Vikublaðið - 03.12.1992, Page 15
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. desember 1992
15
Gísli Gunnarsson, Eggert Eggertsson, Kristinn Karlsson og Mörður Arnason.
Sigþrúður Gunnarsdóttir, Arnoddur M. Valdimarsson og Róbert Marshall.
miklum atriðum í ósamræmi við til-
lögur Alþýðubandalagsins og hug-
myndir frá Alþýðusambandinu og
atvinnurekendum. Miðstjórnin vekur
athygli á:
• að ekki er tryggt að aðgerðír rík-
isstjórnarinnar auki atvinnu í land-
inu;
• að miklar álögur eru lagðar á al-
mennt launafólk en engar jöfnunar-
aðgerðir er að finna í ráðstöfunum
ríkisstjórnarinnar;
• að með aðgerðunum er stöðug-
leika í efnahagslífinu stefnt í voða og
ekkert gert til þess að halda aftur af
verðhækkunum;
• að með ákvörðunum sínum í
sjávarútvegi gerir ríkisstjómin tilraun
til að festa núverandi fiskveiðistjóm í
sessi og hindra nauðsynlega endur-
skoðun fram á næsta kjöru'mabil.
Fundu „breiðu bökin“ hjá
barnafólki
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
mótmælir harðlega þeirri atlögu að
lífskjörum almennings sem felst í
nýframkomnum efnahagstillögum
ríkisstjórnarinnar. Þær koma verst
við þann fjölda bamafólks sem er að
eignast húsnæði. Húshitunarskattur-
inn er óréttlátur skattur og felast í
honum sérstakar aukaálögur á þá
sem bera nú hæstan hitunarkostnað.
Með fyrirhuguðum virðisaukaskatti
á bækur er horfið frá þeirri sóknar-
stefnu í menningarefnum sem mörk-
uð var þegar lestrarskattur var af-
numinn árið 1990. Ríkisstjómin eyk-
ur skattaálögur á almennt launafólk
en á sama tíma er ekki hreyft við
skattfrjálsum gróða fjármagnseig-
enda. Nýir skattar á launafólk sam-
kvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar
nema 6 þúsund miljónum króna en
hátekjufólki er einungis ætlað að
bera 300 miljónir sérstaklega.
Hvatt til samstöðu
Fundurinn skorar á landsmenn að
fylkja liði til þess að verja velferðar-
samfélagið gegn atlögum ríkisstjóm-
arinnar. Reynsla annarra þjóða sýnir
að það hefnir sín grimmilega að van-
rækja uppbyggingu á sviði félags-
og heilbrigðismála.
Lykillinn að betri framtíð, jafnt í
efnahagslegu sem menningarlegu
tilliti, er efling rannsókna og mennt-
unar, sérstaklega í greinum sem
tengjast farsælli hagnýtingu á auð-
lindum.
Alþýðubandalagið hafnar upp-
gjafarleið ríkisstjómarinnar og hvet-
ur áfram til víðtækrar samstöðu í
þjóðfélaginu um raunhæf úrræði í
efnahags- og atvinnumálum. Tillög-
ur Alþýðubandalagsins liggja fyrir.
Flokkurinn er reiðubúinn til sam-
starfs við stjómmálafylkingar og
samtök launafólks um aukna at-
vinnu, stöðugleika í efnahagslífi,
kjarajöfnun og varðstöðu um vel-
ferðarkerfið.
SAGT MED MYND HÖF. HJÖRTUR GUNNARSSON OG ÞURÍÐUR HJARTARDÓTTIR
VERDLA UNA GÁ TA 3
Verkefni ykkar, lesendur góðir, er að lesa texta út úr myndagátunni.
Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3,101 Reykjavík. Skilafrestur er tvær vikur. Verðlaun fyrir myndagátu
nr. 3 em Lífsins dómínó - öðmvísi ævisaga Skúla Halldórssonar, sem Örnólfur Árnason skráði og Skjaldborg
gefur út.
Verðlaunahafí
Rúmlega fjörutíu lausnir bámst á verðlaunagátu nr. 1. Allntargir höfðu ráðið gátuna næstum rétt, en höfðu næst-
neðstu línuna ekki nákvæmlega rétta.
Ráðningin var þessi: NÝR FJÖLMIÐILL, VIKUBLAÐIÐ, MÁLGAGN AB, HEFUR NÚ GÖNGU SÍNA.
LÁTUM RÖDD ÞESS HEYRAST.
Úr hópi þeirra sem rétt réðu var dregið út nafn Kristins Gíslasonar, Jökulgrunni 21,104 Reykjavík. Vikublaðið
óskar honum til hamingju með bók Thors Vilhjálmssonar, Raddir í garðinum.