Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 14
I 14 VIKUBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. desember 1992 Eggert Már fer höndum um gítarinn. heldur en þessa verksmiðjufram- leiddu og það gefur þeim til dæmis góðan hljóm, annars er svo margt sem spilar inn í. Helst nota ég furu í toppnum og „pina“ og stundum finnur maður sérstaklega góðan við til að brúka. Það er ýmist frá Aust- ur-Evrópu eða Bandaríkjunum það efni sem notað er. Þetta er þolin- mæðisvinna og allt unnið í höndun- Hljóðfærasmíðar eiga sér hvorki langa né giæsta sögu í þessu landi, enda sjálfsagt erfitt að framfleyta sér á slíkum smíð- um. Verksmiðjuframleidd hljóð- færi hafa fengist hér og fást enn á viðráðanlegu verði og verður svo um ókomna tíð. Einn og einn er þó að fást við að sérsmíða hljóð- færi og þar á meðal er ungur maður, sem við rákumst á inni á lager Tónastöðvarinnar við Oð- instorg. Eggert Már Marinósson heitir pilturinn og sagði okkur að hann hefði átt þann draum frá því hann var í grunnskóla að verða hljóðfæra- smiður. En hvar Iærðir þú til verka? Eg fór í Iðnskólann, en þar var enginn, sem gat kennt mér þessar smíðar, svo ég fór í húsgagnasmíði og það hefur hjálpað mér mikið. Hvenær byrjaðir þú að fást við gítarana? Ég byrjaði nú bara á mínum eigin Gítara af öllum stœrðum og gerðurn er að finna á verkstœð- inu. gítar, samhliða því að gera við göm- ul húsgögn í bílskúmum heima. Svo voru það vinir og kunningjar, sem komu til mín með sín hljóðfæri til að láta lagfæra og þeir hvöttu mig mikið til að fara í nám erlendis, en þar er líka erfitt að fá kennslu. Ég komst að á verkstæði í London, sem líka er skóli, en þar átti maður bara að smtða eitt hljóðfæri á ári, það gerðu þeir sem voru með mér þama. En hjálpaði húsgagnasmíðin þér ekki eitthvað? Jú, svo sannarlega, ég þekkti öll handverkfærin sem notuð eru við smíðamar og sjálfsagt eitthvað hand- bragðið, svo ég var mun fljótari að ná þessu heldur en hinir og með mikilli vinnu þetta ár sem ég var úti tókst mér að smíða sex hljóðfæri. Hvað tekur það þig langan tíma að smíða einn gítar? Það er nú misjafnt, það er miklu meira maus við kassagítarana, en svona um það bil mánuð, gæti ég trúað. Það þarf að hefla, fræsa og líma og oft búa til sérstök stykki sem eru inni í belgnum, sem tekur sinn tíma að fást við. En hvað þarftu til að búa til góðan gítar? Fyrst og fremst gott efni. Svo er það þannig að ég hef þá þynnri Hljóðfærasiníðar Atvinnuleysi, óvissa og verðbólga aukast / ASI segir kaupmátt minnka um 7-8% 65.000 60.000- 55.000- 50.000 Skattieysismörk hjá núverandi ríkisstjórn. Loforö og efndir. Verölag í desember 1992 m.v. lánskjaravísitölu. 1 Júl 91 1 Jan 92 Hækkun tekjuskatts Aðrar ríkisfjármálaaðgerðir Gengislækkun Engin launahækkun Heildaráhrif á kaupmátt ráðstöfunartekna 1 Júl 92 1 Jan 93 Hagdeild Fjármála- ASÍ ráðuneyti 2,6% 2,0% 0,0% 0,0% 3,0% 1,5% 1,7% 1,7% 7,3% 5,2% Hagdeild ASÍ hefur svarað fullyrðingum Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra um að áhrifin af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar verði 3,5% kaupmáttarskerðing á árinu 1993. 1. Verðlagsforsendur 1993 I verðlagsspá Hagdeildar ASI er gert ráð fyrir 3,5% verðbólgu milli áranna 1992 og 1993 og 3% verð- bólgu frá upphafi til loka árs 1993. Hins vegar verður að hafa það í huga að gengisfellingin hafði strax áhrif á verðbólgu nú í desember, en fram- færsluvísitalan hækkaði um 0,5% frá því í nóvember sem að stórum hluta má rekja til efnahagsaðgerðanna, þ.e. gengisfellingarinnar og hækkun á bensíngjaldi. í mati okkar á þróun kaupmáttar tókum við mið af breyt- ingunni frá nóvember 1992 til árs- loka 1993. I forsendum fjármálaráðuneytis- ins er gert ráð fyrir því að 6% geng- isfelling leiði einungis til VA% hækkunar á verðlagi vegna áhrifa gengisfellingarinnar á atvinnu. Þetta er alveg með ólíkindum að halda því fram að bætt staða útflutningsgreina vegna gengisfellingarinnar leiði til verðlækkana hér á landi. Þess má geta að það er sameiginlegt mat Hagdeildar ASÍ, Hagdeildar VSÍ og Þjóðhagsstofnunar að verðlagsáhrif gengisfellingarinnar eru mun meiri, eða nærri 3%. 2. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Eftirfarandi tafla sýnir mismun á mati Hagdeildar ASI og fjármála- ráðuneytisins: Þessi munur skýrist í fyrsta lagi af því að fjármálaráðuneytið reiknar skattahækkunina sem hlutfall af heildartekjum en kallar það áhrif á ráðstöfunartekjur. Svo dæmi sé tekið af meðalhjónunum Jóni og Gunnu þá hafa þau um 220 þús.kr. í tekjur á mánuði. Fyrir breytingu tekjuskatt- anna var þeim gert að greiða kr. 39.644 í skatta þannig að ráðstöfun- artekjur þeirra eru kr. 180.356. Hækkun tekjuskatts leiðir til þess að þau verða nú að greiða kr. 4.100 meiri skatt á mánuði og það í hlut- falli af ráðstöfunartekjum þeirra eru 2,3%. Skerðing vaxtabóta um 500 mill.kr. nemur um 0,3% af heildar- ráðstöfunartekjum þjóðarinnar, sem eru um 185 milljarðar króna. . Fjármálaráðuneytið átelur Hag- deild ASÍ fyrir að hafa ekki haldið almennum verðbreytingum fyrir ut- I an kaupmáttarútreikningana, þar sem það tengist ekki sjálfri efna- hagsaðgerðinni. Samt sem áður er það veigamikil forsenda í efnahags- stefnu ríkisstjómarinnar að engar launabreytingar verði á næsta ári, e'ða sagt með öðrum orðum að launa- fólk taki þessar almennu verðlags- breytingar á sig í formi kaupmáttar- skerðingar. Bara af þeirri ástæðu er auðvitað nauðsynlegt að taka þetta með inn í mat á áhrifum aðgerðanna. I þeirri uppstillingu sem Hagdeild ASÍ stillti upp vom almennar verð- lagsbreytingar einnig teknar inn í áhrifin af þeim hugmyndum sem ASÍ var með til umfjöllunar. Þetta hefur því ekki áhrif á þann mismun sem er milli aðgerða ríkisstjómar- innar og hugmynda ASÍ, þ.e. að kaupmáttur skerðist um rúmlega 6% meira vegna aðgerða ríkisstjómar- innar. Það er síðan í þessu ljósi sem skoða verður forsendu ríkisstjómar- innar um að engar launabreytingar verði á næsta ári. Er það líklegt að landsmenn sætti sig við þá kjara- skerðingu sem ríkisstjómin hefur ákveðið? Miðað við viðbrögð út í verkalýðsfélögum um allt land sem eru að segja upp kjarasamningum vegna þessara aðgerða er það afar ólíklegt. 3. Samkeppnisstaða atvinnu- Iífsins - atvinnuástandið Fjármálaráðuneytið og ríkisstjóm- in heldur því mjög á lofti að þessar aðgerðir efli atvinnulífið og dragi úr atvinnuleysi. í því sambandi nægir að benda á, að í mati Þjóðhagsstofn- unar, sem fylgdi sem fylgiskjal með efnahagsaðgerðum ríkisstjómarinn- ar frá því 23. nóvember 1992, kemur ótvírætt fram að áhrif aðgerðanna á næsta ári verða þau að landsfram- leiðsla dregst um 0,8% meira saman en gert var ráð fyrir í þeirri þjóðhags- áætlun sem stofnunin kynnti þegar fjárlög voru lögð frarn. Þjóðarút- gjöld dragast um 2% meira saman og einkaneysla um 2,6%. Þannig að þrátt fyrir að aðstöðugjaldið og gengisfellingin bæti samkeppnis- stöðu atvinnulífsins verður samdrátt- urinn á næsta ári meiri vegna að- gerða ríkisstjómarinnar. Þetta hefur leitt til þess að Þjóðhagsstofnun vinnur nú að því að endurmeta allar ■ áætlanir um atvinnuleysi á næsta ári, þar sem gert verður ráð fyrir aukn- ingu frá fyrri spám. 4. Samantekt Heildamiðurstaða efnahagsað- gerða ríkisstjómarinnar eru því þess- ar; atvinnuleysi eykst, kaupmáttur minnkar um 7-8%, verðbólga eykst og mikil óvissa ríkir um framtíðina. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem og þjóðin öll hlýtur því að spyrja: Hvað er verið að bjóða okkur með þessum aðgerðum? Minnisblað um aukna skattheimtu ríkissjóðs vegna efnahagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar frá ASÍ til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: Hækkun tekjuskatts um 1,5% 2.900 milkkr. Lækkun persónuafsláttar 700 mill.kr. Hátekjuskattur 400 mill.kr. Samtals aukning tekjuskatts 4.000 mill.kr. Fækkun undanþága í VSK 1.800 mill.kr. Vaxtabætur 500 mill.kr. Hækkun viðmiðunarmarka sjálfstæðra atvinnurekenda 300 mill.kr. Hækkun bensíngjalds um 1,50 kr. 375 mill.kr. Samtals annað 2.975 milkkr. Samtals skattheimta 6.975 mill.kr. Þar af: Almenn skattheimta 6.275 mill.kr. Sértæk skattheimta 700 mill.kr. Útgjöld ríkissjóðs vegna afnáms aðstöðugjalds 4.250 mill.kr. Útgjöld vegna lækkunar trygginga- gjalds í ferðaþjónustu 250 mill.kr. V t

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.