Vikublaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 12
12
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. janúar 1993
HUGLEIÐINGAR I VIKULOK
EFTIR ARNA BERGMANN
Hvað er að?
Morgunblaðið vitnaði í Reykjavíkurbréfi í Alice B. Rivlin, ráðgjafa Ciintons, verðandi Bandaríkjafor-
seta. Ráðgjafinn spurði: „Hvernig stendur á því að efnahagskerfi sem byggir á miklum náttúruauðlindum
og duglegu, hæfileikamiklu fólki, skilar ekki betri árangri? Hvernig getum við náð okkur á strik? Hvers
vegna er reynslumikil, lýðræðislega kjörin stjórn lömuð?“
Blaðið segir að slíkar
spurningar eigi jafnt við hér á
íslandi og í Bandaríkjunum.
Það svarar þeim ekki, það leit-
ar ekki að „kjarna málsins"
eins og segir í sjálfsauglýs-
ingu blaðsins, en nú skulum
við leyfa okkur þá ósvífni að
reyna það okkur til skemmt-
unar í umhleypingunum. Og
þau svör eiga sumpart við um
Bandaríkin, sumpart við okk-
ur hér, sumpart við um öll
iðnvædd Vesturlönd.
Semsagt: hvað er að?
Hversvegna skilar efnahags-
kerfið ekki árangri?
Heimskuleg stefna
I fyrsta lagi vegna þeirrar
reaganísku stefnu að létta
sköttum og álögum af þeim
ríku. Með þeirri réttlætingu að
þeir hefðu þá meiri peninga til
að fjárfesta og auka hagvöxt
og atvinnu. Þetta var blátt
áfram röng stefna og
heimskuleg, árangur hennar
varð öfugur við það sem til
stóð.
í öðru lagi rambar peninga-
kerfið á ystu nöf. Hvernig sem
á því stendur hefur markaður-
inn, sem allt þykist vita, ekki
sent þau skilaboð til lána-
stofnana að þær skuli varast
að trúa því að steinsteypa í
stórborgum sé gulls ígildi.
Gífurleg skrifstofubákn ný-
reist standa auð eða hálfauð
og óseljanleg í öllum helstu
borgum heims, bankar, sem á
veð í þeim trúðu, eru á heljar-
þröm og grípa gjarnan til þess
ráðs að þjarma þá meira að
öðrum lántakendum, tiltölu-
lega saklausum. Þar að auki
gerðist það í Bandaríkjunum
að spekúlöntum var leyft að
eyðileggja húsnæðislánakerf-
ið og stela peningum þess (og
| 'j r. J >_./ ■ , t ■ V
V. i r vJflNKfJ\ —; \
K s
r
5
I
X
’To
e>
4T
VjS
Nj C { —
mm
/
{
'/>\
4
m
<4r
'V1'
<
< 9--
- 'V-
t 4
0
Launamiðum ber að skila
í síðasta Iagi21. janúar
Allir sem greitt hafa laun á árinu 1992
eiga nú að skila launamiðum
á þar til gerðum eyðublöðum til skattstjóra.
Skilafrestur rennur út 21. janúar.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
var svo gert í nafni frjálsari
peningaviðskipta og hömlu-
lausari, eins og vænta mátti).
Vítahringur hagfræðinnar
í þriðja lagi er sú hagspeki í
mikilli klemmu sem segir fyr-
irtækjum að Iifa af í sam-
keppninni með því að hag-
ræða og tæknivæða - og
fækka um leið hjá sér starfs-
fólki sem mest þau mega.
Þetta sýnist skynsamlegt en
gengur ekki upp.
Það er náttúrlega löngu tími til þess
kominn að skoða hagvaxtardœmið
upp á nýtt, kippa hjátrúnni á hag-
vöxtinn úr nauðungarsambandi við
kröfur um sómasamlegt mannlíf og
gera skurk íþeim leikreglum vinnu-
markaðarins sem eru að dœma
fimmtung til fjórðung íbúa jafnvel
auðugustu samfélaga heims úr leik.
Allsherjarhagræðing leiðir
fyrst til þess að mjög fækkar
störfum í framleiðslugreinum.
Um tíma er því svarað með
nýjum störfum í þjónustu-
greinum. En þau („hamborg-
arastörfin") eru mun lakar
borguð en framleiðslustörfin
voru, og í annan stað kemur
einnig að því, að í þeim geira
verður ekki lengur við bætt
fólki (enda „hagrætt“ allsstað-
ar í senn). Atvinnuleysingjum
stórfjölgar (Evrópubandalag-
ið spáir hjá sér 10% atvinnu-
leysi sem hægt og bítandi fari
upp í 15%). Um leið fækkar
þeim stórlega sem áður
bjuggu við miðstéttarkjör.
Hagræðingin sem átti að
efla hagvöxt bítur í skottið á
sér: kaupmáttur alltof margra
hefur skerst, hver á að kaupa
allt það sem hátæknin fram-
leiðir með ótrúlega litlum
mannafla? Þeir ríkustu geta
að sönnu bætt á sig, en þeir
eru fáir. Atvinnuleysi og ör-
yggisleysi miðstéttanna gerir
fólk líka enn varfærnara en
áður: það hendir ekki nýleg-
um hlutum, það skiptir síður
og seinna um bíl og hefur
hann ódýrari en þann sem
seldur var.
I fimmta lagi: markaðir eru
mettaðir í fleiri en einum
skilningi. A uppgangstímum
hafa allar fjölskyldur sem
vettlingi geta valdið komið sér
upp dýrari hlutum og græjum
sem ætluð eru til lengri nota.
Heimilistölva, vídeó, geisla-
spilari, eldhúsvélar o.fl. -
þetta er allt til. Og vegna þess
að enginn sem enn á ekki
komplett af slíkum hlutum er
núna á leið „upp“ í miðstéttar-
kjör, og vegna þess að mið-
stéttimar eru hræddar um sig,
þá gengur ekki sú brella leng-
ur í sölumálum að freista
fólks til að henda þeim hlut-
um sem það hefur og kaupa
nýja og glæsilegri „kynslóð"
þeirra. Harðlífið í sölukerfinu
linast ekki.
Reyndar er þjóðfélagið
haldið alvarlegum geðklofa.
Alþýðu er sagt að spara og
sýna ábyrgð - en um leið og
hún gerir það, kaupir hún
minna og eykur þar með
vanda atvinnulífsins. Þar með
er sparnaðurinn orðinn eins
konar andfélagslegt fyrirbæri,
sem vinnur gegn því að „upp-
sveiflan" byrji.
Það er líka hægara sagt en
gert að leysa kreppuna heima
fyrir með því að selja meira
erlendis. Vegna þess að öll
samfélög sem geta keypt eru í
svipaðri klemmu - og ætla öll
í einu að bjarga sér á „nýjurn
mörkuðum".
I sjötta lagi súpa menn
seyðið af því að hagvöxtur “
liðinna ára var falskur. I þeim
skilningi að hann fékkst með-
al annars með því að fleyta of-
an af auðlindum sent ekki
verða endumýjaðar, með því
að spilla umhverfi - vatni,
lofti, jarðvegi. Þetta var eins
og að slá lán sem ekki er inni-
stæða fyrir og nú falla sumir
þeirra víxla og taka með sér í
fallinu ýmsa „uppsveiflu-
möguleika".
Engin framtíðarsýn
Og hvers vegna er „reynslu-
mikil lýðræðislega kjörin
stjórn lömuð“? Vegna þess að
hún hefur ekki neina sýn,
neinar lausnir, sem eru öðru-
vísi en hagspeki stórfyrirtækj-
anna sem ætla að lifa af á hag-
ræðingu, á því að slátra störf-
um (og hækka laun forstjór-
anna um leið). Ríkisstjóm
Clintons getur gert nokkra
hluti betur en þeir Reagan og
Bush. Til dæmis með því að
skattleggja þá ríkari meira og
nota þá peninga sem og
spamað í vígbúnaði til að
hressa upp á sárlasið mennta-
kerfi. En þar með er fátt eitt
gert, satt best að segja.
Það er náttúrlega löngu
tími til þess kominn að skoða
hagvaxtardæmið upp á nýtt,
kippa hjátrúnni á hagvöxtinn
úr nauðungarsambandi við
kröfur um sómasamlegt
mannlíf og gera skurk í þeim
leikreglum vinnumarkaðarins
sem em að dæma fimmtung
til fjórðung íbúa jafnvel auð-
ugustu samfélaga heims úr
leik. En til þess þarf bæði
pólitískt hugrekki og sam-
stöðu í samfélaginu sem lítt
bólar á - enn sem komið er.
Hitt er ljóst að eftirspumin
(einn markaðsfrasinn enn!)
eftir öllu slíku fer ört vaxandi.