Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. desember 1992 VIKUBLAÐIÐ 7 V alan y elspáa Hjá sér hefur hún dálítinn silfurbergsmola sem kom til heitnar með dul- arfullum hœtti. Sá steinn hefur einkennilega viðkomu og linar verki. Hér í spilum Guðrúnar er ungur maður sem hún bindur vonir við og er sjálfsagt í fjölskyldunni. Þetta er dökkhærður maður sem líklega á eft- ir að ná langt. Hann er þrjóskur, seintekinn en virðist komast það sem hann ætlar sér. Henni þykir mjög vænt um þennan unga mann. Viltu spá fyrir landsfjórðung- unum? Austurland - Það vil ég gjarnan gera. Við skulum byrja á Austurlandi. Þar verður reynt að byggja upp ferða- mannaiðnað. Það gengur allvel en skilar þó ekki miklum ágóða á þessu ári. Þeir baka sér nokkra erfiðleika fyrir mistök og fá á sig ásakanir vegna þess. Þama virðist framtíð fjórðungsins engu að síður liggja. Kona kemst í áhrifastöðu við þetta á árinu. Norðurland - Því miður verður líklega meiri slysatíðni á Norðurlandi en í öðrum landsfjórðungum. í spilum Norð- lendinga er líka einhvers konar pólit- ísk hreyfing sem vill byggja upp fjölskylduna. Vesturland - Þeir mega taka á honum stóra sínum! Þar verður hörð lífsbarátta. Þar kemur mikill bjartsýnismaður fram á sjónarsviðið og kona verður einnig í sviðsljósinu. Þeir gefast ekki upp. Þeir þrauka en þetta verður erfitt! Viltu spá sérstaklega fyrir Vest- fjarðakjálkanum? - Þar verður samstaða meiri en menn eiga að venjast. Þeir ná þokka- legum árangri og ungt fólk virðist líta jákvæðum augum á Vestfirði. Suðurland - Atvinna eykst á Suðurlandi. Þar verður líka uppgangur í heimilisiðn- aði af ýmsu tagi. Hér er í spilunum maður sem virð- ist bera mikla umhyggju fyrir Suður- landi. Það er varla þingmaður, - frekar einhver athafnamaður. Þessi maður á eftir að koma fram og ná miklum almenningsvinsældum. Ég vona að þetta sé ekki einhver útlend- ingur en það gæti alveg hugsast. Ég vil spá sérstaklega fyrir Vest- mannaeyjum. Vestmannaeyjar - Fjárhagsstaða hjá þeim verður óvenjulega veik. Þar að auki verða deilur eða vandræði kringum ein- hverja stóra stofnun, - það gæti verið sjúkrahúsið. Þetta er þó ekki al- slæmt. Þarna er ungur maður á leið með að verða áhrifamaður. Hann kemur einhverju áleiðis. Það kemur aftur og aftur upp í þessum spilum að fólk sem er lítið þekkt núna virð- ist eiga eftir að láta til sín taka á næsta ári. Það er skrýtið því nú virð- ast ekki verða kosningar en þetta fólk virðist engu að síður vera að ryðja sér braut. Hvernig skyldi nú ára hjá verkalýðshreyfingunni á næst- unni? - Jæja! Þetta er ekkert svo slæmt! Það verður mikið rökrætt á þeim bænum næsta árið. Þar fara fram miklar umræður og flóknar. Valda- menn bjóða þeim hrossakaup en þeir fá samt svolítinn ávinning eftir japl og jaml og fuður. Þeir virðast taka upp aðferðir andstæðinga sinna og láta koma krók á móti bragði. I verkalýðshreyfingunni er líka kona í áhrifastöðu. Þær virðast vera að sækja sig í þjóðfélaginu. Það má merkilegt heita. Þetta er annars kona sem hefur verið þekkt fyrir eitthvað annað en störf að verkalýðsmálum. Og hvernig gengur með at- vinnuvegina? Astand atvinnuveganna skánar næsta haust. Þá eykst fjármagn í at- vinnulífinu en áður en að því kemur verða harðar deilur. Það verður m.a. seilst enn dýpra í vasa heilbrigðis- þjónustunnar. Atvinnutækifærum kvenna fjölgar og margar konur fara í störf sem þær hafa lítið verið í fram að þessu. Konan forvitra á Skipaskaga heitir Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir. Hún er fædd í Barðastrandarsýslu árið 1936 og hefur búið víðs vegar á Suð- ur- og Vesturlandi. Hún er uppalin í sveit og hefur fengist við búskap, - segir reyndar að sér fmnist hún alltaf vera sveitakona. En hún hefur líka verið verkakona og var og er stolt af því. - Það er ágæt stétt, segir Ragna Steinunn. Svo er ég auðvitað alltaf í húsmóðurstarfinu, bætir hún við. Hún hefur eignast átta börn en missti tvo drengi. - Ég hef alla mína ævi reynt að gera miklu meira en ég mátti vera að, segir Ragna Steinunn þegar ég minnist á bækurnar sem hún hefur skrifað. Það gekk betur eftir að ég komst upp á lag með að skrifa ljóð. Það tekur svo stuttan tíma. En það getur vel verið að ég sé búin að týna því niður núna. Ég fór í háskólann og þá tók það allan minn tíma eins og hann lagði sig. Það breytti líka bóka- smekknum hjá mér. Nú vil ég helst lesa eitthvað ævagamalt. Ég held að við höfum margt að sækja til fortíð- arinnar. Samband við hana er mikil- vægt. Við eigum að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið og notfæra okkur þá reynslu sem tiltæk er. Nýjungarnar koma af sjálfu sér. Það þarf engar áhyggjur að hafa af þeim. Hvað spádómana varðar þá er ég ekki viss um að mér líki það nafn. Ég hef hugboð um eitt og annað og ég held að maður geti orðið ansi klókur af að rækta upp hugboð. Reyndar held ég að allar manneskjur hafi hæfileika til þess en það þarf að veita honum athygli og skrúfa frá honum. Það er rétt eins og hestar sem vita á sig veður. Þegar hestarnir híma bregst það aldrei að hann fer að rigna og blæs úr þeirri átt sem þeir snúa rassinum í. Svona hæfileikar eru okkur öllum gefnir en þeir verða undir í hraða og erli dagsins. Það er eiginlega ekkert dularfullt við þetta. Hins vegar er nú- tímamaðurinn of hrokafullur til þess að nota þessar góðu gjafir sínar. í skólanum töluðum við um regluveldi og það finnst mér gott orð. Við búum við regluveldi og það er hráeðilegt stjórnskipulag. Við eigum að hundsa reglurnar, leita til fortíðarinnar og sjálfra okkar í stað þess að vera hrædd við þá hæfileika sem við höf- um. Ég sat um daginn og var að lesa og það var kertaljós í stofunni hjá mér. Þá tek ég allt í einu eftir því að ljós- geislinn frá kertinu stefnir beint á brjóstið á mér, - í hjartastað. Ég stóð upp og gekk eftir geislanum að Ijós- inu og mér fannst ég kæmist í sam- band við það. Fannst ég væri stödd í einhvers konar alheimsljósi. Ég sam- einaðist ljósinu. Ég veit ekki hvað var að gerast. Þetta var mjög skrýtið. Hins vegar býr maður að svona sterkum áhrifum í marga daga. Slíti maður hins vegar sambandið við það óskilgreinanlega verður maður l'úll og þreyttur. Það er mjög slæmt. Áður en ég kveð velspáa völu, bið ég hana um að spá fyrir mér og þegar hún hefur rakið mér örlög mín kveð ég léttur í lundu. Það er rokhvasst og snjófjúkið bylur á skipinu sem lætur eins og mús í hlandkeraldi. Ég velt áhyggjulaus fram og til baka í sætinu mínu. I minni spásögn var ekki minnst á sjávarháska. Sálfræðingurinn Jón Sigurður Karlsson lýsti dæmigerðri líðan at- vinnuleysingja í síðasta tölublaði Vinnunnar: „Algengt er að sjálfs- ásakanir vegna atvinnumissisins séu hluti af dapurleikanum. Sjálfs- virðing minnkar og margir finna fyrir tilgangsleysi. |. . .] Algengt er að atvinnuleysingjum finnist þeir hafa lítil eða engin áhrif, þeir séu að miklu leyti leiksoppar örlaganna og geti ekki tekið málin í eigin hendur. [. . .] Svo virðist sem atvinnurek- endur forðist frekar að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Telja að það sé almennt lélegur vinnukraftur.“ Eins og málum er nú skipað er at- vinnulaus Islendingur ekki einasta án atvinnu og án möguleika til að framlleyta sér og sínum heldur er hann sviptur voninni um betri tíð. Jafnvel í kreppunni á fjórða ára- tugnum var hægt að telja sér trú um að atvinnuleysið væri böl sem hefði einhverja merkingu og ákveðin ögr- un að fást við. Þegar Tryggvi Emils- son lýsir eymdinni hjá verkalýðnum á Akureyri þá er alltaf ljós í myrkr- inu því alþýðan átti framtíðina. „Gerum íhaldsmennina að sósíalist- um, alla þjóðina, það er hin eina mikla menningarsókn, það er að útrýma fátækt og fáfræði. Það er framtíðin. Island getur og á að vera fyrirmyndin að menningarþjóðfé- lagi eins fullkomnu og landkostir og mannvit leyfa." íslensk borgarmenning dró meira dám af gildum sveitasam- félagsins en útlendum siðum og háttum. Flest bendir til þess að á nœsta ári verði breyting á því. Velferðarklúður Atvinnuleysi næstu missera verð- ur því sárara að menn horfa upp á rflddæmi í næsta nágrenni við sig. Það ereinkenni borgarsamfélags að tekjuskipting er mjög ójöfn. Þjóðir á Vesturlöndum hafa brugðist mis- jafnlega við þessari staðreynd. Á Norðurlöndum var sú stefna tekin að skattleggja þá sem betur mega sín, bæði fyrirtæki og einstaklinga, til að setja í samneyslu sem aftur dró úr því misrétti sem ójöfn tekj- Sveitasamfélagið sneri baki við þéttbýlinu og bólverk andófsins gegn aukinni Evrópusamvinnu Islands er í dreifbýlinu. uskipting leiðir af sér. Þetta var meðvituð stefna stóru verkalýðs- flokkanna sem fóru með völdin á Norðurlöndum áratugina eftir stríð. Á íslandi varð vclferðarkerfi ekki komið á með markvissu starfí og stefnumótun stjórnvalda og verka- lýðssamtaka. Þeir flokkar sem kenna sig við alþýðuna höfðu á stefnuskrá sinni að efla velferðar- kerfið en hvorttveggja var að þeir náðu aldrei kjörfylgi til að hrinda fyrirætlunum í framkvæmd og verkalýðshreyfíngin var aldrei nógu sjálfstæð og einhuga til að fylkja liði um einn flokk. Raunar hefur það verið svo fram á allra síðustu ár að verkalýðshreyfingunni var skipti upp í einingar sem hver tilheyrði sínum flokki. Velferðarríkinu var tjaslað saman smátt og smátt, gjarnan í tengslum við kjarasamninga. Það þýðir meðal annars að enginn vill bera fulla ábyrgð á velferðarkerfinu, nema kannski samtök opinberra starfs- mann. Þess vegna stendur íslenska velferðarkerfið ótryggum fótum með þjóðinni og stjórnvöld komast upp með það að skera það niður og rugla til og frá með kerfið. Velferðarmál voru sjaldan meira en hliðarráðstafanir sem gripið var til þegar í óefni var komið á vinnu- markaðnum. Ef ekkert verður að gert vofir sú hætta yfir að það haldi ál'ram að molna undan velferðarrik- inu, það verði óskilvirkara og óvin- sælla með þeim afleiðingum að þeir sem hafa efni á munu koma sér upp eigin mennta- og heilbrigðiskerfí. Þar yrði korninn vísir að stéttaskipt- ingu, allur almenningur ætti minni nröguleika á að mennta sig og við- halda heilsunni en hinir fáu útvöldu. Heimspckingurinn Vilhjálmur Árnason hefur í opinberum fyrir- lestrum kynnt hugmynd sína um samfélagssáttmála þar sem þegn- arnir koma sér saman um meginein- kenni og viðmið opinberrar þjón- ustu. Hugmynd Vilhjálms, sem á sér erlenda fyrirmynd, er að sátt- málinn sé gerður án tillits til hags- munahópa og einstaklingsbundinna óska. Þetta er þriðja leiðin í velferð- armálum og hún gæti sætt sjónar- mið sveitasamfélags og borgarþjóð- félags. Verður allt falt? Einar í Landi og sonum er búinn að gera upp hug sinn. Hann ætlar að hætta baslinu, selja skjáturnar, kýrnar, jörðina og annað sem hægt er að koma í verð. Tómas nágranni Einars gerir honum tilboð og Einar slær samstundis til. Tómas vill að hann hugsi málið, en Einar er stað- fastur og segir hokrið til einskis, það sé aðeins mælt í skuldum. Tóm- as svarar: „En jörðin, drengur minn. Hve- nær hafa skuldir breytt nokkru um þetta landi? Erum við ekki hér vegna landsins. Höfum við ekki alltaf verið hér vegna þess eins. Eig- um við ekki fjöllin, heiðarnar og vfðátturnar. Það er ekki hægt að tala um þetta eins og einfalt dæmi um tekjur og skuldir. Þrátt fyrir allt verða fjöllin ekki færð í bækur." Otti sveitamannsins er einmitt þessi; að landið verði metið til fjár, fært til bókar og veðsett eða selt, að borgarbúinn falbjóði útlendingum fjöllin, dalina, árnar, heiðarnar og vötnin tii að kaupa sér meiri þæg- indi. Ef sveitasamfélagið á einhvern tfma að fallast á evrópska borgar- menningu verður að sefa þennan ótta með gildum rökum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.