Eintak - 18.07.1994, Blaðsíða 2
Ráðamenn bítast um ESB
..Mér finnsl
absúm-leikhús.“
segirBjöm Bjamason formaður utanríkismálanefndar
Jón Baldvin Hannibalsson
„Getum ef til vill hafið aðildarviðræður strax í
janúar 1995.“
Björn Bjarnason
„Ég dreg íefa að við eigum samleið með
Norðuriöndunum 1. janúar 1995."
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra segir að í viðræðum
sem hann hafi átt við forystumenn
Evrópusambandsins á fimmtudag
hafi komið fram að Islendingar geti
hugsanlega átt möguleika á að hefja
viðræður um aðild að ESB strax í
janúar á næsta ári. Þá verður tekin
ávörðun um það hvort hefja eigi
viðræður við smáríkin í Miðjarðar-
hafi sem þegar hafi sótt um aðild.
„Það sem er nýtt í niðurstöðum
þessara viðræðna er að utanríkis-
ráðherra framkvæmdarstjórnar
ESB telur ekki loku fyrir það skotið
að samningaviðræður hefjist fyrir
ríkjaráðstefnuna 1996, eða strax í
janúar á næsta ári.“
EINTAK bar undir Björn Bjarna-
son frétt Morgunblaðsins um að Is-
lendingar ættu þess ef til vill kost að
helja viðræður um aðild að ESB á
næstunni og ganga í ESB um svipað
leyti og hin Norðurlöndin. „Ég dreg
i efa að við eigum samleið með
Norðurlöndunum 1. janúar 1995.
Mér finnst þetta eins og eitthvað ab-
súrdleikrit," sagði Björn. „Ég hef
ekki heyrt yfirlýsingar ráðamanna
ESB og get því ekkert um þetta
sagt.“ Björn sagði einnig: „Utanrík-
isráðherra hefúr ekkert umboð frá
ríkisstjórn eða Alþingi um aðildar-
viðræður að ESB. Hvaðan hefur
hann það?“
Jón Baldvin segist ekki hafa verið
í neinum aðildarviðræðum. Hann
hafi einfaldlega verið að gera skyldu
sína sem utanríkisráðherra og afla
upplýsinga um afstöðu ráðamanna
ESB til Evrópusamrunans og Is-
lands. „Þessum upplýsingum þurf-
um við á að halda,“ sagði hann.
Þegar borin voru undir Jón þau
ummæli Björns í Morgunblaðinu
að hann legði lítinn trúnað í orð ut-
anríkisráðherra um tímasetningar í
þessu máli, sagði hann að viðræður
sem færu fram milli utanríkisráð-
herra Islands og formanns ráð-
herranefndar EFTA annars vegar,
og Hans van den Bruch utanríkis-
ráðherra og framkvæmdarstjóra
hins vegar, væru til í fundargerðum
og væru í návist fjölda manna. „-
Þetta eru staðreyndir," sagði hann.
Ekki að sprengja
ríkisstjórn
Orðaskipti ráðamanna í fjölmiðl-
um um þessi mál hafa vitaskuld
vakið athygli. Jón Balvin Hanni-
balsson var inntur að því hvort Al-
þýðuflokkurinn væri að reyna að
gera ágreining í Evrópumálum í rík-
isstjórn og ætlaði sér í haustkosn-
ingar með þau á dagskrá. „Það var
óskað eftir þessum viðræðum fyrir
löngu síðan. Þær eru hefðbundnar
þegar nýr maður tekur við for-
mennsku í ráðherraráði EFTA, þá
leitar hann ævinlega eftir viðtölum
við það land sem er í forsæti fyrir
ESB á þeim tíma og helstu talsmenn
framkvæmdastjórnarinnar. Menn
þurfa að vera mjög þungt haldnir af
samsæriskenningum ef þeir halda
að fundir sem eru undirbúnir með
margra mánaða fyrirvara snúist um
svona heilaspuna,“ sagði hann.
Björn Bjarnason var sammála
Jóni Baldvini um að þetta hefði ekki
áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.
Hann sagði að Jón myndi eiga við-
ræður við Davíð í dag og þá myndu
málin skýrast betur. 0
SUfrið efriagreint
fjorum sinrium
en niðurstöðumar ekki birtar
Silfursjóðurinn margfrægi úr
Miðhúsum hefur verið efnagreind-
ur fjórum sinnum, að sögn Vil-
hjálms Vilhjálmssonar, fornleifa-
fræðings á Þjóðminjasafninu. Nið-
urstöður efnagreininganna hafa
hins vegar ekki verið birtar þrátt
fyrir að þær hafi verið afhentar
þjóðminjaverði og ráðherra.
Að sögn Vilhjálms var silfursjóð-
urinn efnagreindur tvisvar í fyrra
og hinar tvær efnagreiningarnar
fóru fram í byrjun þessa árs. 1 öll
skiptin var um bráðbirgðagrein-
ingu að ræða en þrjár þeirra voru
gerðar af Iðntæknistofnun og ein í
jarðfræðideild Háskóla íslands.
Þeir sem tóku þátt í greiningunni
auk Vilhjálms voru Kristín Sig-
urðardóttir og eðlisfræðingur hjá
Iðntæknistofnun.
Tvenns konar aðgerðum var
beitt við efnagreiningarnar. Annars
vegar var rafeindasmásjá notuð og
hins vegar örgreinir í jarðfræðihús-
inu sem Ieiðir til nákvæmari grein-
ingar. Yfirborð gripanna var rann-
sakað og síðan tekin sérstök sýni
bæði úr þessum og öðrum silfur-
sjóðum. Þau voru síðan borin sam-
an við bút úr þjóðhátíðarpeningi
frá 1974. Engar ályktanir voru
dregnar af þessum efnagreiningum
að sögn Vilhjálms en niðurstöður
þeirra voru meðal annars sendar
ráðherra. Vilhjálmur segir að viss
líkindi hafi komið í ljós sem bentu
til að frekari rannsókna væri þörf til
að segja til um aldur sjóðsins.
Vilhjálmur segir að þegar efa-
semdir kviknuðu um að silfursjóð-
urinn kynni að vera falsaður hafi
verið óskað eftir sérfræðiáliti við
Pór Magnússon þjóðminjavörð.
Þór hafi hins vegar aldrei sinnt því
að svara slíkuin beiðnum og sýnt
málinu algjört áhugaleysi.0
Valgeir haffði fengið
moiðhótanir fyrir hvarfið
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum EINTAKS hefur komið fram í
yfirheyrslum lögreglunnar að Val-
geiri hafi ítrekað verið hótað lífláti
af ákveðnum hópi í fíkniefnaheim-
inum skömmu fyrir hvarf sitt.
Þennan hóp hefði hann ætlað að
hitta að máli daginn sem hann
hvarf. Samkvæmt heimildum
blaðsins hafði Valgeir komist í kast
við' lögregluna nokkrum sinnum
vegna fíkniefnamála. Líflátshótan-
irnar voru í tengslum við van-
goldnar skuldir við umræddan
hóp samkvæmt umræddum fram-
burði.
Jónas Jón Hallsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn sem stýrir rann-
sókninni á hvarfi Valgeirs vildi
hvorki játa né neita hvað væri hæft
í þessu. Hann sagði að mjög marg-
ar sögusagnir hefðu komist á kreik
sem væru í svipuðum dúr. Sumir
segðu að hann hafi engar hótanir
fengið, aðrir segðu að hann hafi
fengið ákveðnar hótanir. Hann
sagðist kannast við þessa sögu en
vildi ekki staðfesta að hún væri
rétt. Hana væri verið að kanna eins
og fjölda annarra. Jónas sagði að
rannsóknin beindist ekki að nein-
um sérstökum hópum eða einstak-
lingum, enginn hefði verið hand-
tekinn og það ekki á döfinni enn
sem komið er. Rannsóknin á
hvarfi Vilhjálms hefur ekki enn
verið vísað til Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Að sögn Jónasar verður
henni ekki vísað þangað nema rök-
studdur grunur vakni um að hann
sé ekki á lífi. „Þá munu aðrir taka
ákvörðun um framvindu mála“,
segir hann. Að sögn Jónasar fylgist
RLR þó vel með málinu og einnig
er gott samstarf við Fíkniefnalög-
reglu ríkisins.
Leitin að Valgeiri fer nú aðal-
lega fram á ströndunum við
Reykjavík í eyjunum sem liggja
fyrir utan. Fjöldi manna úr björg-
unar- og hjálparsveitunum tekur
þátt í henni.
Sumir hafa talið að Valgeir hafi
horfið til útlanda. Samkvæmt
heimildum blaðsins mun það telj-
ast heldur ólíklegt. Daginn sem
hann hvarf hafði hann beðið
kunningja sinn um 5000 króna lán
og virtist vera algerlega auralaus.
Fátt bendir því til að hann hafi haft
fjárhagslegt bolmagn til utanfarar.
Annað sem mælir gegn því að
hann hafi farið til útlanda er að
hann skildi eftir sjónvarpið í gangi
og kveikt á útvarpi er hann fór að
heiman að sögn föður hans. (skv.
frétt DV íö.júlí) Þá hefur hann
ekki haft samband við föður sinn
frá 19. júní.0
2
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994