Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. desember 1992 VIKUBLAÐIÐ 11 MYNDLISTARMAÐUR VIKUNNAR Jólanótt frá imðöldum íengi, sem er Vlaría í hásæt- nu, en ekki vlaría við jöt- na. Betlehems- tjaman er svo á ínum stað, en ndlitsmyndin í enni er næstum ins og glettin /iðbót seinni ima og á sér ekki neina hefð- oundna skýringu nér vitandi. I heild sinni ýnir myndin að löfundur hennar efur verið vel að ér í hinu stranga iknmáli kristinn- r myndlistar á liðöldum og æntanlega kunn- ð skil á guð- ræðilegri merk- ígu þess. Því í lun var kirkjulist iðalda eins konar ðfræði í tvívíðu rmi. Viðfangsefni nnar var ekki að cja eftir náttúr- rmi, heldur að ilka guðfræði- ;gan sannleika. Ólafur Gíslason Höfundur íslensku teiknibókarinnar Verk: Fæðing Krists. Blek á kálfskinni frá 14. öld. Selma Jónsdóttir færir rök fyrir því í ritgerð sinni um Lýsingar í Stjómarhandriti að „frumgerð eða fyrirmynd" Islensku teiknibókar- innar í Ámasafni sé frá fyrri hluta 14. aldar, og að fyrirmynd hennar sé að finna í breskum saltarahandritum gerðum í upphafi 14. aldar í Ágú- stínusarklaustrinu í Worksop nálægt Nottingham á Englandi. Mynd sú sem hér er birt sýnir fæðingu frelsarans og byggir á skýru og afdráttarlausu táknmáli eins og tíðkaðist í hinni gotnesku myndlist miðalda þar sem trúarhug- myndir voru nátengdar hugmynd- um manna um skipan samfélagsins: Kristur er fæddur konungur og hið veraldlega konungsríki átti að end- urspegla konungsríki hans á himn- um. Það var forsenda alls samræmis að hin himneska og jarðneska Jer- úsalem endurspegluðu hvor aðra. Konungsvaldið var því heilagt eins og Guð. María er hér sýnd ekki bara með geislabaug, heldur líka með kórónu, til þess að undirstrika hlutdeild hennar í konungdómi Frelsarans og sérstöðu hennar meðal kvenna og meðal dýrlinga. Getnaður hennar veitti henni hlutdeild í guðdómnum: hún var hin nýja Eva sem sigrast hafði á erfðasyndinni sem þessi for- móðir hennar hafði innleitt í veröld- ina. Töldu sumir miðaldaguðfræð- ingar jafnvel að hún sjálf hefði því verið útvalin og eingetin í kviði Önnu móður sinnar. Jesúbamið á myndinni er ekkert bam: hér er kominn fullskapaður konungur, enda var Jesúbamið ekki venjulegt bam, heldur holdtekja Guðs sem bar með sér visku hans, vald og mildi. Fuglinn í hendi frelsarans er gamalt tákn sálarinnar og táknar hér vafalaust þann ódauðleik sálarinnar sem Kristur færir mönnunum að gjöf. Stundum er Jesúbamið sýnt með rauðbrysting (t.d. í frægri Ma- donnumynd Rafaels), og eru til tvær helgisagnir af honum: önnur segir frá því að Jóhannes skírari hafi komið með dáinn rauðbrysting til Jesúbamsins. Jesú lagði hönd sína yfir fuglinn og hann flaug (sbr. mynd Rafaels). Þar er rauðbrysting- urinn tákn um ódauðleik sálarinnar fyrir tilverknað Krists. Önnur helg- isögn segir frá því að rauðbrysting- ur hafi flogið yfir höfuð Krists á leið hans á Golgata og slitið rósa- þymi úr enni hans. Við það fékk rauðbrystingurinn rauðan blett á bringuna, sem hann hefur enn. Jósep er hér sýndur sem skeggj- aður maður með staf eins og tíðkað- ist á miðöldum. Stundum var stafur- inn hafður laufgaður eða blómgaður í samræmi við helgisögnina um að stafur hans hafi blómstrað þegar hann fór á fund æðstaprestsins í hofinu í Jerúsalem. En það krafta- verk var tekið til sannindamerkis um að hann væri kjörinn til að vera eiginmaður hinnar heilögu jómfrúr. Uxinn og asninn birtast fyrst í fjárhúsinu á Betlehemsvöllum í myndlist frá miðöldum. Hlutverk uxans og asnans í helgisögninni um fæðingu Frelsarans má rekja til spá- dómsbókar Jesaja í Gamla testa- mentinu (1,3) þar sem segir: „Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Israel þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki.“ Þetta var talin spásögn um að gyðingar myndu hafna Kristi sem frelsara. James Hall segir í uppsláttarriti sínu unt táknmál myndlistarinnar að síðar meir hafi uxinn og asninn öðlast nýja merkingu, þar sem asninn hafi verið eins konar ímynd Gamla testamentis- ins og uxinn þess nýja. Megi einkum merkja þetta í norður-evrópskri myndlist, þar sem nautið er látið horfa með velþóknun til bamsins en asninn látinn vera með hugann við annað eða jafnvel látinn draga sæng- ina af baminu eða vera í stympingum við Jósep með stafinn. Hugsanlegt er að þessi skilningur liggi að baki því að nautið horfir hér með velþóknun á Frelsarann á meðan asninn horfir út í loftið. Sviðsetning fæðingarinnar í þess- ari teikningu er ekki hefðbundin að því leyti að jötu frelsarans vantar. María er hins vegar látin liggja í konunglegri sæng en asninn og ux- inn hafa úr konunglegri jötu að moða, sem skreytt er með rósaflúri. Vitmn heilgrar Birgittu frá Sví- þjóð, sem hún öðlaðist í ferð sinni til Betlehem árið 1370 og lýsti í Op- inberunum sínum, þar sem hún sá fyrir sér Maríu krjúpandi á knjám í bæn á meðan hún fæddi, hafði mót- andi áhrif á framsetningu fæðingar- innar, einkum í flæmskri myndlist á 14. og 15. öld, en þeirra áhrifa gætir ekki hér. Og þótt það sé alsiða í gotneskri myndlist að hafa Maríu krýnda kórónu í hásæti sínu, þá qrunar mig að að hafi ekki ver- i venjan í lýsingu jálfrar fæðingar- inar. Myndin af daríu og Jesú- nirninu hér er iví eins og kom- n úr öðm sam- Islenskar stórsveitir íslenskar stórsveitir (Big bönd) hafa ekki verið margar í gegnum árin. Þó skjóta upp kollinum ein og ein en aldrei lifa þær lengi, því miður. Það er segin saga að alltaf þegar þessar sveitir eru að komast vel af stað, samæfingin og samspil- ið að skila sér, hætta þær af ein- hverjum orsökum þannig að hefð- in verður aldrei til. Tónlistarskóli FIH gefur þó von um að í framtíðinni verði til stór- sveit, sem glatt geti hug og hjörtu tónlistarunnenda. Eins má nefna Tónmenntaskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann á Akranesi, en í þessum skólum hafa margir alist upp við að spila í stórsveitum, þótt það fari ekki hátt og lítið beri á þessum sveitum nema á vorin þegar upp- skera vetrarins er borin fram. Von- andi verður það þannig í framtíðinni að þeir sem nú eru að alast upp í þessum sveitum haldi uppi merkinu og stórsveitarmúsík verði jafnsjálf- sögð og poppmúsíkin er í dag. Svo- lítill jöfnuður þar á milli ætti ekki að skaða neinn. Það tekur sinn tíma að þjálfa upp stórsveit með tuttugu hljóðfæraleik- urum. Þar skiptir til dæmis máli hrynjandin, tónstaðan, jafnvægið og stíllinn, svo eitthvað sé nefnt, og þegar æft er aðeins einu sinni í viku tekur þetta lengri tíma en ella. Það var þó ekki að heyra á Stórsveit FIH, sem tók þátt í jólatónleikum nem- enda skólans um daginn. Sveitin lék þar tvö lög, sérlega smekklega undir stjóm Edvards Fredriksens. Þar sýndu nemendur að þeir geta tekist á við flókin og erfið verkefni og satt best að segja kom á óvart hversu samæfð og samstillt sveitin var. Meðlimir sveitarinnar, sem allir stunda nám við Tónlistarskóla FÍH, koma frá ýmsum landshomum og hafa hlotið sína eldskím í lúðrasveit- um, sem eru sem betur fer fjölmarg- ar víða um land. Flestir þeirra stunda nám í djassdeild skólans og þátttaka þeirra í stórsveitinni er því krefjandi og skemmtilegur hluti af náminu. Hljómsveit af þessu tagi er rneira en fullboðleg á hvaða veitingahúsi sem er og sjálfsagt gætu margir hugsað sér að dansa við mátulega háværa stórsveitartónlist, þar sem sveiflan og spilagleðin ræður ríkjum. En því er ekki til að dreifa. Sjálfsagt spilar þar inní hugmyndaleysi veitinga- manna, peningaleysi, tískan og áhugaleysi. En hver veit, kannski verður það einn góðan veðurdag að stórsveit á borð við þá sem lék svo glæsilega á fyrmefndum tónleikum leiki fyrir dansi á hinum stóm svið- um glæstra veitingahalla borgarinn- ar. VIKUBLAÐIÐ óskar sveitinni og Tónlistarskóla FIH til hamingju með glæsilegan árangur með ósk um áframhaldandi spilamennsku af þessu tagi.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.