Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 10
10____________________________________________________VIKUBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. desember 1992 TÓNLÍST Fortíðarástin mín og þín * Ut úr fóðruðum hátalara hvíta Philips- tœkisins hljómuðu einn morgun seint í janúar á því herrans ári 1963 þeir tónar sem ollu því á rétt rúmlega tveim mín- úturn að sá sem þetta skrifar varð aldrei samur. inni The Beatles á íslandi. Það leið ekki á löngu þar til íslenskir unglingar tóku að sameinast kringum þessi þrjú töfrahljóðfæri: gítar, bassa og trommur. Út um allt land var verið að reyna að spila þessa músík sem borist hafði hingað með hinum lífsglöðu ung- mennum frá Liverpool en til- heyrði nú ýmsum fleiri töfra- mönnum eins og The Rolling Stones, Kinks, Hollies, Searchers o.fl. Meira að segja undirritaður lék í hljómsveitinni Lubbar á skólaskemmtun austur á Seyðisfirði vorið ’63 ásamt tveim vinum. Það má sjá að brugðið hefur verið hart við enda þoldi málið enga bið! Fyrsti kossinn Sumarið 1964 lék hljóm- sveitin Hljómar frá Keflavík á tónleikum í Háskólabíói. Er ekki að orðlengja það að í bíó- inu braust út sannkallað bít- laæði í íslenskri mynd. Ungl- ingar stóðu á blístri og ungar stúlkur voru nærri því að falla í haust voru Hljómar að rifja upp gömlu lögin á Hótel íslandi. Tuttugu og átta árum eftir að þeir slógu svo eftirminnilega í gegn í Háskólabíói stóð þessi fornfræga sveit nú aftur á fjölunum og landinn virtist vera með á nótunum. Það á kannski sérstaklega við um þá sem komnir eru um og yfir miðjan aldur og muna þessa tíma. Hljómar voru staðgenglar Bítlanna á þessum árum. Þeir voru þeir Islendingar sem komust næst því að búa yfir einhverju af þessum óskap- legu töfrum sem Bítlamir höfðu. Þeim töfrum sem heill- að höfðu heila kynslóð ung- menna um öll Vesturlönd og víðar. Því þetta byrjaði allt með Bítlunum. Það er ekki víst að það sé svo auðvelt að lýsa þeim hræringum sem urðu í höfði og hjarta íslensks unglings þegar hann heyrði í fyrsta skipti lag með hljómsveitinni The Beatles, líklega snemma á árinu 1963. Ég sem þetta skrifa man það reyndar einsog það hefði gerst í gær, á svip- aðan hátt og ég man nákvæm- lega það augnablik þegar hafði ég hlustað á Alfreð Clausen syngja Ömmubæn þúsund sinnum, Sigurð Ólafs- son með sjómannalögin og Jakob Hafstein syngja uppá- haldslag mitt í bernsku: Söng villiandarinnar. Gamla tækið hafði líka gef- ið okkar að heyra Presley, Berry, Richard, Holly, Dom- ino og Haylay á bernskudög- um rokksins. Að maður tali nú ekki um öll útvarpsleikritin sem fjölskyldan hafði samein- ast um gegnum tíðina og spurningaþættina, lögin við vinnuna, tónleika af plötum, fasta liði eins og venjuleg. Allt er þetta helgað minningu hins virðulega brúna tækis sem var sannkölluð stáss- mubla, horfin af sjónarsvið- inu. hljóma á gítar og þeir slógu svona eins og við vinimir vor- um að reyna að gera. En hví- lík leikni, hvílík snilld! Ennþá neðar drundi svo bassi og í bakgrunni voru trumbur slegnar. Meira var það ekki. Meira þurfti ekki til! Það var greinilegt: gítarar, bassi og trommur voru hljóðfærin. Og pabbi kallaði uppyfir sig: „Þeir eru búnir að drepa Kennedy!“ Það gerðist 22. nóvember þetta sama ár, 1963. Á þessum tíma var Kenn- edy dáðasti stjórnmálamaður á jörðinni og Bítlarnir á leið- inni að verða dáðasta hljóm- sveitin í sólkerfinu. Morðið á Kennedy varð frægt að end- emum en Bítlarnir urðu frægir vegna þess að þeir komu með nýjan tón inn í dægurtónlist- ina. I upphafi plastaldar Það var nýbúið að skipta um útvarpstæki heima. Árið áður hafði pabbi fest kaup á lágvöxnu, langleitu Philips- tæki sem var úr hvítu plasti og þótti mikið dándi í upphafi plastaldar austur á fjörðum. Horfinn var úr útvarpshorninu gamall æskuvinur, brúna Telefunken-tækið sem þar hafði staðið frá ómunatíð og mér varð síðar mikil eftirsjá í. Það komu nefnilega þeir tím- ar að ég áttaði mig á hinum fagurfræðilegu yfirburðum þýska tækisins yfir ameríska plastið en þá var ég orðinn of seinn - Telefunken-tækið var úr sögunni. Úr hátalára þéssá gamla tækis hafði cg lengi notið mikillar skemnitunar. Við það hafði ég hlustað á danslögin á laugardagskvöldum sem barn. Þar heyrði ég fyrst Hauk Morthens syngja um Gunnar póst og fræin sem eru til. Þar Ingólfur Steinsson rifjar upp árið 1963, þegar Bítl- arnir hyrjuðu að slá strengi rnllSm Wóí ^3- sína, Kennedy var myrtur, ■ 1 W Hljómar urðu staðgenglar \ ■ * /A V. ' Bítlanna á Islandi og liann sjálfur lék í Lubbum á Seyð- < y á _ .Æi MM - (f? 'i'. IpT isfirði. hljómsveitin Lubbar frá • m Seyðisfirði 1963. WÍS'ÉSimilÉr Æm f V<- Æi. ‘ - ■ ■i&íJSes*''' - -55-2 Gylfi Gunnarsson gítar, Hákon Erlendsson tromm- ur, undirritaður gítar. Æm Nýja plasttækið var allt öðruvísi. Það hafði aðra sál. Það fann maður strax. Maður bjóst eiginlega við að úr því kæmi öðruvísi dagskrá en úr því gamla. Og tilfellið er, það reyndist rétt! Bítlarnir slá í gegn Út úr fóðruðum hátalara hvíta Philips-tækisins hljóm- uðu einn morgun seint í jan- úar á því herrans ári 1963 þeir tónar sem ollu því á rétt rúm- lega tveim mínútum að sá sem þetta skrifar varð aldrei sam- ur. Háar unglingadrengjara- ddir sungu lag, tvíraddað, sem byrjaði á da da da da da dum dum da. Undir hljómuðu gít- arar, rafmagns heyrðist mér. Ég var töluvert farinn að slá svo þessi söngur! Þessar tvær björtu raddir, svo glaðlegar og hljómuðu svo vel saman. Já, það var snemma eitt af vöru- merkjum Bítlanna, hinn frægi samhljómur Lennons og McCartney! Uppfrá þessu snerist líf okkar vinanna um það að komast að því hvaða hljóm- sveit þetta væri óg heyra lqg með henni. Og þegar við vor- um búnir að komast að því að þetta væri hljómsveitin The Beatles, fjórir ungir menn frá Liverpool, þá var hafist handa við að reyna að útvega plötur með þeim. Það var erfitt í fyrstu en svo fóru plötur að koma í Fálkann og til Sigríðar Helga og síðan fóru þær líka að koma austur og uppfrá því hefur aldrei verið erfitt að eignast plötu með hljómsveit- í yfirlið. Það voru hinir kefl- vísku bítlar, einsog þeir voru nefndir uppfrá því, sem gáfu íslenskum unglingum nasa- sjón af því sem hafði verið að gerast á meginlandinu. Hljómsveitin þótti sérlega góð, spilaði á gítara, bassa og trommur og þeir voru allir með bítlahár. Þeir spiluðu bítlalög og voru líka með sín eigin lög, alveg eins og Bítl- arnir! Fyrsti kossinn og Bláu aug- un þín komu brátt út á lítilli plötu og höfðuðu sterkt til okkar unglinganna og jafnvel hinna eldri líka, a. m.k. hið síðar nefnda. Á næstu árum áttu Hljómar eftir að senda frá sér margar plötur. Og þó að maður biði ekki eftir þeim með jafnmik- illi eftirvæntingu og plötum Bítlanna, þá voru þær gott innlegg , góð lög el'tir Gunnar Þórðarson og yfirleitt á ís- lensku. Helsta meinið var kannski það að stundum ortu ýmsir eldri höfundar textana þannig að þeir höfðuðu ekki eins til okkar unglinganna fyrir bragðið. Þó minnist ég margra góðra laga/texta eins- og Ertu með, sem var aðallag- ið á sumarhátíðinni í Atlavík ’67, Heyrðu mig góða sem var fyrsta lagið á stóru plötunni frá ’67; Þú og ég var líka á þeirri plötu og hitti ástfangna menntskælinga beint í hjartað ef ég man rétt. Einnig má nefna lög eins og Peninga með smellnum texta og Æs- andi fögur sem Beili söng af sinni alkunnu snilld en hann var án efa mestur söngvari þeirra félaga. Svo undir lokin var Shady Owens komin í sveitina og best man ég hana á svarthvít- um sjónvarpsskjánum syngj- andi Baby, I’m gonna leave you. Þá var Björgvin Hall- dórsson í hópnum. Má segja að upp úr því hafi Hljómarnir orðið Lónlí blú bojs en það er önnur saga og annað tímabil. Það er nú einu sinni nokkuð til í því sem gamli hippinn sagði: „Maður má aldrei snúa sér við, þá er komið nýtt helvítis tímabil." Sumir vilja nefnilega bara fá að hafa sín tímabil í friði. Fleiri gamlar sveitir heldur en Hljómar hafa verið að troða upp nýlega, svo sem hljómsveitin Pops sem hélt uppá 25 ára afmæli sitt. Þeir voru feikivinsælir á höfuðborgarsvæðinu á 7. ára- tugnum. En lítið sem ekkert liggur eftir þá á vinyl og er það miður. Það er nú einu sinni svo að þessi niúsík á svo mikið í okk- 'ur sem upplifðum þetta ævin- týri. Þess vegna sækjum við alltaf í hana. Þess vegna finnst okkur þetta besta músíkin, hún hreyfir okkar viðkvæm- ustu strengi, þá strengi sent tengja okkur við tímann þegar við vorum ung, gálum ailt og áttum allt í vændum. Ingólfur Steinsson.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.