Vikublaðið - 03.12.1992, Page 16
VIKOBLAÐIÐ '
3. TOLUBLAÐ 1. ÁRGANGUR 3. DESEMBER 1992
Aukínn skattur
350 milljónum velt út í verðlagið á mjólk, nautakjöti, eggjum, svínakjöti, kjúklingum og hrossakjöti
í aðgerðum þeim sem ríkisst jórniu hefur boðað að undanförnu
er stefnt að því að auka skattlagningu búvara. Annaðhvort hækk-
ar innlend matvara í verði sem því nemur eða framleiðendur
verða að axla auknar byrðar.
Lagt er til innan ríkisstjómar að
endurgreiðsla virðisaukaskatts (mat-
arskattsins illræmda) lækki verulega
af nautakjöti, eggjum, svínakjöti,
kjúklingum og hrossakjöti. I fjár-
lagafrumvarpinu, sem lagt var fram í
október, er gert ráð fyrir að dregið
verði úr endurgreiðslu virðisauka-
skatts af fyrrgreindum búvörum um
allt að 200 milljónir króna. Afram á
nú að halda á sömu braut og draga
enn frekar úr endurgreiðslum virðis-
aukaskattsins eða sem nemur allt að
50 milljónum króna. Samtals er þetta
54% lækkun á endurgreiðslum.
Þetta hefur í för með sér að verð
þessara búvara hækkar sem þessu
nemur eða að framleiðendur verða
að axla auknar byrðar.
Einnig er stefnt að því að inn-
heimta allt að 100 milljónum króna
aukalega gegnum verðmiðlunarsjóð
mjólkur. Það mun seinka því að um-
samdar hagræðingaraðgerðir, sem
unnið hefur verið að innan landbún-
aðarins, nái til neytenda.
Samtals er um að ræða 350 millj-
óna álögur á búvörur. Þessar aðgerð-
ir stjómvalda veikja verulega grunn-
inn undir því samstarfi milli aðila
vinnumarkaðarins, stjómvalda og
landbúnaðarins sem staðið hefur yfir
allt frá tímum þjóðarsáttarinnar árið
1990. Bændur sjá ekki mikinn til-
gang í að semja um hagræðingu og
lækkun raunverðs búvara ef stjóm-
völd eyða áhrifum þeirra jafnóðum
með aukinni skattheimtu, sem veldur
því að áhrifin af samkeppnishæfari
framleiðsluháttum ná seint eða ekki
út til neytenda.
Kjarasamningum sagt upp
Kennarasamband Islands hefur
sagt upp kjarasamningi við ríkið.
Launamálaráð stærsta félagsins inn-
an BSRB, Starfsmannafélag ríkis-
stofnana, með 4700 félagsmenn,
ákvað einróma uppsögn samninga í
vikunni og fyrir helgi hvatti ASÍ-
þing aðildarfélög til þess að losa
samninga sín. Rökin eru í öllum til-
fellum þau sömu: Gengisfelling,
kjaraskerðing, efnahagsaðgerðir án
lífskjarajöfnunar og atvinnuskapandi
aðgerða kippa umsömdum forsend-
um undan samningunum.
Sjúkraliðar hafa síðustu daga setið fundi í aðalstöðvum BSRB að Grett■
isgötu 89 í Reykjavík.
Kjarasprengja tifar á spítölunum
Langlundargeð margra hefðbundinna kvennahópa innan heilbrigðiskerfisins er á mörkum þess að snú-
ast upp í meiri baráttuvilja en komið hefur fram hjá öðrum hópum á vinnumarkaðinum um nokkurra ára
skeið. Gagnvart reykvískum sjúkraliðum með 54 þúsund krónur á mánuði í byrjunarlaun, sem fjármála-
ráðherra reynir að þvinga til að samþykkja kjaraskerðingar sjúkraliða á landsbyggðinni, dugir skammt að
vísa til atvinnuleysisvofunnar og mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði. Þau meðul eru einfaldlega hætt
að hrífa gagnvart þessari lægstlaunuðu sérmenntuðu kvennastétt landsins.
í ljósi sjúkraliðadeilunnar er rétt
að skoða ummæli fjármálaráðherra á
jafnréttisráðstefnu ungra kvenna í
stjómmálaflokkunum sem haldin var
í Reykjavík hinn 14. nóvember síð-
astliðinn.
„Fyrir liggur mikið magn upplýs-
inga um stöðu karla og kvenna í at-
vinnulífinu. Þær upplýsingar benda
nær allar í eina átt, þ.e. að staða
kvenna á vinnumarkaði sé almennt
lakari en staða karla í launalegu til-
liti. Þannig hafa karlar að jafnaði
hærri laun þótt um sambærileg störf
sé að ræða og eru alls ráðandi í
stjómunarstöðum. Auk þess em þær
starfsgreinar þar sem karlar eru í
meirihluta almennt betur launaðar en
svokölluð kvennastörf."
Fjármálaráðherra fjallaði síðan
um ýmsar vísbendingar „um stöðu-
mun karla og kvenna í atvinnulífinu,
konum í óhag, sem ráða þarf bót á
með einhverjum hætti.“
Orð og athafnir fjármálaráð-
herra
Sá maður sem mælti þessi orð er
nú í aðstöðu til að „ráða bót á“ slæm-
um launakjörum helstu kvennastétt-
anna í landinu sem margar starfa ein-
mitt undir hans stjóm.
Deila sjúkraliða er aðeins hluti af
þeirri kjarasprengju sem tifar undir
spítölunum. A fimmta hundrað
hjúkmnarfræðinga sögðu upp störf-
um um síðustu mánaðamót og samn-
ingamál röntgentækna eru enn
óleyst. Þá er flestum deila meina-
tækna frá í sumar enn í fersku minni.
Tilvera stéttarfélagsins í húfi
- Ég er farin að halda að mark-
miðið með stífni fjármálaráðherra sé
að kæfa Sjúkraliðafélagið í fæðingu,
áður en það nær að ganga frá sínum
fyrsta kjarasamningi. Ef ríkið býður
ekki upp á annað en að semja þannig
að sjúkraliðar úti á landi lækki í
launum og missi réttindi, er Ijóst að
tilvera stéttarfélagsins er í húfi, segir
Kristín A. Guðmundsdóttir, formað-
ur Sjúkraliðafélagsins.
Hættan sem félagið stendur
frammi fyrir er sú að sjúkraliðar úti á
Iandsbyggðinni yfirgefi félagið til að
verja kjör sín. Þá getur það hlutfall af
stéttinni í heild sem er innan vé-
banda Sjúkraliðafélagsins lækkað
niður fyrir viðmiðunarmörk og þær
misst samningsréttinn.
Sjúkraliðar hafa verið án kjara-
samnings í 15 mánuði eða frá því í
ágúst á síðasta ári. Þá voru aðeins
liðnir þrír mánuðir frá stofnun fé-
lagsins sem stéttarfélags, en áður hafði
félagið verið til sem fagfélag án samn-
ingsréttar og vom sjúkraliðar á höfuð-
borgarsvæðinu ýmist aðilar að Starfs-
mannafélagi ríkisins eða Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar.
Störf sjúkraliða úti á landi
endurmetin
Kjör sjúkraliða á landinu eru
nokkuð breytileg en lægst í Reykja-
vík. Munað getur allt að 15 þúsund-
um króna á mánuði milli einstakra
staða á landsbyggðinni og láglauna-
svæðisins í Reykjavík. Þessi kjara-
munur á rætur að rekja til þess að
víða hafa sjúkraliðar verið í starfs-
mannafélögum sveitarfélaganna og
náð þar betri samningum en fengust
gagnvart Reykjavíkurborg sem hefur
sett metnað sinn í að halda botnsæt-
inu hvað laun og kjör borgarstarfs-
manna varðar. Þegar þau sveitarfé-
lög, sem mynda samflot sveitarfé-
laganna í kjarasamningum, hófu að
endurmeta störf og röðun þeirra í
launaflokka í kjölfar ákvörðunar
1987 um að innleiða starfsmat, leiddi
það víðast til þeirrar niðurstöðu að
starf sjúkraliða væri svo krefjandi að
þeim bæri launahækkun. Reykvískir
sjúkraliðar vom meðal þeirra sem
fengu engar slíkar hækkanir en
Reykjavíkurborg er eitt örfárra sveit-
arfélaga sem standa utan samflotsins
og tók því ekki þátt í starfsmatinu.
Þegar sjúkrastofnanir voru færðar
frá sveitarfélögum til ríkisins bauð
ríkið ekki upp á annað en að miða
laun sjúkraliða alls staðar á landinu
við lægsta mögulega samnefnara,
þ.e. launin í Reykjavík.
- Á þriðjudag kúventi fjármála-
ráðherra og sagði í fyrsta skipti að
ríkið væri tilbúið að skoða það að
sjúkraliðar úti á landi fái að halda
launum sínum. Eftir stendur samt að
ríkið vill taka af þeim ýmis réttindi.
Þar vegur þungt réttur til að fá nám-
skeið metin til launahækkana, sem
sjúkraliðar úti á landsbyggðinni hafa
en ekki við hér í Reykjavík. Sú krafa,
að aðgengi að framhaldsmenntun og
námskeiðum verði aukið og sú
aukna þekking verði metin til launa
er einmitt ein af höfuðkröfum
Sjúkraliðafélagsins í þessum samn-
ingum, segir Kristín.
Víðtækur stuðningur við
sjúkraliða
Um 700 sjúkraliðar hafa flykkst á
kjaramálafundi síðan á mánudag til
að leggja áherslu á kröfur félagsins
og til að knýja fjármálaráðherra að
samningaborðinu. Að sögn Kristínar
rignir skeytum og stuðningsyfirlýs-
ingum yfir fundina. Þannig hefur
BHMr sent þeim hvatningu og bæði
hjúkrunarfræðingafélögin sömuleið-
is. Þá er mikið um skeyti frá almenn-
ingi og kaffihús eitt á Rauðarárstíg
sendi stóra súkkulaðitertu með bar-
áttukveðjum. En hvers vegna telur
Kristín að sjúkraliðar njóti svona
mikils stuðnings?
- Stór hluti þjóðarinnar hefur
kynnst störfum sjúkraliða af eigin
raun, annaðhvort inni á sjúkrastofn-
unum sem sjúklingar eða sem að-
standendur. Þetta fólk veit hvers
virði störf okkar eru og hvað sjúkra-
liðar leggja af mörkum til þjóðarinn-
ar. Þetta mat er í engu samræmi við
stefnu fjármálaráðherra, sem sýnir
okkur stöðugt í tvo heimana þrátt
fyrir jafnréttissinnaðar yfirlýsingar á
öðrum vettvangi.
Leynileg launakönnun innan
spítala í Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar hafa gefið
spítölunum gálgafrest fram til fyrsta
febrúar á næsta ári, en á fimmta
hundrað þeirra sögðu upp störfum
um síðustu mánaðamót. Ríkið hefur
heimild til að framlengja uppsagnar-
frestinn um þrjá mánuði til viðbótar
og er þess vænst að sú heimild verði
nýtt.
Þennan frest ætla spítalarnir að
nota til að láta fara fram ítarlega
skoðun á launakjörum nokkurra
starfsstétta innan spítalanna í
Reykjavík, en Davíð Á. Gunnarsson
hefur lýst því yfir að fara verði ofan í
saumana á launamálum hjúkrunar-
fræðinga og finna á þeim viðunandi
lausn. Þessi samanburður, sem þegar
hefur verið byrjað á, er gerður innan
Borgarspítalans, Landspítalans og
Landakots eða St. Jósefsspítalans og
nær hann til fjögurra stétta að
minnsta kosti; sjúkraliða, hjúkrunar-
fræðinga, sjúkraþjálfara og aðstoð-
arlækna.
Gott gengi
AB með 19,3%
Alþýðubandalagið fengi 19,3% ef gcngið væri til alþingiskosn-
inga nú samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ
fyrir Morgunblaðið. Þetta er með mesta fylgi sem mælst hefur við
flokkinn í könntinum Félagsvísindastofnunar og kemur heim við
svipaða útkomu hjá DV og Skáís nýverið.
í kosningunum síðustu fékk Al-
þýðubandalagið 14.4% atkvæða,
en í síðustu könnun FHI í júní sl.
17,5%. Athygli vekur að Kvenna-
listinn mælist nú með 13,5% fylgi,
hafði 12,2% í síðustu könnun og
8,3% í þingkosningunum. Það
þýðir væntanlega að flokkamir eru
ekki að bítast um sama fylgið.
Framsókn tapar marktækt í
könnuninni og fær 23%. Alþýðu-
flokkurinn fær 10,9% og mælist nú
minnstur flokka. Sjálfstæðisflokk-
ur fær 32,5%. Samtals eru stjórnar-
flokkamir í minnihluta með
43,4%.
Könnunin var gerð 25.-30. nóv-
ember.