Eintak - 18.07.1994, Qupperneq 20
Birgir Andrésson - gallerí. VerkJóns Ósk-
ars eru unnin á pappír.
Þorri Hringsson opnar sýningu á málverkum í
gullsmíöaverkstæöi Ófeigs á laugardaginn. Öll
eru verkin unnin á pessu ári. Porri nam í
MHÍog í Jan Van Eyck akademíunni í Ma-
astricht. Sýningin stendur fram í ágúst.
Sigurður Kristjánsson opnar sýningu í Gall-
erí Greip. Sigurður er elsti núlifandi mynd-
listarmaður landsins og jafnvel Erró státar
ekki að slíkum titli. Sigurður sem er fædd-
ur 1897 sigldi til náms út til Kaupmanna-
hafnarárið 1918. í Gallerí Greip verða jafn-
framt sýnd verk eftir Kristján Fr. Guðmunds-
son en hann hefur llfað og hrærst í mynd-
listarheiminum áratugum saman og notið
tilsagnar færustu listamanna þjóðarinnar.
Allar myndir á sýningunni eru til sölu, pæ-
lið íþví. Sýningin stendur opin til 28. júlí.
Alls kyns listamenn sýna í bílastæðinu á Borg-
arkringlunni. Erlendir sem útlendir. 35 lista-
menn talsins. Meðal listamanna eru Ijóðskáldið
Didda og myndlistarmennirnir Fjölnir Braga-
son og Nonni Björnholt
Ásgeir Lárusson er með málverkasýningu á
veitingastaðnum 22 á Laugavegi. Atar
skemmtilegar myndir.
í Galleríi Sævars Karls er Guðný Magnús-
dóttir með sýninguna „Lesið f leir". Óll verkin
eru úr hábrenndum jarðleir.
Hermína Dóra Ólafsdóttir sýnir myndir unn-
ar með blandaðri tækni í Galleríinu Hjá þeim.
Opnuð hefur verið sýning í Norræna húsinu á
verkum Ragnheiðar Jónsdðttur Ream
Verkin eru fengin að láni hjá listasöfnum
og einkaaðilum.
Anne Barbier sýnir í Gallerí 11. Anne er
frönsk, búsett í París og hefur sýnt verk
sín um víðan völl. Hún notar meðal annars
litaduft, bergsalia og ösku til listsköpunar
sinnar.
Ljóðasýningin Ljóð Þjóö í Perlunni þar sem 50
ættjarðarljóð hafa verið prentuð á póstkort. Kí-
kið á þessa sýningu og sendið einhverjum vini
Eldgamla ísafold á póstkorti. Fólk hefur gott af
slíkum sendingum. Þorvaldur Þorsteinsson á
veg og vanda af sýningunni.
Skúlptúr - skúlptúr - skúlptúr á Kjarvalsstöð-
um stendur fram yfir helgi.
í deiglunni heitir sýningin í Listasafni íslands.
Þar eru sýnd verk frá árunum 1930-1944
og er reynt að varpa Ijósi á þau umbrot
sem urðu þegar gamalgróið bændasamfé-
lagið mætti vaxandi borgarmenningu
einkum í myndlist, listiðn, hönnun og
byggingarlist. Petta er mjög athygtisverð
sýning og greinilega mikil vinna á bak við
heimildasöfnunina. Sjáið þessa sýningu.
íslandsmerki og súlnaverk Sigurjðns Ól-
afssonar er yfirskrift sýningarinnar f Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Sýningin stendur út
árið.
Húbert Nói Jðhannesson sýnir verk sín á
Sólon íslandus. Þar hanga uppi níu afar
dimm málverk.
Ljósmyndir Joel-Peter Witkin stendur yfir á
Mokka-kaffi fram á föstudag. Þær eru ekki beint
listaukandi en það eru veitingarnar heldur ekki.
B í Ó I N
BIOBORGIN
Maverick **
J ody Foster skýtur James Garner og Mel
Gibson ref fyrir rass í þessum grínvestra.
Blákaldur raunveruleiki Reality Bites ***
Góð skemmtun fyrir unglinga.
Fjandsamlegir gíslar Hostile Hostages **
Nokkuð nálægt þvíað vera „dúndur grin-
mynd“, eins og segirí auglýsingnnunni.
Angie ** ★ Mannleg mynd, yndæl og
þó nokkuð fyndin.
Það er kannski ekki sérstaklega
fréttnæmt þó haldnir séu tónleik-
ar í Reykjavík. En styrktartónleik-
ar söngvarans Maríusar Sverris-
sonar vekja hins vegar athygli,
því með þeim fer Maríus fram á
stuðning velunnara sinna til að
kosta hann til náms í Tónlistarhá-
skólanum í Vín. Tónleikarnir
hafa fengið nafnið Barnið burt, og
þeir verða haldnir á fímmtudag-
inn kemur að Ægisgötu 7. Þar
koma fram auk Maríusar, þau
Steinunn Ólína Þorsteinsdótt-
ir, Páll Óskar og millarnir,
Ragnheiður Árnadóttir sópran-
söngkona og þau Aðalheiður
Þorsteinsdóttir og David
Knowles píanóleikarar.
Einn af tíu heppnum
„Þetta kernur svolítið snöggt
upp á,“ segir Maríus, sem getur
borið höfuðið hátt þessa dagana.
„Ég fór í inntökupróf fyrir mán-
uði síðan og var svo heppinn að
komast inn í skólann. Námið tek-
ur tvö ár og deildin sem ég verð í
fæst við söng, leiklist og dans.“
Maríus var einn af 160 umsækj-
endum sem sóttu um skólavist, en
aðeins komust tíu inn í þetta
skiptið. „Ég er búinn að sækja um
námslán til Lánasjóðsins og fæ
það væntanlega. En ég þarf hins
vegar að vera í tveggja mánaða
undirbúningsnámi í þýsku og í
það nám lánar sjóðurinn ekki.
Þess vegna ætia ég að halda þessa
tónleika og biðja fólk um að
styrkja mig. Ég hef heldur ekki
mikinn tíma til stefnu því undir-
búningsnámið hefst eftir hálfan
mánuð og þá verð ég að vera
mættur út til Vínar.“
Maríus hefur undanfarin tvö ár
unnið við uppfærslur í Þjóðleik-
húsinu. Hann tók meðai annars
þátt í Skilaboðaskjóðunni, og
syngur þar að auki með söng-
hópnum Óskabörnin.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 að
Ægisgötu 7 og kynnir verður leik-
arinn Felix Bergsson. 0
ni í kröftum kvenna
Unnur Sigurðardóttir, sterk-
asta kona íslands, bætti við sig
titlinum Valkyrja Islands á sumar-
hátíð UlA um síðustu helgi.
Sex konur kepptu með sér í hin-
um ýmsu greinum, nánar tiltekið í
„Dauðagöngu“, tvenns konar
bíladrætti, hjólböruakstri, að
henda dekkjum yfir rá og hey-
baggahleðslu.
Unnur vann í fjórum greinum
en önnur í keppninni varð Bryn-
dís Ólafsdóttir, fyrrum sund-
drottning. Þriðja varð Petrún
Jónsdóttir. 0
Kraftajötnar
Mótshaldarí Valkyrju íslands,
Magnús Ver Magnússon, ásamt
nokkrum þátttakendum í keppn-
inni. Sigurvegarinn, Unnur Sig-
urðardóttir, er hér í heljargreip-
um Versins sem virðist eins og
fis íþessum félagsskap.
Hús andanna The House of the Spirits****
Frábær leikur. Myndin verður aldrei leiðinleg
þrátt fyrir þriggja tima setu.
BÍÓHÖLLIN
Löggan í Beverly Hills 3
Beverly Hils Cop 3*
Líklega lokatilraun til að lífga við löngu
dauðan feril Eddie Murphy.
Bændur í Beverly Hills
The Beverly Hillbillies * Ef til vill er það
vegna þess að íslendingar voru aldrei ald-
ir upp við sjónvarpsþættina, sem myndin
erbyggð á, en einhvern veginn ferhún
fyrir ofan garð og neðan.
Tómur tékki Blank Check *kSaga afdreng
sem kemst að þvíað það besta í veröld-
inni er ókeypis með því að eyða milljón
dollurum á sex vikum og hvila sig í faðmi
fjölskyldunnar á þeim sjöunda.
**** segir Davíð Alexander, 9ára.
Hvaft pirrar Gilbert Grape What’s Eating Gil-
bert Grape *** Ein af þessum myndum
sem maður gleymir sér yfir.
Þrumu-Jack * Ástralir elska Paul Hogan
og þreytast eflaust ekki á að sjá hann i
þessari mynd. Öðru máli gegnir um ís-
lendinga.
Ace Ventura **** Ógeðslega, ógeðs-
lega fyndin i fyrsta sinn en tólfsinnum
leiðinlegri í næsta skipti, — segir Davíð
Alexander, níu ára gagnrýnandi barnaefnis
/'EINTAKI.
HÁSKÓLABÍÓ
Löggan í Beverly Hills 3 Beverly Hills Cop 3
* Það er löngu komið i Ijós að Eddie
Murphy er einnar hliðar maður. Ef maður
snýr honum við þá er sama lagið hinum
meginn.
Græðgi Greedy * Óttaleg þvæla.
Veröld Waynes 2 Wayne’s World 2 ***
Sannkölluð gleðimynd.
Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet
* * Gaman mynd um homma i felum.
Beint á ská 331/3 Naked Gun 331/3 The
Final Insult ★ Frekar dapurleg tilraun til að
halda lífi i þessari seriu. Með góðum hug
má þó hlæja hér og hvar.
Nakinn Naked ★★* Hin ágætasta skoð-
unarferð um lægstu lendur Englands, neð-
an mittis og hungurmarka.
Listi Schindler’s Schindler’s List ****
Verðskulduð Óskarsverðtaunamynd Spiel-
bergs. Allirskila sinu besta og úr verður
heljarinnar mynd.
LAUGARÁSBÍÓ
Serial Mom * * * Fyndin og bara rétt
mátulega geggjuð svo ýmsir aðrir en ein-
lægirJohn Waters-aðdáendur geta haft
gaman af.
Lögmál leiksins Above The Rim * Mynd
um körfubolta og gæja.
Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus og snubb-
ótt saga sem hefði mátt klára fyrir hlé.
Pótt sumar konurnar séu full jussulegar
geta karlar skemmt sér við að horfa á
prestsfrúna. Og konurnará Hugh Grant.
Pessi tvö eiga stjörnurnar.
REGNBOGINN
Gestirnir Les Visiteurs **★ Frönsk della
sem má hafa mikið gaman af. Hraður og
hlaðinn farsi.
Sugar Hill * Sýrópið og sykurinn drýpur
af tjaldinu í einn og hálfan tima áður en
myndin byrjar fyrir alvöru. Stuttu siðar er
hún búin.
Nytsamir sakleysingjar Needful Things **
Djöfullinn stígur upp til jarðar og breytir
friðsömu þorpi i hálfgert helvíti. Venju-
bundinn Stephen King.
Píanó *** Óskarsverðlaunaður leikur i
aðal- og aukahlutverkum. Pykk og góð
saga.
Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol-
ate *** Ástir undir mexíkóskum mána.
STJÖRNUBÍÓ
Bíódagar / raun er atriðið þar sem bónd-
inn fer isagnakeppni við Kanann nægt til-
efni til að sjá myndina.
Stúlkan mín 2 My Girl 2 *★* Mynd sem
er um og fyrir gelgjur — og ágæt sem
slík. Þeir sem eru komniryfir hana eða
hafa aldrei orðið fyrír henni geta meira að
segja haft nokkuð gaman af.
Tess í pössun Guarding Tess *★* Hæg,
Ijúf og líklega yndæl gamanmynd með
smá spennu i lokin. Söguþráðurinn skiptir
i sjálfu sér ekki miklu eins og í mörgum
svipuðum myndum heldurandinn sem
svifuryfir vötnunum.
Fíladelfía Philadelphia **** Frábærlega
leikin. Það hafa allir gott af að sjá þessa
mynd og ekki kæmi á óvart þótt hún yrði
notuð sem kennsluefni i alnæmisvörnum
þar til annað betra býðst.
Dreggjar dagsins Remains of the Day
**** Magnaðverk.
SÖGUBÍÓ
Maverick ** Bíómynd byggð á sixtís
sjónvarpstöggunni sem skaut allt í tætlur.
Bíódagar *** Falleg en dálítið gölluð
Syndið 200 metrana!
mynd. Byrjar vel en leiðist út í hálfgerða
áramótasketsa og endar i langri jarðaför.
Lögregluskólinn — Leyniför til Moskvu
Police Academy— Mission to Moscow. *
Yfirþyrmandi vitleysa sem er alltaf sjaldan
skemmtileg.
Rokna Túli ★** Talsett teiknimynd
sem börnum finnst bara nokkuð gaman
af. ©
20
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994