Eintak

Tölublað

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 15

Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 15
 viðkemur sportinu, jafnvel bílana sem koma veiðimanninum á stað- inn. CamePro Blaðið GamePro er sérrit frir vi- deóleikjafrík. Það er jafnt fjallað um leiki frá Nintendo og Sega, auk margra annarra leikjaframleiðenda, en framfarir og vöxtur í þessarri at- vinnugrein er gríðarleg um þessar mundir. I blaðinu er líka fjallað um það, sem koma skal, og sýndar- veruleikinn er nær en margur hyggur. Girls of Outlaw Biker Þetta er frábært blað með engu nema myndum af misberum mót- orhjólagellum. Þær eru flestar með tattú og yfirleitt eru vélvæddir engl- ar ekki langt undan. Það er ekki svo mikið sem ein grein í öllu blaðinu, lengsti textinn er höfundarréttarkl- ásúlan. Svona eiga blöð að vera. Golf Magazine Hér á íslandi eru þeir taldir í þúsundum, sem eyða stórum hluta tíma síns í að spila golf. Úrval golf- tímarita í Eymundsson endurspegl- ar þetta æði, því þar má finna sjö mismunandi blöð, sem öll lofa því að gera úr lesandanum topp gol- fara. Golf Magazine er engin und- antekning. Þar er því lofað að sveiflan gjörbreytist til hins betra; frægir spilarar gefa góð ráð og fjall- að er um öll atvinnumannamótin, sem lesendur þessa blaðs eiga sennilega aldrei eftir að spila á. Good Housekeeping Trúir hefðinni beina útgefendur þessa blaðs boðskap sínum að kon- um. Þetta er kvennablað, en kannski ekki í þeim skilningi, sem ritstýrur Veru hafa hugsað sér það. Hér má fræðast um húsverkin, eldamennsku, nýjustu kvenfata- tískuna og er auðvitað úttekt á ör- bylgjuofnum, besta vini húsmóð- urinnar. Svo vantar auðvitað ekki eina litla ástarsögu til að lesa rneðan suðan kemur upp á kartöflunum. Gourmet Þetta er blað fyrir þá Sigmar B. Hauksson og Stemgrím Sigurgeirs- son, því blaðið fjallar nær einvörð- ungu um sælkerafæði og góð vín, þó svo ýmis lúxusvarningur komist reyndar líka að. Það er engin ástæða til þess að taka þátt í rándýr- um matarklúbbum þegar svona blöð eru á boðstólum. Kerrang! Þetta er eitt best skrifaða popp- ritið, en það fjallar nær einvörð- ungu um rokk í þyngri kantinum. 1 því er að finna fjölda umsagna um diska og gigg beggja vegna Atlants- ála. í bland eru svo viðtöl við síð- hærð stirnin. l’Echo des Savanes Þetta er skrýtið blað. Fyrir það fyrsta er það franskt, þannig að fáir skilja það. Enda skoða það kannski flestir vegna myndanna, sem eru ríkulegur hluti blaðsins. Nokkrar greinar er þarna að finna; í nýjasta tölublaði þess um leynikynlífsfélög, kynlíf í Englandi (eins og það geti mögulega verið áhugavert), vopna- sölu í Frakklandi og grein um stjórnmálaástandið í Kússlandi. Undarlegt blað, en sarnt skemmti- legt — þó maður skilji ekki staf. Loaded Þetta er breskt karlarit, sem er svona eins og Extrablaðid væri ef Snorrarnir væru syndandi í pen- ingum. I því er að fmna umfjöllun um tísku, danstónlist, klúbba- stemminguna, kvikmyndir og hvaðeina, fréttatengdasta efnið er nokkurra síðna grein um O.J. Simpson. í hausi blaðsins segir að það sé blað fyrir karlmenn, „sem ættu að vita betur“. MacWorld Þetta er annað tveggja helstu tímarita fyrir notendur Macintosh- tölva. Menn geta setið við tölvuna dægrin löng og blaðað í handbók- um, en til þess að ná skjótum ár- angri er þessi lesning ómissandi. Fyrir utan að vera fróðlegt er í blað- inu fjöldinn allur af prýðilega skemmtilegum dálkahöfundum. T H i: * r. » fi t R A r t T T — A I l 4 S XJCUI NewRepublic l,M| c«i«r • IN.'UM t«m> • *«(>.% m «*» «.«( Is Stephbn Brever Too CiOOD To Be True? jl'.TrRRV H O íi fc K t' l i \ t i\ \ ’ ;< s e c ö X n UH'*. t t C K The New Republic Blaðið er ekkert rosalega skemmtilegt, en sumum finnst fínt að sjást lesa það. Það er gefið út fyr- ir vinstrimafíuna í Bandaríkjunum, en hér heima eru það kallar eins og Jón Ormur Halldórsson og Karl Th. Birgisson sem lesa það. í blaðinu má finna vangaveltur um hvað sé að Clinton og hvað hafi verið að Carter, hvers vegna fem- ínisminn sé jafnóvinsæll og raun beri vitni og svo framvegis. Ekki mjög spennandi. Newlook Þrátt fyrir nafnið er þetta tímarit franskt og geggjað eftir því. Það er hins vegar erfitt að átta sig á því hvers eðlis það er. Því virðist nær ekkert óviðkomandi og leggur tals- vert upp úr góðum mvndum, ekki síst ef þær eru svolítið djarflegar. vilja láta koma sér á óvart, og er stútfullt af vel unnu stoffi um und- arleika þessa heims. Option Þetta er eitt af nýju blöðunum, sem helgar sig málefnum X- kyn- slóðarinnar, en er með aðeins meiri glamor og fágun, en yfirleitt er að finna í slíkum blöðum. Umfjöllun- arefnin eru dansklúbbar, eiturlyf og ný bönd með asnalegar hárgeiðslur. PC Magazine Hér er eitt af ómissandi hjálpar- tólum tölvunotenda. í blaðinu er fjallað um hvernig kaupa eigi tölvur og jaðartæki þeirra, hvaða hugbún- aður sé bestur og þar fram eftir göt- um. Blaðið er feykilega þykkt, 514 síður, en megnið af síðum fer undir auglýsingar. Hins vegar eru auglýs- ingarnar oft jafnathyglisverðar og efnissíðurnar. eins heit og gerist í Lundúnum, þar sem suðupotturinn er. ■ .111 Scientific American Þetta er eitt virtasta fræðirit í heimi, sem þó er skrifað fyrir al- þýðu manna. Hvers kyns vísindi eru umfjöllunarefnið og gildir einu hvort verið er að fást við stjörnu- fræði, læknisfræði, stærðfræði eða heimspeki vísinda. Vissulega birtast oft greinar, sem maður hefur lítinn áhuga á, en það er alltaf eitthvað, sem fangar hugann, í blaðinu. Psychology Today Hér er blað fyrir fólk, sem vill kynnast sjálfu sér betur. Það er mjög fræðandi og alþýðlegt um sál- ræn málefni og gerir sérstaklega út á sjálfshjálp. Einnig er fjallað um hvernig bregðast eigi við þung- lyndi, ný lyf og kenningar á sviði sálrænna kvilla. Mjög fróðlegt blað. SCIENTIFIC "Z VMEIUCW «“ ELEGTRONtCS HOBBYiSTS toaia htmtitmM Popular Electronics Ef þú átt lóðbolta, ögn af tini og ónýtt útvarpstæki getur þetta blað upplýst þig um hvernig hægt er að smíða innrauð heyrnatól, síma- ruglara og kjarnorkusprengjur í kjallaranum heima. Blað fyrir fé- lagslega firrt tæknifrík. Project X l>að fær enginn verðlaun fyrir að giska á fyrir hvaða kynslóð þetta blað er gefið út. Það er hreint prýðilega hannað og efnismikið, með aðaláhersluna á tísku og dans- tónlist. Blaðið geldur þess hins veg- ar aðcins að vera bandarískt, því dansmenningin þar er ekki alveg Skin Art Fyrir nokkrum vikum sögðum við frá því í EINTAKI að stofnaður hefði verið hér Tattúklúbbur ís- lands. Þetta er greinilega félagsritið. Blaðið er stútfullt af misgóðunt lit- myndum af húðflúri og heimilis- föngum þeirra sem fást við þetta. Lítið er af öðru efni í þlaðinu, enda gerist þess varla þörf. The Sun Alþjóðleg útgáfa The Sun sérhæf- ir sig í fréttum, sem eru ekki fréttir heldur yfirgengilega ótrúverðugur vaðall, en þó yfirleitt með örlitlu sannleikskorni einhvers staðar. I nýjasta blaðinu er sagt frá yfirvof- andi ísöld vegna lofsteinaáreksturs við Júpíter, nýrri gröf frelsarans á Indlandi og móðurkossi, sem lífg- Wild Cartoon Ritstjórar þessa blaðs þjást greinilega ekki af minnimáttar- kennd, því á síðu tvö segja þeir að blaðið sé það besta sinnar tegundar i heimi hér. Þetta er blað fyrir áhugafólk um teiknimyndir og státar meðal annars af skemmtilegri umfjöllun um Flintstone-fjölskyld- una frá upphafi steinaldar. Mynd af íslensku tvíburunum er þarna að finna og dóma um teiknimynda- bækur. Blað fyrir teiknimyndafrík. Wildbird Aha! Blað fyrir sérlega áhuga- menn um fuglaskoðun. Fallegar myndir af fuglum, mikið af auglýs- ingum um sjónauka og myndavélar og fullt af leiðbeiningum um hvernig á að lokka fúgla inn í garð- inn til að verpa. Fínt blað — ef maður hefur áhuga á fuglum. Wired Wired er af glænýrri kynslóð tímarita og alveg sérstaklega vel hannað. Efni þess er hins vegar ekki allra, því það fjallar um upplýsinga- byltinguna og lífið, sem þrífst á tölvunetum heimsins. Þetta blað er tvímælalaust boðberi nýrra tíma og yfirleitt athyglisverðarara en Mondo, sem gerir út á svipuð mið. YOKO * , VWUtM iHt Btiwmapg KHIMUItlriS^ nSHimlpfib BeútáWiÁnd mSdS'NO l'IUWV TÁI.IP i#' t.rimu nmni \> World Wrestling Federation Magazine Blaðið er gefið út af eigendum fjölbragðaglímusirkussins, sem hægt er sjá í gervihnattasjónvarpi. Hér er hægt að lesa allt, sem máli skiptir, um þessar teiknimynda- hetjur í mannsmynd, Hul_k Hogan og hvað þeir heita.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.