Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. desember 1992 VIKUBLAÐIÐ 5 SPAÐIARID 1993 Árið 1993 verður ár mótsagna Stærri markaðir en smærri fyrirtæki; aukin samvinna þjóða samtúnis vaxandi þjóðemLshyggju; afvopnun jafiiframt því sem hætta á kjamorkustríði eykst Breska tímaritið The Economist gefur árlega út mikið sérrit þar sem horfur næsta árs eru ræddar. Margir sérfræðingar eru kallaðir til og þeir spá í þróun næstu missera. Megináherslan er á stjórnmál, efnahagsmál og viðskipti, en einnig er fjallað um þróun í vísindum og afvopnun. Ef eitthvað er að marka spár skríbenta The Economist verður þróun næsta árs mótsagnakennd. Innri markaður Evrópu tekur gildi í byrjun árs og fríverslunarsvæði Norður-Ameríku verð- ur að raunveruleika í lok ársins. Þeir sem munu hagnast mest á af- námi tollmúra og innflutningshafta eru, merkilegt nokk, lítil og með- alstór fyrirtæki en miklu síður alþjóðlegu stórfyrirtækin sem knúðu á um þessar breytingar. Alþjóðasamvinna eykst á næsta ári, í réttu hlutfalli við aukinn skilning manna á því að mörg vandamál verða ekki leyst nema með samstarfi þvert á landamæri. En árið 1993 mun einnig verða ár þjóðernisátaka og borgarastyrjalda. Sú hætta er yfir- vofandi að stríðandi fylkingar komist yfir einhvern hluta af þeim ógrynnum kjarnavopna sem afvopnunarsamningar kveða á um að fyrrum Ráðstjórnarríki skuli eyða. Um árabil var dagsetningin fyrsti janúar 1993 nokkurskonar lykilorð í umræðu um framtíðarþróun Evrópu. Fyrir Evrópusinna boðaði dagurinn innleiðingu fjórfrelsisins svonefnda, þar sem fólk, fjármagn, vörur og þjónusta átti að flæða hindrunarlaust milli þjóða Evrópubandalagsins, öll- um til hagsbóta. Innri markaðurinn átti að staðfesta skynsemi samruna- stefnunnar. Andstæðingar biðu innri markaðarins með ótta um skelfilegar félagslegar afleiðingar óheftrar markaðshyggju þar sem fjármagnið réð ferðinni en fólkið, allur almenn- ingur, yrði skilið vanmáttugt eftir. Hvorki óskimar né óttinn munu raungerast þann fyrsta janúar kom- andi. Bæði er að eftir því sem nær dró þessum meintu tímamótum minnkaði eftirvæntingin og tor- tryggnin eyddist. Hitt er líka að önn- ur og tjarlægari stefnumið Evrópu- bandalagsins yfirgnæfðu aðra um- ræðu innan bandalagsins á síðasta ári; Maastricht-samkomulagið virtist um tíma ætla að verða að engu og framtíð Evrópubandalagsins var í óvissu. Þetta samkomulag, sem átti að laka gildi sama dag og innri markaðurinn, eða fyrsta janúar 1993, mun sennilega fá endanlega staðfest- ingu um mitt næsta ár, að því gefnu að Danir samþykki í þjóðaratkvæði þá sérstöðu sem samið var um á leið- togaráðstefnunni í Edinborg fyrr í þessum mánuði. Meira í orði en á borði Fjórfrelsið hefur í raun komist á í áföngum á síðustu árum, eftir því sem lagabálkar hafa fengið sam- þykki í hinum 12 þjóðþingum aðild- arlanda Evrópubandalagsins. Alls eru það um 250 lagatilskipanir sem hafa smátt og smátt rutt úr vegi hindrunum fyrir frjálsan flutning fjármagns, fólks, vöru og þjónustu. Enn vantar þó nokkuð upp á að innri markaðurinn hafi að fullu náð fram að ganga. Fjármagnsflutningar verða ekki fullkomlega frjálsir fyrr en árið 1995 og búið er að seinka gildistöku sameiginlegs markaðar fyrir bíla til ársins 2000. Þá hafa Danir og Bretar þann háttinn á að þeir skilgreina frjálsa fólksflutninga þröngt, þannig að aðeins íbúar ríkja Evrópubandalagsins njóta þess. Aðr- ir verða að gangast undir vegabréfa- skoðun, þótt þeir komi til Danmerk- ur eða Bretlands frá öðrum Evrópu- bandalagsríkjum. Ýmislegt bendir til að einstök Evrópubandalagsríki láti undir höf- uð leggjast að hrinda í framkvæmd tilskipunum sem miða að því að opna landamæri og ryðja úr vegi inn- flutningshöftum. Kvartað er undan því að reglur um bankaviðskipti geri innflutningi erfitt um vik og kröfur um vörumerkingar sömuleiðis. Þess vegna er talið að á næsta ári verði lögð aukin áhersla á að fjórfrelsið fái raunhæfa þýðingu og kapp verði lagt á að samþykktum verði framfylgt. Þrátt fyrir erfiðleika og seinagang hillir undir það að Evrópa verði einn markaður og það er í samhljómi við alþjóðlega þróun í þá átt að tengja þjóðríki saman með verslun og við- skiptum þeirra á milli. Þessi þróun mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar í för með sér hvað fullveldi ríkja áhrærir og menningu þjóða því sag- an sýnir að í kjölfar viðskipta koma menningarstraumar sem geta haft víðtæk áhrif. Það er hinsvegar afar erfitt að segja til um breytingar á menningu og félagsgerð einstakra samfélaga. Það sést best á því að spár um þróun atvinnulífsins halda ekki og þó er þar um að ræða miklu einfaldari og fábrotnari svið þjóðfé- lagsins en menningin tekur til. Flæðir undan stórfyrirtækjum Það voru stórfyrirtæki sem knúðu á um samruna Evrópuríkja enda var það þeirra hagur að auðvelda við- skipti milli landa, eða svo var talið. A Vesturlöndum var það viðurkennd speki að stærri markaðir áttu að koma stórum fyrirtækjum til góða og skapa þeim skilyrði til að verða enn stærri. Þessi sannfæring var byggð á reynslu iðnaðarþjóða, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, enda þróun undangenginna ára stefnt í þessa átt. Framtíðarsýnin var sú að hag- kvæmni stærðarinnar myndi í fyll- ingu tímans leiða til þess að örfá stórfyrirtæki yrðu ráðandi á heims- markaði á nánast öllum sviðum. Lítil og meðalstór fyrirtæki myndu aðeins þrífast fyrir náð og miskunn hinna stærri. Hagfræðingurinn John Kenn- etþ Gailbraith lýsti þessari framtíð í bókinni Iðnríki okkar daga. sem var gefin út fyrir aldarfjórðungi. Núna þegar skilyrðin eru fyrir hendi, stærri markaðir og alþjóðleg fríverslun við sjóndeildarhringinn, virðast stórfyrirtækin ekki ætla að ná þeim árangri sem búist var við. Sér- fræðingar The Economist segja þvert á móti að þegar líður á þennan áratug muni stórfyrirtæki verða samheiti fyrir óhagkvæma og kostnaðarsama skipulagningu atvinnulífsins. Þeir ráðleggja eigendunt fyrirtækja með 100 starfsmenn eða þar yfir að finna leiðir til að brjóta fyrirtækið upp í smærri einingar. Upplýsingar eru völd Það liggja margar ástæður til þess að stórfyrirtæki eiga á brattann að sækja. Öfugt við það sem flestir bjuggust við kont tölvuvæðing frem- ur litlum og meðalstóru fyrirtækjum til góða en hinum stærri. Það kostar mikla peninga að koma upp og við- halda tölvukerfi og gagnabanka. Þessi fjárfesting skilar sér ekki nema að sem flestir starfsmenn hafi að- gang að upplýsingunum. Ef yfirmenn stórfyrirtækja hafa einir aðgang að upplýsingunum er hætt við að þær drukkni í tölfræði- flóði. Þeir sem hafa gagn af upplýs- ingum eru mun neðar í virðingar- stiga fyrirtækja, þar sem daglega eru teknar ákvarðanir um verðbreyting- ar, mannahald og sölumennsku. Hængurinn er sá að undirmenn sem eru betur upplýstir en forstjórarnir efast um skipanir að ofan og vilja fara sínu fram. Þegar slíkir undir- menn eru farnir að skipta þúsundum og jafnvel tugum þúsunda er orðið Það eru lítil og meðalstór fyrir- tæki sem verða burðarásinn í aukn- um hagvexti á næsta ári, er álit sér- fræðinga The Economist, en þeir telja að þrátt fyrir almenna svartsýni muni rofa til í alþjóðlegri efnahags- þróun á næsta ári. Þjóðríki út - borgríki inn Samvinna þjóða hefur aukist jafnt og þétt á umliðnum árum og ekki að búast við öðru en að framhald verði þar á á næsta ári. Efnahags- og at- vinnumál hafa verið hvað mest áber- andi enda árangurinn áþreifanlegur. Aukin samvinna og samruni Evrópu- þjóða er vísbending um hvert stefnir með þjóðríkið. Hugmyndin um sjálf- stætt þjóðríki er ekki nema 200 ára Fáni Evrópubandalagsins hefur verið mörgum tákn unt nýja tíma í Evrópu og í upphafi ársins 1993 áttu allir viðskiptamárar í Vestur- Evrópu að hrynja til grunna. Ljóst er þó að árið mun ekki rnarka eins mikil tímamót og œtlað var. Vikublaðið Time kaus Bill Clinton mann ársins 1992 fyrir að hafa snúið vonlausri kosningabaráttu upp í sigur. A árinu 1993 eru mikl- ar vottir bundnar við að nýkjörn- um Bandaríkjaforseta takist að rétta við bandarískt efnahagslíf eit það inyndi vafalítið draga úr efnahagslœgðinni sem hrjáð liefur okkar heimshluta síðustu misseri. afar erfitt að stjóma þeim. Þar fyrir utan helst stórfyrirtækjum illa á hug- myndaríkum og snjöllum starfs- mönnum sem leggja meira upp úr sjálfstæði og frumkvæði en öruggum launum og von um góð eftirlaun. Stórfyrirtæki bera hlutfallslega meiri stjórnunar- og fjármagnskostn- að en lítil og meðalstór fyrirtæki. Þegar fyrirtæki stækka verður skrif- ræði meira og ákvarðanataka erfið- ari. Sóun verður meiri í stórum fyrir- tækjum því að starfsmenn skynja sig sem lítil peð; þeir telja sig ekki bera ábyrgð á velgengni fyrirtækisins og bera hag þess ekki fyrir brjósti á líka vegu og starfsmenn smærri fyrir- tækja gera. Jafnvel þegar stærri markaðir hafa opnast hefur það ekki orðið stórfyr- irtækjum til hagsbóta. Hér áður, þeg- ar fyrirtækjum var erfitt að vinna nýja markaði, voru það helst stórfyr- irtækin sem höfðu efni á að kaupa sér sérfræðiþjónustu innlendra aðila sem var nauðsynlegt til að ná ár- angri. Smærri fyrirtæki höfðu ekki bolmagn til að brjótast inn á nýja markaði. Núna þegar hindrunum hefur verið rutt úr vegi ættu stórfyrir- tækjum að vera allir vegir færir en reyndin er sú að lítil og meðalstór fyrirtæki hafa í mun ríkari mæli nýtt sér aukið svigrúm. Það hefur sýnt sig að minni fyrirtæki eiga auðveldara með að finna kaupendur fyrir sýna vöru og þjónustu enda eru þau oft sérhæfðari og byggja á markvissari áætlunum en stórfyrirtæki. Það eykur enn á erfiðleika stórfyr- irtækja að neytendur sýna þekktum vörumerkjum minni hollustu en áður og það dregur úr yfirburðum stórfyr- irtækja á vettvangi auglýsinga. gömul og þeim fjölgar sem efast um að hugmyndin eigi sér langa lífdaga. Greinarhöfundur The Economist veltir fyrir sér framtíð þjóðríkisins og segir að aukin samvinna á vett- vangi verslunar og viðskipta geri það að verkum að einstök ríki geta ekki einangrað sig frá umheiminum, vilji þau á annað borð njóta hagvaxtar og velmegunar. Þá verður æ erfiðara að gera greinarmun á uppmna fram- leiðsluvöru þar sem algengt er að framleiðsla á einni vöm sé dreifð um allar jarðir. Svo dæmi sé tekið þá em Boeing-flugvélaverksmiðjumar í Bandaríkjunum að hefja framleiðslu á nýrri þotu á næsta ári þar sem aðskilja- nlegustu hlutir þotunnar koma frá 12 þjóðlöndum. Eitt helsta stolt Banda- ríkjamanna er flugvélaiðnaðurinn. En verður nýja Boeing þotan bandarísk? Samvinna þjóða er einungis önnur hlið málsins því á sama tíma eru tug- ir og hundruð þúsunda manna tilbúin að fórna lífi og limuin fyrir sjálf- stæðishugsjónir þjóða. Fréttir um þjóðernisátök berast einkum frá Austur-Evrópu um þessar mundir en áþekk vandamál er einnig að finna í Vestur-Evrópu og nægir þar að nefna Norður-Irland og Baskahémð Spán- ar. I ríkjum þriðja heimsins eru mörg dæmi um spennu milli þjóða og þjóðabrota sent getur valdið átökum af minnsta tilefni. Að nokkru leyti má rekja þessa erfiðleika til þeirrar ofuráherslu sem lögð hefur verið á að halda þjóðríkinu saman, jafnvel þó að oft væm landamæri ríkja ákveðin á hæpnum forsendum. Skýr- ustu dærnin eru vitanlega af ný- lenduríkjum Evrópu sem á síðustu öld skiptu meginhluta Afríku með reglustiku, en sú skipting hélst þegar Afríkuþjóðir fengu sjálfstæði á þess- ari öld. Ekki er líklegt að dragi úr svæðisbundnum átökum á næsta ári, en fáir sjá þess merki að staðbundin styrjöld eins og til dæmis í fyrram Júgóslavíu, muni breiðast út. Þjóðir heims standa ráðþrota gagnvart stríðinu í Júgóslavíu og virðast geta sameinast um það eitt að halda styrj- öldinni innan landamæranna. Greinarhöfundur The Economist gerir því skóna að vægi þjóðríkisins muni minnka í næstu framtíð en veg- ur borgríkja að sama skapi aukast. Höfundurinn rökstyður mál sitt með því að benda á að þegar landamæri þjóða verða óskýrari í heimi sam- vinnu og samrana sé eðlilegt að smærri einingar leysi þjóðríkið af hólmi. Borgríkin eru heppileg stjórnsýslueining og löng hefð er fyrir þeim, sérstaklega í Evrópu. Hugmyndin um borgríkið var til á tímum Fom-Grikkja og á miðöldum, löngu fyrir daga þjóðríkisins, var mönnum náttúrlegt að kenna sig við borg eða átthaga. Hvert fara kjarnorkuvopnin? Kalda stríðinu lauk með falli Ráð- stjórnarríkjanna en eftirmálin eru þau að vopnabúr stórveldanna fyrr- um eru kjaftfull af gereyðingarvopn- um. Afvopnunarsamningar kveða á um að stór hluti kjarnorkuvopna skuli tekinn í sundur og eyðilagður og gildir það um sprengjur, eldflaug- ar á landi og í kafbátum. Á næsta ári hefst áætlun um eyðingu 50 þúsund kjamorkuvopna í Bandaríkjunum og fyrrum Ráðstjórnarríkjum, en gert er ráð fyrir að það taki tíu ár að ná þessu markmiði. Öll eftirstríðsárin bjuggu menn við hættuna á kjamorkustríði sem ógnaði gjörvallri heimsbyggðinni. Ætla mætti að menn myndu varpa öndinn léttar núna þegar stórfelld af- vopnun er á næstu grösum. En það er öðru nær því sérfræðingar sjá fyrir sér að ekki megi mikið útaf bregða til að gereyðingarvopn komist í hendur manna sem einskis svífast. Sökum þess hversu stjórnskipulag og löggæsla er veikburða í Samveld- um sjálfstæðra ríkja er óttast að þangað geti menn, sem staðráðnir eru í að verða sér úti um kjarnavopn, sótt það sem til þarf. Þegar vopnin eru tekin í sundur og sprengiefnið tekið út er hægt að koma hættuleg- ustu einingunni, geislavirku úraníum og plútóníum, fyrir í ferðatösku. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn á borð við Gadaffi í Lfbýu eða hryðju- verkasamtök reyni að komast yfir kjamavopn. Greinarhöfundur The Economist segir að eitt mikilvægasta viðfangs- efni Vesturlanda sé að tryggja að koma kjarnavopnum Samveldanna í öragga geymslu en til þess þarf gríð- arlega fjármuni. Það úraníum sem fellur til þegar vopnin eru tekin í sundur er hægt að endurvinna til notkunar í kjamorkuverum. Banda- ríkjamenn hafa gert samning við Rússa um að kaupa 500 tonn af úran- íum á næstu 20 árunt. Þá hefur þýska fyrirtækið Siemens lýst áhuga á að byggja verksmiðju sem breytti plút- óníum í eldsneyti. Enn er ekki búið að ákveða geymslustað geislavirku kjamaefn- anna sent ganga af og ekki heldur hef- ur samist urn fjármögnun á verkefn- inu. Á meðan ekki hefur verið gengið frá þiessum atriðum er þessi banvæna arfleifð kalda stríðsins ennþá „virk“.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.