Vikublaðið - 03.12.1992, Page 14
„Alþýðubandalagið hafnar
uppgjafarleið ríkisstjórnarinnar
og hvetur áfram til víðtækrar
samstöðu í þjóðfélaginu um raun-
hæf úrræði í efnahags- og atvinnu-
málum.“
Þetta kemur meðal annars fram í
stjómmálaályktun miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins sem samþykkt var
á fundi í Hafnarfirði um helgina. A
dagskrá fundarins voru umræður um
efnahags- og atvinnumál, tillögur
Alþýðubandalagsins og umfjöllun
um flokksstarf. Þá var sérstakur dag-
skrárliður þar sem rætt var um um-
hverfi og hagvöxt og verður ítarlega
greint frá honum síðar, en erindin
sem flutt voru vöktu margar spum-
ingar. Stjómmálaályktunin fer hér á
eftir með millifyrirsögnum Viku-
blaðsins.
Breytt viðhorf
Alþjóðleg viðhorf í efnahags- og
atvinnumálum hafa á síðustu misser-
um tekið stakkaskiptum. Tími frjáls-
hyggjunnar er að líða undir lok og
gjaldþrot þeirrar efnahags- og stjóm-
málastefnu sem byggði á blindri
markaðstrú verður æ Ijósara. Hug-
myndir frjálshyggjumanna og ein-
strengingslegra einkavæðingarsinna
eru nú víðast hvar á undanhaldi. I
staðinn koma ný félagsleg viðhorf
þar sem frelsi fjármagnsins eru settar
ákveðnar skorður, hlutverk opinberr-
ar þjónustu í því velferðarsamfélagi
sem menn keppa að er viðurkennt og
sóknarlínur í atvinnulífi mótaðar
með samráði og samstarfi á lýðræð-
islegan hátt. Viðurkenning á vist-
kreppunni gefur kröfum um aukinn
jöfnuð nýjan byr. Undir merkjum
þessara breyttu viðhorfa kýs Al-
þýðubandalagið að setja fram tillög-
ur sínar í efnahags- og atvinnumál-
um.
Alvarlegar aðstæður
Fáum blandast hugur um að ís-
lendingar standa frammi fyrir mikl-
um erfiðleikum í efnahags- og at-
vinnulífi, á margan hátt alvarlegri en
um áratugaskeið. Atvinnuleysi er nú
þegar hið mesta frá því í kreppunni
miklu og fer vaxandi, afkoma at-
vinnulífsins er óviðunandi og erlend
skuldastaða þjóðarbúsins orðin slík
Gunnlaugur Júlíusson og Ólafur Ragnar Grímsson.
Séra Baldur Vilheltnsson í rœðustólnum. Steingrímur J. Sigfússon og
Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi.
að mikið lengra verður ekki gengið á
þeirri braut án þess að stofna efna-
hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í
hættu. Þing Alþýðusambands ís-
lands hefur hvatt til uppsagnar kjara-
samninga, Kennarasamband Islands
hefur þegar sagt upp samningum og
innan BSRB eru heitar umræður um
kaupmáttarrýmunina. Alþýðubanda-
lagið telur að þessar alvarlegu að-
stæður geri sérstakar kröfur til
stjómmálasamtaka um að koma
fram af ábyrgð og raunsæi.
1200 -1800 ný störf
Markmið tillagna Alþýðubanda-
lagsins í efnahags- og atvinnumálum
er að skapa 1200-1800 ný störf á
næstu 8-12 mánuðum. Tillögum
flokksins er einnig ætlað að skapa
samstöðu um nýjan grundvöll við
hagstjórn, meðal annars með upp-
stokkun í sjávarútvegi og nýrri at-
vinnuþróunarstefnu, jafnframt því
að varðveita þann stöðugleika sem
náðist fram í tíð síðustu ríkisstjómar.
Alþýðubandalagið gerir meðal ann-
ars tillögur um skattlagningu fjár-
magnstekna og um aukinn skátt á
háar tekjur. Þessu fé verði varið til
sóknaraðgerða í atvinnulífinu en
einnig til félagslegra jöfnunarað-
gerða og nýrra starfa í velferðarþjón-
ustu.
Engar jöfnunaraðgerðir
Nýlegar ákvarðanir ríkisstjómar-
innar í efnahagsmálum eru í veiga-
Anna Kristín Gunnasdóttir, Kristinn Marinó Böðvarsson og Allan Mort-
hens.
Aramótahappdrœtti Alþýðubandalagsins
Fjáröflunartæki fyrir
flokksfélögin
í þessari viku hleypir Alþýðu-
bandalagið af stokkunum veglegu
áramótahappdrætti. Dregið verður á
þrettándanum, 6. janúar 1993.
Vinningar eru glæsilegir, miðaverð-
ið er lágt, kr. 500, og meiri vinn-
ingslíkur en tíðkast.
Happdrættismiðar eru sendir til
velunnara Alþýðubandalagsins um
land allt.
„Þetta happdrætti er mikilvægt
fjáröflunartæki fyrir flokksfélögin,"
sagði Guðmundur Bjamleifsson,
starfsmaður happdrættisins, í sam-
tali við Vikublaðið. „Flokksfélögin
fá verulegan hluta af innkomunni
og geta notað happdrættið til þess
að byggja upp fjárhag sinn. Þá er
talsvert af lausasölumiðum sem fé-
lögin og félagsmenn geta nálgast á
skrifstofunni að Laugavegi 3 í
Reykjavík eða pantað í síma 91-
17500.“
Guðmundur hvetur stuðnings-
menn flokksins til þess að taka vel á
móti þrettándahappdrætti Alþýðu-
bandalagsins.
í25®SdAlag9Íns
Sfeeffi-HlpmdtalPtrotí'tJJS
dN|*i- fti* BagKðunm
750.000,-
Lágt miðawrð
VINNINGUK:
654 3 ISrtð'týctti tfwteiÍ!í#mi-\íbA ta»KSfffogjísðöm siðarsáwtót. íéb. IIIIQGÖ,*
• VINNlNGURl fttS-Sttik mttm.UÖ.OtKl,-
* VINNINGUR: íHihk'iÍSíM&75.0Ö0,
• V.IN NINGUR: aö' awrfteiWlilta. 90.000,-
* VINNINGUR: JkiihtMtéirtm'tóö.iindkíH»fcn.80.QQ0>-
í • VI.NNTNGUR: 8Ö.Q00,-
• V'INNÍNGUR: Stffð!yTicív»ttfiF«i»<y>iiintJd'f,lfcgjl:K?ua'«3’ioi6í«0«TU: 55.006,-
8
n
. 9.-14. VINNINGUR:
| T5aií£ táííSoh ÍBá.Í)tiB*'.»U.EkitL
| vfcamgiit að'. ainl'j 15Ö.00Í),-
Í Fpöi Otgsfinna mS&i 3ÖÆ0Ð.
* Kr 50Q,-
15.“44. VINNiNGUR:
l«T&ur: ð»í Mvíli fti. bmar
«innintjuc líÖaiTebi riHi kn. 10.000,-
Dregið 6. janúar 1993.
utn -vivxángz f '.Tito 93VT7S&1