islensku við- skiptalífi. Hefur það sem reglu að koma aldrei fram í fjölmiðl- um. Þess í stað sendirhann Sverri Hermannsson og er bú- inn að segja honum hvað hann á að blaðra út úr sér fyrirfram. “ 4. Indriði Pálsson Stjórnarformaður Eimskipa, FYRRUM FORSTJÓRI SKELJUNGS, NÚ STJÓRNARFORMAÐUR, ( STJÓRN Flugleiða og fjölda ANNARRA FYRIRTÆKJA. „Svona grand old man í við- skiptalífinu. Tók við af Halldóri Jónssyni sem stjórnarformaður íslands. “ „Ber höfuð og herðaryfir flesta i viðskiptalifinu. “ „Hefur hægt á sér síðustu árin, var sá valdamesti fyrir nokkrum árum. “ 5. Kristján Ragnarsson Framkvæmdastjóri Landsam- BANDS ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA, f STJÓRN Fiskveiðasjóðs Íslands, FORMAÐUR BANKARÁÐS ÍSLANDS- BANKA OG FLEIRA. „Harður íhorn að taka og fylg- inn sér. “ „Hefur mikil itök í sjávarútvegin- um, enda búinn að starfa innan hans ífjöldamörg ár." „Ræður miklu um stefnumótun í sjávarútveginum. Maður sem hlustað er á. “ „Það er mikil list að halda sam- an stórum samtökum eins og LÍÚ saman, þar sem jafnstórir hagsmunir geta rekist á. Þetta hefur Kristjáni tekist með ótrú- legum dugnaði og frekju. “ „Hann er gífurlega vel að sér í íslensku atvinnulífi. “ 6. Friðrik Pálsson Forstjóri Sölumiðstöðvar HRAÐFRYSTIHÚSANNA. „Hann er forstjóri stærsta fyrir- tækis landsins og þess fyrirtæk- is, sem skapar mestar gjaldeyr- istekjur. Það gerir hann að mikl- um áhrifamanni í íslensku við- skiptalífi. “ „Hefur mikið um gengismál að segja. “ „Það er alltaf hlustað á hann.“ „Gæti haft meiri áhrif, en beitir sér fyrst og fremst að SH. “ „Hefur sýnt yfirburðahæfni í stjórn SH. 7. Valur Valsson BANKASTJÓRI ÍSLANDSBANKA. „Ákveðinn maður og mjög fær. “ „Athyglivert að hann skyldi ná því að verða eini bankastjórinn í íslandbanka. “ „Lánadrottinn fjölmargra fyrir- tækja ilandinu." 8. Sigurður Gísli Pálmason FORSTJÓRI FfAGKAUPA, f FRAM- KVÆMDASTJÓRN VSl OG FLEIRA. „Hefuraldrei verið íþessum „Rotaryklúbb“ yfirforstjóra landsins og hefur líka engan áhuga á að vera íhonum. Samt sem áður hefur hann mjög mikil áhrif. “ „Höfuð Hagkaupsættarveldisins og ræður öllu um ganga mála í þessu gríðarlega stóra fyrirtæki. „Ræður yfir stórum hluta smá- sölunnar ílandinu með því að eiga Hagkaup og meirhlutann í Bónus. Er sá maður sem hefur mest að segja um afkomu al- mennings. “ „Hefur ótrúlega mikið peninga- legt vald. Bónus og Hagkaup velta um 6.000 milljónum ár- 9. Brynjólfur Bjarnason Framkvæmdarstjóri Granda, STJÓRNARFORMAÐUR HAFRANN- SÓKNARSTOFNUNAR. „Hefur mjög gott samband við forsætisráðherra og einn af hans helstu ráðgjöfum. “ „Ræður Granda, sem er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki á landinu. “ „Hefur tekist að reka Granda mjög vel. “ 10. Kristinn Björnsson Forstjóri Skeljungs, vara- FORMAÐUR VlNNUVEITENDASAM- BANDSINS, I STJÓRN ElMSKIPA OG Sjóvá-Almennra TRYGGINGA. „Helsti fulltrú H.Ben-veldisins." 11. Árni Vilhjálmsson Prófessor við hagfræði- og VIÐSKIPTADEILD HÁSKÓLA IsLANDS. Stærsti hluthafinn í Hampiðj- UNNI OG í STJÓRN, EINN STÆRSTI HLUTAHAFINN í GRANDA OG STJÓRNARFORMAÐUR, Á í HVALI HF. OG Venus. „Nýtur mikillar virðingar og mjög eftirsóttur í stjórnir fyrir- tækja. “ 12. Einar Sveinsson Formaður Verslunarráðs, FRAMKVÆMDARSTJÓRI SJÓVÁ-Al- MENNRA TRYGGINGA OG f BANKA- STJÓRN ÍSLANDSBANKA. „Ekki jafnáhrifamikill og Bene- dikt bróðir hans, en hefur ærin áhrif samt. “ „Ræður miklu, en stóribróðir er samt höfuð ættarinnar. “ 13. Kristján Loftsson Varaformaður í Granda, for- stjóri Hvals, stjórnarformað- ur Olíufélagsins. „Hefur mun meiri völd en marg- ir gera sér grein fyrir. “ „Gífurlega sterkur karakter og hefur þessvegna mikil völd. “ 14. Kjartan Gunnarsson Framkvæmdastjóri Sjálf- STÆÐISFLOKKSINS OG FORMAÐUR BANKARÁÐS LANDSBANKANS. „Gífurlega slyngur fjármálamaður. “ „Gamall refur. “ 15. Gunnar Ragnars Forstjóri Útgerðarfélag Ak- UREYRAR, I STJÓRN CóLDWATER, I STJÓRN SH, í STJÓRN LANDSVIRKJ- UNNAR OG FLEIRU. „Er gamall i hettunni og þekkir alla. Maður sem hlustað er á. “ 16. Axel Gíslason Forstjóri Vátryggingafélag ÍSLANDS. „Einn afgömlu Sambands- mönnunum. Var allt í öllu innan samvinnuhreyfingarinnar, hefði liklega orðið næsti forstjóri." 17. Magnús Gunnarsson Formaður Vinnuveitendasam- BANDSINS. „Hann getur haft mjög mikið að segja ef hann beitir sér. “ 18. Jón Ingvarsson Stjórnarformaður SH, ( STJÓRN ElMSKIPA OG FJÖLDA SJÓÐA OG FYRIRTÆKJA. „Harður nagli. “ 16 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.