Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1993, Qupperneq 8

Vikublaðið - 21.01.1993, Qupperneq 8
VIKUBLAÐIO 8 Fimmtudagur 21. janúar 1993 S VEITA RS TJÓRNA RMÁ L jT Menska stjómkerfið vanþroskað - Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjómar á Akureyri, ræðir um samstarf við Sjálfetæðisflokkinn, vanmátt sveitarfélaga í at- vinnumálum og skort á lýðræði í hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga. Hún segist vera orðin hundleið á að svara þessari spumingu, en hér eru engin grið gefin. Fyrir hálfu þriðja ári urðu þau tíðindi norður á Akureyri að pólamir í bæjarstjóm, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur, tóku höndum saman um stjóm bæjarins - meðan Framsókn svaf úr sér sigurvímuna. Sigríður Stefánsdóttír varð forsetí bæjarstjómar. Hvemig er svo að stjóma með í haldinu, Sigriður? „Það hefur gengið betur en við þorðum að vona og furð- anlega lítið reynt á þolrifin í samstarfinu. Raunar er það svo hér í bæjarstjórn Akureyr- ar að samstarf meirihluta og minnihluta hefur löngum ver- ið meira en gengur og gerist víða annars staðar sem kannski á sér þá skýringu að hér hefur aldrei verið hreinn meirihluti neins eins flokks. Við höfum unnið saman að gerð fjárhagsáætlana, svo dæmi sé tekið af viðamesta málaflokki sveitarstjóma, og þekkjum því vel fulltrúa hinna flokkanna. Þetta hefur gert samstarfið auðveldara. Við þetta bætist svo ástand- ið í þjóðfélaginu sem sníður okkur þröngan stakk. Það hef- ur verið svo lítið eftir til að takast á um þegar búið er að ráðstafa fé í þessa föstu liði sem við erum öll sammála um að séu við lýði. Að vísu var Framsókn í fýlu fyrsta árið eftir kosningar og þau gerðu ágreining núna um fram- kvæmdir í Listagilinu. En í heildina er samstarfið gott, bæði innan meirihlutans og við minnihlutann.“ Samkomulagið hefur haldið - Er þá allur ágreiningur úr sögunni í bæjarstjórn Ak- ureyrar? „Nei, það eru vissulega uppi ólíkar skoðanir í einstök- um málum, bæði milli flokka og innan þeirra. Meirihlutinn er knappur - sex af ellefu full- trúum - og því hafa menn orðið að leggja áherslu á að ná samstöðu. Það var að mörgu leyti auðveldara að semja við Sjálfstæðisflokkinn en hina flokkana vegna þess að ágreiningsefni flokkanna eru skýrari. Við vissum hver þau voru og gengum í að semja um þau fyrst. Það samkomu- lag hefur haldið, þótt ekki haft allt komist í framkvæmd sem við vildum, m.a. vegna þess að erfiðara hefur reynst að koma hlutabréfum bæjarins í Landsvirkjun í verð en við átt- um von á. Söluverð þeirra átti að nota til að greiða niður skuldir hitaveitunnar og til uppbyggingar í atvinnumál- um og því höfum við ekki haft úr eins miklu að spila þar og við vonuðumst til. Sala hluta- bréfanna hefur reynst flóknari en við áttum von á vegna þess að báðir meðeigendur okkar, ríkið og Reykjavíkurborg, hafa verið því mótfallnir að við seldum okkar hlut. Við höfum því ekki talið skyn- samlegt að knýja fram sölu. En eins og ég sagði þá hef- ur samstarfið gengið vel. Bæj- arfulltrúar meirihlutans hafa skipt með sér formennsku í helstu nefndum og er treyst til að fara með sína málaflokka. Það tryggir líka gott upplýs- ingastreymi inn í bæjar- stjóm.“ Nýjungar í atvinnusköpun - Atvinnumálin hafa verið í brennidepli á Akureyri eins og víðar. I haust tók bærinn þátt í tilraun ásamt fleiri sveit- arfélögum sem fólst í því að þau fengu styrk úr Atvinnu- leysistryggingasjóði til þess að skapa tímabundin störf fyr- ir atvinnulaust fólk. „Já, við fengum styrk til tveggja mánaða verkefnis í haust og það gafst mjög vel. Við settum allt bæjarkerfið í gang og leituðum uppi verk- efni sem þurfti að vinna en hefðu ekki verið unnin án þessa styrks, en það var skil- yrði fyrir styrkveitingunni. Þetta setti okkur að vísu þröngar skorður, en það var ýmislegt gert. Við völdum lika verk sem voru frek á mannafla en ekki á efni, því annars hefði þetta orðið allt of dýrt. Við þurftum að greiða fólkinu mismuninn á bótun- um og venjulegum launum." - Hvaða verkefni urðu svo fyrir valinu? „Það voru einkum verkefni á sviði umhverfismála, gróð- ursetning og tiltekt, bæði ut- an- og innanhúss. Við bættum við heimilisþjónustuna og gáfum öldruðum kost á að fá fólk til að gera hreint hjá sér og héldum uppi gangbrauta- vörslu við skóla bæjarins. Þetta var ágætt átak, svo langt sem það náði, en það leysti ekki neinn vanda til frambúðar. Margir þeirra sem fengu vinnu fóru aftur á at- vinnuleysisskrá, en þetta hjálpaði mörgum, veit ég, efidi kjarkinn." - Verður framhald á þessu? ,Já, við gerð fjárlaga féllust sveitarfélögin á að leggja 500 milljónir króna til atvinnu- mála og þessu fé á að úthluta í samvinnu við sveitarfélögin. Ég gegni formennsku í nefnd sem Samband íslenskra sveit- arfélaga hefur skipað til að vinna að þessu máli. Nú er búið að breyta lögum um At- vinnuleysistryggingasjóð og veita honum heimild til að út- hluta fé í þessu skyni, en við bíðum eftir reglugerð frá heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Það er ákveðið 'að tveir menn frá sveitarfélögunum vinni með stjórn sjóðsins að úthlut- un þessa fjár. Mér finnst nauðsynlegt að þessum verk- efnum verði ekki sniðinn jafn- þröngur stakkur og gert var í haust. Það þarf meira svigrúm til að skapa ný störf og þá t.d. í samvinnu við fyrirtæki." Sjómvöld skapa óvissu - Sveitarfélög hafa verið Það vantar alveg í nefndarálitið hvernig stjórnskip- unin á að vera eft- ir sameininguna og hugmyndir um það hvernig á að kjósa um hana eru ekki lýðrœðislegar. Þetta veldur því að andstaðan hefur frekar verið að efl- ast í smœrri sveit- arfélögum en hitt. Þar eru menn komnir í varnar- stöðu, þeir óttast að það eigi að valta yfir þá og sameina með valdi. að leggja fram stórfé til at- vinnumála, en það hefur fyrst og fremst runnið til að verja störf sem til eru, ekki til að skapa ný. Hafa sveitarfélögin möguleika á að skapa ný störf? Er það ekki verkefni annarra? „Það fer eftir ýmsu, til dæmis hvemig tekjur sveitar- félaganna eru notaðar. Þau eru alls staðar með stærstu at- vinnurekendum og geta ráð- stafað fé til vinnuaflsfrekra verkefna ef að kreppir í at- vinnulífinu. En við finnum sérstaklega til vanmáttar þeg- ar ástandið í þjóðfélaginu er eins og það er og vildum gjarnan geta haft meiri áhrif. Við þurfum að finna fólk sem hefur hugmyndir og er tilbúið að ráðast í eitthvað nýtt. Slíkt fólk er vissulega til, en allar ylri aðstæður eru svo ótrygg- ar. Það er stanslaust verið að gera breytingar á skattakerf- inu og öðm sem skapar óvissu. Það er ekki beinlínis til þess fallið að hvetja fólk til dáða.“ - En hvað gerið þið ef til ykkar kemur maður með góða hugmynd? „Við vísum honum til at- vinnumálanefndar bæjarins eða á Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar sem við eigum aðild að. Þar er farið í gegnum hug- myndina með manninum og athugað hvort eitthvert vit er í henni. Stundum er það ekki og þess eru dæmi að menn komi út með allt aðra hug- mynd. Félagið getur svo að- stoðað við að finna aðra sem gætu tekið þátt í að gera hug- myndina að veruleika, útveg- að lán og jafnvel hlutafé." Opinber þjónusta eykst á Akureyri „Því miður hefur starf okk- ar að atvinnumálum fyrst og fremst verið varnaraðgerðir. Þær sjást ekki eins vel, en eru engu síður mikilvægar. Fimmtíu störf sem er bjargað eru jafnverðmæt og fimmtíu ný störf. Óneitanlega vildi ég samt að það væri meira af nýj- um störfum. En þótt við séum í lægð sem einkum stafar af því að iðnaðurinn og fleiri greinar, sem hafa verið einkennandi fyrir akureyrskt atvinnulíf, hafa orðið fyrir áföllum, þá eru ýmsir ljósir punktar í at- vinnumálunum. Bærinn er að breytast og opinber þjónusta hefur aukist, ekki síst mennta- og menningarstofnanir. Há- skólinn er stórmál sem getur haft mikil áhrif ef hann fær að dafna. Því miður býr skóla- starfið í landinu við mikið fjársvelti, enda finnst mér það eitt það ægilegasta við þessa ríkisstjóm hversu mjög hún hefur þrengt að rannsóknum og menntun. Það er mikið af ungu fólki sem hefur ekki möguleika á að búa hér á landi af því að það fær ekkert að gera. Þetta fyllir mig svartsýni. Við fjölskyldan dvöldum um eins árs skeið í Þýska- landi, í fylkinu Baden-Wiirt- temberg. Fylkið var áður eitt af fátækari fylkjum Þýska- lands. Þar ákváðu stjórnvöld að leggja megináherslu á að efla menntun og tækniþróun og ýta undir nýiðnað, svo sem vélaframleiðslu og hátækni, í smærri og stærri fyrirtækjum. Nú er Baden-Wúrttemberg ríkasta fylki landsins. Hér á Akureyri er hefð- bundinn iðnaður stór þáttur í atvinnulífinu og það eru engin teikn á lofti um að hann muni halda sínum hlut í framtíð- inni. Þar við bætist að við- skiptin við Rússa, sem voru mjög mikilvæg fyrir bæinn, eru ótrygg eins og er. Þar eru þó margir möguleikar sem þarf að rækta vel.“ Ekki á dagskrá að selja ÚA - Stundum hefur verið spurt af hverju bæjarstjómin selji ekki hlutafé sitt í Útgerð- arfélagi Akureyringa. Þar á bærinn meirihluta, en fyrir- tækið er orðið eitt öflugasta fyrirtækið í íslenskum sjávar- útvegi og kannski minni þörf en áður fyrir það að bærinn sé að hafa afskipti af því. Væri ekki hægt að nota féð sem fengist fyrir hlutafé til upp- byggingar á öðrum sviðum? „Þegar við gerðum meiri- hlutasamninginn settum við í hann ákvæði um að bærinn héldi meirihluta sínum í ÚA á kjörtímabilinu. Fyrirtækið er sterkt, einmitt vegna þess að bærinn og bæjarbúar hafa staðið þétt að baki því. Það hefur ekki veikt ÚA að bær- inn hefur átt meirihluta og að fyrirtækið hefur látið skipin landa afla sínum hér. Bærinn hefur notið þessarar eignar sinnar með þeim hætti að hlutaféð hefur myndað eignir á móti skuldum framkvæmda- sjóðs bæjarins. Hlutabréfin eru kjölfesta sem við höfum byggt á og ég teldi það skammsýni að selja þau. Ég vil halda ÚA í umsjá Akur- eyringa eins lengi og kostur er

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.