Vikublaðið - 03.12.1992, Síða 2
2
VIKUBLAÐIÐ
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Abm: Einar Karl Haraldsson
Ritstjóri: Hildur Jónsdóttir
Blaðamaður og augl.: Ólafur Þórðarson
Ritstjóm og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð)
101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: (91) - 17 500. Fax: 17 5 99
Áskriftarsími: (91) - 17 500
Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf.
Áskriftarverð kr. 1000 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 250.
Ríkisstjóm
næturverkanna
Gömul máltæki flytja þá visku
að skynsamir menn gangi til verka
sinna í birtu dagsins. Morgunst-
und gefur gull í mund er heilræði
sem margir hafa fylgt með góðum
árangri. Móðurmálið geymir einn-
ig fjölmörg orðasambönd sem
sýna að illvirkjar stunda aðallega
iðju sína að næturþeli. „í skjóli
nætur“ er oft upphafíð að frásögn-
um um mikil voðaverk.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
hefur tekið upp þá siðvenju að taka
mikilvægustu ákvarðanir sínar á
maraþonnæturfundum þegar þjóðin
sefur værum svefni. Ráðherrarnir
sitja örþreyttir og úttaugaðir við rík-
isstjórnarborðið í náttmyrkrinu.
~ Ákvarðanir um gengisfellingu ís-
lensku krónunnar og margvíslegar
skattahækkanir á almenning, einkum
barnafjölskyldur sem bera mikinn
húsnæðiskostnað, voru teknar á slík-
um næturfundum fyrir einni og
hálfri viku.
Þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins var síðan
smalað í þinghúsið upp úr miðnætti
aðfaranótt mánudagsins og látnir
sitja þar lon og don þar til flestir voru
búnir að kyngja ósköpunum. Utan-
ríkisráðherrann marséraði svo út úr
þingflokksherberginu klukkan að
ganga fjögur um nóttina og flutti eld-
messu á ganginum um nauðsyn
gengisfellingar. Ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins læddust hins vegar
út í náttmyrkrið.
Sami vinnustíll næturverkanna var
á ákvörðun ríkisstjómar Davíðs
Oddssonar fyrir rúmu ári þegar hún í
byrjun desember 1991 sat í kringum
ríkisstjórnarborðið og prjónaði sam-
an „bandorminn" illræmda. Þar var
að finna margvíslegar aðgerðir
gagnvart öldruðum, sjúkum og
námsmönnum. Þau næturverk urðu
síðan tilefni til heitra umræðna á Al-
þingi fram yfir áramót.
Það merkilega við þessa ríkis-
stjóm er að hún hefur aldrei tekið
meiriháttar ákvarðanir í dagsbirtu.
Allar helstu lotur hennar fara fram á
nóttunni. Væri fróðlegt að vita hvort
skýringin á þessu atferli er stjórn-
málaleg, sálræn eða bundin persónu-
leika forystumanna ríkisstjórnarinn-
ar. Læknar og starfsfólk í heilbrigð-
isstéttum vara almennt við því að
afdrifaríkar ákvarðanir séu teknar á
nóttunni þegar viðkomandi er van-
svefta, þreyttur eða illa til reika.
Vaktavinna er almennt talin fara illa
með fólk því manninum sé óeðlilegt
að starfa á nóttunni. Náttúran hafi
skapað honum það eðli að sofa á
nóttunni en starfa vel að degi til.
I óperum og listdanssýningum er
næturdrottningin ávallt tákn hins illa.
Hún er yfirleitt ófreskja, grímu-
klædd, ógnandi í svörtu. I höfuð-
verkum bókmenntanna eru spell-
virkjarnir og illmennin ætíð á ferli á
nóttunni og leggja til atlögu í skjóli
myrkursins.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og
Jóns Baldvins Hannibalssonar er
greinilega dregin af einhverjum
óstöðvandi krafti inn í samfélag næt-
urverkanna. Hún hefur kosið sér stíl
myrkursins til að taka sínar mikil-
vægustu ákvarðanir. Ríkisstjóm næt-
urverkanna situr nú í gamla tukthús-
inu við Lækjartorg.
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. desember 1992
ÚR SAMÚELSBLOKK
Jólagjöfin
í ár
SJÓNARHORN
Ulfur í rúmí ömmu
Samningurinn um evrópskt
efnahagssvæði hefur margháttað-
ar breytingar í för með sér á svo
að segja öllum sviðum þjóðlífsins.
Þannig hefur samningurinn til að
mynda byltingarkennd áhrif á starf-
semi verkalýðsfélaga. Aðalatriði Evr-
ópuréttarins em þau að réttur einstakl-
ingsins er grundvallaratriði en réttur
félaga er víkjandi. Á Norðurlöndum er
þessu háttað á annan veg: Þar er réttur
félaganna, meðal annars til hagsmuna-
gæslu fyrir sína félagsmenn, vemleg-
ur. Þetta birtist meðal annars í þeim
regium sem hafa þróast um aðild að
verkalýðsfélögunum þar sem nær allir
era í verkalýðsfélögum.
ASI-þingið fjallaði um svokallað-
an frjálsan atvinnu- og búseturétt
launafólks samkvæmt EES-samn-
ingnum á alþingi. Þar kom fram að
staðbundni forgangsrétturinn sem
verkalýðsfélögin hafa þróað hér á
landi verður afnuminn í beinu fram-
haldi af aðild íslands að EES.
I 2. grein reglugerðar um frjálsan
atvinnu- og búseturétt fólks segir svo
á EES-íslensku:
„Sérhver ríkisborgari EES-ríkis
og sérhver vinnuveitandi sem rekur
starfsemi á yfirráðasvæði EES-ríkis
geta(sicl) skipst á umsóknum og til-
boðum um atvinnu og geta komið
sér saman um og framkvæmt(sic)
ráðningarsamninga í samræmi við
ákvæði gildandi laga eða stjóm-
sýslufyrirmæla án þess að það leiði
til nokkurrar mismununar. “
Þetta þýðir með öðmm orðum að
reglur um staðbundinn forgangsrétt
til vinnu á ákveðnum svœðum við-
komandi verkalýðsfélaga standast
ekki samkvœmt EES-samningnum.
Nú hefur VSÍ bent á að ákvæðin
um forgangsrétt verkalýðsfélaga séu
í kjarasamningum en ekki lögum.
Og það sé ekkert sem banni verka-
lýðsfélögunum og félögum atvinnu-
rekenda að hafa þessi ákvæði í
samningum áfram. Það er rétt en hér
er úlfur í rúmi ömmunnar:
1. Danska vinnuveitendasamband-
ið hefur ákveðið að banna sínum að-
ildarfélögum að semja um forgangs-
réttarákvæði í kjarasamningum
framvegis. Og um þetta veit VSÍ og
þessi stefna verður vafalaust tekin
upp hér á landi líka; þeim mun fyrr
ef íslendingar verða aðilar að EES.
2. Þó að heimilt verði að semja um
staðbundinn forgangsrétt í kjara-
samningum eru lög vitaskuld æðri
en kjarasamningar. Og lögin em
stefnumótandi. Þannig að ákvæðin
um staðbundinn forgangsrétt verða
felld út úr kjarasamningum hér á
landi á komandi árum.
Launabónus til að
auka jafhréttíð
Launabónus er ný aðferð til
þess að auka jafnrétti og er
dæmi um slíkar aðferðir að
fínna bæði í Noregi og Banda-
ríkjunum.
f Noregi hafa ný launakerfi verið
tekin upp innan ríkis og sveitarfé-
laga. Þau veita aukið svigrúm til
vinnustaðasamninga, endurmats á
störfum og einstaklingsbundinna
launaauka á grundvelli frammi-
stöðumats.
Norska ríkisstjórnin hefur í þessu
samhengi bent á að launakerfin nýju
feli í sér vissa hættu á að launamunur
milli kynja aukist sé svigrúmið ekki
markvisst notað til að draga úr
launamuninum. Til að tryggja að
launakerfín virki þannig að launa-
munurinn minnki hefur ríkisstjórnin
því lagt til að frammistaða yfirmann-
anna sjálfra verði metin á vogarskál-
um launajafnréttisins. Þegar frammi-
staða yfirmanns í starfi skuli metin
verði því kannað hvaða árangur hann
hafi sýnt í því að minnka launamun
milli kynja innan sinnar stofnunar.
Launaauki yfirmannanna mun því
ráðast af frammistöðunni í launa-
jafnréttinu ef tillögur norsku ríkis-
stjórnarinnar ná fram að ganga.
Þetta minnir á svipað dæmi
frá Bandaríkjunum. Yfirstjóm
fjölmiðlarisans Cannett Co„ sem
meðal annars t gefur út stórblaðið
USA Today, hafði falið yfirmönn-
um fyrirtækisins að auka
hlut kvenna í stjórnun-
arstöðum. Árangurinn
Hildur Jónsdóttir
bendir á nýjar
leiðir til þess að
hraða þróun í átt
til jafnréttis kynja
á vinnumarkaði.
Launaauki yfirmannanna mun
því ráðast af frammistöðunni í
launajafnréttinu eftillögur
norsku ríkisstjórnarinnar ná
fram að ganga.
lét á sér standa og höfðu yfirmenn-
irnir ávallt skýringar á reiðum hönd-
um á því hversu treglega gengi að
uppfylla sett markmið. Þegar yfir-
stjórnin síðan ákvað að láta einstakl-
ingsbundinn árlegan launaauka yfir-
mannanna ráðast af því hvort þeir
næðu settu marki eða ekki brá svo
við að allar hindranir voru skyndi-
lega á bak og burt.
„Þeir sem höfðu leyft sér að efast
um að okkur væri alvara fcngu að
finna fyrir því í launum,“ var liaft
eftir John J. Curley, framkvæmda-
stjóra Cannett fyrirtækisins.