Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 8
8
VIKUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. desember 1992
Hringborðsumræður
um ríkisstjórnina
og verkefni
verkalýðshreyfmgarinnar
Staðurinn er Norræna húsið og stundin er rétt fyrir jól. Fimm kjörnir
fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og blaðamaður setjast niður til að ræða
stöðu hreyfingarinnar, líta í senn um öxl og spá í framtíðina. Það verður þó
minna úr slíkum vangaveltum heldur en til stóð því umræðan snýst nær
eingöngu um núið. Verk ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar vekja slík við-
brögð innan verkalýðshreyfíngarinnar að það er sem fortíðin hefjist þegar
Viðeyjarstjórnin tekur við völdum og framtíðin opnist ekki fyrr en stjórnin
annað hvort fer frá eða gerbreytir um stefnu.
um úrbætur hér og hvar án þess að
gera okkur heildarmynd af málinu.
Hugsunin á bakvið félagslega kerfið
var upphaflega að jafna kjörin en
síðan hefur margt breyst. Spurningin
sem við þurfum að velta fyrir okkur
er hvemig kerfið getur þjónað sínu
hlutverki sem best.
Eiríkur: Mál eins og trygginga-
kerfið, heilbrigðiskerfið og mennta-
kerfið eru okkur öllum sameiginleg
og við ættum að geta náð þar saman.
útaf tilteknu máli. Þar var okkur sagt
að þetta væri kjarasamningsatriði og
við ættum að tala við fjármálaráðu-
neytið.
Eiríkur: Eg held þetta eigi við um
allt velferðarkerfið, þessi árátta að
hver vísar á annan. Eg held að verka-
lýðshreyfingin myndi vilja ræða
þessi mál í alvöru ef hún fengi frið til
þess. En það er þetta viðhorf hjá rík-
inu - það erum við sem ráðum - sem
kemur iðulega fram þegar við kom-
Guðrún Kr. Óladóttir
Við höfum trúaö því að hér hafi verið og
eigi að vera velferðarþjóðfélag.
Guðmundur Þ. Jónsson
I síðustu samningum þurfti að eyða tíma og
orku í það að koma í veg fyrir vonda hluti.
Þau sem drukku saman kaffi í
Norræna húsinu voru Guðmundur Þ.
Jónsson, formaður Iðju, Leifur Guð-
jónsson, stjómarmaður í Dagsbrún,
Guðrún Kr. Óladóttir, varformaður
Sóknar, Sigríður Kristinsdóttir, for-
maður Starfsmannafélags ríkisstofn-
ana, og Eiríkur Jónsson, varaformað-
ur Kennarasambands Islands.
Blaðamaður: Hversu djúpstæð er
andúð verkalýðshreyfingarinnar á
aðgerðum ríkisstjómarinnar?
Guðmundur: Það er mikil reiði í
fólki. Það hefur komið fram á fund-
um í verkalýðshreyfingunni. Ég er
sannfærður um það að verkafólk og
launþegar í þessu landi telja það
nánast grundvallaratríði að koma
þessari ríkisstjóm frá. Það er for-
senda fyrir því að snúa málum til
betri vegar. Allar aðgerðir ríkis-
stjómarinnar miðast við að skerða
kjörin. Við skulum rifja upp hvað
forsætisráðherra sagði þegar svarta
skýrslan um þorskstofninn kom út í
sumar: Það fyrsta sem hann sagði var
að nú væru forsendur kjarasamninga
brostnar. Það var ekkert farið að
hugsa um hvemig mætti vinna úr
þessum vanda með öðmm hætti.
Nei, það átti að rifta kjarasamning-
um. Síðan var stofnaður kór sem
kom fram í fjölmiðlum til að koma
boðskapnum á framfæri: skerða
kjörin og afnema réttindi verkafólks.
Það þarf vitanlega að takast á við
efnahagsvandann, en það er ekki
sama hvemig að því er staðið.
Eiríkur: Reiðin er djúpstæðari en
hún hefur verið áður. Fólki finnst að
það sem verkalýðshreyfingin er búin
að gera, að koma verðbólgunni nið-
ur, sé einskis metið. Ríkisvaldið vill
engin samskipti við verkalýðshreyf-
inguna, nema þá kannski á tyllidög-
um. Það er ekki hlustað á neitt sem
við höfum fram að færa.
Sigríður: Það er mikil reiði í okk-
ar samtökum og það skiptir ekki
máli hvaða stjómmálaflokki fólk til-
heyrir, eða hvort það er óflokks-
bundið. Það er allsstaðar verið að
skerða réttindi og kjör fólks. Þessi
ríkisstjórn virðist ekki vera í neinum
tengslum við þjóðina.
Hroki ríkisstjórnarinnar
Guðrún: Það er ólga allsstaðar.
Ríkisstjómin byrjaði á þessari niður-
rifsstarfsemi strax og hún tók við
völdum. Maður velti fyrir sér til-
gangi árása ríkisstjómarinnar á
verkalýðshreyfinguna, hvort verið
væri að flytja hingað „Thatcher-
isma“ frá Bretlandi. Núna fer maður
að sofa að kvöldi og heyrir um nýjar
aðgerðir að morgni. Þetta er handa-
hófskennt og það er eins og ríkis-
stjómin kunni ekki til verka.
Leifur: Það kontu nálægt níu
hundruð manns á fund hjá okkur og
það fór þytur um salinn í Austurbæj-
arbíói þegar menn stóðu upp og
greiddu atkvæði með krepptum
hnefa. Ég hef aldrei séð þetta áður.
Ég hafði sem starfsmaður Dagsbrún-
ar nokkur samskipti við síðustu rík-
isstjóm og það var alltaf auðsótt mál
að fá viðtal við ráðherra, hvort sem
það var forsætisráðherra eða aðrir,
og það var hlustað á okkur þótt við
fengjum ekki alltaf það sem við vild-
um. Núna mætir manni hroki og fyr-
irlitning. Skilaboðin era „þetta kem-
ur þér ekkert við, það erum við sem
ráðum“. Þetta einkcnnir ríkisstjóm-
ina. Ég get getið þess hér að í byrjun
október fór ég ásamt formanni Dags-
brúnar á fund aðstoðarmanns félags-
málaráðherra þar sem við komum
því á framfæri að fjöldinn allur af
fólki væri komið í þrot og gæti ekki
staðið í skilum með afborganir af
húsnæðislánum. Það varð úr að við
voram beðnir að skrifa félagsmála-
ráðherra bréf og lýsa ástandinu í
stórum dráttum. Við gerðum það og
óskuðum eftir því að ráðherra hefði
samband svo við gætum kynnt málið
betur. Ráðherra hefur enn ekki svar-
að okkur. Þetta er allt í sama stílnum,
það á að brjóta fólk niður til þess að
ríkisstjómin geti síðan spilað frítt.
Guðrún: í þessu sambandi má
geta þess að maður hefur orðið var
við gífurlega aukningu í útgjöldum
sjúkrasjóða verkalýðsfél,aga. Ég vil
tengja það uppgjöf fólks. Það sækir
fyrst í sjúkrasjóðina áður en það
gengur hin þungu spor í félagsmála-
stofnanir.
Leifur: Mér skilst að það sé orðin
hálfs mánaðar bið eftir viðtali hjá fé-
lagsmálastofnun.
Sigríður: Ég hef heyrt að biðin sé
þrjár vikur.
Verkalýðshreyfinguna vantar
heildarstefnu
Eiríkur: Ríkisstjómin virðist á
þeirri braut að hún boðar ýmsar ráð-
stafanir núna sem hún ætlar að nota
sem skiptimynt í næstu kjarasamn-
ingum. Þessu þarf að linna því að
það má ekki verða hlutskipti verka-
lýðshreyfingarinnar koma að samn-
ingaborðinu með það verkefni að
rífa niður skemmdarverkamúra sem
ríkisstjómin er að byggja.
Guðmundur: Ég er sammála
þessu. í síðustu samningum þurfti að
eyða tíma og orku í það að koma í
veg fyrir vonda hluti. Okkur tókst til
dæmis að bjarga ríkisábyrgð á laun-
um gjaldþrota fyrirtækja. Við þurf-
um að eyða tíma og orku í það að
verja hlut okkar og koma í veg fyrir
skerðingu á réttindum sem við höf-
um áður þurft að leggja í baráttu til
að ná, til dæmis atvinnuleysistrygg-
ingum. Við getum ekki lifað við það
að allir samningar snúist um það að
ríkisstjórnin hætti við að taka eitt-
hvað af okkur. Við verðum að
tryggja það að fá ríkisstjóm sem er
tilbúin til samstarfs en er ekki í enda-
lausu stríði við okkur.
Sigríður: Það er aldrei talað við
okkur, það eru bara sett lög. Ég get
tekið dæmi af Ríkismati sjávarafurða
sem á að leggja niður. Það hefur eng-
inn talað við þetta fólk, en sumir sem
vinna þama hafa 50 ára starfsaldur.
Það var fundur með starfsfólkinu í
janúar og síðan frétti það í nóvember
að Alþingi hefði samþykkt að leggja
stofnunina niður. Það talar enginn
við starfsfólkið og það er bara sett út
á kaldan klaka.
Blaðamaður: Þjóðarsáttin 1990
markaði ákveðin tímamót þar sem
verkalýðshreyfingin, atvinnurekend-
ur og ríkisstjómin komu sér saman
um að ná verðbólgunni niður. Voru
það ekki mistök af hálfu verkalýðs-
hreyfingarinnar að nota ekki þjóðar-
sáttartímann 1990-1992 til að gera
upp við sig hvaða kröfur sé eðlilegt
að gera til ríkisvaldsins?
Guðmundur: I mínu minni hefur
það aldrei verið til umræðu hvemig
velferðarkerfi við viljum hafa,
hvemig við viljum láta það virka og
hverjir eiga að njóta þess. Það hefur
aldrei verið mótuð nein heildarstefna
um það hvemig við viljum hafa
menntakerfið, heilbrigðiskerfið og
tryggingakerfið. Við erum að semja
Hvað okkur kennara varðar hafa mál
sem lúta að menntakerfinu tvær hlið-
ar. Skólinn hefur ákveðnu þjónustu-
hlutverki að gegna og svo hafa okkar
félagsmenn sitt lifibrauð af því að
vinna þarna. Niðurskurðurinn í
skólakerfinu núna, til dæmis, er í
senn niðurskurður á þjónustu við
nemendur og á kjöram kennara.
Þetta er mjög erfið aðstaða því að
maður er í raun að verja tvenna hags-
muni. Engu að síður sé ég ekkert því
til fyrirstöðu að stéttarfélög nái sam-
stöðu um markmið í velferðarkerfinu.
Sigríður: Opinberir starfsmenn
eru til að þjónusta fólkið og ég sé
ekkert sem mælir gegn því að við
gætum komið okkur saman um
hvemig (tjónustan eigi að vera.
Stefnuleysi í lokuðu kerfi
Blaðumaður: En þetta hefur
aldrei verið reynt.
Guðrún: Við höfum trúað því að
hér hafi verið og eigi að vera velferð-
arþjóðfélag. Þess vegna höfum við
lagað einn hlut í einu en aldrei rætt
um þetta í heild. Ég held að það hafi
líka áhrif að þegar við förum af stað
og viljum athuga einhver atriði í
kerfinu vísar hver á annan. Þegar við
undirbjuggum okkur fyrir Alþýðu-
sambandsþingið í haust höfðum við
samband við mennamálaráðuneytið
um með mótaðar tillögur.
Sigríður: Fólk finnur að það hef-
ur engin áhrif og þá hefur það ekki
nennu til að vinna að þessum mál-
um.
Eiríkur: Lítið dæmi um sam-
skipti ráðherra við okkur og samfé-
lagið er 18 manna nefnd sem hefur
verið að vinna að mótun mennta-
stefnu frá ársbyrjun. Þessi nefnd er
skipuð af ráðherra án tilnefningar,
engin félagasamtök eiga fulltrúa
sinn þama inni. Ekki nóg með það,
heldur er nefndarfólk látið sverja
þess eið að segja ekki nokkrum
manni hvað það er að gera í nefnd-
inni. Það er nýtt að starfa svona.
Auðvitað hefðu kennarar átt að fá að
tilnefna fulltrúa í nefndina og ef sátt
á að myndast um skólakerfið þá
hefðu hin almennu verkalýðsfélög
líka átt að tilnefna fulltrúa. Þetta
minnir á páfakjör; menn era múraðir
inni og ekkert má fréttast. Það sýnir
líka hve stefnuleysið er algcrt að
menntamálaráðherra skuli ákveða að
gefa heimild fyrir kennarabraut á
Akureyri, sem er ekkert nema gott
um að segja, en fyrir einum og hálf-
um mánuði boðaði ráðherra að hann
ætiaði að skipa nefnd til að gera til-
lögur um kennaramenntun í landinu.
A santa tíma og hann ætlar að skipa
nefnd til að gera tillögur um framtíð-
arfyrirkomulag kennaramenntunnar