Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 16
VIKUBLAÐIÐ*
6. TOLUBLAÐ • 1. ÁRGANGUR___________________________________29. PESEMBER 1992
ATVINNUMÁL TEXTI OG MYNDIR: ÞRÖSTUR HARALDSSON, DALVÍK
Fullvinnslan
er framtíðin
í frystihúsinu á Dalvík hefur tekist að skipta yfir í aukna
fullvinnslu með þeim árangri að verðmætasköpunin og at-
vinnustigið helst óbreytt þrátt fyrir samdrátt og aflaleysi.
Það vakti athygli á dögunum þeg-
En gœðin verða að haldast mikil og stöðug,
þá getum viðfengið gott verðfyrir afurðir
okkar og verið samkeppnisfœr við fiskiðnað í
öðrum löndum.
ar Frystihús KEA á Dalvík auglýsti
eftir starfsfólki. Eins og málum er
háttað í íslenskum sjávarútvegi telst
það til tíðinda að þar vanti fólk til
starfa. Og merkilegt nokk þá hefur
ekkert gengið of vel að fá fólk til
starfa. Að vísu veldur þar ýmislegt,
svo sem skortur á húsnæði og bama-
gæslu á Dalvík. En samt, hvemig
stendur á þessu, Gunnar Aðalbjöms-
son frystihússtjóri?
„Eg get ekki svarað því. Hér á
staðnum er ekki meira vinnufram-
boð en verið hefur, en samt eru mjög
fáir á atvinnuleysisskrá. Við vorum
heldur betur mannaðir á sama tíma í
fyrra. Það rættist heldur úr þessu eft-
ir að við auglýstum og við erum búin
að fá sex manns frá Hauganesi og
fólk austan úr Bárðardal og vestan af
Hvammstanga. Nokkrir komu frá
Reykjavík en þeir entust bara í nokkra
daga. Svo er skólafólkið að mæta, svo
þetta er viðunandi eins og er.“
Vanalega hefur ekki verið unnið í
frystihúsinu frá 20. desember og
fram til 10. janúar. Nú var hins vegar
unnið fram á Þorláksmessu og milli
jóla og nýárs. Svo verður tekið frí í
eina vinnuviku vegna jólafrís á tog-
urunum. Þá verður sinnt nauðsyn-
legu viðhaldi. Gunnar segist ekki
hafa verið vinsælasti maðurinn í
frystihúsinu þegar hann tilkynnti að
unnið yrði á Þorláksmessu. „Fólk
vill taka sér frí þessa síðustu daga
fyrir jól og milli hátíðanna. Það er
orðið vant því.“
Svipuð verðmæti þrátt fyrir
samdrátt
Nú mætti ætla að landburður væri
af fiski á Dalvík, en svo er alls ekki.
Afli togaranna hefur verið lélegur að
undanfömu, rétt eins og annarra
fiskiskipa á Islandsmiðum. Að sögn
Gunnars hefur að meðaltali verið
unnið úr 4.200 tonnum af fiski á ári í
frystihúsinu og fyrir nokkrum árum
voru söltuð 3.500 tonn. í ár bjóst
hann við að um 3.900 tonn yrðu tek-
in til frystingar en einungis 1000
tonn í salt. „Kvótasamdrátturinn
birtist fyrst og fremst í minnkandi
söltun,“ segir Gunnar.
En þótt samdráttur hafi orðið í
frystingunni líka hafa tekjumar ekki
minnkað svo neinu nemur. Árið 1991
var unnið úr 4.276 tonnum í frysti-
húsinu og fyrir það fengust 490
milljónir króna. Á næsta ári er áætl-
að að vinna úr rúmlega 3.700 tonn-
um og fyrir þau er ætlunin að fá 467
milljónir króna. Það er með öðmm
orðum reiknað með að meðalverðið
hækki úr 114 kr. á kíló í 125 kr.
Hvemig má það vera á tímum verð-
stöðnunar og jafnvel -lækkunar á
sjávarafurðum?
Skýringin er fólgin í svonefndri
smápakkavinnslu. Fyrir tveimur ár-
um festi frystihúsið kaup á tækja-
búnaði til að pakka fiski í neytenda-
umbúðir. Á þessu ári verður um 600
tonnum pakkað með þessum hætti
og á næsta ári er ætlunin að ná fullri
nýtingu smápakkalínunnar en það
þýðir 800 - 1000 tonn á ári. Fyrir
fisk sem þannig er meðhöndlaður og
fer beint í frystiborð evrópskra mat-
vöruverslana fæst mun hærra verð en
þann sem fer í hefðbundna vinnslu.
Þessi vinnsla er mannfrekari og þess
vegna gerir þessi fjárfesting fyrir-
tækinu kleift að halda svipuðum
tekjum og sama atvinnustigi með
töluvert minni afla en áður.
Strangar gæðakröfur
Þetta hljómar vel, en af hverju
eru þá ekki öll íslensk frystihús
komin inn á þessa braut?
„Þetta er mjög dýrt og það líður
langur tími þangað til það fer að
borga sig. Og svo hentar þetta ekki
alls staðar. Við höfum ekki grætt
mikið á þessu fyrstu tvö árin, enda
náum við ekki fullri nýtingu fyrren á
næsta ári, þriðja árinu sem tækin eru
í húsinu.
Það sem tekur tíma er undirbún-
ingur þess að koma fiskinum á mark-
að. Ef um er að ræða nýja pakkningu
sem ekki er fyrir á markaði líður í
það minnsta eitt ár frá því fyrirspum-
in berst þangað til framleiðsla er
komin í fullan gang. Sé pakkningin
til á markaðnum tekur þetta skemmri
tíma, en aldrei undir hálfu ári.
Áður en samningar eru gerðir
kemur kaupandinn hingað og tekur
húsið út. Þeir eru mjög strangir og
gera miklar kröfur til hreinlætis og
gæða.
Við þurftum til dæmis að taka
gerlasýni á 50 stöðum í húsinu - af
gólfinu, úr vatninu, af vinnusvæð-
inu, áhöldum fólksins og víðar - og
senda í ræktun hjá Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins. Kaupandinn fékk
svo skýrslu sem sýndi honum hvem-
ig almenn umgengni er í húsinu. Við
þurfum svo reglulega að senda sýni
af framleiðslunni í ræktun, þar sem
leitað er að 4-5 tegundum gerla. Við
höfum þurft að gera ýmsar ráðstaf-
anir hjá okkur til að mæta þessum
kröfum.
Þessi framleiðsla fer beint til neyt-
enda, en ekki í frekari vinnslu eins
og raunin er um blokkina og fleiri af-
urðir. Þess vegna er hægt að rekja
galla sem finnast í vörunni beint til
okkar.“
Hvert fer þessi framleiðsla ykk-
ar?
„Þýskaland er stærsti markaður-
inn, en við seljum líka á Bretland,
Frakkland og Svíþjóð. Þetta er mest
þorskur, ýsa, karfi og ufsi, en við
höfum líka gert tilraunir með aðrar
tegundir. Við fáuum margar fyrir-
spumir frá kaupendum okkar um til-
teknar tegundir eða hluta af fiskinum
og framleiðum á að giska vikulega
einhver sýnishom. Það fer því mikill
tími og peningur í þróunar- og mark-
aðsstarf.“
Sérðu fyrir þér að þessi mark-
aður fari stækkandi?
,Já, þetta er eins og snjóbolti sem
hleður utan á sig. Ég hef á tilfinning-
unni að þetta haldi áfram að aukast.“
Eru mörg frystihús byrjuð á
svona vinnslu?
„Þessi smápakkavinnsla er tvenns
konar. Annars vegar er fiskurinn
lausfrystur og honum pakkað fryst-
um. Hins vegar er fiskinum pakkað
ferskum og hann frystur í umbúðun-
um. Við erum í því síðamefnda og
ég veit ekki um aðra en okkur og HB
á Akranesi sem eru í þess konar
vinnslu, en það eru þó nokkur hús í
lausfrystingunni. Við gelum reyndar
líka lausfryst fiskinn enda fer þetta
vel saman. Við fáum oft pantanir um
ákveðinn hluta af fiskinum og getum
þá nýtt afganginn í lausfrystingu og
pakkað honum þegar minna er að
gera. Með því móti fáum við betri nýt-
ingu og stöðugleika í vinnslunni."
Fiskréttir sækja fram
Að undanfömu hefur eigandi
frystihússins, KEA, ásamt Dalvíkur-
bæ lagt nokkurt fé í athugun á arð-
semi þess að reisa fiskréttaverk-
smiðju á Dalvík. Þar er hugmyndin
að vinna fiskinn enn meir, jafnvel
forsteikja hann og velta honum upp
úr brauðmylsnu eða sósum. Þessi
verksmiðja gæti nýtt sér það mark-
aðsstarf sem íslenskar sjávarafurðir
hafa unnið fyrir smápakkavinnsluna.
Enn liggur engin niðurstaða fyrir
úr þessari athugun, en ein aðalfor-
senda þess að svona verksmiðja
verði reist er að Island gerist aðili að
Evrópska efnahagssvæðinu. Nú er
10% tollur á tilbúnum fiskréttum í
EB ríkjunum en hann lækkar í 3%
verði EES að veruleika.
Gunnar segist sjá fyrir sér að ís-
lensk frystihús haldi áfram að auka
fullvinnslu sjávarafurða. „Maður sér
það í verslunum í Evrópu og Amer-
íku að fólk vill fá matinn tilbúinn,
það vill ekki þurfa að hafa mikið fyr-
ir matseldinni. Þetta sést glöggt á út-
flutningsmörkuðum fyrir saltfisk þar
sem yngra fólkið vill ekki þurfa að
útvatna fiskinn. Það vill fá allt í ein-
um pakka, tilbúið í ofninn."
Erum samkeppnisfær
Fyrir nokkrum árum var þeirri
röksemd beitt gegn fullvinnslu hér
á landi að betra væri að hafa verk-
smiðjurnar sein næst inarkaðn-
um. Hefur þetta eitthvað breyst?
„lá, samgöngur eru orðnar miklu
betri en þá, bæði innanlands og milli
landa. Einnig hafa komið til sögunn-
ar ýmsar aðferðir til að lengja
geysmluþol fisksins. Tollar hafa sín
áhrif, en með aðild að EES fara þeir
lækkandi. Þetta er því raunhæfari
kostur en áður.
Við þurfum hins vegar að legga
áherslu á dýrari afurðir, þar er staða
okkar best. Það eru óhemju mögu-
leikar í fullvinnslunni og við höfum
hráefnið og gæðin. En gæðin verða
að haldast mikil og stöðug, þá getum
við fengið gott verð fyrir afurðir
okkar og verið samkeppnisfær við
fiskiðnað í öðrum löndunt," segir
Gunnar Aðalbjörnsson, frystihús-
stjóri á Dalvík.