Eintak

Eksemplar

Eintak - 18.07.1994, Side 19

Eintak - 18.07.1994, Side 19
Þetta eru upphafsorð ljóðabókarinnar Herbergi sem Hörður Gunnarsson gaf nýlega út. „í bókinni lýsi ég einangrun sem ég hef verið að reyna að brjótast út úr,“ segir Hörður. „Einangrunin gæti verið sú sem ég varð fyrir í skóla því stutt er síðan uppgötvaðist að ég er haldinn skrifblindu. Ég átti alltaf erfitt með íslenskuna og þá sérstaklega stafsetningu. Nú er ég hins vegar farinn að læra hana í Námsflokkunum á nýjan leik.“ Þar komst Hörður í kynni við Jennu Jensdóttur, rithöfund og bók- menntagagnrýnanda, sem hvatti hann til að gefa út ljóðin sín en hann hafði alltaf sótt mikið í ljóð og fengist sjálfur við ljóðagerð undanfarin tíu ár. I Þar eð Hörður var atvinnulaus nýtti hann tímann í að koma bókinni 1 saman. Hann er einn þeirra skálda sem las upp á Hressó þegar haldið var f upp á 60 ára afmælis staðarins í apríl síðastliðnum. „Flest ljóðanna í Herbergi eru nýleg en það eru líka gömul ljóð innan um,“ segir Hörður. Hann hannaði kápu bókarinnar sjálfur og annast jafnframt alla sölu. Þegar hafa selst á fimmta tug Herbergja en alls voru gefin út 200 eintök. © Þeir sem fíla hraða og harða danstónlist ættu að skella sér í Húnaver um verslunarmannahelg- ina. Aðstandendur útihátíðarinnar, sem ekki hefur enn fengið nafn, voru á dögunum að Ijúka samning- um við Prodigy, sem er eitt heitasta dansbandið í Bretlandi þessa dag- ana, og það mun koma fram í Húnaveri, ásamt hljómsveitum á borð við Ný dönsk, Jet Black Joe, Bubbleflies, Scope og fleirum. Prodigy er samt aðalnúmerið, enda hefur nýjasti diskur sveitar- innar, Music for the Jilted Gener- ation, sem kom út fyrir rúmri viku, stokkið upp í efsta sæti vinsælda- listans í Bretlandi. Herbergi Það eru til Herbergi sem aldrei hafa verið en þau eru undarlega lík Acid jazz og Robbi rapp „Það gekk vel að ná í þetta band, enda voru þeir spenntir fyrir hug- myndinni um að koma og spila fyr- ir íslendinga,“ segja aðstandendur hátíðarinnar, sem eru forsprakkar Islensku Kvikmyndasamsteypunn- ar og Óháða Listahátíðarinnar. „Annars voru þeir hjá Smekkleysu og Jakob Magnússon hjá sendi- ráðinu í London okkur hjálplegir og án þeirra hefði þetta tæplega gengið.“ Prodigy hefur verið áberandi danshljómsveit í Bretlandi í nokkur ár, og var fyrsta harða dansbandið, sem kom lagi inn á almennan vin- sældalista, en það var lagið Charlie, sem kom út 1992. Það verða ekki aðeins hljóm- sveitir, sem skemmta í Húnaveri, því íslenskir og breskir plötusnúðar munu einnig sjá um að halda gest- um í hröðum takti. Af íslenskum snúðum má nefna Magga dj, Þossa og Robba rapp auk hóps af breskum acid jazz dídjeis. © Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarmaður Ég elska rússneska gnfubaðið í New York Bankastrætið, en það er leiðin úr Pórs- mörk, yfir Fimmvörðuháls og niður í Skóga. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Frægðardraumar Unga htjósmveit dreymir um frægð og frama eins og þús- undum annarra. Voniaus tónlist sannfærir íhorfendur um að draumurinn mun aldrei rætast. Harmrænn þáttur um vonleysi ver- aldarlifsins. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Fagri- Blakkur Þátturum brúna meri. 19.30 Staupasteinn Dusilmenni og dónar, ræflar og rónar. 20.00 Fréttir Nei. Þaó hefur ekk- ert gerst í dag. Frekar en í gær, eða hinn, eða hinn eða hinn. Það eina sem er kannski i fréttnæmt er að það er kominn nýr og nefmæltur fréttamaðurá trétta- stofu Sjónvarpsins. Híum á hana 20.35 Veður 20.35 Hvita tjaldið Vala Matt í voða- legu stuði að kynna kvikmyndir og svo- leiöis. 21.05 Fordildin er lífseig Kristmann Eiðsson á heiðurinn af þessari þýðingu á Vanity Dies Hard. Að öðru leyti er þetta góður breskur sakamálaþáttur sem ber þennan illskiljanlega titil. 22.00 Mótorsport Litlir karlar ístórum bílum. 22.35 Eldhusið 22.40 Svona gerum við Svona gerum við: Slökkvum á sjónvarpinu eða pöntum vid- eóspólu. Þetta er þáttur um ólíkar kenn- ingar og aðferðir sem lagðar eru til grundvallarí leikskólum. 23.00 Ellefufréttir og dagskrálok. STÖÐ 217.05 Nágrannar Sápusúpa. Ætlar þetta engan endiað taka? 17.30 Pétur Pan Heimspekileg ádeila í teiknimyndaformi á efnishyggju veraldarinnar. 17.50 Gosi Teiknimynd sem lýsir firringu mannsins i nútima tækniþjóðfélagi hraða og spennu á tölvuöld. 18.15 í tölvuveröld 18.45 Sjón- varpsmarkaðurinn 19.1919:19.20.15 Barn- lóstran Framhaldsþáttur20.40 Þorpslöggan Framhaldsþáttur21.Z5 ENG Framhalds- þáttur. 22.35 Harry Enfield og heimur óper- unnar Framhaldsþáttur22.55 Hestar Fram- haldsþáttur23A0 Börnin frá Liverpool Seinni hluti þáttarins sem þú nenntir ekki að horfa á ígær. FramhaldsþátturDO.50 Dagskrárlok Miðvikudagur P O P P Hljómsveitin Alvara spilar á Gauki á stöng. Allt verður vitlaust, eða i það minnsta frekar brjálað. BAKGRUNNSTÓNLIST Trubadorinn Jón Ingólfsson gtamrarágit- arinn sinn á Fógetanum og allirsyngja Oieð. I Þ R O T T I R Það er einungis veikburða tilburðum íþróttafélaga að kenna að ekkert stendur hérum iþróttaviðburði dagsins. Við verð- um þvi að velja á milli þess að greina frá nokkrum leikjum i„old boys“ karla og Liðamóti 4 hjá Golfklúbbi Akraness. Við látum ykkur velja á milli. F E R Ð I R Ferðafélag Islands - Þórsmörk Klukkan 08.00 verður lagt upp í dagsferð til Þórs- merkur, þar sem áhugasamir geta gengið um svæðið og uppgötvað ýmsar náttúru- perlur sem þar leynast. Tti dæmis má prófa að taka lagið í Sönghelli og reyna að versla i Tröllabúðum. Búist samt ekki við afslætti. Ferðafélag íslands - Seljadalur Á mið- vikudagskvöldið stendursíðan F.í. fyrir stuttum og léttum labbitúr upp i Seljadal á Miðdalsheiði. Þeirsem ekki vita hvarsú heiði er, geta flett upp í bókinni Landið þitt. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 18.15 Táknmálsfréttir Ómissandi yfir siðdegiskaffinu. 18.25 Draumur á Jónsmessunótt 18.55 Fréttaskeyti á næsta leyti. 19.00 Leiöin til Avonalea Sam- einar allt sem gerir þátt að vondu sjón- varpsefni. Litlar amerískar stelpur að hitta fyrstu ástina og grenja úrséraugun fyrir bragðið. 20.00 Fréttir og veður Ftíkisstjórnin springur og tími Jóhönnu er kominn því hún sameinast öfgafullum jafnaðarmönn- um á Fteykjanesi. 20.35 Ferðin til tunglsins Núna eru 25 ár síðan Neil Armstrong komst fyrstur manna að því að tunglið væri ekki úr osti heldur Dalabríe. 21.30 Viö hamarshögg Breskur myndaflokkur um sér- vitran karl og konu sem eru að höndla með listaverk. 22.25 Hjá Havel i Tékklandi Vigdís fór í montferð til Tékklands að hitta Havel og Katrín Pálsdóttir fréttamaður hékk ípilsfaldi hennar. 23.00 Seinni fréttir og lok dagskrár STÖÐ 217.05 Nágrannar Heiladoði og dægurdrulia eins og hún gerist verst. 17.30 Halli Palli 17.55 Tao Tao 18.20 Ævin- týraheimur NINTENDU Nintendo er annað nafn á japönskum tölvurisa. Enn eitt dæmið um ofurvald japanskra stórfyrír- tækja á hugarheim barnanna okkar. Þetta er alheimssamsæri. 18.45 Sjónvarpsmark- aðurinn 19.19 19:1919.50 Vikingalottó /s- lendingar hafa alltaf fengið allt fyrir ekkert Syndið 200 metrana! ínorrænni samvinnu. Spilaðu með. 20.15 Á heimavist Einn afþessum bandarísku gelgjuþáttum. 21.10 Matglaði spæjarinn Skvab, slubb og slordómar. 22.00 Tíska 22.25 Stjórnin 23.00 Banvænn leikur Clint Easteood klikkar aldrei, eða í það minnsta mjög sjaldan. 00.25 Dagskrárlok M Y N D L I S T Þýska listakonan Reinhild Patzelt-Luders opnar sýningu á málverkum í Gallerí Úmbru á fimmtudaginn. Jón Óskar opnar sýningu klukkan 15:00 á laugardaginn í nýju galleríi að Vesturgötu 20, MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994 19

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.