Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 1
70 - 80 félög hafa sagt upp samningum Milli 70 og 80 félög hafa sagt upp kjarasamningum með tilvísun til ákvæða um gengisfellingu og eru í þeim hópi stærstu og fjölmenn- ustu félögin innan ASÍ og BSRB. Guðlaugur Por- Miklu betur búið að atvinnulausum í Vestur-Evrópu Atvinnulaus íslendingur fær bætur, 46 þúsund krónur á mán- uði, samkvæmt taxta fisk- vinnsiufólks, taxta sem í venju- legu árferði er ekki í gildi því engum dettur í hug að ráða sig á svo lág laun. Atvinnulaus Islend- ingur fær 85 krónur á dag fyrir hvert barn á heimili, en sú upp- hæð dugir fyrir einni hangikjöts- sneið út úr búð. Atvinnulaus Islendingur missir at- vinnuleysisbætur í 16 vikur á ári, því að þá á hann að leita sér að vinnu, og það þótt allir viti að enga vinnu er að fá. Reglur urn atvinnuleysisbætur voru samdar fyrir þjóðfélag sem þekkti aðeins tíma- og svæðisbundið atvinnuleysi. I velferðarríkjum Vest- ur-Evrópu er mun betur búið að at- vinnulausum, ekki aðeins hvað varð- ar beinar greiðslur heldur hefur hið opinbera gengist fyrir starfsemi sem miðar að því að byggja upp einstakl- inga á meðan þeir eru án atvinnu. Sjá 6 og 7. valdsson sáttasemjari sagði í samtali við Vikublaðið að hann byggist við fjölda uppsagna á næstu dögum. Flest félögin segja upp samningum með mánaðar fyrirvara þannig að þeir verða lausir 1. febrúar í stað 1. mars 1993. Það lætur nærri að um 300 félög séu innan vébanda ASÍ og BSRB þegar allt er talið. Eins og áður sagði hafa flest stærstu fé- lögin innan Verkamanna- sambands íslands sagt upp samningum, og einnig Sam- band bankamanna, Rafið- naðarsambandið og fleiri. Verslunarmannafélögin hafa verið seinni til að segja upp samningum. ¥ * ¥ * ¥ * ¥ ¥ * * * Engin vatnaskil 1. janúar 1993 Um árabil var dagsetningin fyrsti janúar 1993 nokkurskon- ar lykilorð í umræðu um fram- tíðarþróun Evrópu. Fyrir Evrópusinna boðaði dag- urinn innleiðingu fjórfrelsisins svonefnda, þar sem fólk, fjármagn, vörur og þjónusta átti að flæða hindrunarlaust milli þjóða Evrópu- bandalagsins, öllum til hagsbóta. Innri markaðurinn átti að stað- festa skynsemi samrunastefnunnar. Andstæðingar biðu innri mark- aðarins með ótta um skelftlegar fé- lagslegar afleiðingar óheftrar markaðshyggju þar sem fjármagn- ið réð ferðinni en fólkið, allur al- menningur, yrði skilið vanmáttugt eftir. Hvorki óskimar né óttinn munu raungerast þann fyrsta janúar kom- andi. Arið 1993 verður ár mótsagn- anna á erlendum vettvangi. Sjá síðu 5. Fortíðarþráin „Maður má aldrei snúa sér við, þá er komið nýtt helv . . . tímabil.“ Ingólfur Steinsson rifjar upp ár- ið 1963. Sjá síðu 10. Valan velspáa á Skipaskaga Vikublaðið blómstrar á árinu sem er að byrja. Óvænt velgengni þess byggist m.a. á gjafafé. Einkalíf Ólafs Ragnars Grímsson- ar verður farsælt á þessu ári, - en það er ungur, bjartsýnn og spenn- andi heimsmaður á uppleið í Al- þýðubandalaginu. Alþýðuflokkurinn mun slást við fjárhagsvanda og veilur í innra starfi. Ríkisstjórnin lendir í ósanninda- flækju sem dregur dilk á eftir sér. Athafnamaður mun bjarga Suð- urlandi frá volæði. Konur sölsa undir sig áhrifastöð- ur! Lesið Skipaskagaspádóminn Sjá síðu 6 og 7. Samúel Ingi Þórarínsson teiknar áramótaósk sína til landsmanna á síðu 2. Vikublaðið óskar lesendum og landsmönnum öllum árs og friðar. Mikil reiði meðal verkafólks „Núna mætir manni hroki og fyrirlitning“ Það komu nálægt níu hundruð manns á fund hjá okkur og það fór þytur um salinn í Austurbæjarbíói þegar menn stóðu upp og greiddu atkvæði með krepptum linefa. Ég hef aldrei séð þetta áður, segir Leifur Guðjónsson hjá Dagsbrún í hringborðsviðtali um verkefni samtnka launafólks. - Ég hafði sem starfsmaður Dags- brúnar nokkur samskipti við síðustu ríkisstjóm og það var alltaf auðsótt mál að fá viðtal við ráðherra, hvort sem það var forsætisráðherra eða aðrir, og það var hlustað á okkur þótt við fengjum ekki alltaf það sem við vildum. Núna mætir manni hroki og fyrirlitning. Skilaboðin eru „þetta kemur þér ekkert við, það erum við sem ráðum“. Þetta einkennir ríkis- stjómina. Ég get getið þess hér að í byrjun október fór ég ásamt formanni Dags- brúnar á fund aðstoðannanns félags- málaráðherra þar sem við komutn því á fratnfæri að fjöldinn allur af fólki væri kominn í þrot og gæti ekki staðið í skilum með afborganir af húsnæðislánum. Það varð úr að við vorum beðnir að skrifa félagsntálaráðherra bréf og lýsa ástandinu í stórum dráttum. Við gerðum það og óskuðum eftir því að ráðherra hefði samband svo við gæt- um kynnt málið betur. Ráðherra hef- ur enn ekki svarað okkur. Þetta er allt í sama stílnum, það á að brjóta fólk niður til þess að ríkis- stjómin geti síðan spilað frítt. Sjá 8 og 9.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.